Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. febrúar 1963
M n p r. v y n r 4 n 1 ð
17
Mekkinó Björnsson
kaupmaöur — Minning
HANN lézt snögglega 2. þ.m. á
63. aldursári og verður jarðsett-
ur í dag. Hafði hann átt við
vanheilsu að stríða síðustu, árin,
en þótti nú sem kominn væri á
bataveg. Var hann hress í máli
2 dögum áður en hann hneig
í valinn, — all reifur í bragði og
með spaugsyrði á vörum, sem
honum voru áður eiginleg. Kom
manni því sízt til hugar að svo
skammt væri til ævilokanna. En
hér sannaðist sem oftar, að —
„fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit —“,
og mætti það jafnan hugfast
vera, að allt er hverfult í heimi
hér.
Mekkinó Björnsson var fædd-
ur á Hrisum í Svarfaðardal 17.
júlí 1900. Voru foreldrar hans
búandi hjón þar þá og lengi
síðan, þau Þórhildur Hansdóttir
Bjering og Björn Arnþórsson.
Var frú Þórhildur bóndadóttir
frá Kaldbak í S. Þing., en afi
hennar danskur með ofangreindu
aettarnafni. En Björn var ættaður
innanúr sveitum Eyjafjarðar, og
bæði kvistir á góðum stofni, þótt
það verði ekki rakið hér.
Var Þórhildur ekkja, er Björn
kvæntist henni, og átti einn son,
Helga Ólafsson, er ólst upp á
Hrísum, síðar kunnur húsasmíða-
meistari í útsveitum Eyjafjarðar
á sinni tíð.
Þau Þórhildur og Björn hófu
búskap á Hrísum um 1890. Þau
áttu 4 börn saman, sem upp kom
ust og mönnuðust vel, og var
Mekkinó yngstur þeirra. Eru nú
2 systur á lífi, Matthildur kaup-
kona í Rvík og Júlíana húsfr.eyja
á Þúfnavöllum í Hörgórdal.
Á búskaparárum þeirra Hrísa
hjóná þótti heimili þeirra jafn-
an með miklum myndarbrag og
snyrtimennskan frábær, bæði
utanhúss og innanstokks. Var
heimilið í föstum skorðum reglu
semi og hagsýni, enda þótti bú
þeirra gott nytjabú og vel efnað,
á mælikvarða þeirra tima.
Bæði voru þau hjón vel gefin,
húsfreyjan mikil gerðarkona og
stjórnsöm, og húsbóndinn fjöl-
fróður og athugull búandmaður
og sjálfstæður í skoðunum. Og
á mannamótum vakti Björn
bóndi á Hrísum jafnan atihygli
vegna snyrtimennsku í klæða-
burði og prúðmannlegrar og
virðulegrar framkomu, — frem-
ur fámæltur jafnan og heldur
hlédrægur, en hygginn í háttum
og tali.
Á sliku myndarheimili voru
þau systkin upp alin.- Gekk
Mekkinó ungur i g agnfræða- '
skólann á Akureyri, og gerð-
ist síðan verzlunarmaður, fyrst
hjá Höephner á Akureyri og síð-
ar i Rvík, en þangað fluttist
hann um tvítugt. Var hann um
árabil verzlunarmaður hjá E.
Jakobsen, en stofnaði svo sitt
eigið verzlunarfyrirtæki, Vicbor,
á Lauðavegi 33, og rak af hinum
mesta dugnaði þar til fyrir nokkr
um árum að hann varð að hætta
vegna heilsubrests.
Það mun sameiginlegt álit
þeirra, er höfðu kynni af Mek-k-
inó Björnssyni að verulegu ráði,
að hann hafi verið greindur vel,
ébyggilegur og hygginn kaup-
íýslumaður, dugnaðarmaður og
snyrtimenni í allri umgengni.
Hann var raunsær í eðli, hispurs
laus í framkomu og tali, gat ver-
ið þurr á manninn, átti við-
kvæma lund og mikið skap, sem
hann fór vel með, var oft léttur
í máli og hnittinn i svörum,
spaugsamur í sinum hópi' og
skemmtilegur. En fleirum rétti
hann hjálparhönd en menn vissu.
Hann var vel metinn í sinni stétt
og gegndi þar stundum trúnaðar-
Störfum í félagsmálum.
Þegar Svarfdælingar 1 Rvík
stofnuðu með sér samtök var M.
Bj. heilsuveill orðinn, en sagði
þá: „Ég þarf endilega að koma,
en hef mig líklega ekki upp í
það.“ Hinsvegar sýndi hann hug
•inn U1 sveitar sinnar, er minnzt
var, af sérstöku tilefni, ferming-
arkirkju hans fyrir nokkrum ár-
um. Þá rétti hnn fram orðalaust
álitlega fjárhæð.
Þótt kaupsýslan yrði ævistarf
Mekkinós Björnssonar, ætla
kunnugir vafasamt að slíkt starf
hafi í raun og veru verið í sam-
ræmi við upplag hans og eðli.
Má það vel vera, enda gömul
saga og ný, að menn lendi ekki
ætíð á réttri hillu, sem svo er
kallað. En allt um það mun hér
mega fullyrða, að hann reyndist
með prýði þar sem hann haslaði
sér völl.
Hitt mun líklega sannast mála,
að litla jörðin hans á Kjalarnes-
inu, gróðurmoldin þar og öll
umönnun hans við að- fegra og
bæta þann blett, segi sína sögu.
Til þess varði hann allmiklum
fjármunum strax, og hann hafði
bolmagn til. Og þar dvaldi hann
löngum á sumrin hin síðustu
ár, „ — við gróðurmögn móður-
moldar — “, þar sem hann sá
tvö strá vaxa þar sem áður var
eitt.
Kannski horfir hann þangað —
til gróandans, — „átt sér dýrst-
an draum —“.?
Mekkinó Björnsson var kvænt
ur góðri konu, Dagmar Þorláks
dóttur, ættaðri af Vestfjörðum.
Eiga þau fjögur börn uppkomin,
son búsettan í Ameríku og þrjú
búsett hér.
Með þessum fáu minningar-
orðum kveð ég Mekkinó Björns-
son frá Hrísum hlýrri kveðju, og
sendi ástvinum hans öllum inni
lega samúðarkveðju.
Sn. S.
t
í DAG verður til moldar borinn,
Mekkino Björnsson, kaupmaður.
Andlát hans bar að með skjótum
hætti, en kom þó ekki okkur
kunningjum hans, alveg að óvör
um, þar sem við vissum um van-
heilsu hans, að undanförnu.
Mekkino mun ekki fljótt
gleymast, þeim, sem honum
kynntust. Glæsimennska, glað-
værð, starfsgleði og ekki sízt
hlýja hans og umhyggja til barna,
hvort sem var innan fjölskyldu
hans eða ekki, voru sterkir eigin
leikar í fari hans. Hann var allt-
af tilbúinn að svara spurningum
barnanna, leysa úr vandræðum
þeirra hughreysta þau og gleðja.
Ekki duldist heldur greiðvikni
hans og hjálpsemi, sérstaklega
við þá, sem mest þurftu þess með.
Eg vil fyrir hönd fjölskyldu minn
ar, þakka samverustundirnar,
ekki sízt hin mörgu ógleyman-
legu sumur, í Prestshúsum á
Kjalarnesi.
Frú Dagmar, börnum þeirra,
tengdabörnum og barnabörnum
vottum við okkur dýpstu sam-
úð.
E. J. S.
íbúð óskast
TIL LEIGU
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
Brautarholti 20 — Sími 19345 og 19346.
Atvinna
Maður óskast til afgreiðslu og lagerstarfa. —
Framtíðaratvinna fyrir áhugasaman og lipran mann.
Hreinleg vinna.
PHARIViACO HF.
Innkaupasamband Apótekara.
Stórholti 1. — Sími 20320.
Útsala — Bútasala
Stórkostleg verðlækkun. Nýjar vörur daglega. -
Bútar fyrir lítið verð.
Verzlunin VÍK
Laugavegi 52.
Til sölu er
Jörðin Kleifárvellir
í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Á jörðinni er
nýtt íbúðarhús. Jörðin er þægileg til búskapar. Einn-
ig tilvalin sem sumardvalarstaður. Upplýsingar
gefur Gísli Guðmundsson, Hafnargötu 79, Kefla-
vík og Sigurður Ágústsson, alþingismaður, Báru-
götu 10, Reykjavík.
Veiiiigastofa til leigu
Veitingastofa með mat- og kaffisölu og allar aðrar
veitingar til leigu. Tilboð sendist afgr. Mbl., —
merkt: „12 — 6072“.
Loéthilunarketill
Óskum eftir 200.000 kg. cal. lofthitunarkatli.
(notuðum). — Upplýsingar í síma 24228.
FerðafúLgar ms., H. klu 14. sept., sl.
Þeir farþegar og áhöfn, sem voru í ferð m.s. Heklu
14. sept., sl., munu hittast í Klúbbnum við Lækjar-
teig 2, miðvikudaginn 13. febrúar, en ekki í Sjálf-
stæðishúsinu eins og auglýst var áður. —
Nánari upplýsingar í síma 33076.
Nokkrir ferðafélagar.
Eikarspónn
Höfum fyrirliggjandi eikarspón á mjög hagstæðu
verði, frá kr. 27,00 pr. ferm.
Timburverzlunin Völundur hf.
Klapparstíg 1. — Sími 18430.
Verkafólk
óskast í Hraðírystihús Tálknafjarðar. —
Mikil vinna, fríar ferðir, frítt húsnæði,
ódýrt fæði, kauptrygging.
Nánari upplýsingar í Sjávarafurðadeild
S. í. S. Sambandshúsinu, sími 17080.
Starf aðalbókara
Vér viljum ráða vanan bókara til aðalbók-
arastarfa hjá kaupfélagi í nágrenni
Reykjavíkur- — Umsóknir ásamt kaup-
kröfum og upplýsingum um fyrri störf,
sendist til Starfsmannastjóra SÍS, Jóns
Arnþórssonar.
Starfsmannahald S. í. S.
Framkvæmdastjórastarf
Framkvæmdastjórastarfið við Kjötbúð
Siglufjarðar, Siglufirði er laust til um-
sóknar nú þegar. — Umsóknir. ásamt
kaupkröfum og upplýsingum um fyrri
störf, sendist til kaupfélagsstjóra Kf. Aust-
ur-Skagfirðinga, Hofsósi, Geirmundar
Jónssonar, eða starfsmannastjóra Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, Jóns Arnþórs-
sonar.