Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. febrúar 1963 MORGVISBL 4ÐIÐ 5 binda verk um í 30 ÁR hefur verið unnið að vísindalegu riti um íslenzka dýra fræði, er nefnist „The Zoology of Iceland“. Eru þegar komin út af fyrirhuguðu 5 binda verki 73 hefti, samtals 3259 blaðsíður. Þar sem mjög hljótt hefur verið um þessa merku útgáfu og þau rann- sóknarstörf, sem að baki liggja, leitaði Mbl. upplýsinga um hana hjá dr. Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi, en hann er í stjórn útgáfunnar og sat einmitt stjórn arfund í Kaupmannahöfn er hann var þar á ferð nýlega. Dr. Finnur skýrði fyrst frá til- drögum og upphafi þessa verks, sem hófst með því að danskir og íslenzkir dýrafræðingar ákváðu, árið 1931, að hefjast handa um út gáfuna í sameiningu. Danir höfðu unnið hér lengi að rann sóknum, eða frá því fyrir alda mót. En þegar ísland varð full- Dr. Finnur Guðmundsson með 73 Iceland, sem þegar eru komin út. bindi af The Zoology of ciií sem vitað er i:m dýralíf hér valda 1918 dró mjög úr þessum rannsóknum. Danir litu svo á, að þeirra hlutverki væri lokið. Þeir höfðu þó mikil gögn, er safnað hafði verið á löngum tíma og varðveitt í dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Greinar höfðu að vísu birzt hingað og þangað í tímaritum, en ekkert í heild. Þá varð það úr að ákveðið var að stofna til samvinnu landanna um úrvinnslu þessara gagna og jafnframt að halda áfram rann- sóknunum. Útgá'fustjórn var kosin, sem í áttu sæti íslendingarnir Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson og Guðmundur Bárðarson og þrír Danir. Tveir ritstjórar áttu að sjá um framkvæmdir, þeir Árni Friðrikss. og S. L. Tuxen og gera það enn. Árni hefur verið mjög störfum hlaðinn lengst af, svo að megin hlutinn af starfinu hefur hvílt á herðum Tuxens, sem hef- ur unnið mjög gott verk, segir Finnur. Nú eru í ritstjórn: E. Bertelsen, Hermann Einarsson, Árni Friðriksson, Finnur Guð- mundsson, R. Sparck og S. L. Tuxen. Allt, sem vitað er um dýraríki íslands Fyrsta verkefnið var að vinna að undirbúningi og skipulagðri söfnun gagna og úrvinnslu þeirra Strax 1931 var samin áætlun um 5 binda verk, sem koma skyldi út í heftum, þar sem tekinn væri fyrir einn dýraflokkur. I heild átti verkið að ná yfir allt dýra- ríki Islands, þ.e.a.s. allar þær dýrategundir sem vitað er um að finnast hér. Fyrsta bindið er inngangs- bindi og verður þar yfirlit yfir sögu íslenzkra dýrafræðirann sókna, almenn landlýsing, lýsing á veðurfari, lýsing á sjónum við strendur landsins, gerð grein fýrir helztu dýrasamfélögum, t.d. dýrasvifi í sjó, dýralífi á botni sjávarins, dýralifi í fjörum, dýra lífi í jarðvegi og dýralíf í ám og vötnum. Þrjú næstu bindi, nr. 2, 3 og4, verða nokkurs konar tegundatal, þar sem eru taldar allar dýrategundir, sem vitað er um íslandi, og gerð grein fyrir út- breíðslu hverrar tegundar. Er þetta samtekning á öllu því, sem vitað er um dýraríki íslands í dag. Og 5. bindið á að fjalla um samandregnar niðurstöður, upp- runa og aldur dýraríkis á íslandi og samanburð við dýraríki ná- grannalandanna. Fyrsta bindið af þessu verki kom út árið 1937 og síðan hafa heftin komið jafnt og þétt. Um síðustu áramót voru komin 73 hefti, sem fyrr er sagt, þar sem taldar eru 3159 dýrategundir. Er þá kominn megin hlutinn af að- albindunum þrem, nr. 2,3 og 4. Nokkur bindi eru komin í fyrstá hefti, almenna hlutanum, en ekkert af fimmta og síðasta bindinu. Hvert þessara hefta er skrifað af sérfræðingi um viðkomandi dýraflokk. Danir eru þar í meiri hluta, en íslendingar hafa einnig lagt hönd á plóginn. Þar sem þurfa þótti, hefur verið leitað til sérfræðinga í ýmsum öðrum lönd um. Og ef ekki hafa verið til nægileg gögn í söfnum hér og er- lendis, þá hafa þeir komið til Is- lands og unnið að söfnun og rannsóknum. Af íslendinga hálfu hafa þessir skrifað í ritið: Bjarni Sæmundsson skrifaði um fiska í sjó og um spendýr, Hermann Ein arsson um skrápdýr, Högni Böðv arsson um stökkmok, og Geir Gígja í samvinnu við danskan mann um bjöllur. Nokkrir fleiri munu skrifa hefti, sem eru ó- komin út, m.a. Jón Eyþórsson um veðurfar, Þór Guðjónsson um vatnafiska, Finnur Guðmunds- son um fuglana, og sennilega leggja fleiri fræðimenn fram skerf til verksins. Ritið er gefið út á ensku og fer til safna og vísindastofnana um allan heim. Þeir einstaklingar, sem kæra sig um, geta fengið það keypt, en þar eð það er mjög vísindalegt, hefur lítil sala verið í því á íslandi. Ritið er prentað í Kaupmannaih. og sér bókaforlag Munksgaard um útg'áfu og dreif- ingu. Fé til útgáfunnar hefur verið vgitt úr dönskum og íslenzkum sjóðum, t.d. Carlsbergsjóðnum og örstedsjóðnum í Danmörku, og hér hafa fengizt styrkir úr Sáttmálasjóði, Vísindasjóði og ríkissjóður hefur einnig lagt nokk uð af mörkum. Danir hafa lagt fram miklu meira fé, segir Finn- ur. Þeir hafa borgað allan út- gáfukostnaðinn, en við aðallega lagt fram fé til gagna- söfnunar, einkum þegar útlendir sérfræðingar hafa þurft að koma hingað. íslenzka dýrafræði, segir Finnur. Yfir 3000 tegundir hafa þegar verið bókfærðar, en þar er langt frá því að allar tegundir á land- inu séu þar með komnar til skila. Það er alveg áhætt að áætla að 5000 tegundir að minnsta kosti lifi á íslandi. En það er ákaflega þýðingar- mikið að fá þetta tekið saman nú, svo við vitum hvar við stönd- um og hvað vitað er um þetta efni. Verkið er sem sagt undir- stöðurit til að byggja á framtíð- arrannsóknir, vísindalegt rit og óhjákvæmileg undirstaða, ekki síður fyrir hagnýtar rannsóknir. En þó nú sjáist fyrir endann á þessari útgáfu, þá er þetta verk- efni, sem tekur aldrei enda. Þrátt fyrir þetta er ísland miklu verr rannsakað dýrafræðilega en nágrannalönd okkar. Og á- framhaldið verðum við að sjá um sjálfir. Við getum ekki búizt við að aðrir vinni svona fyrir okkur um alla framtíð. — Hvaða dýr mynda stærsta flokkinn í verkinu? — Það er erfitt að segja, það fer eftir hvernig er talið. Ef tek- in eru öll skordýrin, þá er teg- undafjöldi þeirra áreiðanlega mestur, eins og alls staðar annars staðar. f hefti frá 1954, sem fjallar um tvívængjurnar, eru t.d. taldar 218 tegundir í þeim flugnaflokki einum. Annað hefti er um mýflugurnar og skyldar flugur, en það er ekki komið út enn. Bjöllurnar eru 160 talsins o.s.frv. óhjáikvæmileg undirstaða — Þetta er undirstöðurit um 81 bandormstegund á íslandi — Er ekki nýkomið hefti? — Jú, það fjallar um band< ormana og er unnið af svissneska prófessornum Baer, sem er ein- hver mesti sérfræðingúr í heimi í þessari grein. Hann dvaldi hér 1958 til að safna heimildufn. í hefti sínu telur hann 81 band- ormstegund á Íslandi, en band- ormar eru sem kunnugt er sníkju dýr, sem lifa í innyflum annarra dýra. Yfirleitt er mikið af þeim dýrum sem hér lifa, svo smá að við sjáum þau aldrei. Þau eru ekki sjáanleg nema í smásjá. — En hvað um fuglana. Ólærð um finnst fjölskrúðugt fuglalíf á íslandi. Mynda þeir stóran flokk? — Nei, en bindið um þá verð- ur þykkt. Og ástæðan er sú, að það hefur verið skrifað meira um íslenzka fugla en nokkurn annan dýraflokk á íslandi. — Er það allt talið fram? — Já, allt sem hefur einhverja þýðingu. Við þökkum Finni fyrir upp- sem svo hljótt hefur verið um öll þessi ár. Það hefur oft verið haft hærra um það, sem ó- merkilegra er. — E. Pá. — Ræða Ingólfs Framhald af bls. 13. Er vonandi að ekki líði mörg ár þar til allir íslendingar verða rafmagnsins aðnjótandi.' Á síð- asta búnaðarþingi var allmikið rætt um ræktun holdanauta og mælti búnaðarþing með frum- varpi, sem flutt var á Alþingi um það efni. Frumvarpið varð að lögum. Fé var veitt á fjár- lögum 1962, 500 þús. krónur, sem byrjunarframlag til þess að koma lipp sóttvarnarstöð i þessu skyni. Yfirdýralæknir hefir ekki getað fallizt á, að lögin kæmu til fram- kvæmda, en eins og kunnugt er, var málið sett í hans vald, vegna öryggisráðstafana. Bændum hafa orðið þetta mik- 11 vonbrigði, sérstaklega vegna þess að ekki var talin stafa hætta af framkvæmd þessara laga, heldur miklu fremur af því, sem á eftir kynni að koma, þegar reynslan sýndi að holda- nautaræktunin hefði gefið góða raun. Þetta mál verður þvl að biða •íns tíma. Laxastöðin í Kollafirði var einnig til umræðu hér á síðasta búnaðarþingi og er ekkert af því fyrirtæki að segja annað en það, að miklar vonir eru við það bundnar, og því treyst að eldis- stöðin verði brautryðjandi og geri það fært að auka laxaeldi í landinu til ávinnings fyrir land- búnaðinn og þjóðarheildina. Þess skal geta, að ráðuneytið skipaði nefnd til þess að endur- skoða lög um bændaskóla og búnaðarfræðslu. Nefndin hefur skilað áliti og verður frumvarp um málið flutt á því Alþingi, sem nú situr. Frumvarpið gerir ráð fyrir nokkuð breyttri tilhögun á kennslu í bændaskólunum til samræmis við breytta búnaðar- hættj, svo sem meðferð véla og vélaviðgerðir, sem nauðsynlegt er fyrir hvern bónda að hafa þekkingu á. Stutt er síðan að farið var að dreifa áburði úr flugvél hér á landi. Það hefur gefið góða raun og er eftirspurn- in gífurleg eftir því að fá borið á með þessum hætti. Þess vegna hefur verið ákveð- ið að kaupa aðra flugvél í þessu skyni, svo að Sandgræðslan hafi á næsta vori yfir að ráða tveim- ur flugvélum og má því ætla, að mögulegt verði á næsta sumri að fullnægja óskum manna í þess- um efnum. Bændasamtökin eiga i mikl- um erfiðleikum vegna bænda- hallarinnar. Upphaflega, þegar ákveðið var að byggja þetta veg- lega hús, voru skiptar skoðanir um það. Menn voru ekki sam- mála 1958, þegar ákveðið var að leggja sérstakt gjald á búvörur, til þess að standa undir bygg- ingarkostnaðinum. Eigi að síður var það gert og ákveðið að gjald- ið skyldi greitt næstu 4 ár. Bændur hafa nú þegar lagt í bændahöllina allt að 30 millj. kr. Vonlaust er að fá lán til þess að ljúka við bygginguna, nema hafa í hendi ákveðinn tekjustofn eins og búnaðarmálasjóðsgjaldið er. Án þess að hafa þetta í hendi, gætu bændur tapað því, sem fram hefir verið lagt. Þetta er ástæðan til þess að þingmenn samþykktu framleng- ingu á búvörugjaldinu á þessu þingi. Ríkisstjórnin vill greiða fyrir því að lán fáist til bændahallar- innar og standa vonir til að það m§gi takast. Hér hefur verið enskur fjármálamaður, sem boð- izt hefur til að lána í þessa fram- kvæmd meá hagstæðum kjörum. Augljóst er að útvega verður hagstætt lán, sennilega um 80 millj. kr., til þess að unnt verði að ljúka við húsið og standa við skuldbindingar, sem þegar hafa verið gerðar, en þá væri borgað upp óhagstætt lán, sem hvílir þungt á framkvæmdinni. Ég tel rétt að minnast á mál, sem mikið er rætt og ritað um á þessum tímum og varðar land- búnaðinn vissulega miklu, ekki síður en aðra atvinnuvegi lands- ins, en það eru umræðurnar um Efnahagsbandalag Evrópu. Að vísu er ekki til enn sem komið er neitt sem kallast getur Efna- hagsbandalag Evrópu og verð- ur ekki til nema Bretar gerist aðilar, en það horfir ekki vel með það, eins og sakir standa. Búizt er við að Norðurlöndin gerist ekki aðilar, ef Bretar verað utan við bandalagið. Verði Efnahagsbandalag Evrópu stofn- að, sem girðir sig tollmúrum, er augljóst að við íslendingar hljót- um að gera tilraun til að komast í gegnum tollmúrana með ein- hverjum hætti. f hita dagsins hafa ýmsir hald ið því fram, að ríkisstjórnin hafi í huga að sækja um aukaaðild að bandalaginu, ef það verður til, og hafi jafnvel í huga að fórna hagsmunum þjóðarinnar til þess að það geti orðið. Því hefir marg oft verið yfirlýst að ríkisstjórnin hafi ekkert gert i þessu efni ann- að en kynna sér málið og gera sér þannig grein fyrir hvaða möguleika íslendingar kæmu til með að hafa í sambandi við hina væntanlegu tollmúra, sem full- yrt er að verði reistir. Bændasamtökum landsins er ljóst, að ríkisstjórnin hefir viljað hafa samráð við atvinnuvegi landsmanna í sambandi við þetta mál. Þess vegna hefir verið á vegum Framleiðsluráðs unnið að því að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif Efnahagsbandalagið gæti haft á íslenzkan landbúnað ef við stæðum utan við og einn- ig hvaða hlunnindi því fylgdu, ef við tengdumst bandalaginu. Ekki er ástæða til að ræða þetta mikið hér að þessu sinni. Ég vil aðeins fullyrða, hátt- virtu áheyrendur, að ríkisstjórn- in hefir ekkert spor stigið, sem gæti orðið til tjóns fyrir þjóð- ina, heldur aðeins gert skyldu sína í því að fylgjast með hvað er að gerast hjá viðskiptaþjóð- um okkar. Þess ber að geta, að ef banda- lagsríkin loka mörkuðum fyrir okkur, myndi það verða til mik- ils skaða og skapa erfiðleika, en þó ekki svo að ástæða sé til að ætla að afurðir okkar seldust ekki á einhvern hátt. Vitað er að enn er mikið land ónumið í markaðsmálum, t.d. í Vesturheimi og víðar. Ég lýk máli mínu með því að óska þess, að búnaðarþing megi halda þar.nig á málum, að verða megi landbúnaðinum og þjóðinni allri til heilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.