Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUTSBIAÐIÐ Þriðjudagur 12. febrúar 1963 roauttMitfrifr tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjori: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. TJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. KJAEASAMNINGAR OPINBERRA STARFSMANNA P’íns og kunnugt er var í ^ fyrra gerð með löggjöf grundvallarbreyting á regl- um um ákvörðun kjara opin- berra starfsmanna. Fram að þessu hafa laun ríkisstarfs- manna verið ákveðin í launa- lögum, en nú var þeim veitt- ur samningsréttur, og skyldi með málið fara líkt og kjara- samninga launþegafélaga við atvinnurekendur, þó með þeirri veigamiklu undan- tekningu, að opinberum starfs mönnum var ekki veittur verkfallsréttur heldur skyldu málin endanlega útkljáð af kjaradómi, ef samkomulag næðist ekki. Flestir munu sjálfsagt hafa gert ráð fyrir því, að í fyrsta skipti sem á samninga reyndi milli opinberra starfsmanna og ríkisins mundu þær samn- ingatilraunir enda með því að málið yrði sett í gerð hjá kjaradómi. Hins vegar kann svo að fara, þegar fram í sækir, að ssmkomulag náist í einstökum kjaradeilum, án þess að grípa þurfi til kjara- dóms. Kröfur þær, sem opinberir starfsmenn settu fram, voru líka það háar, að naumast gat dulizt að ríkisvaldið mundi hafna þeim. Þar með er þó alls ekki sagt að opinberir starfsmenn eigi ekki að fá launahækkanir og sumir flokkar verulegar hækkanir, enda hefur margsinnis á þá staðreynd verið bent hér í blaðinu, bæði áður en hin nýja löggjöf var sett og eins síðar. Samninganefnd ríkisins hef ur nú sett fram gagntilboð, sem opinberir starfsmenn telja alltof lágt, en auk þess mun gæta óánægju með breytingu á flokkum, sem gerð er frá því, sem opinberir starfsmenn sjálfir höfðu lagt til. Nú er reynt að samræma sjónarmiðin, en ef ekki tekst fyrir 1. marz að ná samkomu- lagi, ber að vísa málinu til kjaradóms. Eins og nú horfir eru allar líkur til þess, að erfitt verði að ná samkomu- lagi og þá kemur til kasta dómsins, sem kveður endan- lega á um kjör opinberra starfsmanna. Kjaradómur er hlutlaus, en á þó að hafa hliðsjón af kjör- um launþega, sem vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu, líta á menntun og ábyrgð starfsmanna og af- komuhorfur þjóðarbúsins. — Kjaradóm skipa gegnir menn, sem báðir aðilar bera traust til, og þess vegna á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af endanlegri ákvörðun kj ara opinberra starfsmanna, jafn- vel þótt svo fari, að samkomu lag náist ekki, heldur verði þau ákveðin með úrlausn kjaradóms. SPARIFÉÐ OG VEXTIRNIR Cíðastl. sunnudag ritar Tím- inn um spariféð og vext- ina og kemst að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir „okur- vextina“, sem blaðið svo nefn ir, hafi sparifjáreigendur stór skaðazt á undanförnum ár- um. Um þetta segir blaðið m. a.: „Sannleikurinn er sá, að í stað þess að greiða vexti af sparifé hefur „viðreisnar- stjómin" sektað hvern spari- fjáreiganda fyrir að eiga þús- und krónur inni um 50 krón- ur á ári — dregið af honum 5% í stað þess að greiða 9% vexti.“ Hér er skörin farin að fær- ast upp í bekkinn. Fram að þessu hefur Tíminn haldið því fram, að lántakendur væru beittir svo hróplegu ranglæti, að hér hlyti að verða samdráttur og kreppa, „okurvextirnir“ hindruðu framfarir og léku fyrirtæki landsmanna svo illa, að lægi við gjaldþroti. Nú er því aftur á móti hald ið fram, þegar verið er að viðra sig upp við sparifjár- eigendur, að lántakendur hafi farið svo illa með þá, að það sé ekki nóg með, að þeir hafi haft fé þeirra til afnota endurgjaldslaust, heldur hafi sparifjáreigendur beinlínis greitt lántakendum 5% á ári með því fé, sem þeir fengu lánað í böknum landsins. Samkvæmt þessari nýju kenningu Tímans — sem að vísu er „rökstudd“ á sama hátt og aðrar fullyrðingar þessa blaðs — virðist því vera hrunið síðasta árásarefnið á viðreisnina, en fram að þessu hafa Framsóknarmenn verið þrautseigir að tala um „vaxta okrið“, þótt allt annað, sem þeir sögðu um viðreisnarráð- stafanirnar, þegar þær hóf- ust, sé nú reynt að fela. 5°/o HÆKKUNIN ¥ samræmi við þá stefnu Viðreisnarstjómarinnar að greiða fyrir því, að hinir Éikí.'£&i wv UTAN ÚR HEIMI Gígir mánans ERU tunglgígarnir til orðn- ir vegna eldsumbrota á yfir- borði mánans eða vegna loft- steina, sem rekizt hafa á tunglið endur fyrir löngu? Eða eru þeir merki eftir loftbólur, sem stigið hafa upp á yfirborðið úr iðrum tungls- ins? Allt frá því er fyrsta stjörnusjáin var upp fundin og fram á þennan dag, hafa menn deilt og þrefað um tunglgígana. Þeir hafa verið þau fyrirbrigði á mánanum, sem minnst hafa líkzt jarð- neskum fyrirbærum. Svo hafa menn að minnsta kosti haldið, þar til alveg nýiega. hinir björtu og sléttu fletirhæfra kjarabóta, eru að sjálf- Reyndar finnast eldfjalla- gígar hingað og þangað um jörðina, ekki ólíkir tuniglgíg- unum í lögun. Fiskar eru ekki ólíkir stórhvölum, þó stærðar- mismunur sé mikill. Þannig eru gígir á jörðinni eins og leikföng samanborið við tungl gígina. ísland eldfjallaland Við íslendingar lifum í eld- fjallalandi, einu hinu virk- asta í veröldinni, og höfum því góða hugmynd um eldfjöll og gígi, lögun þeirra og stærð. Við vitum, að þvermál þeirra er yfirleitt ekki meira en nokk ur hundruð metrar í mesta lagi. Á fylgihnetti jarðar, mánanum, geta gigirnir náð allt að 150 km þvermáli. Ef tunglgígirnir eru til eru þeir þá svona miklu stærri? Máninn er miklu minni en jörðin og 81 sinnum léttari. Er nokkur ástæða til að ætla, að bergtegundir mán ans séu í eðli sínu öðruvísi en bergtegundirnar á jörðinni? Svo er varla. í mörgum öðrum atriðum er þó máninn ólíkur jörðinni, t.d. er þar ekkert loft og ekk- ert vatn. Mikill hluti af yfir- borði tunglsins hefur þó hlot- ið gríska nafnið „mare“, sem þýðir haf. Það er vegna þess, að áður fyrr héldu menn, að Arlificial As+ronau+ MEET THE * i-b ‘plastínaut:1 A DUMMV SPACEMAN WHOSE PLASTIC "SKIM“ REACTS HUMANLIKE TO .* HABMPUL ; RAOIATIONS. • BY TESTING OUT ANTI-RAOIATION SPACESUITS, THE PLASTIC "GUINEA PIGS" WILL ENABLE LIVING ASTRONAUTS TO SURVIVE SPACE DEATH RAYS ON FUTURE INTERPLANETARY TRIPS. f\ ÍSINDI sem mun hafa mikla þýðingu, þegar Mánaborg rís af grunni í náinni framtíð. Örlítið lofthvolf finnst einn- ig á tunglinu. Það er þó ekki meira en svo, að því mætti koma öllu fyrir inn í Sankti- Pálskirkjunni við venjulegan loftþrýsting. Vegna vatns- og loftleysis má segja að áhrifa veðrunar gæti sama og ekki á tunglinu. Meðan jörðin hefur farið í gegnum langa röð af breyting um vegna veðrunar, lönd sig- ið og risið úr sæ, höf færzt úr stað og nýir fjallgarðar mynd- azt, hefur máninn horft á með svo til óbreyttri ásjónu, og e.t.v. glott við tönn. Þó sleppur hann ekki alveg. Snöggar hitabreytingar á tungl inu valda því, að smám sam- an mylst bergið niður í sand og fíngert duft. Ratsjármæl- ingar á mánanum með hin- um nýju radiostjörnusjám staðfesta þetta. Mánahöfin eru ekkert annað en stórar sand- breiður. För eftir loftsteina Á hvað benda áhangendur „loftsteinakenningarinnar“ sér til stuðnings? Það er margt. Meðal annars benda þeir á hina óvanalegu stærð tungl- gíganna og svo hitt, hvernig þeir lenda hver innan í öðr- tunglsins væru höf. En þeir hafa reynzt vera sand- eða hraunbreiður. Mánaborg Á mánanum ríkir þó ekki algert vatnsleysi, því reikna má með, að eitthvað vatn sé bundið í bergtegundum hans, um að einhverju eða öllu leyti. Það var þó ekki fyrr en fyrir tiltölulega stuttu, að Þeim barst nægilega sterk rök semd í hendur. Það hefur nefnilega komið í ljós, að á jörðinni eru á mörgum stöð- um merki eftir risastóra hringgíga eða hringa, sem vafalaust eru eftir stóreflis loftsteina, og hafa því að öll- um líkindum eitt sinn verið svipaðir tunglgígunum að út- liti, þ.e. áður en veðrunin byrjaði að vinna á þeim. Það var ekki fyrr en menn fóru að taka myndir úr flug- vélum, að þessir hringir upp- götvuðust. Stærð þeirra og það, hvað veðrunin hefur unn ið mikið á þeim, hafði til þess tíma hindrað, að menn tækju eftir þeim á jörðu niðri. Fjallahröp Þær ármilljónir, sem jörðin og máninn hafa svifið í sól* kerfinu, hafa báðir hnettirnir fengið sinn skerf af loftstein- um, sem stundum hafa einna helzt líkzt fljúgandi fjöllum. Veðrunin á jörðinni hefur orsakað það, að gígirnir, sem þessi fljúgandi fjöll skildu eft ir sig, hafa horfið tiltölulega fljótt af yfirborði hennar, með an samsvarandi gígir á tungl- inu hafa haldizt svo til óbreytt ir allan tímann. í Arizona í Bandaríkjunum er þó einn til- tölulega nýtilkominn „tungl- gígur,“ og hafa leifar frá stór- um loftsteini fundizt í honutn. Það virðist með öðrum orð- um, að hið mikla uppóhald allra rómantískra elskenda og næturhrafna hafi orðið fyrir mikilli árás óvinaloftsteina, og megi sjá sárin, sem þeir skildu eftir á yfirborði tungls- ins enn í dag. Ákveðinn hópur manna vill þó halda því fram, að þessi sár hafi orðið til yfir grautarpotti því oftlega er bent á það, til samanburðar, hvernig loftból- ur myndast þegar sýður í hafragraut. lægst launuðu fengju raun- hæfar kjarabætur, þannig að laun þeirra einna hækkuðu, hefur nú verið gengið frá samkomulagi við þau félög, þar sem laun voru einna lægst og launahækkanirnar minnstar á síðasta ári. Forsendur þess, að þessi launahækkun endist til raun- sögðu þær, að aðrar stéttir fylgi ekki í kjölfarið og stofni þannig til hækkaðs verðlags á öllum sviðum. Þetta gera allir sér jóst, og þar á meðal kommúnistar. En þeim er meinilla við að verkamenn og aðrir lægst launaðir fái notið raunhæfra kjarabóta. Þess vegna hafa þeir verið að und- irbúa áhlaup til að hindra að svo fari. Hernaðaráætlun þeirra er á þann veg að reyna að efna til verkfalls einhvers þess fé- lags, sem þeir ráða yfir, og láta það knýja fram kaup- hækkanir, sem næmu meirn en þær, sem verkamenn hafa fengið. Þannig væri sýnt, að kapphlaup hæfist um launin og reyndin yrði þá sú, eins og í fyrra, að verkamenn bæru minnst úr býtum, en á þann hátt telja kommúnistar hag flokks síns bezt borgið. En verkamenn munu fylgj- ast með því, hvort slík at~ laga verður gerð að hagsmun um þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.