Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febrúar 1963 MORCl/IVBL 4 T) 1 Ð 3 STAKSTEIIMAR í STRÍÐSLOK var mikið hörmungarástand'í Hull, eins og víðar í Bretlandi. F-jöldi fiskimanna hafði farizt í árás- um Þjóðverja og skortur á matvælur* og öðrum nauð- synjavörum var almennur, húsnæðisskortur var og geysi- legur. Islenzkir útgerðarmenn sendu rúmlega 20 þúsund sterlingspund að gjöf til Hull og átti að verja því fé til að byggja íbúðir fyrir sjómenn, sem hættir eru að stunda sjó- inn aldurs vegna. Upphæð þessi lá lengi á vöxtum, og þegar framkvæmdir voru hafnar, hafði hún náð 27 þús. pundum. — Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgríms- brezkra Hér sjást F. Davis, fulltrúi húsnæðismálanefndar Hull, og G. Baslington, skrifstofustjóri borg- arskrifstofanna í Hull, dást að myndunum, þar sem þær eru til sýnis í fundarsal borgarstjórn- arinnar fyrir hina formlegu afhendingu þeirra. son, fór til Hull vorið 1960 og var viðstaddur vígslu íbúð- anna, sem eru 27 talsins og standa við götu sem nefnist Icelandic Close. Reykjavíkurborg sendi fyr- ir skömmu 27 eftirprentanir af málverkum þriggja ís- lenzkra málara, Ásgríms Jóns sonar, Jóhannesar Kjarvals og Jóns Stefánssonar, og mun ein þessara mynda prýða hverja ábúð sjómannanna á Icelandic Close. Gjafirnar eru nú til sýnis almenningi í ráð- húsinu í Hull, áður en þær verða afhentar íbúum ís- lenzku húsanna. TÝR, F. U. S. í Kópavogi efnir til stjórnmálanámskeiðs í Sjálf stæðishúsinu í Kópavogi. Fyrsti fundur námskeiðsins verður í kvöld og hefst kl. 9 e.h. Þá mun Birgir ísl. Gunnarsson, lögfræð- ingur, flytja erindi um fundar- sköp og ræðumennsku. Næsti fundur námskeiðsins verður haldinn n.k., fimmtudag og þá mun Árni Grétar Finnsson, hdl. flytja erindi um Sjálfstæðis- stefnuna og stjórnmálaflokkana. Spilakvöld Macmðan boðar nýjar e f nahagsr áðstaf anir London, 11. febr. (AP-NTB) HAROLD Macmillan forsætis- ráðherra flutti ræðu í brezka þinginu í dag og ræddi endalok eamninganna um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. — Sgði hann að de Gaulle forseti hæri alla sök á því að útiloka Breta frá aðild. Hvatti Macmill- an til nýrra átaka vegna úrslit- anna í Brússel. Hann sagði að ekki yrðu teknar upp að nýju viðræður um aðild Breta að EBE, en hinsvegar hefði stjórn- \n eftirfarandi aðgerðir í huga: 1. Boðaður verði ráðherra- fundur Samveldisrikjanna. 2. Við munum stuðla að ná- inni samvinnu, Samveldis- ríkjanna, Bandaríkjanna og Friverzlunarsvæðis Evrópu. 3. Við miinnnn vinna að al- þjóða verzlunarsamning- um. 4. Heima fyrir munum við vinna að útþenslu á sviði fjármála, án verðbólgu. 5. Við munum leggja áherzlu á aukna framleiðslutækni, og endurskipuleggja iðnað- inn með sérstöku tilliti til þeirra svæða, þar sem at- vinnuleysi hefur ríkt. Macmillan sagði að efla bæri núverandi verzlunarskipulag í Evrópu, þar til unnt yrði að ryðja burtu þeim hindrunum, sem lagðar hafa verið á leið Breta í Efnahagsbandalagið. Fór hann síðan fram á traustsyfir- lýsingu þingsins við aðgerðir stjórnarinnar og samningsum- leitanir varðandi EBE. Allar líkur eru taldar á því að þingið muni að loknum tveggja daga umræðum um EBE-samn- ingana samþykkja traust á brezku stjórnina. Að lokinni ræðu Macmillans tók Harold Wilson, talsmaður Verkamannaflokksins um utan- rikismál, til máls. En hann er nú líklegastur til að taka við forustu flokksins eftir Hugh Gaitskell, sem lézt fyrir skömmu. Deildi hann á stjórnina fyrir samningatilraunirnar um aðild að EBE, og sagði að endalok þeirra mála væru þjóðarskömm. Weisshappel heiðraður FORSETI Austurríkis, Dr. Adolf Scharf, hefur sæmt Friedrich Weisshappel, framkvstj. Sin- fóníuhljómsveitar íslands, heið- ursmerki „GOLDENES EHREN- ZEICHEN fúr Verdienste um die Republik Österreich“) (= Ridd- arakross I. stig). Hinn 9. febrúar afhenti aðalræðismaður Austur- ríkis á íslandi, Július Schopka, heiðursmerkið. HAFNAhtFIRÐI — Nú eru að hefjast spilakvöld hjá Sjálfstæð isfélögunum og verður spilað tvisvar í mánuði, febr., marz, apríl. Að þeim tíma liðnum verða veitt heildarverðlaun og verður mjög til þeirra vandað, t.d. flug ferð til útlanda eða eitthvað því um líkt. Spiluð verður félagsvist og fyrst annað kvöld kl. 8,30. Er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir og verður spilað í Sjálfstæðishúsinu. Hestvognor og jeppi AKRANESI, 11. febr. — í ! norðaustan hvassviðrinu, sem | gerði um næstliðna helgi, fauk I jeppakerra um 10 m spöl, en hún i stóð á túninu á Másstöðum í i Akranesshreppi. Einnig fuku tveir hestvagnar í Skálatanga í sama hreppi og brotnuðu þeir í spón. Annar vagninn fauk langt niður í stór- grýtta fjöru, en hinn tókst á loft upp og fór hann yfir rafmgns- heimtaugina, og heimilisfólkið horfði á. í einni hrinunni tók rúðu úr á sama bæ og munaði minnstu að hún lenti á bóndanum. Enn brotn aði rúða á næsta bæ. Og fjórar þakplötur fuku af hlöðu í Mið- húsum, og nokkrar járnplötur af veggjum lilöðunnar. — Oddur. Skipbrot Fromsóknar Blaðið íslendingur á Akureyrl ræðir nýlega skipbrot vinstri stjórnarinnar og þá játningu for manns Framsóknarflokksins, að enginn samstaða væri um nokk- ur úrræði í efnahagsmálunum innan stjórnar hans og ekkert nema óðaverðbólga framundan. Siðan kemst blaðið að orði á þessa leið: „Svo tóku aðrir við. Tíminn var látinn birta þann boðskap fyrir næstu kosningar á eftir — þrátt fyrir lýsingu gamla for- sætisráðherra v-stjórnarnnar, að aldrei hefði nokkur ríkisstjórn komið að betri þjóðarhag og af- konvj en sú, er við tæki. En það er ekkert nýtt,- að Tíminn tali tveim eða fleiri tungum. Margir hugðu að úrræöalaus stjórn, er segði af sér vegna engr ar samstöðu um nokkur mál, ó- hjákvæmileg verðbólga framund an, gæti vart vænzt þess að vera gefið nýtt tækifæri við nýjar kosningar til að slíta að nýju samskiptum á háiftnuðu nýju kjörtimabili.“ Undanhald kommúnista Alþýðublaðið birtir sl. sunnu- dag forystu grein undir þessari fyrirsögn. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Aðalfundur fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna í Reykjavík, jem haldinn var í vikunni, leiddi það glögglega í ljós, að verulega er nú farið að halla undan fæti fyr- ir kommúnistum í verkalýðshreyf ingunni. Um langt skeið réðu kommúnistar lögum og lofurrt. í fulltrúaráðinu. En á aðalfundin- um sl. miðvikudag áttu þeir að- eins 66 fulltrúa af 174. Kommún istar mega því vissulega muna fífil sinn fegri í verkalýðssam- tökunum í Reykjavík. Undan- hald kommúnista er hafið, en það er þróun, sem þeir geta ekki sætt sig við og þess vegna gerð ust þeir atburðir á aðalfundi fulltrúaráðsins, er þar áttu sér stað. Konur.únistar kröfðust þess á aðalfundi fulltrúaráðsins, að fulltrúum verzlunar- og skrif- stcfufólks yrði vísað úr ráðinu, en þegar ekki var orðið við þeirri kröfu þeirra, gengu þeir af fundi, og flestir Framsóknar- menn í ráðinu fylgdu á eftir.“ Teiknimynd veldur angri Teiknimyndin á forsíðu Morg unblaðsins á gamlársdag hefur valdið blaði Framsóknarmanna á ísafirði greinilegu angri. Birtir blaðið langa greín um teikni- myndina og er sérstaklega hryggt yfir því, að ritstjóra Tímans skuli á myndina hafa verið „val inn staður úti í sjó sem tákn þess hversu hann skyldi einangrast frá þjóð sinni“. í lok greinarinnar upi teikni- mynd Morgunblaðsins keir.it Framsóknarblaðið á ísafirði að orði á þessa leið: „Allir hlutir hljóta að eiga sér orsók, stendur í Helgakveri. Eins er um þessa teiknimynd. Þó hún eigi að vera til gamans gerð lýs- ir hún miklum sárindum og sviða. Hún sýnir aumasta blett- inn á Sjálfstæðismönnum. Að sjálfsögðu hefur það verið góð áramótaskemmtun fyrir marga Fran ..óknarmenn að sjá þannig blasa við framan á Morg- unblaðinu hvað bræðralagsdraum urinn í innsta hring Sjáifstæðis flokksins komst langt á þessum jólum. Það eru heldur engar lík- ur til þess að óttinn og sárindin læknist þetta árið. En vonandi verður þetta gott teikniár hjá Morgunblaðinu.“ Flest er nú farið að valda Framsóknarmönnuui ínæúu, það má nú segja.!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.