Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 24
 HIBYL.ARRYÐI HF __Hallarmúla ilml 38IT7 35. tbl. — Þriðjudagur 12. febrúar 1963 Ný mafvœlarcxrssóknar- sfofa í Iðnaðardeildinni Tekur til starfa um mánaðamót Undanfama mánuði hefur ver I staðar á Norðurlöndum eru starf ið unnið að því að setja upp sér- | andi matvælarannsóknarstofur, matvælarannsóknarstofu sem hafa með höndum rannsótkn Iðnaðardeildar Atvinnu- f ir og efnagreiningar á matvæl- staka innan deildar Háskólans. Mbl. spurðist fyrir um það hjá dr. Geir Guðna- syni, matvælaefnafræðingi, hve- nær þessi rannsóknarstofa tæki tii starfa og sagði hann að vonir stæðu til að það gæti orðið um næstu mánaðamót. Á þessari rannsóknarstofu er ætlunin að vinna að rannsókn- um á matvælum og aðallega leggja áherzlu á landbúnaðaraf- urðir. Verkefni rannsóknarstof- unnar eru ekki enn fuliákveðin, en viðfangsefnin næg, segir Geir. Þarna eiga að fara fram hagnýt- ar rannsóknir með það sjónar- mið í hiuga að bæta gæði og auka nýtingu matvælategunda, ætlun- in er að rannsaka sýnishorn til mats og efnagreininigar fyrir framieiðendur og auk þess munu fara fram gerlarannsóknir. Ann- ars verður nánar hægt að skýra frá verkefnum síðar. Þrír matvælaefnafræðingar Þrír matvælaefnafræðingar munu starfa á hinni nýju rann- sóknarstofu, þeir dr. Geir Guðna- son, Sverrir Vilhjálm.sson mag. scient, sem er nýkominn frá námi í matvælaefnafræðum í Cornell- og Californiuháskólunum í Banda ríkjunum, og Aðalsteinn Jónsson efnaverkfræðingur, sem hefur starfað við Iðnaðardeildina. Dr. Geir Guðnason hefur dval- ið í ár á Norðurlöndum til að kynna sér svipaða starfsemi þar, fyrst í Svíþjóð til að kynna sér gerlarannsóknir og heimsótti hann síðan helztu rannsóknar- stofur á þessu sviði. En alls um, og þykir þetta bráðnauðsyn- leg starfsemi. Sagði Geir, að starf semi nýju' rannsóknarstofunnar hér yrði nokkuð miðuð við starf- semi slikra stofnana á Norður- Framh. á bls. 23 rezkur togari sigldi beint á iand BOLUNGABVÍK, 11. febr. j leik. Hefur skrúfan sennilega sópað sandinum frá. Sigldi hann síðan áfram inn til ísafjarðar. — Fréttaritari Rafmagnslaust í tuttugu mín. KL.4 síðdegis i gær fór straum- ur af Sogslínunni, er l'ína að Á- burðarverksmiðjunni bi.iaðd. Varð allit orkuveitusvæðið raf- miagnslaust af þessum sökum í um 20 minútur. í Reykjavík fór rafmagn nema af því litla hverfi sem er á gömlu Elliðaárstöðinni. Nærri samstundis fannst hvar bilunin var, en hún var mjög ná- lægt Eiiiðaárstöðinni og var því hægt að gera við þetta svona fljótt. TogurusöSur TVEIR togarar seldu í Grimsby í daig. Sigurðux seidi 191 lest fyrir 13452 sterlingspund og Apríl 141 iest fyrir 9551 pund. Bétt fyrir kl. 1 í dag byrjaði togari að flauta hér fyrir utan. Sáu menn í kauptúninu þegar togarinn kom fyrir brimbrjóts- hornið, þá setti hann á fulla ferð og sigldi beinustu leið upp í sandinn í miðri víkinni. Veður var heiðskírt og radar togarans sýnilega í gangi. Blanka logn var, en viðbúnaður var í Bolungarvík til að bjarga honum ef þurfa þætti. Var haft samband við togarann frá IsafirðL Reyndist þetta vera Stella Procyon H. 14 frá Hull, sem hafði ætlað inn á ísafjörð, og var lóðsbáturinn kominn af stað út á móti skipinu. Eftir um 40 mín. tokst togar- anum að bakka út af eigin ramm- m I • >• ■ isu hjalpao f gærmorgun komst kisa ein í mestu vandræði. Hún hafði stokkið út um glugga heima hjá sér til að nálgast dúfur, sem fiögruðu þar svo freist- andi. En glugginn er á efstu hæð í húsinu nr. 11 við Grund arstíg, og þó hún gæti renr.í sér úr glugganum niður á þak skieggið, þar sem hún gat staðið og horft á dúfurnar á næsta þaki, þá var ekki auð- hlaupið að því að komast lengra eða til baka. Þá var hringt í Slökkviliðið, sem kom með slökkviliðsbíi og langan stiga. Ekki gátu slökkviliðsmenn reist stigann upp hjá kisu vegna rafmagns línanna, en settu hann upp við hornið á húsinu. Þaðan kallaði slökkviliðsmaður á kisu, sem varð fjarska fegin og kom hlaupandi eftir þak- skegginu. Hún líklega lætur dúfurnar ekki tæla sig í ann- að sinn út í aðra eins tvísýnu. Hæstu byggingar: Nýja mastrið á Snæfellsnesi, 400 m hátt, Empire State 375 m og 435 með mastrinu, og Effelturninn í París, 300 m. , Sigurour Bjornason tnlar í kvöld Stjórnmálanámskeið Heimdallar ANNAÐ EBINDIÐ í Stjórnmála- námskeiði Heimdallar verður flutt í kvöld. Kl. 20:30 flytur Sig urður Bjarnason, ritstjóri, erindi um íslenzk stjórnmál á árunum 1944 — 1956. Námskeiðið er hald ið í Valhöll við Suðurgötu. Fyrsta erindið fjallaði um ís- lenzk stjórnmál 1918—1944. Það hélt Birgir Kjaran, alþingismað- ur, en aðrir ræðumenn námskeiðs ins verða Ólafur Björnsson, pró fessor, Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, Jóhann Hafstein, bankastjóri, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Upplýsingar um námskeiðið eru veittar í skrifstofu Heimdall ar í Valhöll, sími 1-71-02. Stúdentaráöskosnin? SL. laugardag fóru fram kosning- ar til stúdentaráðs í Háskóla ís- lands. Alls voru á kjörskrá 868 og greiddu atkvæði 552 stúdent- ar eða 64%. Þessir voru kosnir frá háskóladeildunum: Hæsta mannvirki Evrópu reist á Snæfelsnesi 400 m. háll Loranmastur byggt í sumar NÚ í SUMAR verður reist á Sriæfellsnesi eitt hæsta mann virki sinn&r tegundar, sem um getur. Er þar um að ræða 400 m hátt mastur fyrir Loran- stöðina þar, sem mun auka orku stöðvarinnar um 150%. Til samanburðar má geta þess að Eiffelturninn í París er 300 m á hæð og Empire State bygg ingin í New York, hæsta bygg ing veraldar, er 375 m sjálf, en með sjónvarpsloftneti, sem síðar var reist ofan á, 435 m. Og til samanburðar má enn geta þess að þetta er tæpur þriðjungur af hæð Snæfells- jökuls. Loranstöðin á Gufuskáium var á sínum tíma reist á veg- um bandarísku strandgæzlunn ar, en íslenzkir aðalverktakar sáu um verkið. Á sama hátt er nú ætlunin að íslenzkir að alverktakar sjái um stækkun stöðvarinnar og að reisa hið háa mastur. Til þess að geta annazt þetta verk verða ísl. aðalverktakar að 'ojóða hluta verksins út tii undirverktaka, en Bandaríkjamenn munu vera þeir einu, sem hafa reynslu til að reisa slíkt mann virki. 110 lestir af postulíni og 90 km af koparvír. Mbl. hafði í gær samband við Guðmund Einarsson, fram kvæmdastjóra ísl. aðalverk- taka, og spurðist fyrir um verk þetta. Sagði Guðmund- ur að þetta væri hæsta mann- virki sem reist væri hér í Evrópu, að því er hann bezt vissi. ísl. aðalverktakar hafa áður reist þrjár miðunarstöðvar hér og er þessi af sömu gerð nema miklu stærri. Seinna á þessu ári mun vera í ráði að reisa slíkar miðunarstölðvar á meginiandinu. Fer hér á Framh. á bls. 23. Guðfræðideild: Aðalsteinn Ei- ríksson með 9 atkvæðum. í deild inni voru 18 á kjörskrá og greiddu allir atkvæði, en einn seðill var auður. Heimspekideild: Páll Bjarna- son með 77% atkvæða og Gunn- ar Eyþórsson með 72% atkvæði. A kjörskrá voru 330 og greiddu 171 atkvæði. Lagadeild: Ellert B. Schram með 56% atkvæðum. Á kjörskrá voru 145 og greiddu 116 atkvæði. Læknadeild: Guðmundur Sig- urðsson með 70% atkvæðum og Ólafur Karlsson með 67 43/70 atkvæðum. Á kjörskrá voru 214 og 178 kusu. Verkfræðideild: Sveinn Val- felis með 22 atkvæðum. Á kjöx- skrá voru 113, 30 kusu. Síðasta stúdentaréð á að kjósa fulltrúa í hið nýja stúdentaráð, og þarf að gera það fyrir laugar- dag naestkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.