Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. febrúar 1963 11 MQ R C V !V B h 4 Ð I Ð Sjötugur í dag: Steingrímur Sfeinþórsscn fyrrv. forsœtisráðherrc EINN -af kunnustu stjórnmála- mönnum íslendinga, Steingrim- ur Steinþórsson, fyrrverandi for- eætisráðíherra, á í dag sjötugs afmaeli. Hann er Þingeyingur að sett, fæddur að Álftagerði í Mý- vatnssveit, sonur hjónanna Stein- þórs Björnssonar á Litlu-Strönd og Sigirúnar Jónsdóttur, alþingis- tnanns á Giautiöndum Sig'uxðs- sonar. Steingrímur Steinþórsson hóif ungur nám i bunaóarnæóum og lauk búfræðiprófi frá bænda- skólanum á Hvanneyri ánð 1915 og kandidatsprófi frá búnaðar- haskólanum í Kaupmannahöfn árið 1924. Árið 1928 tók hann að ser skólastjórn bændaskólans á Hóium í Hjaltadal og var skóla- stjóri hans til ársins 1935. Starfi bunaðarmálastjóra gegndi hann érin 1935—1950 og aftur 1956— 1962. Hann var formaður nýbýla Btjórnar á árunum 1941—1946. Árið 1937—1941 var hann settur iforstjóri landbúnaðardeildar at- vinnudeildar Háskólans. Hann átti sæti í nýbyggingarráði og fjölmörgum öði'um nefndum og stiofnunum. Þingmaður Skagfirðinga var hann fyrst kjörinn árið 1931 Oig gegndi þá þingmennsku til árs- ins 1933. Aftur var hann kjör- inn á þing fyrir Skagfirðinga árið 1937 og var þá þingmaður til 1942. Loks var hann kosinn á Alþingi fyrir Skagfirðinga árið 1946 og átti þar sæti til ársins 1959, er hann ekki bauð sig leng- ur fram. Hann var forseti Sam- einaðs Alþingis frá hausti 1949, þar til hann Varð forsætisráð- herra í samsteypustjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, sem mynduð var í árs- byrjun 1950. Sat sú stjórn til miðs ársins 1953. Steingrímur Steinþórsson afl- aði sér ungur staðgóðrar mennt- unar í búnaðarfræðum. Má segja, að lífsstarf hans hafi í megin- dráttum verið heigað íslenzkum Bátur til sölu Til sölu er 10 lesta stokkbyrtur bátur með 46 hp. Mannheim dieselvél, Simrad dýptarmæli, vel út- búinn og í góðu lagL Veiðarfæri til línu- og þorska- netaveiða geta fylgt. — Nánari upplýsingar veitir Marteinn Friðriksson, SauðárkrókL bændum og landbúnaði. Hann hefur jafnan verið einlægur á- hiugamaður um framfarir og upp byggingu í íslenzkum sveitum og lagt mikið kapp á að verða hverju góðu máli í þágu land- búnaðarins áð liði. Hefur hann og oft haft aðstöðu til þess að vinna íslenzkri bændastétt gagn. Steingrímur Steinþórsson er ágælur ræSumaður og mi'kill málafylgjumaður, þegar hann vill svo við hafa. En þrátt fyrir það að hann hefur í rúm 30 ár verið í fremstu röð í hinni pólitisku baráttu, hefur hann þó jafnan notið vinsælda og vel- vilja bæði í hópi andstæðingia sinna og samiherja. Hann er góð- gjarn maður og vill gjarnan ráða1 hverju máli til lykta af sann-' girni og skynsemd. Steingrimur Steinþórsson er. hár maður og þrekvaxinn, hóg-1 vær og drengilegur í allri fram- | göngu. Kona hans er frú Theo- ! dóra Sigurðardóttir, merk og dugandi kona, og eiga.þau fjög- ur mannvænleg börn, sem nú eru öll uppkomin. Morgunblaðið flytur Steingrími Steinþórssyni beztu heillaóskir sjötugum. Goðheimar — Laugar- ásvegur — T un guvegur Röskir krakkar eða unglingar óskast nú þegar til að bera Morg- unblaðið til kaupenda við þessar ofantöldu götur hér í borginni- Sími 22480 hafa reynzt óvenju vel. Bæði sterkir og mjúkir. — Spyrjið þá, sem reynt hafa Bridgestone. — Beynslan er ólygnust. — Ef Bridgestone er undir bílnum þarf engar áhyggjur að hafa af hjólbörð- unum. — Við höfum ávalt fyrirhggjandi flestar stærðir af Bridgestone hjólbörðum, bæði snjó- og venjuleg munstur- — Reynið Bridgestone og þér munuð sannfærast um gæðin. — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. GIJMIBARÐINN Brautarholti 8 Sími 17984 - BRIDGESTONE UNDIR ALLA BÍLA - Japan BRIDGESTONE hjólbarðar - Frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.