Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUWBT. 4 Ð1Ð Þriðjudagur 12. febrúar 1963 — Varðarfundurirm Framhald af bls. 1. lega sitt helzta ráðið að taka tœkni og vísindi í þjónustu fram leiðslu- atvinnuveganna, þ.e. byggja framleiðsluaukningu á jþekkingu. Til séu í veröldinni (þjóðiönd, sem ráði yfir slíkum áþreifanlegum veraldargæðum, svo sem olíu, að sala hennar gæti skapað nægileg verðmæti til j þess að grundvalla fjölbreytt | ffnennind r'þjóðiiékig á. Land ; okkar sþ ekki í röð þeirra. Land okkar sé að vísu auðugra en margur hafi haldið, en eðli þeirra j auðæfa sé með þeim hætti að , beita verði flókinni tækni og I mikiu fjármagni til þess að hag nýta þau. Til væru líka þau lönd, sém ekki ráða yfir teljandi náttúru- j auðæfum. Nefndi framsögumað. ur sem dæmi Danmörku og Sviss land. Þrátt fyrir sfcort á náttúru auðæfum í Svisslandi, séu Sviss J lendingar í röð mestu menning-| ai'þjóða, búi við einn bezta efna J hag allra þjóða og séu taldir í, tfremstu röð á sviði iðnaðar. Rann sókn á. grundvelli efnahagsaf- komu þeirra sýni Ijóslega, að þeir byggi afkomu síin<a á þekk- ingu, þ.e. tækniþekkingu og al- mennri þekkingu. Svisslending- ar flytji t.d. inn stál frá öðrum löndum og af þekkingu og bug- vitsemd breyti þeir síðan hinum hráá málmi í vélar, úr, hárfín mælitæki og ótal margt annað. l>að fjármagn, sem síðan fæst fyrir þessi verðmæti, verði grund völlur margháttaðs menningar- lífs. Við stöndum að ýmsu leyti bet ur að vígi en Danir í þessum efn um, sagði ræðumaður. Þeir hafi t.d. ekki orkugjafa eins og fall- vötn og jarðhita. Engu að síðuir búi þeir við góðan þjóðarhag, er byggist nú orðið að verulegu leyti á iðnaði. Þeir flytji út þekk ingu, ef svo mætti segja. Þessar þjóðir eiga það sameig- inlegt að hafa áratugum saman af alefli lagt rækt við tækni- kennslu, ranrxsóknir og vísinda- starfsemi og eru nú að skera upp arðinn af þeirri viturlegu við- leitni. Svipuðu máli hlyti að gilda um íslendinga í þessum efnum. Elfnahaigsleg alcoma og fram- farir á ístandi hljóti fyrst og fremst að byggjast á aukinni þekkingu, og þá sér í lagi á auk inni tækniþekkingu. Án slíkrar þekkingar geti þjóðin ekki vænzt þess að geta búið við yaranlegar kjarabætur. Þær geti aldrei á öðru byggzt en aukinni fram- leiðslu, betri framleiðslu og víð- tækari framieiðslu. Skipulag tæknifræðslu bágborið Aukning tæknimenntunar í landinu væri mjög mikilvægt mál, og mætti ekki dragast að vinda bráðan bug að því að efla tæknifræðsluna af stórhug og víðsýni. Kennsla í tæknilegum efnurn væri nú mjög lítil í tand inu og skipulag hennar bágborið Segja mætti, að aðalgrundvöltur þeirrar fræðslu væri iðnskólarn iir í landinu. í þá skóla komizt þeir nemendur, sem lokið hafi skyldunámi og standist inntöku próf. Aðalreglain eigi að vera sú, að nemandi bafi lokið miðskóla prófi. í reyndinni ráði skólarnir ekki öllu um það, hvaða kröfur skuli gera um undirbúnings- i menntun, því að iðnmeistararn ir taki iðnnemana til náms og geri við þá námssamninga. Xþessum efnum væri enn við loðandi leifar hins miðaldalega „gilda“-(fyrirkamuLags. Vísit þurfti iðnemar verklega þjálfun, en stefna beri að því, að verk- þjálfunin fari að mestu eða öllu leyti fram í iðnskólanum sjálf- um. Kvað ræðumaður mikla þörf á gagngerðri endurskoðun á skipan iðnfræðslunnar, þ.á.m. sé æskilegt að samræma iðnskóla- menntunina í landinu, leggja nið ur hina mörgu og ófullkomnu iðnskóla, en stofna í staðinn fáa og fullkomna skóla. Ný lög væntanleg. Þá gerði ræðumaður nokkra grein fyrir störfum nefndar þeirr ar, sem ríkisstjórnin hefur skipað til þess að semja frv. til laga um stofnun tækniskóla á Islandi, en Ásgeir Pétursson var skipaður formaður nefndarinnar, er hann var deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, en aðrir nefndar- menn eru Finnbogi R. Þorvalds- son, frv prófessor í verkíræði- deild háskólans og Gunnar Rjarnason ,skólastjóri Vélskól- ans. Nefndin hefði ekki enn lok ið störfum, en myndi væntan- legia skila áliti mjög bráðlega. En væntanlega yrði samkomulag um að leggja til við ríkisstjórn og Aliþingi, að hér á landi yrði kom ið upp tækniskóla, er með tíman um samsvaraði þeim skólum, er á Norðurlöndum nefnast „Tekn ika“, en brautskráðir nemendur frá þeim nefndust iðnfræðingar eða tæknifræðingar er væri sér stök „ingeniör“-g.ráða. Þá yrði væntanlega unnt að afla sér skemmri tæknimenntunar í skól anum, t.d. myndi vera heppilegt að Vélskólinn yrði innlimaður í skólann. — Skortur á vélstjórum væri orðinn mjög alvarlegur í landinu og stæði sá skortur at- I ywMWflijiAwr*? mywniwnw.-%w.vw.<x.. w>v- //, Asgeir Pétursson vinnulífinu béinLínis fyrir þrif- um, þar sem mikil verðmæti færu m.a. árlega í súginn vegna ónógrar þekkingair lítt faglærðra eða ófaglærðra manna, er í æ vax anidi mæli önnuðust stjórn og eft irlit með hinurn dýra og vand- meðifairna vélkosti landsmanna En á sama tíma færi aðsókn að Vélskólanum minnkandi. Þyrfti að rýmka til muna inntökuskil yrði í skólann, án þess að rýra kröfurnar. Stefnt myndi í byrjun að því að koma hér á fót fyrrihluta- rvámi í tæknifræðum, en síðan gefa mönnium kost á því að nema sérgreinar, svo 9em byggingar- fræði, vélfræði, reksturs- /(fram- leíðni)- tækni, raiffræði, fiskiðn- fræði o.s.frv. Þá veik ræðumaður að því, að til skamms tíma hefðu verið skiptacr skoðianir um, hvort slika menntun ætti að freista að veita hér innaniands, eða sækja hana að öllu leyti til útlanda eins og tíðkazt hefði fram að þessu. Væri nú 9vo komið, að enginn teljandi ágreiningur væri um að flytja tæknikennsluna að mestu inn £ Landið, eftir því sem un,nt reynd ist Mörg rök hnigi að því að flytja sliíika kennslu inn í larxd- ið. Þá sagði ræðumaðuT: „læitað hefur verið upplýsinga um þörf þjóðfélagsins á iðnfræð ingum, bæði hérlendis og á hin- um Norðurlöndunum. Virðist framboð og eftirspum eftir iðn- flræðímg/um (á N ocðuir lötndum benda til þess, að hæfilegar hlut fallstölur þeirra miðað við fólks fjölda, hafi verið 4 iðnfræðingar á þúsund íbúa á móti 2 verkfræð inigum á hvert þúsund. Verður að telja Mklegt, að þetta hlutfall breytist í framtíðinni þannig að eðlilegt hlutfaLl verði 1 verkfræð ingur á móti 3 eða 4 iðnfræðing um. Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðingafélagi íslands eru íhkrtfaLiistc /ur iæknimenntaðira manna nú, miðað við fólksfjölda á íslandi, 0,5 0/00 iðnfræðingar, en 1,4 0/00 verkfræðingar. I>ess ar tölur sýna, svo að ekki verður um villzt, að íslenzkir atvinnu- vegir eru mjög vanbúnir að tæknimenntuðum mönnum, eink um þó iðnfræðingum. Norðurlandaþjóðirnar hafa síð astUðna tvo árabugi lagt á það megináherzlu að auka og endur bæta tæknimenntun, eins og sagt var. En við Islendingar höfum hér orðið á eftir og drögumst æ meira afturúr á sviði þessu. Norð menn hafa í dag hlútíallslega átta sinnum fleiri iðnfræðinga en íslendingar. Þó hafa Norðmenn enga sérstöðu í þessum efnum rneðal nágrannaþjóða olflkax. Sjálfir telja Norðmenn sig á byrj urrarstigi á sviði tæknimenntun ar, borið saman við Svia. Þeir hafa því sett sér það takmark og gert ráðstafanir til þess, að árleg viðbót iðnfræðinga verði 0,5 0/00 af norsku þjóðinni. Svarar það m 'Lífshættulegur vegur Við birtum í dag tvö bréf, sem bæði varða umferð og um- gengnismenningu. Bréfin skýra sig sjálf. Væntir Velvakandi þess að þeir sem til er talað í bréfunum taki vel þeim ábend- ingum, sem þarna koma fram. „Herra Velvakandi! En hvað það er gott að sjá framfarir eins og uppsetningu götuvitanna á horni Löngu- hlíðar og Miklúbrautar. Það er stórhættulegt horn. En það var nú ekki það sem ég ætlaði að ræða um, ég bý nefnilega ekki í Rvík, ég er búsett í Kópa vogi vestan megin en börnin þurfa að sækja skóla austan megin og það er alveg voða- legt fyrir börnin að þurfa að fara í það minnsta tvísvar á dag (Gagnfræðaskólabörn og bamaskólar í leikfimi) yfir þessa miklu umferðarbraut. Ég gæti trúað að þetta væri mesta umferðargata landsins fyrir ut- an miðbæinn. Þarna er enginn til að fylgjast með börnunum, enda varð þarna voðalegt slys núna nýverið, þegar Hildur Ólafsdóttir fórst þar. Hvað þarf mikið að koma fyrir til þess að eitthvað raunhæft verði gert í þessum málum. Það er talað og talað. Það á að setja upp undirgöng, brýr og ég veit ekki hvað og hvað, en hvers vegna má ekki setja til að byrja með einfalda götuvita til að auðvelda gangandi að kom- astast ferða sinna svona nokk- urn veginn örugglega yfir göt- una. Það er svæðið neðan frá Blómaskála og út að Kópavogs- braut, sem um er að ræða og er hættulegast. Og svo að lok- um: Hver hefur með þessi mál að gera? Er það vega- málastjóri eða bæjarstjórn Kópavogs? Eg vona að þetta vandræðaástand verði ekki saltað þar til fleiri slys hljót- ast af. Móðir.“ [+j Háttprýði í strætisvögnum „Góði Velvakandi! Enginn mótmælir því, að um- ferðarreglur séu nauðsynleg- ar. Vaxandi fjölmenni og tækja notkun gera æ óhjákvæmilegra að hlýða þeim. Strætisvagna- flutningar eru orðnir geysi- miklir hér í borg. Þykir sjálf- sagt að gera sem flest og mest til þess að liðka þá umferð. — Mikil bót var að því, þegar á- kveðið var, að gefa aldrei til baka af fargjaldi. Sjá nú víst flestir kosti þeirrar tilhögunar, þótt sumir bölvuðu henni í fyrstu. Annað fyrirmæli og jafn þarft hinu, er hins vegar fót- um troðið af fjölda farþega. Það er sú regla að ganga inn að framan og út að aftan. Fólk, sem fer daglega með vögnun- um, sér þess oft dæmi. Menn stilla sér upp við framdyrnar og vaða út, þegar opnað er, og hrekja þá til baka, sem hafa hætt sér upp í fyrsta þrepið, án þess að athuga hvort árásar væri von úr vagninum. Mér hefur plöskrað hvað fólkið, sem úti bíður hvernig sem viðr- ar er meinlaust eða kurteist, sem sumir kalla, að andmæla þessu ekki. Ég álít, að þessi dyraregla sé sjálfsögð og eigi því að framfylgja henni. Hefi ég tekið upp þann sið að gera það jafnán, þótt ég hafi verri aðstöðu en það ágæta til þess, að við íslendingar út- skrifum 90 iðnfræðinga á ári, miðað við íbúaifjöLda landsins i dag. Norðmenn gera ráð fyrir, að um 1970 verði hlutfaUstaia norskra iðnfræðinga komin í 7 0/00. Ef við gsetum náð svipuð um árangri, þá ættu íslenzkiir iðnfræðingar að verða um 1500 að tölu á árinu 1970. Hér á landi eru nú einungis um 100 iðnfræð ingair, og tiltölulega fáir ungiir menn eru við iðnfræðinám erlend is. Er ljóst, að þótt við kæmum tækniskólanum skjótlega í gagn ið, og legðum allt kapp á að hraða framkvæmdum, gætum við ekki vænzt þess að standa Norðurlandaþjóðum jafnfætis um fjölda iðnfræðinga fyrr en eftir árið 1980, og þó líklega ekki fyrr en undir næstu aldamót. Þar sem það verður hlutverk tækniskólans að mennta starfs- fólk fyrir atvinnuvegi allrar þjóð arinnar og ráðgert er, að einung ir einn skóli verði stofnaður fyr ir æskumenn hvaðanæva af land inu ,verðuir að telja eðlilegt, að ríkissjóður greiði allari kostnað við stofnun og rekstuir skólans. Til athugunar ksemi að leggja einihvern hluta reksturskostnað arins á það sveitarfélaig, þar sem skólinn verður staðsettur. Ea telja verður, að með því móti væri lagt á það sveitarféLag að rækja skyldur ,sem ekki sam- rýmast gildandi sveitarstjórnar lögum, enda hefur það sveitarfé- lag, sem í hlut á, enga sérstaka tekjustofna umfraim önnur sveit- arfélög, sem réttlættu slíkt. Á hinn bóginn er athugan.] i, að aðarir opinberir sjóðir en ríkrs- sjóður, sem starfræktir eru fyrir landið aLlt, taki þátt í stofnkostn aði skólans. Þá er og athugandi hvort fyrirgreiðsla við stofnun tækniskótans fengist frá ein- hverri þeirra alþjóðastofnun, sem ísLand er aðili að.“ fólk, sem ryðst yfir mig í dyr- unum. Kvöldið 2. febrúar geng ég sem oftar upp á þrepið þeg- ar dyrnar opnast. Maður, sem kom æðandi lengst aftan úr vagni, ætlaði ekki að láta sig, en ég lét engan bilbug á mér finna og hörfaði sá aftur úr. Hófst þá Ramakvein í vagnin- um, einkum hafði aldraður burgeis orð á því, að frekia gæti verið of mikil. Hefur mér oftar virzt, sem það fólk þætti frekt, sem ekki sættir sig þegj- andi við allar ýfirstroðslur. Ég býst ekki við að eignast bíl í elli minni og verð því að fara með strætisvögnum, og mun einnig hér eftir ganga hiklaust inn um framdyr, þótt það afli mér óvinsælda. Satt er það að stundum er þröng svo mikil i vögnum að þeir fremstu eiga illt með að komast aftur eftir. Tel ég þá ekki eftir mér að segja við þá, sem úti bíða: Má ég skjótast út?, ef þrengsM eru svo mikil að báðir aðilar kom- ast tæplega fyrir. Svo frek er ég þó ekkl, að ég vaði ofan á fólk án þess að biðja afsökunar. Ég hef ekki kynnt mér hvern ig siðalærdómur strætisvagna- stjóra er samansettur. Flestir láta afskiptalaust, þótt fólk ryðjist ofan á aðra í framdyr- unum. Hins vegar bað ég ný- lega bílstjóra einn, þegar margt var að fara út að aftan og enginn beið úti, að hleypa mér út um framdyr. Svaraði hann drembilega, að nóg væri að opna einar dyr. Var þetta satt að vísu, en mér datt í hug að hann hlyti að lesa sinn „Codex ethicus“ einhvern veg- inn öðru visi en aðrir bílstjór- ar. Að fráteknum þessum leiða sið, sem ég nefndi, eru farþeg- ar yfirleitt liprir og greiðvikn- ir. Þetta stafar vafalaust frek- ar af hugsunarleysi og ávana en löngun til að gera öðrum óþægindi. Þetta kæmist þvi fljótlega í gott horf, ef allir hlutaðeigendur tækju höndum saman. Þórunn Guðmundsdóttir.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.