Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febrúar 1963 KR vann fyrst a leikinn og Ármann sætan sigur Körruknattleikurinn um helgina spáir góðu mófi ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- leik hófst síðastliðið laugardags- kvöld, og setti Bogi Þorsteins- son, formaður KKÍ, mótið með stuttu ávarpi. 7 leikir voru leikn- ir þessa fyrstu helgi að Háloga- landi og í íþróttahúsi Háskólans. Fyrsti leikur mótsins var í meistaraflokki milli íþróttafélags stúdenta og KR. Stúdentar náðu í byrjun forystu og tókst að halda niðri hraða leiksins og hittu vel. Um miðjan fyrri hálf- leik færðist meiri hraði í leik- inn og KR náði forystu, en leik- urinn hélzt þó jafn út fyrri hálf- leik, sem endaði 21:19 fyrir KR. KR náði síðan góðu forskoti, þegar í byrjun síðari hálfleiks, og byggðu leik sinn mest á leift- ursóknum, og réði lið stúdenta ekki við hraðann. KR átti þó ekki mjög skemmtilegan leik, en unnu örugglega 59:35. Guttorm- ur Ólafsson var stigahæstur í liði KR (17), en síðan Einar Bolla son (15) og Jón Otti Ólafsson (13). Stigahæstur í liði ÍS var Sigurgeir Ingvason (10). Ármann vinnur KFB. Síðari leikur á laugardagskvöld ið var einnig meistaraflokki, KFR — Ármann. Fyrri hálfleik- ur var spennandi og jafn, og var engu líkara en að í liði Ármanns gætti meiri baráítuvilja en oft áður. Leikmennirnir létu mis- tökin ekki svo mjög á sig fá, en virtust í staðinn staðráðnir í að gera betur. Hinn gamli horn- steinn Ármenninga, Davíð Helga son skoraði fyrstu körfu leiks- ins, en á annarri mínútu jafnaði annar nýliði KFR. Hörður átti mjög góðan leik, hirti óspart fráköst, var klettur í vörninni og skoraði talsvert, var stigahæsti maður leiksins. Lið KFR var ósamstilltara en oft áður og hitti ver. Stigahæsti í liði Ármanns var Hörður Krist- insson (18), en í liði KFR Einar Matthíasson (22). Yngri flokkar í íþróttahúsi Háskólans. Einn fjórða flokks leikur og tveir þrijða flokks leikir fóru fram í íþróttahúsi Háskólans fyr ir hádegi á sunnudag. 4. fl. leikn um milli a-liðs ÍR og Ármanns lauk með sigri ÍR, 21:15. Leikur- inn var jafn í fyrri hálfleik, en lið ÍR sýndi liðlegri leik og höfðu betri hittni í síðari hálfleik. Leik Ármanns og KFR í 3. fl. lauk með sigri Ármenninga, eftir nokkuð skemmtilegan leik, 14:12. Einn Ármenninga, Grímur, sem er stór og lipur vakti sérstaka at- hygli og virðist mjög efnilegur leikmaður. Leik a-liðs ÍR og KR, einnig í þriðja flokki, lauk með sigri ÍR, 37:15. Hvert líðið um sig hafði á að skipa einum unglingalandsliðs manni, og settu þeir sinn svip á leikinn. ÍR-liðið leikur mikið með leiftursóknum og heldur miklum hraða í leiknum. Hálogaland á sunnudagskvöld. Fyrri leikurinn á sunnudags- kvöldið var í 2. flokki milli KFR og b-liðs Ármanns. Snemma kom í ljós að lið KFR var ekki vel samæft og bæði liðin hittu illa.. Ármenningar hirtu öll fráköst í vörn og mörg í sókn einnig. Þótt lið KFR hafi fengið dæmdar á sig margar villur í leiknum, ei1 ekki hægt að segja að þeir hafi sýnt grófan leik, heldur er lík- legra að villurnar hafi stafað af æfingarleysi, eins og mörg önnur mistök þeirra í leiknum. Leiknum lauk með sigri Ármenninga 35:17. Einnig í seinni leiknum átti annað liðið við ofurefli að stríða. Lið KR var úti á þekju mest all an leikinn, en Ármenningar sýndu allgóðan leik, hittu all- vel og hirtu mikið af fráköstum. Lárus Lárusson, sem lengi var bakhjarl Ármenninga lék nú með 1. flokki, og átti langt frá því góðan leik. Árni Samúelsson Ár manni var mest áberandi leik- maðurinn, en í liði KR virtist Karl Jóhannsson einna tilþrifa- mestur. Virðist samt boða skemmtilega keppni. Enda þótt flestir leikir þessa helgi hafi verið nokkuð einhæfir frá byrjun til enda, virðist samt mega búast við að mótið verði skemmtilegt. í meistaraflokki eru fjögur lið nokkuð jöfn og munu vafalaust eiga skemmtilega leiki. Frá leik Ármanns og KFR. Sigu*ður Ingólfsson, sá er setti met í hástökki daginn áður, er að skora. Bóndasonur af Ströntíum kom og vann tvær greinar Gott meistaramót arengja Sigurður Ingolfsson í metstokkinu. From vann en Víkingnr og ÍR jöfn í GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir í 1. deild handknattleiks- manna, ÍR og Víkingur skildu jafnir öðru sinni í mótinu, 24 gegn 24. Fram vann yfirburða- sigur yfir Þrótti 37:20. Fram hefur þá forystu í mót- inu með 12 stig. MEISTARAMÓT drengja í frjáls um íþróttum innanhúss fór fram á sunnudaginn og var glæsilegt og gott mót. Mikiil fjöldi kepp- enda var á mótinu og keppnin svo tvísýn og skemmtiieg að óvenju- legt er, en því miður var fátt áhorfenda. Eitt drengjamet var sett. Var Sigurður Ingólfsson Á þar að verki í hástökki með at- rennu, stökk 1,84 m, en átti sjálf ur hið gamla, sem var 1,82 m. Margir mjög efnilegir piltar komu þama fram, sumir lítt eða ekki þjálfaðir en komust þó í fremstu röð. Má af því Olafur Guðmundsson, Sigurður Ingólfsson, Á, sem setti met í hástökki, og Þorvarður Benediktsson af Ströndum, sem kom óvænt og sigraði í tveim greinum. (Myndir: Sv. Þorm.) marka að óvenjulega efni- legir piltar eru víða og tiíviij- un ein ræður því hvort þeir - koma fram á siíku móti eða ekki. Ungur og stæðilegur piltur af Ströndum Þorvarður Bene diktsson kom skemmtilegast á óvart. Hann er stærri en jafn aldrar hans, en þó kraftmeiri og fjaðurmagnaðri. Hann kom á óvart með því að sigra í 2 greinum. Ólafur Guömundsson sem í fyrra keppti fyrir UMSS en mætti nú til leiks fyrir KR er einnig mjög efnilegur svo og Sigurður hástökkvari o. ÍL Úrslit mótsins urðu þessi: Hástökk án atrennu: Ragnar Guðmundsson, Á Jón Kjartansson, Á, Hástökk með atrennu: Sigurður Ingólfsson, Á, (Drengjamet) Þorvaldur Benediktsson HSS 1,75 Ólafur Guðmundsson, KR, 1,70 Jón Kjartansson, Á, Sigurður Harðarson, Á, Guðm. Guðmundsson, KR, Langstökk án atrennu: Þorvaldur Benediktsson HSS 2,93 Jón Þorgeirsson, ÍR, 2,94 Einar Gíslason, KR, 2,94 Erlendur Valdimarsson, ÍR, 2,88 Guðm. Guðmundsson, KR, Ólafur Guðmundsson, KR, Þrístökk án atrennu: Þorvaldur Benediktsson HSS 9,04 Erlendur Valdimarsson, ÍR, 8,89 Einar Gíslason, KR, Ólafur Guðmundsson, KR, Jón Þorgeirsson, ÍR, Ásbjörn Karlsson, ÍR, 1,30 1,30 1,84 1,70 1,65 1,65 2,83 2,76 8,81 8,43 8,42 8,35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.