Morgunblaðið - 12.02.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 12.02.1963, Síða 13
Þriðjudagur 12. febrúar lftfi3 MORCT’Vnr árnv 13 Aukning landbúnaðarframleiðslunnar meiri en menn þorðu að vona Ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- róðherra við setningu búnaðarþings STJÓRN Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóri, búnaðarþings fulltrúar og aðrir áheyrendur. Ég vil færa góðar óskir til hins nýja búnaðarmálastjóra í mikil- vægu starfi og þakkir til fráfar- andi búnaðarmálastjóra fyrir góð störf í þágu Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarmála yfirleitt. 45. búnaðarþing kemur nú sam- an til funda og mun fjalla um mörg mál, sem eiga að verða landbúnaðinum til hagsbóta. Það er vissulega ánægjulegt að á hve'rju búnaðarþingi koma fram ný mál til umræðu og úrlausn- ar. Það sýnir jákvæða þróun, breytingar og framfarir í land- búnaðinum, sem nú er að mörgu leyti rekinn með nýtízku sniði. Víða er þannig háttað, að allur heyfengur er tekinn á ræktuðu landi og vélvæðingin er jafnari og meiri hér en gerist hjá ýms- um nágrannaþjóðum okkar. Þótt vélarnar létti undir og margfaldi afköstin, verður að játa að fólk- ið, sem vinnur að landbúnaðar- störfum, er of fátt og því hætt við að erfiði þess verði of mikið með stöðugt vaxandi framleiðslu. Jarðir hafa farið í eyði mörg undanfarin ár. Mest af þessum jörðum er þó nytjað, nema þær afskekktustu. Fjölgun eyðijarða var ’57—’58 45 jarðir hvort ár og 1960 44 jarðir og 1961 42 jarð- ir. — Nútíma landbúnaður þarf mik ið fjármagn. Þess vegna er nauð synlegt að þessi atvinnuvegur eigi greiðan aðgang að lánsstofn- un, sem veitir há lán til langs tíma með sanngjö^num vöxtum. Lánasjóðir landbúnaðarins hafa gert mikið gagn undanfarin ár, þótt þeir hafi ekki megnað að veita eins há lán og þeim var ætlað að gera í fyrstu. Þess vegna hafa myndazt lausar skuld ir og víxillán hjá bændum, þeg- ar þeir hafa ráðizt í framkvæmd ir og lán frá lánastofnunum með hagstæðum kjörum ekki verið nema fyrir nokkrum hluta af kostnaði framkvæmdanna. Eins og kunnugt er, voru lánasjóðir landbúnaðarins mjög hart leikn- ir og algjörlega févana áður en lög um Stofnlánadeild landbún- aðarins voru samþykkt á sl. ári. Meiri hluti búnaðarþings virtist ekki vera alls kostar ánægður með þá löggjöf, sbr. samþykkt meiri hlutans sl. ár um það efni. Það skal ekki rakið nánar að þessu sinni. Fullyrða má, að Stofnlánadeild landbúnaðarins í því formi, sem hún nú er, og með þeim tekjumöguleikum, sem henni hafa verið veittir, mun verða landbúnaðinum hin mesta lyftistðng og koma í veg fyrir að bændur þurfi í náinni framtíð að búa við þann Iánsfjárskort, sem þeir hafa mátt sætta sig við und- anfarin ár. Á sl. ári var lánað úr Stofniánadeildinni til byggingar fbúðarhúsa, peningshúsa og rækt unar rúmlega 70 millj. króna. Þá voru veitt nokkuð mörg lán út á heimilisdráttarvélar, en það hefur ekki þótt fært að gera áð ur. Lán út á íbúðarhús var á sl. ári 150 þús. krónur til 42 ára, með 6% vöxtum. Einnig er nú eð þvl unnið að styrkur til íbúð arhúsa I sveitum verði hækkað- ur upp f 50 þús. kr. og verði ekki bundinn við nýbýli, heldur flest lbúðarhús, sem eftirleiðis verða byggð I sveitum landsins. Önnur lán eru yfirleitt til 20 ára, með 614% vöxtum og hafa þau verið hækkuð að undanförnu í sam- ræmi við hækkaðan byggingar- kostnað. Með lögum um Stofn- lánadeild landbúnaðarins er heimilað að hún kaupi árlega veðdeildarbréf að upphæð 10 millj. króna. Það hefur ekki enn verið fært að gera, enda ekki nema tæplega ár síðan að lög- in tóku gildi og deildin því ekki komin á það stig, sem brátt mun verða, í fjármagnsaukningu. Það er því enn óleyst vandamálið með veðdeildina, en hún hefir mörg undanfarin ár verið fé- vana. Vonir standa til að úr þessu verði bætt fljótlega, svo deildin verði starfhæfari en ver- ið hefur. Á sl. ári gaf veðdeild- in út sérstakan flokk verðbréfa vegna laga um breytingu á lausa skuldum bænda í föst lán. Upp- hæðin mun hafa verið tæplega 70 millj. króna. Bréfin eru til 20 ára með 7% vöxtum. Er eng- inn vafi á því, að margir bænd- ur bættu mjög aðstöðu sína með því að losna við lausaskuldir og víxillán með því að nota það tækifæri, sem áðurnefnd lög gáfu. Oft hefur verið rætt um of háa vexti. sem landbúnaður- inn á við að búa. Vissulega væri æskilegt að vextirnir gætu ver ið lægri. Hitt hefir þó meiri þýð ingu, að lán Stofnlánadeildarinn ar geti verið það rífleg að bænd- ur séu ekki neyddir til að safna lausaskuldum eða taka víxillán Að því er stefnt með Stofnlána- deildarlögunum að lánin geti áð- ur en langur tími er liðinn orðið það rífleg að lausaskuldasöfn un þurfi ekki að verða með þeim hætti eins og áður hefir átt sér stað. Oft hefir verið vitnað til lánskjara, sem bændur á Norð- urlöndum búa við. Sé miðað við danska bændur, kemur i ljós, að lánakjör þeirra eru sízt betri en íslenzkra bænda. Fyrirgreiðsla við landbúnaðinn á Norðurlönd- unum er vissulega ekki meiri en gerist hér á landi, heldur mun lakari. Segja mætti að það væri eðlilegt vegna þess að þró- un landbúnaðarins á Norðurlönd um væri komin lengra en ís- lenzks landbúnaðar. Hvað sem þvi líður, geta menn verið sam- mála um, að æskilegt væri, að íslenzkur landbúnaður nyti betri lánskiara en enn hefir verið auð- ið að láta í cé. Ég hygg að bezt fari á því, þegar um þessi mál er rætt, að gera sér rétta grein fyrir öUum staðreyndum öfga- laust. Með því má örugglega stefna frgm til betri tíma og bættra kjara fyrir landbúnaðinn og þjóðarheildina. Þannig munu sveitirnar halda velli og ávallt byggjast af dugandi fólki. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem landbúnaðurinn glímir við hefur sú ánægiulega þróun verið síðustu árin, að framleiðslan vex meira en menn hafa þorað að vona. Óþarft er að nefna tölur þessu til sönnunar, þar sem það hefir oft verið áður gert og flest um mun vera þær kunnar. Það sem gerir aukninguna æskilega frá sjónarmiði bóndans er sú trygging, sem hann hefir fyrir sölu á allri framleiðslunni fyrir fullt verði. Áður en sú trygging var fengin ræddu bændur um vandræðin, sem af offramleiðsl- unni gætu stafað. Búnaðarþings- menn munu minnast þess að hafa rætt um þau mál á búnaðarþingi og gerðu sér grein fyrir þeim vanda, sem að steðjaði, þegar bóndinn varð að bera hallann af útfluttum landbúnaðarvörum. — Bændur ræða oft um búvöru- verðið og telja að það sé of lágt Ing ólfur Jónsson * og tekjurnar þyrftu að vera meiri en raun ber vitni. Slikar umræður eru eðlilegar og bænd- ur væru ólíkir öðrum stéttum þessa þjóðfélags, ef þeir ekki héldu uppi kröfum fyrir sinn atvinnuveg. Samkomulag varð um verð landbúnaðarvara í sex manna nefnd sl. haust. Verð- grundvöllurinn hefir færzt í betra horf sl. ár. Má þó fullyrða, að ýmsir liðir verðgrundvallar- ins ættu að breytast bóndanum í hag. Nú er verið að endurskoða lög um Framleiðsluráð og verð- lagningu búvara. Við þá endur- skoðun verður að sjálfsögðu tek- ið til athugunar að hve miklu leyti ýmsar þær tillögur, sem bændafundir víða um land hafa samþykkt, geta talizt raunhæfar eða til bóta, ef þær væru tekn- ar til greina. Ég er hræddur um að meiri hluti af þeim tillögum væru bændastéttinni ekki til hagsbóta, þótt þær væru teknar til greina og eftir þeim farið við endurskoðun áðurnefndra laga. Tvímælalaust verður allur tilkostnaður við framleiðsluna að vera tekinn til greina í verð- grundvellinum, ef bóndinn á að fá rétt verð. Það getur heldur ekki verið eðlilegt að þeim bænd um, sem engin hlunnindi hafa svo sem laxveiði. dúntekiu, sel veiði og þ.u.l., sé reiknaðar tekj ur af þessum hlunnindum, en þanni« hefur þetta verið í fram kvæmd. Ýmislegt fleira mun bað vera. sem ástæða er til að taka til at hugunar við endurskoðunina Eitt er víst, að útflutningstrygg ingin, sölutrygpinoin á allri fram leiðslunni, er það haldreipi sem bændastéttina má ekki missa. Sl. ár var ekki hagstætt land búnaðinum hvað tiðarfar snerti Heyfengur mun hafa verið með minna móti, þótt áburðarkaup hafi aldrei verið eins mikil og sl. ár. Þrátt fyrir þetta jókst framleiðslan á giftusamlegan hátt og fækkun búpenings hefir tæplega orðið til mikils tjóns Má ætla að bústofninn sé minni en hann var 1960—’61 en þá fiölg aði mjög nautpeningi og sauðfé Vafalaust er gefið mikið af fóð urbæti og mun það vissulega drýgja heyin og stuðla að auk inni framleiðslu. Verð á fóður blöndu verður að teljast hag stætt miðað við það sem áður hefir oftast verið. Það hefir verið talið hagstætt að kaupa fóðurblöndu ef kílóið væri ekki dýrara en mjólkur- líterinn. Þannig mun það vera nú, að bóndinn fær meira en eitt kíló af fóðurblöndu fyrir það verð, sem yfirstandandi verð lagsár á að skila fyrir' mjólkur- líterinn. Á sl. sumri hækkuðu fragtir á flestum vörum, nema fóðurbæti. Fóðurbætir er einnig greiddur niður úr ríkissjóði. — Þessar ráðstafanir tel ég hag- stæðar og nauðsynlegar fyrir bændur, eftir erfitt heyskapar- sumar, þótt heyrzt hafi frá ýms- um fulltrúum bænda, að þessar ráðstafanir væru e.t.v. vafasam- ar. Rétt er að geta þess, að þær skoðanir komu fram, þegar rætt var um niðurgreiðslu á innlendu korni. Ef innlent korn hefði ver- ið greitt niður á sl. ári eins og erlent korn, hefði það kostað ríkissjóð kr. 300 þús. Mest af þessu fé hefði farið til ríkis- stofnana og félaga en lítið til bænda. Jarðræktarstyrkur hefir verið greiddur á kornakra og er það nýtt í framkvæmd. Má segja að þarna hafi verið nokkuð til þess að þræta um, en það skal ekki gert nánar að umtalsefni við þetta tækifæri. Eigi að síður er eðlilegt að minnast lítillega á íslenzka kornrækt, sem ég tel vafalaust eiga mikla framtíð fyr- ir sér. Eðlilegt er að opinberir aðilar ryðji brautina og geri nauðsynlegar tilraunir sem eru kostnaðarsamar. Atvinnudeild Háskólans hefur með höndum umfangsmikla til- raunastarfsemi á þessu sviði, og er ástæða til að ætla, að korn ræktin og landbúnaðurinn í heild muni njóta góðs af því áður en langur tími líður. Þar eru einnig gerðar tilraunir með grasfræ rækt og má einnig vænta góðs árangurs í því efni. Það er rauna saga, að bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna þess að til landsins hefur verið flutt mjög lélegt grasfræ, sem þó hefur órð- ið að greiða háu verði. Það verð- ur að finna einhveria leið til þess að komast framhjá þessu. sem hefir valdið miklu tjóni. Spúrn- ing er, hvort ekki þarf að hafa svipaðan hátt á og nú hefur ver ið upp tekinn tvö sl. ár með síldarmjölið, að láta merkia það sérstaklega og flokka áður en það er selt til bænda. Sú reynsla sem af því er fengin er bænd- um mjög í hag. Þeir sem ann- ast kaup á grasfræi ættu að senda sérfróðan mann til þess að fylgjast með, hvað seljendurnir láta af hendi. þegar þessi vara er keypt. Áður hefur verið minnzt á framleiðsluaukninguna og fjölgun búpenings. Til þess að sú þróun geti haldið áfram þarf ræktunin einnig að aukast að sama skapi. Reynslan hefir sýnt það, að ræktunin hefir orð ið mjög mikil hin síðari ár eða 3960 ha. 1961, þegar meðaltalið í ræktun áranna 1950—’60 var 3400—3500 ha. Jarðræktarlögin eru orðin úr elt og eru bess vegna í endur skoðun. Nefnd sú, er búnaðar bing skipaði til þess að endur skoða jarðræktarlö°in vann á gætt starf og skilaði frumvarni til ráðuneytisins sl. sumar. í að alatriðum var frumvarpið með svipuðum hætti og gildandi jarð ræktarlög að öðru en því, að gert var ráð fyrir verulegri hækkun á styrk til jarðræktar og ann- arra framkvæmda, sem styrkhæf ar eru. Frumvarp þetta var til athugunar í ráðuneytinu og kom til mála að flytja það óbreytt, eins og það kom frá nefndinni. Að athuguðu máli þótti rétt að endurskoða frumvarpið, þar sem hér er um mikilsverðan lagabálk að ræða, sem ræktunin og ýms- ar framkvæmdir, sem landbún- aðinn varða, byggjast á næstu árin. Það getur ekki verið aðalatr- iðið, hvort ný lög taka gildi nokkrum mánuðum fyrr eða seinna um þetta efni. Hitt skipt- ir mestu máli, að endurskoðun laganna verði með þeim hætti, að lögin geti komið að sem bezt- um notum. Það sem nauðsynlegt er að taka sérstaklega til greina við endurskoðun laganna, er að tryggja að bændum verði gert kleift að koma Upp votheys- geymslum, svo að þeir verði brynjaðir gegn rosanum og ó- þurkunum, sem oft eyðileggja heyin. Það þarf einnig að gera hið sama í sambandi við súg- þurrkunarkerfi £ heyhlöðum, en það gegnir sama hlutverki og votheysgeymslurnar að því leyti að tryggja heyverkunina. Einnig má nefna það sem er nýmæli, styrkur á holræsi, sem væntan- lega verða gerð með hinum stór- virka holræsaplógi, sem reyndur var sl. ár og ætlað er að nota mikið næsta sumar. Þessi mál og ýms fleiri þykir ástæða til að athuga nánar. Eitt þykir mér rétt að nefna, hvort ekki mætti gera störf ráðu nautanna á ýmsan hátt raunhæf- ari en nú er víða um land, með því að þeir starfi meira saman en þeim hefur nú verið gert kleift að gera og skipti með sér verkum, eins og t. d. á sér stað hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. Að þessu athuguðu og fleiru, sem ekki hefir verið vik- ið að við þetta tækifæri, taldi ráðuneytið rétt að skipa nefnd, til þess að endurskoða frumvarp milliþinganefndar búnaðarþings. f þessari nefnd eru Pétur Gunn- arsson og er hann formaður nefndarinnar, Kristján Karlsson og Birgir Finnsson, alþingismað- ur. Nefndin mun ljúka störfum svo fljótt sem henni er auðið og skili hún áliti innan tíðar ætti að vera mögulegt að leggja frum varpið fram á Alþingi því, sem nú situr. Að öðrum kosti verð- ur málið að bíða til haustsþings- ins. f sambandi við ræktunarmálin tel ég rétt að geta þess, að lágt hefir verið fram frumvarp, sem kveður svo á, að styrkur til ný- býla og iarða, sem hafa ræktun undir 15 ha., skuli vera veittur með sama hætti o<» áður var, þegar miðað var við 10 ha. tak- m»rk. f þessu frumvarpi er einnlg gert ráð fyrir hækkuðum bygg- ingars^-x’-k, eins og áður var minnst á. Frumvarp um tollskrá verður lavt fram næstu daga. Geri ég ráð fyrir að landbúnaðurinn fái með bví mikla laeff-^Wngu, sem beðið hefir verið eftir í mörg ár. — Oft hefur verið rætt um af- urðalán landbúnaðarins og ýms- ir látið látið óánægju í ljós yfir því, að þau mál væru ekki í eins góðu Tpai og æskilegt mætti telj- ast. Ég hefi á öðrum stað gert grein fyrir þeim málum og tel ekki ástæðu til að ræða þau hér. Tel hins vegar rétt að benda á, að afurðalán landbúnaðarins eru með þeim hætti nú, að út- bor<mð verð til bænda hefir sízt lækkað að hundraðshluta en víða aukizt frá því, sem verið hefur. Ég get hins vegar tekið undir það, að æskilegt væri að lánin væru hærri og hagstæðari en enn hefur tekizt að veita. Rétt bvkir að minnast hér lítillega á raforkumál sveitanna. Segia má, að unnið hafi verið að rafvæð- ingunni með eðlilegum hætti. 10 ára áætluninni á að liúka árið 1984 og tel ég að það ætti að takast. Unnið er að framhalds- áætlun, sem miðar að því að veita þeim bæium og bvggðar- lögum, sem eru utan við 10 ára áæVunina, rafmagn frá samveit- um eða di“=o1‘=tö«i7um. Framhald a bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.