Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 20
20 M OR CV V rt 1. 4 Ð 1 Ð Triðjudagur 12. fpbröar Í963 PATRICIA WENTWORTH: KEMUR í HEIMSÓKN — Af því að. . . . Hún þagn- aði og svo heyrðist eitthvað, sem var annað hvort snökt eða hlát- ur. Æ, vaknaðu, Carr! Þetta hlýtur að vera vondur draumur, ef þú getur látið þér detta í hug, að Rietta læðist aftan að einhverjum og lemji hann í haus inn með skörungi! Þú mundir ekki hafa áhyggjur af því eina mínútu, ef þú værir ekki sof- andi. Þessvegna skaltu vakna. Þetta er meiri vitleysa en orð fái lýst! XXXII. Ungfn'i Silver gekk niður eftir stígnum. Þetta var ágætis veð- ur. Kalt að vísu, en loðkraginn hennar var svo góður og kápan hennar úr svo góðu og þykku efni. Hún fann til heilbrigðs þakklætis fyrir þetta, sem og fyrir aðrar góðar gjafir. Það hafði verið sú tíð, að hún hafði ekki séð fram á annað en þjón- ustu við aðra ævilangt og svo örbirgð í ellinni. En svo hafði forsjónin ráðstafað því þannig, að hún skipti um atvinnu og var nú svo óháð, að margir hefðu mátt öfunda hana. Hún átti þægilega íbúð, hafði góða stúlku, sem var henni trú og svo trygg- ingarskírteini, sem tryggði henni áframhaldandi not þessara þaeg- inda. Það var verulega dimmt und- ir trjánum — en þó ekki nógu dimmt til að þurfa að nota þetta ágæta vasaljós, sem var gjöf frá einlægum vini og að- dáanda, Frank Abbott í Scotland Yard, sem hafði nýlega verið formaður í fulltrúastöðu. Þessir runnar voru dálítið yfir sig vaxnir. Hún hugsaði um allt þetta hirðuleysi um garða, sem stafaði af skorti á vinnukrafti og hinum þungu sköttum, sem hvíldu á öllum fasteignum í sveitinni. Þetta hafði allt tekið miklum breytingum á hennar ævi. Lífsgæðunum var nú orðið jafnar skipt, en það var nú samt leiðinlegt að sjá svona margt fagurt hverfa. Rétt áður en hún konr af háu stólpunum tveim, sem sýndu innganginn í garðinn, sneri hún til hægn og inn á litla stíginn, sem lá að Hiiðhúsinu, og hringdi þar dyrabjöllunni. Katrín Wel- by, sem opnaði dyrnar, leyfði sér aö setja upp meiri undrun- arsvip, en hún hefði gert, ef komumaður hefði verið einhver annax en þessi kerlingarlega vin kon« nennar frú Voycey. Hún gat i/ieð beztu vilja ekki skilið, hvaða erindi ungfrú Silver gæti átt við hana — því að uppgjafa- kennslukonur voru alls ekki að hennar smekk. Hún bjó sig und- ir «ð láta sér leiðast og var alls 37 ekki í sem beztu skapi í því sambandi. En svo fór nú samt, að sam- talið varð fyrst og fremst ekki leiðinlegt. “Ungfrú Silver, sem gekk á undan henni inn í stof- una, athugaði gaumgæfilega það, sem fyrir augun bar. Umhverfið getur oft gefið upplýsingar um fólkið. sem þar á heima. Hún tók eftir silkigluggatjöldunum, húsgögnunum, sem öll voru góð og sum sýnilega dýrmæt. Yfir arinhillunni var hollenzkur speg •ill með slípuðum köntum, og í honum sá hún Katrínu í bláum kjól, sem fór svo vel við augu hennar. Ungfrú Silver fékk sér sæti og sagði í alvörutón: — Yður er sjálfsagt forvitni á að Vita erindi mitt hingað? — Seisei nei! svaraði Katrín í léttum tón og svo kæruleysis- lega, að það stappaði nærri ruddaskap. Ungfrú Silver losaði loð- kragann ofurlítið frá hálsinum og sagði: — Það held ég nú samt. Katrín svaraði þessu engu. Hún var líka sezt, og fallegu, bláu augun voru spyrjandi og augnabrúnirnar lyftust ofurlítið. Hún hefði alveg eins getað sagt: TVÖFALT EINANGRUNAR 20 ára reynsla tiérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF t „Hvern djöfulinn eruð þér að vilja?“ og látið það nægja. Uhgfrú Silver lét hana ekki bíða lengi. — Ég er hingað kom- in vegna þess, að ungfrú Rietta Cray hefur leitað aðstoðar minn- ar. — Hefur hún það? Augna- brýnnar lyftust enn. — Já, frú Welby. Þér eruð gömul vinkona hennar, er ekki svo? — Jú, víst er ég það? Katrín hallaði sér til hliðar, tók vind- ling úr skelplötukassa og kveikti á eldspýtu. Ungfrú Silver hóstaði eins og kennari, sem er að fá þögn í bekknum. — Það hefur varla farið fram hjá yður, að dauði hr. Lessiters hefur stofnað henni í nokkra hættu. Það kom upp eldur í endanum á vindlingnum og Karín blés frá sér reykjarstrók. — Nei, það hefur víst ekki farið framhjá neinum. — Þar hafið þér á réttu að standa. Og sem gömul vinkona hennar munuð þér gera -vað þér getið til að hreinsa mannorð hennar. , — Ég er bara hrædd um, að ég geti lítið gert. — Jú, það held ég, að þér getið. Eins og þér sjálfsagt vitið, var ungfrú Cray kölluð í símann klukkan tuttugu mínútur yfir átta á miðvikudagskvöldið. Hún talaði við þann, sem hringdi, í tíu mínútur og fór rétt strax á eftir í Melling-húsið, þar sem hún átti viðtal við hr. Lessiter. Það voru þér, sem hringduð, var ekki svo? Katrín saug vindlinginn. Þeg- ar hún svaraði, var hún ekki að gera sér upp neina kurteisi lengur. — Hvernig dettur yður það í hug? — Eg held, aé' það væri ekki ráðlegt fyrir yður að neita því. Stúlkan á stöðinni er vís til að muna þessa hringingu og hún þekkir yðar málróm eins vel og hún þekkir málróm ungfrú Cray. Bláa þokan milli þeirra þykkn aði, og Katrín svaraði rólega: — Ef hún segir, að ég hafi hringt Riettu upp, þá hef ég gert það. Eg geri það líka oft. það er dálítið eínmanalegt hérna og það hefur af fyrir mér. Og ég býst líka við, að þcr hafið þegar spurt Riettu um þetta og hún ætti að vita það. Ungfrú Silver sat á legubekkn- um. Það brann bjartur viðareld- ur á arninum og þarna var nota- legt inni. Hún tók af sér loð- kragann og lagði hann við hlið- ina á sér. Einhvernveginn gat þessi kvenlega hreyfing hennar æst skap Katrínar. Henni fannst — Afse.kið! Þér gætuð víst sokk konunnar minnar? CASPCR, ekki gert við lykkjufall á eins og loðkraginn væri hungr- aður köttur, sem hún vildi ekki, að snerti legubekkinn henn ar. Að kona, sem færi í svona flík skyldi þrengja sér inn til hennar og fara að hella yfir hana spurningum, var fyrir utan öll velsæmistakmörk. Og svar ungfrú Silver gat sízt orðið til þess að sefa reiði* henn- ar: — Ungfrú Cray liggur undir grun. Því gæti verið áríðandi að staðfesta hverja þá skýrslu, sem hún kynni að gefa. — Gott og veþ látið mig heyra skýrsluna, þá skal ég staðfesta hana. Þetta var ekki neinn hægðar- leikur, þar sem ungfrú Cray hafði ekki viljað hafa eftir neitt af samtali þeirra. Ungfrú Silver notaði því hina eldgömlu villu- sporstækni: — í þeim skýrslum, sem þeg- ar hafa verið gefnar er minnzt á minnisblað, sem frú Lessiter hafi látið eftir sig handa syni sínum. Mér skilst það hafi snú- izt um ráðstöfun einhverra muna, sem hún átti. — Það veit ég sannarlega ekkert um, svaraði Katrín. Bláa þokan hékk enn milli þeirra, en nú hafði eitthvað gerzt, þótt erfitt hefði verið að segja, hvað það var —■ spenna í einhverjum vöðva, snöggt hik á andardrætti eða ofurlítil ósjálf- ráð hreyfing á einum fingri. Ungfrú Silver hafði jafnan reynzt það vel að hafa auga með höndum þess, sem hún tal- aði við, og var eitthvað tregur til svars. Hönd Katrínar, sem hélt vind- lingnum, var stöðug, Ef fingurn- ir hafa gripið eitthvað fastar um hann, var það að minnsta kosti ekki sýnilegt. En litlifing- urinn hafði kippzt við. Ungfrú Silver mælti: Eg býst nú samt við, að þetta minnis- blað hafi verið til, og ég skyldi verða mjög fegin, frú Welby, ef þér vilduð vera fullkomlega hreinskilin við mig. — Hreinskilin? Katrín hló. — Eg veit svei mér ekki, hvað þér eigið við? KALLI KUREKI tK - Teiknari: Fred Haiman PEDRVDER' you HEAR-UM ME? LISTEN' ME FIM0-UM LITTLE WATEG-HOLE/ WHEM SUN 50 DOWIO, VOU R.IDE-UM ROWYMAVBE FIVE MILE' g-ET-UM BI& DGIWK' jj, f>að er komið fram undir kvöd og Kalli er örmagna í steikjandi sólar- hitanum. — Vatn, ég verð að fá vatn. — Kalli, hvar ertu? Sporin hans liggja í hringi. — Ég held að það sé úti um mig. Ég er farinn að ímynda mér að ég heyri raddir. — Kallii Heyrir þú mig, ég fann lítið vatnsból. Þegar sólin er sezt ferðu á litla hestinum kannski fimm mílur. Færð stóran vatnssopa. — Litli-Bjór! Ég held það sé að slá út í fyrir mér. SHUtvarpið Þriðjudagur 12. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum“ (Sig» ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00-Tónlistartími barnanna (Guð- rún Sveinsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Svala Nielsen syngur. Við hljóð- færið: Fritz Weisshappel. 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Vistmað urinn“ eftir Sir Arthur Con- an Doyle og Michael Hard- wick. — Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Aðalleikendur: Bald vin Halldórsson í hlutverki Sherlock Holmes og Rúrik Haraldsson sem Watson læka ir. 20.55 Píanómúsik: Vladimir Horo- wits leikur mazúrka eftir Chopin. 21.15 Erindi á vegum Kvenstúdenta félags íslands: Er barnið þitt erfitt? (Guðrún Theódóra Sig urðardóttir sálfræðingur). 21.40 Tónlistin rekur sögu sínaj VII. þáttur: Frönsk og enslc fjölröddun (Þorkell Sigur- björnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Passíusálmur (2). 22.20 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason. Miðvikudagur 13. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (18). 15.00 Sxðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna; I, (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Garðar Pálsson skipherra talar um leit úr lofti og af sjó og aðstoð við björgun. 20.05 Tónleikar: Eugen Tajmer syngur með kor og hljóm- sveit Ole Morxensens . 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XV. (Óskar Halldois- son cand. mag.). b) íslenzk tónlist; Lög eítir Áskel Snori-ason. c) Hallgrímur Jónasson kenn ari fer með frumort kvæði og stökur. d) Arnór Sigurjónsson rit- höfundur flyxur fyrri hluta írásöguþáttar: Þorrakvöid 1912. e) Sigríður Hjálmarsdóttir kveður ferskeytiur eftir Step han G. Stephansson. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (3). 22.20 Kvöldsagan: „Sýnir Odd« biskups" eftir Jón Trausta, fyrri hluti (Sigurður Sigur- mundsson bóndi i Hvítár- holti). 22.50 Næturhljómleikar; Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljom- sveitar íslands í Háskólabíói 7. þ.m. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Sinfónía nr. 8 1 F-dúr op. 93 eftir Beethoven.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.