Morgunblaðið - 22.02.1963, Side 8

Morgunblaðið - 22.02.1963, Side 8
8 \ ti ( ,i. i •:» n MOltCVNBLAÐIB Föstudagur 22. febrúar 1963 Aðeins 2,5°/o af unglingum Rvíkur atvinnulaus sl. sumar Umræ&ur í borgarstjórn um sumar-. vinnu unglinga A FUNDI borgarstjórnar í gær vax tekin til umræðu álit nefnd- ar, er kjörin var 20. september s.l. til að athuga og gera tillögur um sumaratvinnu unglinga. Birg- ir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, gerði grein fyrir helztu niðúr- stöðum nefendarinnar, en hann var formaður hennar. Aðrir nefndarmenn voru Þórir Kr. Þórð arson (S), Kristján J. Gunnars- son (S), Kristján Benediktsson (F) og Hörður BergmannK). Voru margar mjög athyglisverð- ar niðurstöður í nefndarálitinu, sem var í tveim aðalköflum. Fyrri þátturinn fjallaði um Vinnuskóla Reykjavíkur og kom m. a. fram í álitinu, að ávallt hefur verið unnt að sinna öllum umsóknum í skólann, enda þótt aukning hafi orðið mikil á s.l. sumri. Síðari þáttur nefndarálitsins voru ályktanir og niðurstöður, sem dregnár voru af athugun, er nefndin lét framkvæma meðal unglinga í Reykjavík um það, hverning þeir íiefðu varið s.l. sumri. Athugunin náði til unglinga á aldrinum 12 — 14 ára og voru þátttakendur samtals 3694 eða 89% skólabarna í umræddum aldurflokkum. Fram kom, að næstum allir unglingar á þessum aldri höfðu atvinnu á s.l. sumri. Aðeins 89 unglingar eða 2.3% töldu sig hafa verið atvinnulausa eða verkefnis lausa heima. 1431 unglingur hafði verið í sveit á s.l. sumri eða 38%. Vinnutími virtist hinsvegar vera lengri en búást hefði mátt við, en 2592 unglingar eða 67% töldu sig hafa unnið 8 klukku- stundir eða lengur á degi hverj- um. Þess ber þó að geta, að flestir þeir, er voru í sveit s.l. sumar töldu sig hafa unnið 8 — 10 tíma á degi hverjum en draga má í efa, að um fulla vinnu sé að ræða allan þann tíma. Laun unglinganna virtust hins vegar vera tiltölulega lág, miðað við hinn langa vinnutíma. 2592 unglmgar eða um 70% töldu sig hafa haft minna en kr. 7.500,00 í laun yfir sumarið þar af 1300 innan við kr. 2.500,00. Þá leiddi athugunin það og í ljós, að ungl- ingarnir virtust hefja vinnu til- tölulega fljótt eftir að skólatíma lauk s.l. vor og ekki hætta störf- um fyrr en í september eða stuttu áður en skólar hófust á ný. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að aðeins 95 unglingar eða 2.5% hefðu starfað við hinn fjöl- þætta iðnað borgarinnar á s.l. sumri. Af því tilefni lagði nefnd- ia til, að samtökum iðnaðar- manna yrði skrifað um niður- stöður athugunarinnar með ábend ingu um, að hér væri um mögu- leika á vinnuafli að ræða, enda yrði reynt með samstilltu átaki, að haga störfum einstakra fyrir- tækjs þannig, að unglingar fengju þar störf við sitt hæfi. Margt fleira athyglisvert var að finna í áliti nefndarinnar, en ítarlegri frásögn af því mun birt- ast síðar hér í blaðinu. Allmiklar umræður urðu um álit nefndarinnar í borgarstjórn. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) virtist ekki sammála því áliti nefndarinnar, að eðlilegast væri, að sem flestir unglingar kæmust til starfa í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins og að hlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur væri fyrst og fremst það, að sjá þeim fyrir störfum sem umfram væru. Vildi hún gera starfssvið Vinnu- skólans mun víðtækara^ Þór Sandholt (S) vár hvetjandi þess, að samtökum iðnaðarins í borginni yrði ritað um niðurstöð- ur athugunarinnar, ef það mætti verða til þess, að fleiri ungling- ar kæmust til starfa í hinum ýmsu greinum iðnaðar. Þórir Kr. Þórðarson (S) taldi æskilegt, að unglingar borgar- innar kæmust fljótt í snertingu við atvinnulífið. Sá aldur, þegar unglingar veldu sér lífsstarf, lækkaði stöðugt og því væri nauð synlegt, að leiðbeina unglingum um starfsval, en raunhæf kynni þeirra af atvinnulífinu sjálfu væri líkleg til að auðvelda þeim valið. Kristján Benediktsson (F) tók ennfremur til máls um mál þetta. Að lokum var samþykkt sú ályktun, er gerð hafði verið í borgarráði, að borgarverkfræð- ingi væri falið að undirbúa verk- efni vinnuskólans fyrir næsta sumar í samráði við skólastjóra vinnuskólans og að haldið yrði námskeið fyrir þá, er taka vildu að sér verkstjórn í vinnuskólan- um. Frestað var afgreiðslu á þeirri tillögu borgaráðs og nefnd- arinnar að samtökum iðnaðarin> og samtökum annarra atvinnu- vega yrði ritað um niðurstöður rannsóknarinnar. Brá til hins verra, er dragnótaveiðar voru leyfðar í Faxaflóa málum á Alþingi í NEÐRI deild hefur Hannibal Valdimarsson gert grein fyrir frumvarpi um Menntaskóla Vest firðinga á ísafirði, en ásamt hon um eru alþingismennirnir Sig- urður Bjarnason og Birgir Finns son flutningsmenn frumvarpis- ins. Þá hefur Jón Pálmason gert grein fyrir frumvarpi um sölu Lækjarbæjar í Fremri-Torfu- staðahreppi og var þessum frum vörpum báðum ásamt frumvarpi um tunnuverksmiðjur ríkisins vísað til 2. umræðu og nefndar. í efri deild hefur frumvörpum um landshöfn í Rifi og um vá- tryggingafélög fyrir fiskiskip verið vísað til 2. umræðu og nefndar, en frumvörp um ríkis borgararétt og um dýralækna verið samþykkt við 3. umræðu og send forseta neðri deildar til frekari fyrirgreiðslu. — Paturson Framhald af bls. 24. — Heldurðu að það komi til þess? — Ja, það veit ég ekki. Þið þekkið nú karlana frá því 1958 og 1854, hvernig þeir létu þá. Okkar ákvörðun rimmföst Nei, við erum ekkert hrædd ir vegna þessa banns. Við vor- um miklu hræddari um að Danir mundu ekkert gera í málinu frekar en endranær. Það er aðalhræðsluefnið okk- ar, ef svo má að orði komast. Þeir eru búnir að svíkja okk- ur svo oft, að það er eins víst að það verði einnig núna. — Heldurðu að nokkurra breytinga geti verið að vænta? — Okkar ákvörðun breytist ekkert. Hún er alveg rimm- föst. Ég vissi að ekki gæti orðið nokkur breyting á af- stöðu okkar í London. Þetta var samþykkt fyrir 3 árum, 10. maí 1960 og þá var líka hafnað að gera nokkra samn- inga um þetta við Breta. Þetta var heldur ekki samningagerð í London heldur viðræður og það er greinarmunur á því. Menn fóru héðan í þessa ferð, af því þeir vildu ekki neita að vera með og reyna að sann- færa Bretann enn einu sinni. Það var alls ekki ætlunin að gera neina samninga við hann. Þetta verður einhliða út- færsla, Bretar hafa hér bara ekkert að gera. Að eiga samn- inga um fiskveiði við Færeyj- ar við Breta eða aðra útlend- inga, væri bara að skerða rétt- indi okkar yfir landgrunninu. Það jafngilti því að hafa brezkt löggjafavald yfir okkár landgrunni. Þetta er eingöngu færeyskt mál. Hitt er svo annað mál, að utanríkismálin eru í höndum Dana og við verðum því fyrst um sinn að lúta þeirra gerð — Hefur þú haft samband við fulltrúa ykkar í London? — Já, auðvitað, en ekkert hefur verið upplýst við okk- ur sem ekki aðrir hafa fengið að vita. Ef þú hringir til mín Sameinað þing hefur tekið til meðferðar og vísað til nefndar eftirtöldum þingsályktunartillög um: Um endurskoðun girðingar laga, um rannsókn á kali í tún- um, um lagningu Vesturlands- vegar, um eignarétt og afnota- rétt fasteigna, um þyrilvængjur í þjónustu landhelgisgæzlunnar og um smíði fiskiskipa innan- lands. Þá hefur frunwarpi um ríkis borgararétt verið samþykkt í efri deild og sent forseta neðri deildar til afgreiðslu. Fnimvörp um landsíhöfn í Rifi og vátrygg- ingarfélög fyrir fiskiskip verið vísað til 2. umræðu í efri deild og frumvarpi um tunnuverk- smiðjur ríkisins til 2. umræðu í neðri deild. Vel gert af 8° ára öldungi Bæ, Höfðaströnd, 16. febr. Um jólin og fram yfir áramót gekk hér um sveitina mögnuð óhreysti í fólki, svo sem slæm kvefpest, inflúensa, mislingar, og jafnvel fleira óáran. Urðu sum heimili hart úti af þessum ástæð- um, þar sem stundum var allt fólk á bænum undirlagt af þess- um kvillum. Á Skuggabjörgum í Deildar- dai búa 2 bræður, Óskar og Sveinn, 45 ára gamlir. Veiktust þeir báðir hastarlega af misling- um og öll börnin á heimilinu, 4 að tölu. Eins og gefur að skilja voru þarna vandræði, þar sem ein kona stóð uppi. Faðir þeirra, bræðranna, Stefán Sigurjónsson, var ekki heima þegar þetta gerð- ist, en nú tók gamli maðurinn sig upp, á 89 aldursári, skundaði heim og tók að sér alla fjárhirð- ingu bæði í fjósi og fjárhúsum. Vatnsleysi var á bænum, og varð Stefán að bera allt vatn í fötum til fénaðar. Stefán er ótrúlega léttur og hress eftir aldri, geng- ur teinréttur og hefir gengið frá Skuggabjörgum til Hofsóss, sem er 6—8 km leið. Hann er vel minnugur á eldri atburði, skyn- samur og skemmtilegur í sam- ræðum. Fyrir ekki löngu sást hann á Sæluviku Skagfirðinga og var þar hrókur fagnaðar. Hann kann firn af vísum og sögn um, kvæðamaður góður og var söngmaður fram undir þennan tíma. — B. Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Jón Árnason grein fyrir frumvarpi sínu þess efnis að dragnótaveiðar skuli bannað- ar í Faxaflóa. Faxaflói einn þýðingarmesta uppeldisstöðin. Alþingismaðurinn veik í upp- hafi máls síns að því, að ekki væri umdeilt, að Faxaflói sé ein allra þýðingarmesta fiskupp eldisstöðin hér við land. Kæmi þar m.a. til. að hann liggur næst hinum miklu hrygningarstöðv- um við suðurströnd landsins, en í Faxaflóa eru frá náttúrunnar hendi öll hin ákjósanlegustu skil yrði til vaxtar og viðgangs ung viðinu. Á þessu hafsvæði hafa ítarleg ustu vísindarannsóknir verið ger ar hér við land á þessu sviði. Meðan við bjuggum við þriggja mílna landhelg- ina var af ís- lenzkum og er- lendum fiski- fræðingum unn- ið að slíkum at- hugunum og vöktu niðurstöð ur þeirra alþjóð arathygli. En þar kom skýrt í ljós hinn geysilegi munur á vaxtar- skilyrðum ungfisksins fyrir ut- an og innan landhelgismörkin. Er landhelgin var færð í 4 mjl ur og auk þess allir flóar og firð ir friðaðir fyrir botnvörpu og dragnótaveiðum, var þess ekki langt að bíða, að fiskimagnið yk ist að miklum mun samfara því sem aflinn nýttist á hinn hagstæð asta hátt. Aukið aflamagn, — aukin gæði. Fyrst eftir að íiskiveiðilög- sagan var færð út í 4 milur og síðan í 12 mílur, var fjöldi smærri vélbáta smíðaður hér við land, er gerðir voru út á línu- og hand færaveiðar. Þessi hagstæða út- gerð jók að miklum mun það afla magn, sem á land barst, hvar- vetna þar sem fpiðunarráðstafan irnar náðu til, samfara því sem um úrvals hráefni var að ræða til hvers konar vinnslu í fiskiðju verunum. Hér við Faxaflóa stóð þessi hag stæða þróun því miður skamma stund. Algjör þáttaskil urðu hér á. þegar það óheillaspor var stigið að heimila dragnótaveiðar að nýju í Flóanum. Innan skamms tók að draga úr afla bát anna, sem línu- og handfæraveið ar stunduðu, og þar kom að lok um að útgerð þeirra flestra var algjörlega lögð niður. Þeir sjó- menn, sem þessar veiðar stund- uðu, áttu ekki annars úrkosta en að leita til annarra atvinnu- greina og setja báta sína í naust. Að vísu gaf dragnótaveiðin í Faxaflóa góða raun í byrjun, með an hún naut ávaxtanna af undan farandi friðun. En brátt dró einn ig úr þeim veiðum og því meir sem lengra hefur liðið. Hættan, sem af þeim leiðir í jafn þýðinga armikilli uppeldisstöð og Faxa- flóa, felst ekki fyrst og fremst í veiði nytjafisksins, heldur miklu fremur í hinu gengdar- lausa ungviðadrápi, sem þeim veiðum fylgir. En nú er svo kom ið, að hinir stærri fiskibátar, sem línuveiðar stunda. verða vart varir við fisk, þótt gífurleg línu lengd sé notuð, nema þá helzt með því að róa langt á háf út og dugir þá sólarhringurinn hvergi til róðursins. Hér er því þörf að spyrna við fótum og bægja þessari augljósu hættu frá. Karjalainen í Moskvu Moskvu, 21. febr. — (NTB) — FORSÆTISRÁÐHERRA Finn- lands, Karjalainen, er nú í Moskyu í opinberri heimsókn. í dag snæddi hann hádegisverð í boði Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna. í ræðu, sem Krús jeff hélt sagði hann, að efnahags- leg samskipti Sovétríkjanna og Finnlands hefðu þróazt í rétta átt á undanförnum árum, en lagði áherzlu á það, að samband ríkj- á mánudag, þá gæti verið að j anna gæti orðið enn betra. ég vissi eitthvað meira. | Karjalainen sagði í svarræðu sinni, að sambúð Finnlands og Sovétríkjanna byggðist á stefn- unni um friðsamlega sambúð og það hefði verið viturlegt að velja hana, sem grundvöll. Hann sagði, að þeir, sem hefðu spáð því að samskiptin við Sovétríkin yrðu Finnlandi til tjóns, hefðu marg- sinnis séð svart á hvítu, að þeir hefðu haft rangt fyrir sér. Karja- lainen kvaðst þess fullviss að verzlunin milli ríkjanna myndi aukast á komandi árum. — Inflúenzan Framhald af bls. 24. un bæjarins hafi gert pöntun á bóluefni erlendis frá. Eins og fyrr getur er líklegt talið að inflúenzustofninn hér sé af flokknum A 2, þótt ekki sé það fullsannað enn. Er það sams konar inflúenza og mest hefur borið á í Bandaríkjunum a.m.k. 5 undanfarnar vikur. Stofnarnir A 1 og A 2 valda oftast skæð- ustu faröldrunum. Undanfarna daga hafa lækn- um borist fjölmargar fyrirspurn ir frá almenningi um hverju líði bóluefninu virðist almenningur mjög óánægður með að ekki skuli vera tilefni í svo mikið sem eina sprautu, og veltir fólk því fyrir sér hvernig á því standi að ekki skuli vera séð fyrir því að nokk- urt magn af bóluefni við flokkun um A 2 og A 1 skuli ekki alltaf vera til í landinu á þessum árs- tíma þegar inflúenzufaraldra er helzt von. Er það mikils um vert fyrir heilsu margra einstaklinga og einnig þýðingarmikið fyrir þjóðarbúið að geta dregið úr út- breiðsluhraða slíks faraldurs í byrjun. Þess má geta að 1957 var fram- leitt bóluefni gegn Asíuinflúenz- unni í tilraunastöðinni að Keld- um með ágætum árangri, en þá um sumarið fék'k Tilraunastöðin sýnishorn af stofni Asíuinflúenzunnar, og gekkst þáverandi landlæknir fyrir því að athugaðir væru möguleikar á framleiðslu bólu- efnis hér. Þóttu þá litlar horfur á að hægt yrði að fá bóluefni utan úr heiml þar sem veikin geisaði, og því rétt að gera til- raun með framleiðslu hér, þótt engu yrði spá,ð um árangur. Um þessa framleiðslu og ár- angurinn rituðu þeir prófessor Júlíus Sigurjónsson, Dr. Björn Sigurðsson og Halldór Gríms- son fil. mag. í Læknablaðið 1960. í greinargerð þeirra segir að framleiðslan hafi komist vel á . skrið í ágúst, en bóluefnið er unnið með því að rækta vírus- inn í hænueggjum. Alls voru fullgerðir 16.000 skammtar af bóluefni að Keldum, eða nóg til þess að bólusetja 8,000 manns tvisvar. Til framleiðslunnar og undirbúnings hennar voru notuð 5,700 hænuegg. Bóluefni þetta veitti full- komna vernd er á reyndi í 67% tilfella, og segir í greinargerðinni að varla muni hafa nóðst öllu betri árangur annars staðar, þar sem bólusett var gegn Asíuveik- inni. Þá má geta þess að framleiðsla bóluefnis þessa mun vera til- tölulega ódýr miðað við önnur vírusabóluefni, og fylgir henni ekki ýkja mikill kostnaður um- fram hænueggin og laun starfs- fólks. Ætti því að vera tiltölU- lega auðvelt með nokkrum fyrir vara að sjá svo um að frarn- léitt sé hérlendis nokkúrt magn af A 1 og A 2 bóluefni þannig að ávallt sé eitthvað til að mæta inflúenzufaröldrum svipuðum þeim, sem nú virðist vera að ganga yfir. -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.