Morgunblaðið - 22.03.1963, Page 17

Morgunblaðið - 22.03.1963, Page 17
Föstudaeur 22. marz 1963 MORCU NBLAÐIÐ 17 Ragnar H. B. Kristinsson MANN setur hljóðan við óvænta og skyndilega andlátsfrétt góðs vinar. — Getum við alltaf átt von á því að taugin, sem bindur okkur þessu lífi, bresti fyrir- varalaust á einni nóttu. — Því miður virðist sá möguleiki alltaf ótrúlega nálægur. Ragnar Kristinsson verður okkur vinum sínum jafnan minnisstæður. Hans léttu lund, greiðvikni hans og gestrisni geyma allir í þakklátum huga. Ragnar var fæddur í Reykja- vík 17. 2. 1906, sonur hjónanna Þuríðar Guðmundsdóttur (dáin 1914), ættaðri frá Seli í Land- eyjum, og hins þjóðkunna at- hafnamanns Kristins Jónssonar, vagnasmiðs, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann brautskráðist úr Verzl- unarskóla íslands 1925 og hóf þegar störf við fyrirtæki föður síns, þar sem hann síðan starf- aði alla ævi. Jafnframt þeim störfum rak hann sjálfur heild- Verzlun. Hann kvæntist árið 1931 Rutb Friðfinnsdóttur (d. 1937), ættaðri úr Vopnafirði. Þeirra börn eru Þuríður Kristín, hennar maður Guðbjörn Snæbjörnsson, og Ruth, sem gift er Sigurþóri Tómassyni, verkfræðingi. Ragnar kvæntist aftur árið 1940, eftirlifandi eiginkonu sinni, Matthildi Edwald frá ísafirði. Þeirra börn eru Jón Edwald (kjörsonur Ragnars) stud. jur. og Ragna Lára og Kristinn, sem bæði stunda nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Ragnar tók snemma mikinn þátt í íþróttum og var jafnan mjög vinsæll í sínum störfum. — Um þennan þátt í ævi Ragnars munu aðrir rita, sem eiga bjart- ar minningar frá samvistunum við hann á þessum árum. Mér verður Ragnar alltaf minn isstæðastur, þegar hann var að störfum út í náttúrunni í sumar- bústað sínum í Mosfellssveit. Þar var hann ósérhlífinn og stæltur vann án afláts langt fram eftir kvöldum og naut kyrrðar og frið sældar vorsins. Hann hóf jarð- vinnslu og sáningu á undan öll- um öðrum og alltaf var hann að gera einhverjar skemmtilegar litlar tiiraunir, sem komu á óvænt. Ég held að liann hafi aldrei verið sælli, en þegar hann var kominn upp í sveit með skóflu i hönd. Ragnar og eiginkona hans Ina, eins og við kunningjarnir jafnan nefndum hana, áttu þarna ásamt börnunum unaðslegan gróðurreit, þar sem gestrisni þeirra fékk vel notið sín. — Enda var þar jafnan fjölmennur hópur frændaliðs og vina, sem höfðu mikla ánægju af að fylgjast með gróðrinum, hvílast og njóta á stundum góðs af uppskerunni. Heita vatnið vermdi sumarbú- staðinn. Hlýtt viðmót, blómstr- andi gróska og glæðværð mætti gestum þeirra. — Þeir gátu orð- ið nokkuð margir um helgar. en það breytti engu, því allir fundu sig hjartanlega velkomna og þarna var höfðingshjón heim að sækja. Eins og áður er áminnst var Ragnar mikill og vinsæll íþrótt j - maður á sínum yngri árum, snöggur og snjall 1 leikfimi og glímu. 1 glímunni við móður jörð var hann einnig ógleymanlegur og kappsfullur og kunni sér vart hóf, eftir að hann hætti að ganga heill til skógar. Áhuginn og kraft urinn var honum í blóð borinn og alltaf var hann með glens á vör og gleðin ljómaði í augum hans, þegar hann ræddi áhuga- mál sín þar efra. Ekki mátti Ragnar aumt Sjá, án þess að rétta hjálparhönd og börn hændust að honum, því hjartalag hans var hlýtt, gjaf- mildi hans og góðvild mikil. Voru þau hjónin mjög samstillt í þessum efnum. Við dánarbeð Ragnars verður mér einnig hugsað til æsKuheim- ilis hans. — Þangað var gott að koma og gaman að vera, þar sem Kristinn veitti af sinni miklu rausn og ræddi við gesti með sínu óþrjótandi lífsfjön og geisiandi gleði. Þar ríkti góður andi og Halldóra Guðmundsdóttir, sem nú er nýlátin, sá um viðurgjörn- ing glöð í bragði með þeirri reisn og yndisþokka að öllum verður minnisstætt. — Vinátta minnar fjölskyldu og þessa glæsilega heimilis var margþætt og stóð á gömlum merg. Hefir hún geng- ið að erfðum til eftirkomend- anna. Vorið fer nú í hönd. — Það er trú mín og von, að Ragnar sé farinn til sólarianda hins ei- lífa vors, og eigi þar akur að plægja, ástvini að hitta og enn muni stafa af brosi hans birtu og yl. Mér er þvi miður um megn að mæla þau orð huggunar t;l harm þrunginna ástvina, er hæfa. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdasonum, systkin- um og öðrum innilegar samúðar- kveðjur og geymi í þakklátum _ huga minningar um hugljúfan vin, sem bar sjúkdóm sinn eins og hetja, mælti aldrei æðruorð og lagði aldrei illt til neins. Þótt hann væri dulur nokkuð að eðl- isfari, var hann ávalt hreinskipt- inn og drengur góður. Gu'ð'm. Guðmundsson. RYMINGARSALA vegna væntanlegs brottflutnings seljum við í dag og næstu daga eftirtaldar vörur með roiklum afslætti: (DRAGTIR — POPLINKÁPUR APASKINNS JAKKA — ÚLPUR PILS — PEYSUR — JERSEY-KJÓLA UNDIRFÖT — GREIÐSLUSLOPPA Notið tækifærið, og koupið á meðan A Sauðárkrdki veröur til sölu RITSAFN Jóns Trausta j 8 bindi í skinnlíki i Ritsafnið hefir nú verið endurprentað, og í tilefni af 90 ára afmœli höfundar verður ritsafnið selt á mánudag og þriðjudag fyrir aðeins EITT ÞÚSUND KRÓNUR Rókavcrzlun Kr. Bliiniíal Sími 123

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.