Morgunblaðið - 03.04.1963, Side 12

Morgunblaðið - 03.04.1963, Side 12
12 Miðvikudagur 3. apríl 1963 MORCVTSBLAÐIÐ jnttMáfrife Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. A 'iftlýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. HÆGT AÐ VINNA STÓRVIRKI Fyrir nokkrum dögum var hánn var að gefa dádýrunum hill er á myndinni einkaritari þessi mynd tekin af Sir í Richmond Park. Með Churc- hans Montague Browne. Winston Churchill, þar sem ______ Kynblendingar í Evrópu t merkri ræðu, sem Bjami Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á síðasta landsfundi flokksins haustið 1961, ræddi hann m.a. afstöðu verkalýðssamtakanna til raimhæfra aðgerða í því skyni að bæta lífskjörin. Komst hann þá m.a. að orði á þessa leið: „Betur færi, ef umhoðs- menn verkalýðsins hyrfu nú frá fyrri vinnubrögðum og reyndu í þeirra stað að ná samkomulagi um raunhæfar aðgerðir til þess að bæta lífs- kjörin, m.a. með bættri til- högun vinnu og ákvæðis- kaupi, þar sem því verður viðkomið. Enginn efi er á því, að með góðvild og skilningi allra aðila er hægt að vinna stórvirki í þessum efnum á skömmum tíma. Ríkisstjóm- in er fús til að taka upp sam- starf við hvem þann, sem að þeirri þróun vill vinna“. Hér skal það ekki rakið, sem gerzt hefur í kjaramál- unum, síðan formaður Sjálf- stæðisflokksins mælti þessi varnaðarorð. Sú staðreynd verður þó ekki sniðgengin, að teflt hefur verið á tæpasta vaðið í þessum efnum. Hinar öm kaupgjaldsbreytingar í hækkunarátt, sem síðan hafa orðið, hafa leitt verulega hættu yfir bjargræðisvegina og afkomu þeirra og jafn- framt véikt gmndvöll efna- hagslífsins. Engu að síður standa vonir til þess að hægt verði að halda í horfinu um þróun og uppbyggingu í land- inu, ef þjóðin gerir sér nú ljóst, hvar hún er á vegi stödd. ★ En óhætt er að full- yrða að það sé allrei þýðingarmeira en einmitt nú að verkalýðurinn leggi í vaxandi mæli áherzlu á raunhæfar aðgerðir til þess að bæta lífskjörin eftir nýjum leiðum, til dæmis með bættri vinnutilhögun, ákvæðisvinnu, samstarfsnefndum launþega og vinnuveitenda o. s. frv. Á það hefur einnig verið bent af hálfu Sjálfstæðismanna, að stofnim almenningshlutafé- laga og hlutdeildar- og arð- skiptifyrirkomulag í atvinnu- rekstri, geti átt ríkan þátt í að sætta vinnu og fjármagn, skapa aukna ábyrgðartilfinn- ingu alls almennings gagn- vart afkomu bjargræðisveg- anna og jafna og bæta lífs- kjörin. í skjóli viðreisnarstefnunn- ar hefur tekizt að stórauka íramleiðslu og útflutning Is- lendinga. Ef vel og skynsam- lega er á haldið, á þessi fram- leiðsluaukning að geta orðið til þess að bæta lífskjörin verulega og treysta afkomu- gmndvöll fólksins. Hún hef- ur þegar orðið til þess að skapa meiri og ömggari at- vinnu í öllum byggðarlögum Iandsins en nokkm sinni fyrr. Af því hefur aftur leitt stór- bætta afkomu svo að segja hverrar einustu fjölskyldu í landinu. Lækkun skatta og tolla og hækkim trygginga- bóta hefur einnig átt ríkan þátt í því að bæta aðstöðu mikils fjölda fólks í landinu. Islendingar verða í dag að gera sér það ljóst, að það er hægt áð vinna stórvirki í kjaramálunum eins og Bjami Benediktsson, formaður Sjálf stæðisflokksins, benti á, ef þjóðin lítur raunsætt á hag sinn og kemur fram af á- byrgðartilfinningu og skiln- ingi á möguleikunum til þess að tryggja framfarir og þró- un í hinu íslenzka þjóðfélagi Við megum ekki hika við að fara nýjar leiðir, til dæmis með því að leggja okkur alla fram um bætta vinnutilhög- un og nota ákvæðisvinnu til þess að auka afköstin og hækka atvinnutekjumar. — Sjálfstæðisflokkurinn hvetur íslenzku þjóðina til þess að gefa gaum að þessum nýju leiðum, sem reynslan hefur þegar sannað að geta fært aukna björg í bú einstakling- anna og þjóðarinnar í heild. ALLIR FLOKKAR SAMMÁLA Ueilbrigðis- og félagsmála- ** nefnd efri deildar hefur nýlega skilað áliti um fmm- varp ríkisstjórrrarinnar um eflingu almannatrygging- anna. Er það mjög gleðilegt að fulltrúar allra stjómmála- flokka í nefndinni eru sam- mála um að mæla með sam- þykkt frumvarpsins. Stjóm- arandstöðuflokkarnir leggja að vísu til að smávægilegar breytingar verði gerðar á frumvarpinu, en þeir hafa lýst yfir að þeir séu samþykk- ir heildarstefnu þess. Viðreisnarstjómin hefur eflt almannatryggingarnar meira en nokkur önnur ríkis- stjóm hefur gert fyrr eða síð- ar. Framlög ríkisins til al- mannatrygginga hafa hækk- að um 400 milljónir króna á ári miðað við síðasta valdaár vinstri stjórnarinnar, árið 1958, og fjárlög ársins 1963. Maður les svo margt um kyn- þáttastríð þessi árin. 1 Suður- Afríku kúga hvítir landnemar hina blökku frumbyggja,' sem í raun réttri eiga lan-dið, og 4 Bandaríkjunum líta hvitir inn- flytjendur niður á afkomendur svertingjanna, sem þeir stálu frá Afríku forðum daga og fluttu sem þræla vestur, og niður á Indíánana, hina réttu óðalsherra Ameriku. Þó að hundrað ár séu liðin síðan þrælahald var afnum- ið með lögum í Bandaríkjunum, og þó að stjórnarvöldin reyni að rétta hlut „litaðra" manna, eink um hin síðari ár, síðan flest sið- mennt ríki veraldar hafa að- hyllzt mannréttindayfirlýsinguna í orði, gengur það treglega að breyta almenningsáliti og rót- grónum hugsunarhættd. Þarf ekki lengra að leita þessu til sönnunar, en til uppsteytanna, sem síðustu árin hafa orðið í ýmsurn ameríkönskum háskólum Allar bætur samkvæmt al- mannatryggingalögum hafa verið hækkaðar stórlega og tryggingarnar gerðar víðtæk- ari og fullkomnari. Skerðing- arákvæði til tryggingarlag- anna-hefur verið afnumið en það var mjög óvinsælt meðal aldraðs fólks, sem vildi leggja sig fram um að afla sér tekna, auk ellilauna sinna. Ennfremur hefur skipting landsins í bótasvæði, sem löngu var orðin úrelt, verið afnumin. Nýtur sú breyting mikilla vinsælda úti um land. HVAÐ DVELUR FRAMBOÐ KOMMÚNISTA? ¥ kvöld ganga Sjálfstæðis- -*■ menn í Reykjavík frá framboðslista sínum við al- þingiskosningarnar í sumar. Þegar hann hefur verið sam- þykktur hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ákveðið framboðs- sem leyft hafa blökkumönnum að stunda nám. Evrópumenn hrósa happi yfir því, að þurfa ekki að stríða við þetta vandamál á sínum vett- vangi. En er það nú alveg víst, að þeir þurfi þess ekki? Grein, sem ameríkanski rifchöfundurinn William R. Caldwell hefur birt nýlega, bendir á annað. Hann víkur þar að alvörumáli, sem sannarlega er íhugunarvert fyrir allar hvítar þjóðir. í Þýzkalandi hafa, síðan styrjöldinni lauk, fæðst ískyggilega mörtg börn, hvít í móðurætt og svört í hina. og „þessi börn minna Þjóðverja á ófarir þeirra í styrjöldinni — og eru látin gjalda þess“, segir Caldwell. Aðalinntak þessarar eftirtektarverðu greinar fer hér á eftir: „Á árunum 1945—55 fæddust 4000 „lituð“ börn utan hjóna- bands í Þýzkalandi. Árið 1960 var talan komin upp í 6000. lista sína í öllum kjördæm- um landsins. Annar flokkur þjóðfylking- arinnar, kommúnistaflokkur- inn, „Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn“, „Alþýðubandalagið“, hefur hinsvegar ekki lagt fram einn einasta framboðslista. Hvað dvelur orminn langa, hvers vegna hefur flokkurinn með mörgu nöfnin ekki birt eitt einasta framboð sitt við al- þingiskosningarnar, sem fram undan eru? Vitað er að mikil átök hafa átt sér stað innan komm únistaflokksins undanfarið og hörð valdabarátta er háð um framboðin. Er ekkert hægt að fullyrða enn um það hvað þar verður ofan á. Allar líkur benda þó til að eins og fyrri daginn muni hinir harðsoðnu Moskvumenn innan flokksins halda undirtökum sínum þar. Línan frá Moskvu slitnar ekki. Það er seigt í þeim spotta! Þetta vandamál er ekki aðeins afleiðing styrjaldarinnar sjálfr- ar, heldur varir það við og fer versnandi meðan ameríkanskir hermenn verða í lendinu. Sú spurning sem fyrst vaknar er, hvort hægt sé að samhæfa þessi börn þýzka þjóðfélaginu. í stuttu máli: Hver verður framtíð þeirra? Þýzkur mannfræðingur, sem hafði þúsund af þessum börnum til athugunar, komst að þeirri niðurstöðu, að aðeins 35% þeirra gætu talizt hafa eðlilegan sálar- þroska. En meirihlutinn — 65% — yrði að teljast andlega lamað- ur, feiminn og óframíærinn. Mannfræðingurinn hélt því fram að börn þessi gjaldi ráðandi kyn þáttafordóma, eigi aðeins nú, heldur muni þau líka gera það í framtíðinni. Þess vegna verði að sjá þeim fyrir annars konar upp- eldi en öðrum börnum, ef vel eigi að fara. Þau verði að mæta baráttunni fyrir lífinu sérstaklega vel tygj- uð, og sérstaka umhyggju og skilning verði að sýna þeim í uppeldinu — annars lendi þau i vanda og eigi á hættu að lenda á villigötum — verða „a-social“. Dr. Klaus Eyfert, sálfræðingur í Hamiborg hefur gert viðlíka rannsókn og gefið út bókina „Mixed ohildren“, um árangur hennar. Hann afréð að ættleiða 2ja ára múlattabarn, en húsráðandinn neitaði — „ekki vegna mín, held- ur nágrannanna". Dr. Eyfert varð að ná sér í aðra íbúð til þess að get tekið barnið. Dönstk kona, Kate Nissen, hef- ur gengizt fyrir því, að hundrað af þessum mislitu börnum hafa verið tekin í fóstur til Danmerk- ur. Hún fékk áhuga á þessu máli er hún starfaði hjá flóttamanna- hjálpinni í Núrnberg eftir stríð- ið, og kann margar átakanlegar sögur að segja af raunum þess- ara barna. Þær eru sannar, en grípa mann þó ekki síður en sag- an af Oliver Tvist. Kate Nissen segir, að þótt margir framsýnir Þjóðverjar skilji þetta alvöru- mál, vilji stjórnarvöldin ekki viðurkenna það og takast á hend ur ábyrgðina af því. — „En samt hef ég kosið að fara opinberu leiðina, þó ég þurfi að berjast Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.