Morgunblaðið - 03.04.1963, Qupperneq 17
Miðvikudagur 3. apríl 1963
MORGl' NBLAÐIÐ
17
Katrín Krist-
mundsdóttir
F. 14.~sept. 1904 D. 25. marz 1963.
í»ú sýndist svo hraustleg
sem beinvaxin björk,
hjá bognum og kræklóttum
greinum,
er fastgróin stendur
á frjósamri mörk
af fárvindi haggast ei neinum.
>að fær ekkert staðist
þá feigðina að ber
og forlaganornir kalla,
því stormsveipur dauðans
um storðina fer
og sterkustu eikurnar falla.
Oss finnst það svo þungbært
því vitum ei vel ,
hvað veidur þeim
allsherjar lögum,
en guðdómsins alvísa
gæskunnar þel
bezt gætir að mannanna högum.
Sem móður og konu
var mikið þitt starf
og mikill þinn kærleikans gróður,
þú vaxtaðir hugdjörf hinn
íslenzka arf
sem er okkar kvennanna hróður.
Þó hugur sé dapur
og harmurinn sár
ég hugsa til komandi fundar,
og þakka þér tryggð þína
öll þessi ár
frá æsku til siðustu stundar.
Lára Halldórsdóttir.
Trúlofunarhringar
Hjálmar Torfason
gullsmiður
Afgreiðslustiilka
í skartgi ipaverzlun óskast. — Skemmtileg vinnú-
skilyrði. — Tilboð merkt: „Skartgripaverzlun —
6586“ sendist afgr. Mbl.
MÍMIR
VORNÁMSKEIÐ
hefjast 8. apríl.
Tveir innritunardagar eftir.
MÁLASKÓLINN MÍMIR
Hafnarstræti 15 — Sími 22865.
Verzlið í Selinu
Nýkomnir stakir jakkar kr. 1290,00. —
Terylene-buxur með belti úr sarna efni. —
Föt, frakkar, skyrtur, slaufur, bindi og sokkar.
Saumum eftir máli úr tillögðum og eigin efnum.
Verzlunin S £ L
Klapparstíg 40.
250 til 500 ferm.
. iðnaðar húsnœði
á bezta stað í bænum, til leigu. Tilboð sendist fyrir
15. apríl, merkt: „1804“.
Verkamenn óskast
Ákvæðisvinna kemur til greina.
SIGURÐUR HELGASON
byggingameistarb símar 32125 og 36177.
LEIKHÚSMÁL
1 ritinu er m.a.:
LEIKRIT:
Saga úr
dýragarðinum
eftir E. Albee
Þýð. Thor Vilhjálms-
son.
DÓMAR um útvarps-
flutning og sviðsverk
SVEINN EINARSSON
skrifar um Andorra
og Eðlisfræðinganna
VIÐTÖL við 10 leikara
og gagnrýnendur um
gagnrýni og margt
annað efni
Blaðið fæst í öllum bóka
búðum og blaðaturnum
og kostar aðeins kr. 45,-
ÚTSALA
Skíðastafir
40% lækkun, kr. 100,00 og kr. 150,00.
fttffrtJflíR
Jörð tíl sölu
Góð jörð í Strandasýslu er til sölu. Jörðinni fylgir
gott vatn og á að hálfu með silungsveiði og mögu-
leikum til laxaræktar. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt:
„Silungsveiðijörð — 6767“.
8tór hiisgagnaverzlun
óskar að ráða vana afgreiðslustúlku nú þegar. —
Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 7. þ.m. merktar:
„Vön — 6189“.