Morgunblaðið - 03.04.1963, Side 23
Miðvlkudagur 3. aprfl 1963
MORCVmtlAÐIÐ
23
Eldki samkomulag
um Viðeyjarkaup
FYRIR borgarráðsfundi íöstu- |
dagirrn 29. marz lá bréf frá Step-
hani Step'henisen, þar sem hann I
býður hiuta af Viðey til kaups |
fyrir all hátt verð, og var til-
boðinu hafnað. Hafa ek:ki náðst I
samningar um kaup á alilri eyj- |
unni, en Viðeyj arkirkja hefur
sem kunnugt er þegar verið gef-
in þjóðkirkjunni.
— Laos
Myndin var tekin á- æfingu í Háskólabíói í gærmorgun.
Filharmonia og Sinfóniuhljómsveitin:
Flytja „Messias"
með ísl. texta
Á Pálmasunnudag, 7. apríl nk.
og skírdag, 11. apríl, munu Sin-
fóníuhljómsveitin og söngsveitin
Góð síldveiði—
lítið í netin
HAFNARFIRÐI, 2. april. — Einn
bátur, Eldborg, er nú byrjaður
síldveiðax á ný. Á mánudaginn
kom hann hingað með 1400 tunn-
ur, sem fór bæði í vinnslu og
Ibræðslu, — og í gær var land-
að aftur úr Eldiborginni, Hkleg-
ast um 700—800 tunnum.
Hinir Hafnarfjarðarbáitamir —
um 20 talsins — eru á netum
og hafa aflabrögð verið mjög
treg. Til dæmis hafa sumir ekiki
farið út nema annan hvern dag
sökuim þessa. Má segja að fiskiríið
hafi vprið þetta frá tveimur
tonnum og upp í þrettán. Þá
hafa togararnir aflað fremur ilda
upp á síðkastið.
Filharmonia flytja Oratorium
Hándels, „Messias" í Háskólabíói,
undir stjóm dr. Róberts A. Ottós-
sonar. Einsöngvarar verða Álf-
heiður Gúðmundsdóttir, Hanna
Bjarnadóttir, Kristinn Hallsson
og Sigurður Bjömsson.
Verkið var áður flútt tvívegis
hér í Reykjavík á styrjaldarár-
unum, þá á vegum Tónlistarfé-
lagsins, undir stjórn dr. Victors
Urbancic, — en nú er það flutt
í fyrsta sinn á íslenzku. Hefur
Þorsteinn Valdimarsson fellt ís-
lenzka biblíutextann að tónverk-
inu í samráði við stjómandann.
• Bidault til Brasilíu
Lissabon, 2. apríl (NTB).
HAFT var eftir áreiðanlegum
heimildum í Lissabon í dag,
að Georges Bidault, fyrrv.
fofsætisráðherra Frakka, færí
sennilega til Brasilíu á morg-
un, miðvikudag, ásamt einka-
ritara sinum Guy Ribaud.
Nú er notaður hinn upprunalegi
hljómsveitarbúningur verksins,
eins og hann kom frá hendi
Hándels — en algengara mun
vera að flytja verkið í hljóm-
sveitarbúningi er Mozart gerði,
en þar er gert ráð fyrir fleiri
blásturshlj óðf ærum.
Nafn Hándels er meðal tón
listarunnenda jafnan tengt pásk-
um. „Messias“, sem svo víða er
flutt um páskahátíðina, var sam-
ið á þrem vikum og frumflutt
í Duhlin í írlandi undir stjórn
höfundar árið 1742 — á páskum
eða nánar tiltekið 13. apríl,
Hándel sjálfur lézt á föstudaginn
langa árið 1759.
— Alþingi
Framhald af bls. 8.
þá hæikka þau hlutfallslega mest
Ihjá hærri launaflokkunum en
minnst hjá þeim lægri.
ElliMfeyrir er samikv. gilclandi
lögum 60% að hámarki, en samkv
frv. mundi hann verða 75%
fyrir einhleypan mann, sem starf
að hefur 30 ár í þjónustu ríkis-
ins, en fyrir hjón, þar sem bseði
hafa lífeyrisréttindi, þ.e. bæði
kominn á þann .aldur, .miundi
hann samanlagt verða frá 85—-
90% af launum manns, þegar
hann lætur af störfum. En að
meðaltali mundi hann verða uan
80%.
Nofckrar breytingar eru gerð
ar á örorkulifeyrinum. Er þá
einkum að geta þess nýmælis, að
örorkulífeyrir á samkv. frv. að
verða fleiri hundraðshlutar af
hámarksörorkulífeyri, en örwfc'
an er metin, ef bún er metin
yfir 50%.
Eftir 30 ára starfstíma verðúr
makalífeyrir nú 50% af launurn
hins látna og fylgir svo þessari
sömu bundraðstölu af þeim laun
um. Er þetta sama hundraðs-
hlutahæikkunin, 30%, og á elili-
Mfeyrinuim.
Þá er það algjört nýmæli, að
lagt er til, að lífeyrissjóðsgreiðsl
ur skiptist hliutfallslega miili
eftirlifandi maika, hafi sjóðsféi
agi verið bvígiftur, í beinu hlut-
falli við þann tíma, sem hvoor
hefur verið giftur hinum látna
sjóðsfélaga á þeim tíma, sem
hann ávann sér lífeyrisréttindi
eða naut lífeyris úr sjóðnum.
Nýmæli er og, að barnalífeyri
fái ekki aðeins börn, þegar for
eldri er látið, heldur einnig, ef
foreklri, sem verið hefur staxfs
maður hjá rikinu, er komið
elli- eða örorkuiMfeyri.
Ólafur Jóhannesson (F) lýsti
ánægju sinni með frumvarpið
og kvaðst fylgjandi þeim höfuð
breytingum tveim, sem í frurn
varpinu fælust, að Mfeyrissjóð
urinn verði gerður að viðbótar-
sjóði við alimannatryggingarnar
og að horfið sé fiá því að miða
elliMfeyri við 10 síðustu árin,
sem Mfeyrisþegi var í starfi, en
miða í þess stað við þau laun,
sem hann hafði siðast.
— Sjópróf
Framh. af bls. 24.
brotnað af og sjór flæddi inn i
lestina, þegar öldurnar gengu yfir
skipið. Þá sagði Monk, að skip
stjóranum hefði verið ljóst að
mikil hætta var yfirvofandi og,
hann hefði gefið skipun um að
hafa björgunarbátana til taks Og
senda út neyðarkall. „Slagsíðan
jókst í sífellu sagði Monk, og
kl. 1,10 gaf skipstjórinm mönnum
fyrirmæli um að fara í björgun-
arbátana Kl. 1,30 sökk „Höegh
Arondie“.
Aðeins 12 af 32 manna áhöfn
komust í björgunarbátana í tæka
tíð. Dómarinn í sjóréttinum
spurði Monk af hverju hann teldi
að það hefði stafað. Sagðist hann
álíta, að skipsmenn hefðu ekki
gert sér grein fyrir hve mikil
hætta var yfirvofandi og ekki
hefði verið freistandi að fara í
björgunarbátana eins og sjógang
urinm var mikill ag veðrið vomt.
Anmar stýrimaður Tor Husjord,
fór aí vakt um miðnætti nóttina
sem slysið varð. Hann sagðist
hafa tekið eftir því að smá slag
®íða var komin á skipið og
skýrði skipstjóranum frá því,
Hann var sammála Monk um það
að menn hefðu hikað við að fara
í björgunarbátana vegna þess að
þeir hafi talið sig örugigari um
borð í „Höegh Aronde“ í hin-
ttm mikla sjógangi. Hann sagði
*no fremur. að tveir þeirra, sem
farið hefðu um borð í bátana
þegar og skipstjórinn gaf fyrir-
mæli, hefðu klifrað upp í skipið
aftur.
Annar vélamaður, sem var á
vakt þegar slysið varð, skýrði
frá því, að dælan í lestinmi hefði
verið í ólagi.
Guðmumdur Helgason, var á
frívakt þegar slysið varð, en han
skýrði frá því að dæling úr le9t
inni hefði gengið vel þegar hann
fór af vakt kl. 20 um kvöldið.
Hann sagði hins vegar: — Við
áttum alltaf í erfiðleikum með
dæiuma í lestarrúminu, vegna
þess að leiðsla hennar lak.“ Guð
mundur sagðist telja, að allt
dælukerfið í lestarrúmi „Höegh
ArOnde" hefði 'verið lélegt.
Guðmundur sagði, að ástæðan
til þess að hann fór ekki í björg
umarbát hefði verið sú, að þegar
báturinn hékk á davíðunni hefði
stýrimaðurinn beðið skipshöfnina
um að bíða átekta augnarblik, en
hallinn á skipinu jókst óðfluga
og Guðmundi var einn kostur
vænstur að stökkva í sjóinn.
Hann flaut í björgunarbeltinu í
12 eða 13 klukkustundir þar til
homum var bjargað um borð í
gríska skipið „Penelope". Um
nóttina sagðist Guðmundur hafa
talað við nokkra skipsfélaga
sína sem voru einnig á reki í
björgunarbeltum en þeir hurfu
allir út í myrkrið.
— Hestar
Framh. af bls. 24
komið til íslands, en það var
árið 1948. Þá var hann byrj-
aður að fljúga fyrir KLM og
lenti hér flutningavél.
Við spurðum hann því næst,
hvort hann hefði áður flogið
með hesta, en hann kvað það
ekki vera. Hann flygi þó að
staðaldri vöruflutningavél en
þótt hann hefði alls kyns vam
ing væru einu dýrin sem hann
hefði flutt full flugvél af
öpum. Hann sagðist ennfremur
vona fastlega að íslenzku hest
arnir yrðu þægilegri og hljóð
ari flutningur.
Næst hittum við að máli
gripahirðina fjóra, sem hafa
það að föstu starfi að huga
að gripum, sem KLM flytur
í flugvélum sínum.
• Þeir kváðust hafa flutt allar
dýrategundir, nashyminga,
krókódíla, slöngur og veð
hlaupahesta, þegar þeir eru
fluttir landa milli til að taka
þátt í kappreiðum. Veðhlaupa
hestarnir kvað hann vera lang
erfiðasti flutningurinn, sem
þeir fengu, því ekkert mætti
fyrir þá koma, og þeir vildu
gjarnan brjótast um.
Einn þeirra kvaðst hafa kom
iíf'við í Keflavík fyrir nokkr-
um ámm, og þá hefði hann
gætt tveggja dingóa, eða
ástralska hunda, á grasfletin-
um fyrir framan flugvallar-
hótelið, meðan vélin stóð við.
Þegar við spurðum þá, hvort
dýrin yrðu nokkum tíma
loftveik, hlógu gripahirðarnir
að okkur og sögðu að dýrin
vissu ekki hvað loftveiki væri,
og þess vegna fyndu þau
aldrei fyrir henni. Við létum
þessa skýringu þeirra nægja.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
hestar eru fluttir héðan í flug
vél. Áður hafa þeir verið flutt
ir á skipum og margar deilur
risið um það hvort sú með-
ferð væri til fyrirhiyndar.
Það er íyrirtækið Sigurður
Hannesson & Co, sem flytur
út þessa hesta.
Framhald af bls. 1.
lýsti í dag þeirri skoðun sinnl,
að erlendir aðilar hefðu staðið
bak við morðið á utanríkis-
ráðherranum og glæpurinn
væri ögrun við þjóðina, kon-
unginn og stjórnina. Sagði að-
stoðarforsætisráðherrann, að
þeir, sem ábyrgð bæm á morð
inu vildu rjúfa Genfarsáttmál-
ann um Laos og vinna gegn
hlutleysi landsins.
Vann í þágu hlutleysisins
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagði, að morðið
á Pholsena væri áfall fyrir
alla þá, sem unnið hefðu' 1
þágu hlutlauss og sameinaðs
Laos. Tass fréttastofan sagði
í frétt um morðið, að Pholsena
hefði verið ötull forsvarsmað-
ur friðsamlegar lausnar Laos-
málsins og mikill andstæðing-
ur árásarhneigðra heimsvalda
sinna.
Quinim Pholsena var 47 ára.
Hann var af fátæku fólki
kominn, en auðugur maður
hreifst af gáfum hans og kost-
aði hann til mennta. Þegar
Pholsena var 18 ára varð hann
ritari franska landsstjórans.
í stjórnarbyltingunni í ágúst
1960 studdi hann fallhlífahers-
höfðingjann Kong Lao, en
fékk hann síðan til þess að
snúast á sveif með Souvanna
Phouma. Eftir orustuna um
Vientiane í des. 1960 fór Phols
ena í útlegð með Souvanna
Phouma.
Sagði fyrir um dauða sinn
Það hefur verið Ijóst frá þvi
í okt. s.l. að Pholsena þótti
hinn hlautlausi prins, Souv-
anna Phouma, forsætisráð-
herra Laos, vera of hlynntur
Vesturveldunum. Pholsena
stofnaði þá vinstrisinnaðan
flokk, sem starfaðj innan hlut
leysishreyfingarinnar. Ofurst-
ar Laoshers á Krukkusléttu.
hafa sakað flokk Pholsena um
að hafa staðið á bak við morð-
ið á yfirmanni þeirra Vongsa-
vong, hershöfðingja í febr. s.l.
Þeir sóru að hefna hans og lið
þjálfinn, sem játað hefur
morðið á utanríkisráðherran-
um kom fyrir mánuði síðan
frá Krukkusléttu þar sem
hann hafði gegnt herþjónustu.
Pholsena starfsmanna Reuters
Fyir nokkrum vikum sagði
fréttastofunnar í Vientiane, að
hann teldi líf sitt í hættu og
væri viss um að tilraun yrði
innan skamms gerð til þess að
ráða hann af dögum. Hanu
sagðist þá ætla að skipta um
menn í lífverði sínum, en lét
ekki verða af framkvæmdum.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
Egilskjör
Laugavegi 116.
Vélritunarstarf
Stúlka vön vélritun og álmennum skrifstofustörfum,
óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Vandvirk —
6685“ sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld.
Skrifstofuhúsnœði
Til leigu 4 herb. II. hæð neðarlega við Laugaveg,
fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Tilboð merkt: —
„L 20 — 6677“ leggist inn á afgr. MbL fyrir mánu-
dagskvöld.