Morgunblaðið - 10.04.1963, Side 1
24 síður
56 árgangur
84. tbl. — Miðvikudagur 10. apríl 1963
Prentsmiðja Morgunblaðslns
FYRIR
Bátar farast
annarra saknað
í GÆRMORGUN skall skyndilega á óveður yfir Norður-
land og í veðrinu urðu mannskaðar. Trillubáturinn Valur
E 110 frá Dalvík sökk og fórust tveir menn, og saknað er
9 smálesta Dalvíkurbáts, Hafþórs EA 102 með 5 mönnum.
Þá sukku tvær trillur frá Dalvík, en mannbjörg varð. —
Einnig er saknað tveggja trillubáta frá Þórshöfn með 4
niönnum og var verið að leita þeirra í gærkvöldL
Fjöldi annarra báta áttu í erfiðleikum með að ná til
hafnar, og í gærkvöldi lágu víða bátar í vari eða stórir
bátar með minni báta í togi. Úti fyrir Skagaströnd lónuðu
tveir Hólmavíkurbátar, sem ekki treystu sér inn.
Óveður þetta kom frá Norður-Grænlandi og var ekki
búizt við því fyrr en degi síðar. Svo skyndilega skall það
yfir, að klukkan 9 um morguninn var blíðskaparveður um
land allt, Iygnt og gott, en 3 tímum síðar var hríðarveggur-
inn kominn suður yfir Vestfirði. Fór veðurhæðin allt upp
í 11 vindstig og írost niður í 11 stig á Vestfjörðum. Fylgdi
dimmur hríðarbylur og mikill snjór.
Daivíkurbátar farast
Dalvik, 9. apríl. — Það er nú vit-
að að vélbáturinn Valur, EA 110,
6 smáiestir að stærð, héðan frá
Dalvík, fórst í dag á Grímseyjar-
Bundi Tveir menn voru á bótn-
um.
Strandferðaskipið Esja kom að
bátnum um kl. 3 og var í fylgd
með honum er hann sökk.Tákst
að ná öðrum Biannkium um
borð meðvitundarlausum, en
hinn fannst ekki. Fór Esj a með
hinn meðvitundarlausa mann til
Akureyrar, en þegar þangað var
komið, var hann örendur. Nöfn
sjðmannanna er ekki hægt að
birta, sikv. ósk aðstandenda, en
þeir eru báðir frá Dalvík. Er
nánar sagt frá slysinu í frétt frá
Akureyri á bls. 2.
Framhald á bls. 2.
Mynd þessi var tekin í rokinu i gær, er hafns ögubátur var á leiðinni inn i Reykjavíkurhöfn
síðdegis. — Ljósm.: Ól. K. M.
Tveggja Þdrshafnarbáta
með fjórum mönnum saknað
Þórshöfn, 9. apríl.
STÓRIfRÍÐIN skall á hér upp úr
hádeginu og þá voru þrjár trill-
ur héðan á sjó. Ein þessara
trilla kom heilu og höldnu í
höfn um kl. 7 í kvöld. Hafði hún
séð til hinna tveggja um kl. 5 í
dag, önnur var þá
henni en hin á eftir.
á undan
Georg Ragnarsson er formaður
á trillunni sem náði landi og
ætlaði hann að bíða þeirrar, er
var á eftir, en skyggni var þá
Hagsfæðas
jöfnuður frá
Vaxandi framleiðsia
og útflutningur
>* ^
IJr ársskýrslu Seðlabanka Islands
ÁRSSKÝRSLA Seðlabanka íslands, fyrir árið 1962, var birt
f gær. Þar kemur m.a. í ljós, að:
★ Samkvæmt bráðabirgðaáætlunum Efnahagsstofnunar-
innar er talið, að aukning þjóðarframleiðslunnar á ár-
inu 1962 hafi nnmið 5%. en var 3% 1961.
★ Viðskiptajöfnuður var hagstæður á árinu, sem nemur
88 millj. kr. Er þá inn- og útflutningur reiknaður á
fob-yerðL
Áætlanir sýna, að greiðslujöfnuður — sem sýnir raun-
verulega afstöðu þjóðarinnar gagnvart útlöndum — var
hagstæður. Er afstaðan betri en 1961, en aðeins þessi
tvö ár, frá stríðslokum hefur greiðslujöfnuður verið
hagstæður.
★ Gjaldeyrisstaðan hatnaði um 623 millj. kr. á árinu, og
var gjaldeyriseign í árslok 1150 millj. kr.
1 greiðslu-
stríðslokum
Spariinnlan jukust mcira á árinu, en nokkru sinni fyrr,
eða um 762 millj. kr., Heildarlánaaukning bankanna
nam hins vegar 633 ínillj. kr., þar með talin 55 millj. kr.
lán Stofnlánadeildar sjávarútvegsins.
'k Afborganir af löngum, erlendum lánum námu á árinu
447 millj. kr., en lántökur til langs tíma 370 millj. kr.
Erlendar skuldir til langs tíma lækkuðu því um 77
milljónir króna.
★ Greidd hafa verið til fulls yfirdráttarlán hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum, að upphæð 595
millj kr., tekin 1960.
★ Heildarverðmæti útflutnings jókst um 538 millj. kr., eða
17%. Innflutningiu: jókst um tæp 20%, ef skip og flug-
vélar eru frátalin.
★ Aðstaða banka og peningastofnana við Seðlabankann
batnnði um 592 millj. kr.
★ Þenslu gætir nú í efnahagskerfinu, og liggja aðallega til
þess tvær orsakir: Tekjuaukning í sjávaiútvegnum og
óeðlilegar launahækkanir.
Sjá nánar ræðu Jóns G. Maríassonar, bankastjóra, for-
manns bankastjórnar Seðlabanka íslands, á blaðsíðu 13. —
svo lélegt ' að hann tapaði af
henni.
Fyrst eftir að Georg kom að
landi taldi hann eðlilegt að
nokkuð drægist að hinar trill-
urnar kæmu, þær hefðu getað
farið lengri leið, þar sem <jýPra
var. En svo kom að þetta gat
ekki verið eðlilegt og var þá far-
ið að leita fjörur og stóð svo
enn um kl. 10 í kvöld. Var þá
ekkert vitað um afdrif bátanna.
Á trillum þessum voru fjórir
menn, tveir á hvorri.
Er trillan Georg kom að var
sjór enn ekki mikill. en fór
mjög versnandi. — Einar
Raufarhafnarhátar í höfn
FRÉTTARITARINN á Raufar-
höfn símaði:
Hér er þreifandi stórhríð og
hefur verið síðan kl. 12 á há-
degi. Er þetta fyrsta hríðin að
talizt geti í vetur og langt síðan
við höfum séð snjó.
Allir bátar héðan voru á sjó,
en eru komnir að. Einn komst
ekki heim, en er kominn að I
Þyrstilfirði. Arnarfellið var að
losa hér, og slapp frá undan
veðrinu. Esjan var hér í nótt á
vesturleið og var farin áður en
hríðin skall á.
Síldarbátarnir
í vari
SÍLDARBÁTARNIR við Suð
vesturlandið fengu margir sílc
í gær út af Reykjanesinu, ei
eftir að hvessti og óveðrið gekl
á, treystu þeir sér ekki inn fyria
og lágu í vari. Mun mörgum sílc
arskipstjóranum hafa þótt súrt .
brotið að koma ekki aflanum ;
lancL \