Morgunblaðið - 10.04.1963, Page 2

Morgunblaðið - 10.04.1963, Page 2
2 MORCVNBLÁÐIB Miðvikudagur 10. apríl 1963 Bát hvolfir rétt við Esju Báðir bátsverjar fórust AKUREYRI — Ms. Esja fór frá Húsavík kl. rúmlega 12 í dag. Var þá gott veður, en aðeins farið að kula á norðaustri og þyngdi óðum að. Frá skipinu sást til margra smábáta og voru þá menn settir á vörð til að gefa þeim gsetur því að séð var, að óveður var í aðsigi, enda skall það á mjög snögglega. Er komið var út af Þorgeirs- — Dalvík Framhald af bls. 1. Tveir bátar yfirgefnir I>á voru tveir bátar héðan, Helgi og Sæbjörg, yfirgefnir, er þeir voru á heimleið skammt norðan við Gjögur, og munu þeir báðir hafa sokkið. Tveir menn voru á hvorum þeirra, og björg- uðust þeir um borð í vélbátinn Ármann frá Ólafsfirði, sem síðan hélt til Akureyrar, en hann treysti sér ekki inn hér. Á Helga eru Gylfi Björnsson og Guð- mundur Jónsson, báðir frá Dal- vík; og á Sæbjörgu Ingimar Lár- usson og Ragnar Jónsson, einnig frá Dalvík. Óttast um bát með 5 mönnum. Þá er einn bátur, Hafþór, EA 102, sem er 9 smálestir, ókominn að landi, en til hans sást síðast kl. 1.30 í dag frá vélbátnum Ármanni. Hafði bann þá stefnu á Dalvik. Þá var Ármann að bjarga mönn- unum af hinum bátunum. Er farið að óttast um afdrif hans. Á bátnum eru 5 menn. Haf- þór hefur síðustu daga stund- að loðnuveiðar. Mcnnirnir eru frá Dalvík. Fréttir eru enn ó- Jjósar af þessum atburðum. En reynt hefur verið að fylgj ast með því sem gerzt hefur í dag í gegnum talstöð, og af samtölum þeirra skipa, sem aðstoðað hafa bátana, en þau eru togskipið Björgúlfur og Snæfell, svo og varðskipið Ægir. Þá hafa tveir opnir vélbátar héðan, Þorleifur og Skíði, en á honum var einn maður, leitað hafnar í Hrísey. Gott veður um morguninn. í morgun var hið bezta veður hér og voni því allir bátar á sjó. Byrjaði að hvessa um kl. 11 i morgun og snjóa og um hádegi var komin stórhríð, sem haldist hefur í allan dag. Eftir því sem á daginn hefur liðið, hefur frost harnað og snjór aukizj. Ekkert iát er á veðrinu enn. Dýptarmælirinn sýndi aðeins öðru hvoru. Eg átti tal við skipstjórann á Faxa, Sverri Sveinbjörnsson, en hann kom seinastur að landi í dag um kl. 6. Segist honum svo frá, að hann hafi "lagt línu sína í nótt 4—5 mílur út af Fjörðum. Kl. eitt fór áð hvessa, en samt hélt hann áfram að draga línuna og lauk því stuttu síðar. En kl. 2,30 var komið aftakaveður. Varð hann að sigla hægustu ferð í land. Sýndi dýptarmælirinn hjá honum aðeins öðru hvoru vegna veltings. Kl. 4 fór hann fram hjá Sæ- björgu, en þá höfðu mennirnir yf irgefið hana. Sagði Sverri'r að hann hefði talað við Hafþór síð- ast kl. 10 í morgun, en þá hefði hann lagt af stað heim. Hafði Haf þór kastað í morgun í botni Sjálfandaflóans, en ekkert svar fengið. Sá hann síðast til hans kl. 1. Þá fór hann fram hjá honum. Sagði Sverrir að lokum, að hann hefði kallað í Hafþór nokkrum sinnum síðar, en ekkert svar feng ið. — K.S. firði kl. 14.00 var siglt fram á þilfarsibátinn Val EA 110 frá Dal- vík. Þá var komið ofsaveður og mikil hríð. Esja sveigði að bátn- um og bauð fram aðstoð, ef á þyrfti að halda. Bátsverjar ósk- uðu að Esja fylgdist með sér fyrir Gjögrana og var svo gert. Var Valur jafnan til hlés við Esju, er hélt mjög hægri.ferð. Kl. 15.08, í því oeygt var fyrir Gjögrana komu tvö brot, voðaleg ólög og skipti þá engum togum að Val hvolfdi og maraði hann í kafi. Var hann þá um bátslengd aftan við Esju, sem setti á fulla ferð, sigldi í sveig og kom aftan að bátnum. Sást þá annar bátsverja á floti í sjónum, en til hins sást aldrei, enda hefur hann sennilega verið í stýrishúsinu og ekkí komizt þaðan. Þegar var skotið út gúmmí- bát, en ekki farið í hann, sem betur fór, því hann slitnaði óð- ar frá og hvarf í, sortann. Mann- inum var náð upp í Esju kl. 15.12 eða aðeins 4 mínútum eftir að bátnum hvolfdi. Voru þegar hafnar lífgunartilraunir og þeim haldið áfram án afláts alla leið til Akureyrar. Ljóst er að skipstjórinn á Esju, Tryggvi Blöndal, og skips- VEÐRIÐ kom suður yfir Breiða- fjörð um 1 leytið í gaer. Ekki er vitað til að neinir bátskaðar hafi orðið á Suðvesturlandi, en ýms- ir smábátar áttu þó í erfiðleik- um í veðrinu, og var óttast um suma þeirra fram eftir degi. Eina trillu vantaði af Akra- nesi, en hún kom til Reykja- víkur um kl. 5. Mummi frá Sand gerði bilaði við Eldey og fór Oðinn honum til hjálpar og var með hann í eftirdragi í gær- kvöldi. Bátar af Hellissandi og Ólafs- vík komu flestir inn snemma. Trillubáturinn Sætindur frá Sandi hitti bátinn Sæborgu, sem tók trilluna aftan í og lá með hana sunnan undir Svörtuloftum í gær, en komst ekki inn. Farið var að óttast um Krist- leif frá Ólafsvík, sem er trilla. Fóru bátar út að leita að henni Húsvíkinga að lengja Húsavfk, 9. apríl. — Hér náðu allir bátar heilir í höfn. í nótt reru héðan flestir bátar og þar á meðal 20 trillur. En í morgun, strax og veðrið fór að versna, héldu trillurnar til lands og voru allar komnar áður en hríðin skall á. En þá var orðið all- hvasst. Dekkbátarnir voru líka komnir fyrir hríðarveðrið nema tveir, Andvari, 17 lesta, og Grím- ur, 8 lesta. Andvari var út með Tjörnesi, en Grímur út við Grímsey. Talsamband náðist strax við Andvara, en í Grími heyrðist síðast kl. 12, og var hann þá að leggja af stað frá Grimsey og áætlaði að vera kominn heim kl. 4. Menn var þvi farið að lengja mjög eftir bátnum kl. höfn hans, hafa hér sýnt mikið snarræði. LEITAÐ Á SLYSSTAÐ Vélskipið Björgúlfur frá Dal- vík var statt rétt hjá slysstaðn- um. Var kallað í hann og hann beðinn að halda áfram leitinni, en Esja hélt af stað áleiðis inn Eyjafjörð kl. 15.15 með fullu vélaafli, nema hvað draga varð úr ferðinni annað veifið vegna stórsjóa og ólaga. Ráðgert var að fá lækni út 1 Esju frá Dalvík, en það voru engin tiltök, svo haldið var til Akureyrar. Skömmu síðar sá Esja trill- una Helga frá Dalvik, sem var mannlaus á reki, en í ljós kom, að af henni hafði mönnunum ver ið bjargað. Kl. 16.45 var komið að Víði ÞH 210 frá Grenivík, sem stadd- ur' var austur af Hrísey. Bað hann um fylgd til Akureyrar, sem ekki var unnt að veita eins og á stóð, en honuim fylgt upp undir bryggju í Hrísey. MAÐURINN LÁTINN Þegcir Esja kom tii Akureyrar kl. 7 í kvöld, var lögregla mætt með sjúkrabifreið á bryggjunni. Reyndist maðurinn þá látinn. Skipverjar á Esju sögðu veðrið ha'fa verið afskaplegt og sjald- an séð verra sjólag eða meiri sjó á Eyjafirði. Allt var á tjá og tundri í í- búð skipverja eftir veltinginn. og eins var landhelgisflugvélin Síf farin að svipast um eftir henni, þegar hún kom inn af sjálfsdáðum um 6 leytið. Þá var snarvitlaust veður, en engin snjókoma norðan við Snæfells- nesið. Fréttaritari blaðsins átti tal við Steindór Arason á Krist- leifi. Hann sagði að þeir hefðu verið staddir 14 sjómílur NA af Rifjum, þegar veðrið skall á og hefði hvesst úr logni á 10 min- útum. Var eins og hendi væri veifað þarna úti. Átti hann þá 4 balla ódregna af línu. En þeir náðu línunni og komu að landi með 3 lestir af fiski. Á bátnum, sem er 9 lestir að stærð, eru tveir menn. Segist Steindór hvað eftir annað hafa beðið landssím- ann um talstöð og hefur ekki fengið hana enn. Gat hann því ekki látið vita af sér. var farið eftir báti 18.30, en þá kom hann heilu og höldnu. Á bátnum eru 2 menn, for- maður Þormóður Kristjánsson, og sagði hann ferðina hafa geng- ið vel þó haugasjór og blindbyl- ur hefði verið mestan hluta leið- arinnar. Landkenningu hafði hann aldrei fyrr en hann kom rétt upp undir höfnina hér. Or- sök þess, að þeir létu ekki heyra til sín í talstöðinni var sú, að hún er frammi í lúkar, og formaður- inn vildi ekki yfirgefa stýris- húsið. Hér í höfninni sökk í dag ein trilla, og önnur slitnaði upp og rak á land. Ókunnugt er hve mikið þær eru skemmdar. — FréttaritarL llvessli úr logni á 10 mínútum ¥ Snjókoma 9 Ú&i «** \7 Skúrir K Þrumur W!%, Kuldoakil Hitothii H H»$ * L*Lmoi\ I NA /S hnútor | y SVSQhnútor I GÆR á hádegi var að skella á hvöss norðan átt með snjó- komu um norðanvert landið. Ennþá var hægviðri og 4—5 stiga hiti í innsveitum á Norð urlandi, en komið frost á an- nesjum nyrðra og á Vestfjörð um. Á sunnanverðu landinu var V-gola, bjart og 5—8 stiga hiti. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land og miðin: Hvass NA og léttskýjað, heldur hægari á morgun. Faxaflói og miðin: Hvass NA og él norðan til í nótt, heldur hægari og léttskýjað á morgun Breiðafjörður og miðin: NA stormur og víða él í nótt, held ur hægari og úrkomulaust á morgun. Vestfirðir til Norðurlands og miðin: NA hvassviðri, stinn ingskaldi eða allhvass á morg- un. minnkandi snjókoma. NA-land og miðin til Aust- fjarðamiða: NA hvassviðri, snjókoma. Austfirðir: Hvass NA, snjó- koma norðan tiL SA-land og miðin: Norðaust an átt, sums staða rstormur, léttskýjað. Horfur á fimmtudag: Norðlæg átt, él norðan lands en léttskýjað á SuðurlandL Hólmavíkurbátar and- æfa við Skagastrand FRÉTTARITARINN á Skaga- strönd símaði: — Okkar bátar komu allir að skömmu eftir að óveðrið skall á. En tveir bátar frá Hólmavík náðu ekki landi heima og freistuðu að koma hingað. Guðmundur frá Bæ, sem er 36 lestir að stærð, er hér fyrir framan, en treystir sér ekki til að taka land vegna dimmviðris. Hann kastaði ljósbauju og and- æfir við hana, og hefur gert það síðan kl. 3 í dag. Hilmir frá Hólmavík, sem rær frá Steingrímsfirði, mun hafa verið staddur út af Bjarnarfirði er óveðrið skall á og treystist ekki til að taka Steingrímsfjörð. Hélt hann því austur yfir Húna flóa. Hann vissi ekki í kvöld ná- kvæmlega hvar hann var stadd- ur,'en hann hafði einnig kastað ljósbauju og andæfði við hana og 'hugðist gera það meðan hann sæi ekki til. Báðir bátarnir eru í talsam- bandi við land. Þegar bátanna var von var bifreið ekið upp á Höfðann og ljósum hennar beint á haf út, ef bátarnir kynnu að sjá þau ef rofaði tiL Er grenjandi stórhríð Og hífandi rok með frosti. IVieð úfblásinn gúmbát á dekki FRÉTTARITARL bíaðsins Flateyri símar: Hér brast á með norðaustan- stormi í morgun. Tveir bátar voru á sjó. Annar báturinn, Ein- ar Þveræingur, varð fyrir sjó 4 sjómílur út af Barða. Sendi bát- urinn út neyðarskeyti, þar sem sagði að hann væri að sökkva. Nokkru seinna kom önnur orðsending frá bátnum, sem sagði að ástandið væri ekki eins slæmt og litið hefði út í fyrstu og mundi báturinn komast í land. Báturinn kom svo að landi kl. 4.25 með útblásinn gúmmíbát á dekki. Skemmdir urðu ekki telj- andi á bátnum. Þó brotnaði skjól borð aftan til á bakborðssíðu. María Júlía var hér á firðin- um og einnig Goðafoss. Brugðu þau skjótt við og voru reiðubú- in til aðstoðar, ef með þyrfti. Eins var landhelgisflugvélin far- in að svipast um eftir bátnum, eftir fyrsta neyðarkallið. ★ FRÉTTARITARINN á ísa- firði símaði: Undanfarna daga hefur verið ágætisveður hér á Ísafirði, sól- skin og logn, en í morgun gerði norðan hvassviðri og upp úr há- á i deginu var kominn bilur og versta veður. IMÍðuðu • • Onnu frá Ólafsfirði Frá Ólafsfirði gímaði fréttaritari: HÉR var blíðlskaparveðux kL 10 í miorgun, en klukkan 11 var komin mikil veðurhæð og grenj« •andi stórhrið. Trillubátar eru all ir komnir að landi. dekbbátar eru úti, en heyrzt hefur í þeim öllúm. Eru þeir vestur og út af Skaga og út við Grímsey, Þetta er langversta veðirr vetrar- ins. í gærkvöldi bárust svo fregnir um að varðskipið Ægir og tog- arinn Björgúlfur væru að leita að þilbátnuim Önnu frá Ólafs- firði. Heyrðist í hennL og taldi hún sig vera út af EyjafirðL Tókst skipunum loks að miða Önnu út. Var hún þá stödd milii Héðinsfjarðar og Ólafstfjarðar. Tók Guðbjörg hana í tog og var á leið með hana inn til Akur- eyrar í gærkvötldL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.