Morgunblaðið - 10.04.1963, Side 17

Morgunblaðið - 10.04.1963, Side 17
Miðvikudagur 10. aprfl 1963 MORCl’lSBL AÐIÐ 17 Björn ívarsson, Steðja Kristjón Markússoia GAGNMERKUK og háaldraður Borgfirðingur, Björn ívarsson, sem lengi bjó í Steðja í Flókadal, lézt á Elliheimilinu Grund í Reykjavík mánudaginn fyrsta þessa mánaðar. Björn var fæddur á Snældu- beinsstöðum í Reykholtsdal 24. júní 1880. Ólst hann þar upp með foreldrum sínum Rósu Sigurðar- dóttur frá Litla lambhaga í Skil- mannahreppi og fvari Sigurðs- 6yni frá Kársnesi í Kjós. Við lát föður síns 1899 tók Bjöm við forstöðu búsins á Snældúbeinsstöðum með móður sinni uim skeið. Vom þau sex systkinin, tveir bræður og fjórar systur. Jón ívarsson framkvæmdastjóri 1 Reykjavík, bróðir Björns var um nokkurt árabil kennari í upp- sveitum Borgarfjarðar, en hefir nú um langt skeið látið verzlunar og viðskiptamál mikið til sín taka, en ein systrana, Sigurbjörg, hóf búskap^á Snældubeinsstöð- um með manni sínum Guðlaugi Hannessyni frá Grímsstöðum. Árið 1910 reisti Björn bú í Steðja í Flókadal og stóð móðir hans þar fyrir búi hans næstu órin. Árið 1918 kvæntist Björn eftir- lifandi konu sinni Pálínu Sveins- dóttur og bjuggu þau hjónin í Steðja um langt árabil. Hafði Björn þar jafnan gagnsamt bú. Rak hann það af alúð og um- ihyggjusemi og vann að umbót- um á jörðinni svo sem kraftar hans frekast leyfðu. Eigi lét Björn af búskap í Steðja fyrr en heilsu hans var svo farið, að hann gat eigi lengur rönd við reist um bú- störfin. Fyrstu árin var Björn leiguliði i Steðja. Jörðin var í eigu Bjöms Þorsteinssonar stórbónda í Bæ, en hann var einn af hinum kunnu Húsafellssystkinum, börnum Þor- steins Jakobssonar, þjóðhaga og bónda þar. Seinna keypti Björn Ivarsson Steðja af nafna sínum. Hafði Björn þá náð því takmarki, sem íslenzkir bændur hafa lengi keppt að, að eiga sjálfir ábýlis- jarðir sínar. Steðji er ekki landstór jörð, en notasæl. Það er fallegt í Steðja. Bærinn stendur hátt í hallanum þar sem landið rís í mynni Flóka- dals. Þaðan er vítt og tilkomu- mikið útsýni til vesturs, yfir Borgarfjarðarhérað og Snæfells- nes, þar sem útvörð nessins, Snæ- fellsjökul, rismikinn og tignar- legan, ber við himinn. Steðji liggur í tungu milli tveggja áa, Flókadalsár í suðri og Geirsár í norðri. Laxveiði er nokkur í Flókadalsá. En í gljúfri miklu skammt frá bænum er all- hár foss, er gerði laxinum, þótt frár sé og sprettharður erfitt upp göngú. Þetta olli löngum laxfæð í ánni, því hrygningarskilyrði eru góð í ánni hið efra. Nú hefur þessum tálmunum í göngu laxs- ins verið hmndið úr vegi með því að sprengja úr gljúfrinu þau höft, er hindrunum ollu, Steðji á land að Flóku, en svo er áin nefnd í daglegu tali, á alllöngu svæði. Geirsá er vatnsminni. En sú á býr að þeim sögulegu minj- um, að við hana var reist árið 1901 fyrsta rjómabúið í þessu byggðarlagi. Var bygging rjóma- búanna fyrstu félagssamtök bænda hér á landi til mjólkur- vinnslu. Eru rjómabúin því vagga þess mikla mjólkuriðnað- ar, sem upp er risinn í landi voru. Við þetta fallega og víðfeðma útsýni í tungunni milli Flóku og Geirsár undi Björn vel hag sín- um. Og vissulega var honum það ekki sársaukalaust, er hann sök- um heilsubrests fyrir aldur fram, varð að láta af búskap og selja jörðina, sem hann hafði tekið svo miklu ástfóstri við. Björn ívarsson var mikið tryggðatröll. Unni hann héraði sínu allshugar. Þar stóðu rætur hans. Hann slóst því ekki í för með þeim, sem við slíkar aðstæð- ur leita til þéttbýlisins. Hugur- inn leitaði til æskusötðvanna, þangað sem hann hafði slitið barnsskónum og tekið út mann- dómsþroska sinn. Björn byggði sér hús á landi Samtúns, sem er nýbýli reist í landi Snældubeinsstaða. Samtún er í næsta nágrenni við hið mikla jarðhitasvæði á Kleppsjárns- reykjum og liggur þaðan hitalögn að Samtúni, sem einnig tekur til hins nýja húss, er Björn reisti. Þau hjónin, Björn og Pálína fluttu í hús sitt, er þau nefndu Berg, er þau fóru frá Steðja og undu sér þar vel. En að því rak að heilsufari þeirra var svo kom- ið, að umönnun annarra var óhjákvæmileg. Var því, er svo var komið, eigi annars kostar en leita til hælis, sem er griðastaður vanmegnugra. Síðari hluta ársins 1960 fluttust þau hjónin frá Bergi á Elliheimilið Grund í Reykjavík og dvöidu þar síðan. Pálína dvelst þar áfram eftir lát manns síns við góðan hag, eftir því sem heilsan leyfir. Björn ívarsson var maður greindur og gjörhugull. Kunni hann góð skil á sögu lands og þjóðar að fornu, jafnframt því sem hann fylgdist af áhuga með þeim straumhvörfum og dagrenn ingu, sem birtist í fari samtíðar hans. Hannunni af alhug þeirri frelsis og framfaraþrá, bæði inn á við og út á við, sem kynnti elda framtaks og framþróunar um hans daga, og harmaði það jafn- an, hve skortur á líkamshreysti hans, einkum hin síðari ár, skammtaði honum skarðan hlut til sóknar á þessu sviði. Eigi lét hann þó sinn hlut þar eftir liggja, eftir því sem þrek hans og þraut- segja hrökk til. Björn var mjög sjálfstæður í skoðunum. Hann hafði til að bera ríka dómgreind og fór jafnan sínar eigin götur í mati á mönn- um og málefnum. Björn var gjörfulegur maður að vallarsýn, hár og þrekvaxinn. Bar svipur hans og úlit allt vott um viljafestu og grandvarleik. Þau hjónin Pálína og Björn eignuðust tvo syni, sem báðir gengu menntaveginn. ívar er kennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hann er kvæntur Katrínu Símonardóttur frá Vatns koti í Þingvallasveit. Kristinn, sem er sálfræðingur, starfar á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- Er hann kvæntur Katrínu Guð- mundsdóttur frá Rifi á Snæfells- nesi. Þessar línur eru hinzta kveðja mín til þín, kæri tryggðavinur. Minningin um kynni mín af þér lifir í huga mínum og á hana slær engum fölskva. Útför Björns fer fram í Reyk- holti í dag. F. 2. des. 1936 — D. 23. marz 1963. „Þegar mig síðast klukkur kalla heim, kom þú ó, guð, og mig í faðmi geym. Fel mína sál við föðurhjarta þitt, — fegursta og hinzta. Það er athvarf mitt“. SVO að segja daglega erum við minnt á það, að dauðann getur borið að höndum á hvaða aldurs- skeiði sem er, og svo fór einnig hér, því í dag fylgjum við korn- ungum manni til hinztu hvíldar. Segja má að hann hafi fallið frá á einu bezta aldursskeiði mann- eskjunnar. Óli Ásberg, eins og hann var venjulega nefndur í daglegu tali var fæddur í Reykja vík 2/12 1936. Eru foreldrar hans hjónin Halldóra Ólafsdóttir Matt- híasarsonar og Ásbjargar Tómas- dóttur frá Fossá í Kjós og Þór- hallur Þorkelsson Þorkelssonar frá Brjánesstöðum í Grímsnesi. En móðir Þórhalls var Halldóra Pétursdóttir frá Þingvöllum. Óli var vanheill frá fæðingu. En fyrir nokkrum árum fór faðir í DAG fer fram útför Kristjáns Markússonar, Nýlendugötu 19B. Lézt hann í sjúkrahúsi hér í borginni 83 ára gamall, hinn 2. apríl eftir dálitla legu. Hafði Kristján verið við allgóða heilsu allt fram til þess siðasta og geng ið að störfum sínum með dugn aði og frábærri samvizkusemi. Hingað til Reykjavíkur flutt- ist Kristján árið 1928, er hann brá búi að Beigsá í Saurbæ, en þar hafði hann þá búið í 20 ár samfleytt ásamt konu sinni Hólm fríði Jónsdóttur. Varð þeim tveggja barna auðið, drengs og stúlku. Dó hann í æsku, en dótt- ir hans, Ester, býr hér í Reykja- vík. Eftir að Kristján kom hingað til Reykjavíkur, gerðist hann verkamaður og vann lengst af við höfnina. Þar voru þá öll vinnubrögð með allt öðrum hætti en nú og þau störf oft mjög erfið. hans með hann til Svíþjóðar — til þess að leita honum lsekninga, þar sem gerð var á honum all- mikil aðgerð. Við þá aðgerð fékk hann mikla heilsubót, þó að það nægði ekkf til þess að hann fengi fullan starfsþrótt. Mátti þó heils an heita sæmileg þar til á þess- um vetri að heilsunni fór að hraka. Var því aftur horfið að því að leita til Svíþjóðar í sama skyni og áður, og þar andaðist hann eftir að hafa gengið undir aðra aðgerð, sem virðist að hann hafi ekki þolað. Og er hann nú fluttur heim, sem liðið lík og þá einnig í fylgd með föður sínum. Saga þessa unga manns er ekki löng eða viðburðarík eins og að líkum lætur. En hún er fögur og hugþekk það, sem hún nær. Og hann hefur góðan dreng að geyma. Nú þegar fyrstu vorboðarnir koma í ljós, þá er þessum unga manni kippt í burtu á bezta aldri. Slíkt er dálítið erfitt að sætta sig við. Vel getur maður gert sér í hugarlund, hver raun það er ung arana. Gekk hann til vinnu á hafnarbryggjunum daglega fram um eða yfir sjötugt og ávann sér traust og vináttu margra manna. í samtali við Kristján hér í Morgunblaðinu er hann varð átt ræður, 17. febrúar 1960, sagði hann frá því, að er hann varð að hætta að vinna við höfnina hafi sér komið til hugar að gefa sig að blaðburði. Hafi hann þá farið að bera Morgunblaðið til- kaupenda þess vestur í bæ. Hafi hin d^glegu störf vegna blaðsins forðað sér íöldruðum frá því „að lenda í kör“, eins og hann komst að orði. Blaðburðar^törf eins og önnur þjónustustörf krefjast árvekni, samvizkusemi og dugnaðar. Þetta sýndi Kristján í daglegum störf- um fyrir blaðið. Er hann varð að fara í sjúkrahús í vetur, var það efst I huga hans, að vel tækist til með að tryggja fólk- inu, sem hann hafði haft skipti við, að það fengi Morgunblaðið með góðum skilum. í 13 ár starfaði Kristján Mark- ússon fyrir Morgunblaðið og fær ir það, ásamt starfsfólki þess, nú að leiðarlokum hinum áhuga sama og vammlausa heiðurs- manni þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. um sveini að geta ekki tekið þátt í leik jafnaldra sinna, sem öllura unglingum er þó svo nauðsyn- legt. Þetta reyndu foreldrar hans að bæta honum upp eftir því sem í þeirra valdi stóð. Er vitað, að þau lögðu mikið á sig hans vegna, og sem ekki var að neinu leyti eftirtalið. Má segja að hann hafi verið í foreldrahúsum alla tíð. Hann hafði góða greind og sér- stakt yndi af hljómldst og næmt eyra fyrir henni. En nú er þessari stuttu ævi lokið og allar þrautir á enda. í þeirri trú er hann kvaddur hinztu kveðju. „Og að sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauð- ans nótt“. Far þú í friði, ungi vinur. St. G. ----------------------------------------------——------------— ______________________________________________________________________________ Pétur Ottesen. Einkum. vann Kristján við tog- * ' Olafur Asberg Þórhallsson SKYNDISALA l SKYNDISALA á BÓKUM og TÍMARITUM, verður að Austurstræti 17 (þar sem Örkin var). Mikið úrval af skemmtilegum ódýrum bókum og tímaritum. — Afborgunarskilmálar — Ægisútgáfan - Prentsnrtiðjan Asrún Prentfell hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.