Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. apríl 1963
MORCl’NBLAÐIÐ
17
Margrét Fredriksen
ÞAÐ MUN hafa verið sumarið
1927, að faðir minn byggði sér
hús í Skerjafirði, sem á þeim
tíma var ekki komið í alfara-
leið. Ég var þvi hálfhraeddur um
að ég yrði frekar einmana þar,
en sú var ekki reyndin, því í
næsta húsi við hliðina hjá okk-
ur bjuggu þau hjónin frú Mar-
grét og Aage Fredriksen vélstjóri
ósamit 7 börnum sínum. Tókst
brátt mikil vinátta á milli heim-
ilis okkar og Fredriksensfjölskyld
unnar. Sú vinátta var ekki
byggð á sandi, hún var gagn-
kvæm og hefur haldizt til þessa
dags, og hafa þar bæði ég og
znínir mikið að þakka.
Á þeim tima, sem frú Margrét
var að ala upp sinn stóra barna-
hóp, þá voru kjörin ekki þau
sömu og tíðkast nú til dags. í
þann tíma voru ekki þvottavélar
og önnur heimilistæki, sem nú
eru húsmæðrum til hjálpar og
létta henni störfin. Geta húsmæð
ur nú til dags varla gert sér í
hugarlund, hvílíka vinnu og strit
húsmæður á þeim tíma urðu við
að búa.
En frú Margrét var mikil hús-
móðir, og þó pyngjan væri
kannski ekki alltaf full, þá kunni
hún að gera mikið úr litlu.
Börnin fóru fljótt að vinna fyrir
sér og vegarnestið að heiman
var gott. Var þeim kennd trú-
mennska og heiðarleiki, og sá hún
öll sín börn vaxa upp og kom-
ast vel áfram í lífinu.
En frú Margrét gekk ekki heil
til skógar, og öll þau ár sem
ég þekkti hana þá leið hún af
sjúkdómi sínum, en fór þó
dult með og vildi ekkert um það
tala. Voru börnin mjög samhent
við að létta henni erfiðustu stund
irnarj og gerðu allt er gat verið
henni til hjálpar.
Aldrei kom ég svo til hennar
að hún ekki að skilnaði blessaði
mig og óskaði mér fararheilla, er
mér í fersku minni, þegar hún
varð 60 ára 29. október 1945, er
hún var umvafin kærleika barna
sinna og nánustu skyldmenna.
Brá hún þá heldur ekki út af
vana sínum og spurði hvernig
mér gengi og liði, og er ég sagði
henni að nú ætlaði ég að gifta
mig eftir 2 daga, þá sagði hún
um leið og hún óskaði mér gæfu
og gengis: „Mér finnst þið strák
arnir mínir vera orðnir svo stór-
ir.“
Hef ég þá trú, að blessunar-
orð hennar hafi heldur gert mér
gott frekar en hitt.
Síðustu árin bjó frú Margrét
hjá Ásgeiri, yngsta syni sínum,
þar til hún fluttist á Elliheimil-
ið. Hefur hún eflaust verið bú-
in að fá nóg af þessa heims gæð-
um, en örugglega sátt við allt og
alla, en það er alltaf mikils
virði.
Útför hennar var gerð frá Dóm
kirkjunni þann 4. apríl s.l. en
vegna fjarveru minnar birtast
þessar línur fyrst í dag.
Ég ætla ekki að hafa þetta
mikið lengra, þó að um frú Mar-
gréti mætti segja miklu meira.
Hún var húsmóðir og móðir í
orðsins fyllstu merkingu, dugleg
og ósérhlífin, hreinlunduð og
vildi öllum vel, og svo traustur
vinur vina sinna að slíkt mun
einsdæmi.
Og nú er komið að því að
engu að kvíða, frú Margrét fær
örugglega þá heimkomu, sem
hún.svo sannarlega átti skilið.
Börnum hennar, tengdadætr-
um og barnabörnum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur, minningin um góða konu, sem
ekki lét mikið yfir sér, mun
óska henni fararheilla. >að er | ekki gleymast, miklu og góðu
sagt, að hver uppskeri það, sem starfsverki er lokið.
hann sáir, sé það rétt, þá þurf- I Kaupmannahöfn 17. apríl.
um við, sem þekktum hana bezt, I H.
VEITUM
ÞJÓNUSTU
VIÐ
ÁSETNINGU
Vatnsfráhrindandi. Hindrar
vatnsskaða á skeljuðum, hraun
hraunuðum og öðrum húðuð-
um veggjum.
Verksm. KÍSILL, Lækjargötu 6 B
Sírnar 15960, 20236 og 15555.
Gunnar Randers
forstjóri kjarnorkustofnunar Noregs, heldur fyrir-
lestur í hátíðasal Háskóla íslands, föstudaginn
26. apríl kl. 5,30 s.d.
Efni: Kjarnorka og vatnsorka.
Öllum heimill aðgangur.
Stjórn félagsins
ísland — Noregur.
Skrifstofuvinna
Þekkt og stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða
stúlku til starfa við vélabókhald. Vélritunarkunn-
átta nauðsynleg. Uppl. veittar í skrifstofu félagsins
í Tjarnargötu 14.
Félag ísl. stórkaupmanna.
VIKAi
VIKAN býður
gleðilegt sumar.
I blaðinu í dag
hefst ný
BÍLAGETRAUN:
Við gefum lesendum kost
á að velja um
VOLKSWAGEN
eða
LAND-ROVER
í þessari viku
9 Smásaga eftir
Pearl S. Buck.
• 2 spennandi fram-
haldssögur.
• Myndasögur.
• MARGT fleira
er í hlaðinu.
• VIKAN er
52 síður.
í ALDARSPEGLI.
Við bætum enn einu sinni
grein við þennan vinsæla flokk
og að þessu sinni er Einar ríki
í Vestmannaeyjum í aldar-
spegli. Einar er landskunnur
athafnamaður, en um leið
mjög sérkennileg persóna sem
fróðlegt er að kunnast.
FJÁRFESTING
í STEINSTEYPU.
Vikan hefur kynnt sér fast-
eignamarkaðinn í Reykjavík.
Við birtum myndir af fjölda
húsa og fasteignasalar hafa
frætt okkur um verðlagið á
hinum ýmsu gerðum íbúða og
húsa. Grein og myndir.
Hollenzki daf-bíllinn er allur ein nýjung:
'Á' Sjálfskiptur
enginn gírkassi. engin gírstöng,
aðeins benzín og bremsur.
★ Þarf aldrei að smyrja.
'A' Kraftmikill
30 ha. vél — staðsett frammí.
★ Sparneytinn -
Eyðsla: 6—7,5 1. pr. 100 km.
★ Loftkældur (Enginn vatnskassi).
★ Kraftmikið. stillanlegt lofthitakerfi.
■jr Fríhjóladrif.
•jc Rúmgóð farangursgeymsla.
'5^- Örugg viðgerðaþjónusta. >
^ Varahlutabirgðir fyrirliggjandi.
Verksmiðjulærðir viðgerðamenn.
flllir dásama
.bilinn sem nú fer
sigurför
um ulla Evrópu