Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 5

Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 5
Fimmtudagur 16. maí 1963 WORCT'VTtl 4Ðlf> 5 SIDNEY Clark heitir banda-j rískur rithöfundur, sem hef- ur verið á ferðalögum hálfal ævina og skrifað 40 bækur. Sérgrein hans er að gefaj bandarískum ferðamönnumj nytsamar upplýsingar um önnl ur lönd og fjöldinn allur afj bókum hans er endurprentað-J ur ár eftir ár með nýjum upp- lýsingum í samræmi viðj breyttar aðstæður og þróuninaj í hinum ýmsu löndum. Núj orðið fer því mest af tíma hans í að ferðast og endurrita bækurnar svo að nýju út- gáfurnar gefi jafnan nýjar upplýsingar og staðgóðar. • Nú er Sidney Clark á ferð hér ásamt konu sinni í boði Loftleiða og hann er að end- urskoða kaflann um ísland í bók sinni „All the best in Europe." Þetta er því í annað sinn, sem hann kemur hing- að, en viðdvölin verðúr stutt, því hann á langt ferðalag fyrir höndum um meginland Evrópu. „The best in , . bækur Clarks (The best in Japan, The best in Brazilia o.s.frv.) eru vel þekktar í Bandaríkj- unum og víðlesnar meðal fólks, sem hyggst fara til út- landa, enda stendur Clark á gömlum merg. Faðir hans var ferðabókahöfundur og tók son sinn með í ferðalög strax og aldur leyfði. Þannig ferðaðist Clark með föður sínum um Skandinavíu árið 1912 og safn aði með honum upplýsingum — og fékk þá „bakteríuna", því síðan hefur Clark verið svo að segja á látlausum ferða lögum að styrjaldarárunum undanskildum. Tvær bóka hans, um Japan og Frakkland, verða nú gefnar út í London, en annars skrifar hann mest fyrir bandaríska lesendur. Söfnin Mlnjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúia túm 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 nema mánudaga. BORGARBÓKASAFN Reykjavík- lir, sími 12308. Aðalsafnið JÞinghoJts- •træti 29a: tlánsdeild 2—10 alla virka daga nema laugardaga 1—4. Lesstofa 10—10 alla virka daga nema laugar- daga 10—4. Útibúið Hólmgarði 34 opið 5 til 7 alla virka daga nema laugar- daga. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið 5.30 til 7.30 alla virka daga nema laugardag. tibúið við Sólheima 27. opið 16—19 alla virka daga nema laugardaga. Ameríska bókasafnið, Hagatorgi 1. cr opið mánudaga. miðvikudaga og föstudaga, kl. 10—21. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna- ferðir: 24,1,16,17. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga. fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Tæknibókasafn IMSÍ. Opið alla virka daag frá 13-19 nema laugardaga frá 13-15. Listasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikudögum kl. 1.30—3.30. Tekið á móti tilkynningum trá kl. 10-12 f.h. Læknar fjarverandi Arinbjörn Kolbeinsson verður fjar- verandi frá 3. maí um óákveðinn tima. Staðgengill: Bergþór Smári. Ófeigur Ófeigsson verður fjarver- andi frá 9. maí fram í miðjan júlí. Staðgengill: Magnús Ðlöndal Bjarna- son. Ólafur Ólafsson, verður fjarver- andi mánuð vegna sumarleyfa. Stað- gengill er Haukur Jónasson, Klappar- stíg 25, síma 11-22-8. 1 Tjarnarbæ er um þessar mundir sýnd myndin „Stikilberja Finnur“, sem fferð er eftir samnefndri sögu Mark Twain. Aðal- hlutverkið, Stikilberja Finn, leikur 12 ára gamall strákur, Eddie Hodges, sem áður hafði getið sér gott orð á leiksviði á Broadway, en strokuþrælinn, félaga Jim, leikur Archie Moore, sem var heimsmeistari í hnefaleikum í léttþungavigt. íbúð óskast 2—3 herbergja fbúð óskast til leiigu, sem fyrst- — Tvennt í hein.ili. Tilboð merkt: „Reglusemi 5948“. íbúða skipti Vil skipta á 5 herbergja ibúð og 3ja herb. Tilboð sendist merkt: „Skipti — 5947“. Til leigu 5 herbergja íbúð með öll- um húsgögnum í þrjá mán- uðL Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Ibúð — 5946“- Kjörbarn Ung og reglusöm hjón, í góðum efnum, óska eftir að fá gefið barn. Svar sendist Mbl., merkt: „Barn góð — 5951“. Pálmi Til sölu er fallegur pálmi, 2 Vz m á hæð. Sölufélag garðyrkjumanna. Bíll til sölu Renault ’46 (station) með nýrri vél til sýnis að As- vallagötu 11 í kvöld og næstu kvöld. Rafmagnsgufuketill Olíumálverk óskast til kaups. Uppl- í síma 33353. Mála andlitsmyndir. Uppl. í síma 15964 eftir kl. 5 sd. Til sölu vandaður svefnsófi, notað borðstofuborð og stólar, útvarpsskápur og fl. hús- munir, selt vegna flutn- ings. S. 37410 næstu daga. Jarðýtur af stærstu og fullkomn- ustu gerð. Unnið allan sól- arhringinn, ef óskað er. Akvæðis- eða tímavinna. Hringið í síma 18158. SKULDABREF Höfum kaupendur að fasteignatryggðum skulda- bréfum. FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14 sími 16223 kl. 5—7. 4 herbergja íbúð Höfum til sölu vandaða 3ja til 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Laugarásveg. Mikið og fallegt útsýni. Sér hiti. — Bílskúrsréttur. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, simar 22870 og 17994. Utan skrifstofutíma 35455. Einbýlishús Til sölu glæsilegt 160 ferm. fokhelt einbýlishús ásapit uppsteyptum bílskúr á einum bezta stað í Kópavogi. Húsið er 5—6 herb. þar af 4 svefnherb. Húsa og skipasalan Laugavegi 18, 3. hæð. Sími 18429, eftir kl. 7 10634. Atvinna Maður um 30 ára óskast í útkeyrslu og sölu- mennsku nú þegar. UppL í síma 13992 milli kL 6 og 8 eftir hádegL linglingavinna í Kópavogi Ráðgert er að hefja unglingavinnu drengja í Kópa- vogi á vegum kaupstaðarins um næstu mánaðamót. Þeir drengir á aldrinum 13—15 ára, sem hug hafa á þessari vinnu hafi samband við Eyjólf Krist- jánsson, verkstjóra, Brúarósi, sími 18268 frá kl. 13—15 dagana 17.—24. þ. m. — Þeir drengir, sem verða 13 ára á þessu ári geta einnig komið til greina ef aðstæður leyfa. Thor Thors, ambassador íslands í Bandaríkjunum, heilsar stórhertogafrúnni af Luxemborg, veizlu. sem haldin var henni til heiðurs í „Army Navy Country Club.“ í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.