Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 6

Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 6
6 MORCVNBLADtÐ Fimmtudagur 16. maí 1963 Stækkun Aburðarverksmiðj unnar orðin aðkallandi Samtal við Jóhannes Bjarnason verkfræðing EINS og komið hefur fram í fréttum hefur orðið að flytja inn allmikið magn af köfnunarefnis- éburði í ár, þar sem Áburðar- verksmiðjan hefur ekki getað fullnægt þörfuim landlsins fyrir þessa áburðartegund. Blaðið hef ur haft tal af Jóhannesi Bjama- syni, verkfræðingi, sem er tækni- legur ráðunautur Áburðarverk- amiðjunnar og Sementesverk- amiðjunnar og spurt hann frétta aif þessu máli. — Jú, það er rétt að bæði í fyrra og í enn stærri mæli í ár hefur orðið að flytja inn erlend- an köfnunarefnisáburð til við- bótar þeim, sem Áburðarverk- amiðjan framleiðir, og er inn- flutningurinn í ár sem svarar þriðjungi framleiðsilugetu verk- smiðjunnar. Verksmiðjan er því orðin vemlega of irtil og mik- ið hagsmunamál bænda og þjóð- arinnar allrar að hefjast handa um stækkun hennar. — Hvað hefur verið gjört und anfarin ár tiil þess að undirbúa stækkun? — Að sjálfsögðu hafa verk- fræðingar verksmiðjunnar fylgzt eftir því sem aðstaða hefur ver- ið til, með nýjungum og framför um á sviði áburðarframleiðslu í heiminum, en framifarir á þessu sviði eru mjög örar og margar nýjungar komið fram á síðustu árum, sem nauðsynlegit er að at- huga gaumgæfilega, áður en nokkrar ákvarða-nir eru teknar. Nú hefur Ingóifur Jónsson, lan-dbúnaðarráðherra lagt fyrir verksmiðjustjórnina að hefja undirbúning áætlanagerða um stækkun verksmiðjunnar. Land- búnaðarráðherra er mjög áhuga samur um að koma þessu hags- munamáli bænda fram og að rnálið fái sem beztan undirbún- ing. Verksimiðjan er þannig byggð, að 50% stækikuin og 100% stækk- un eru mjög hagkvæmar í heild séð, og verður hvortveggja at- hugað, svo að hægt verði að velja það, sem hagkvæmar reyn- ist. — Eru ekki stækkunaríram- kvæmdir háðar því, að rafvirkj- unarframkvæmdir fylgist að? -— Jú, það er rétt. Framleiðsla verksmiðjunnar byggist fyrst og frernst á nægilegri raforku, og á undanförnum árum mjög á svokallaðri atfgangsorku. En það verður að treysta því, að stjórn- Jóhannes Bjarnason arvöldin hagi framkvæmdum í virkjunarmálum þannig, að eðli- leg þróun iðnaðarins stöðvist ekki vegna raforkuiskorbs, i þessu mikla vatnsorkulandi, og því verð ur að haga öllum framtíðará- ætlunum í samræmi við það. Að vísu hefur þróunin orð- ið sú víða erlendis á síðari ár- um, að stórar köfnunarefnisáburð arverksmiðjur byggja meir og meir framleiðslu sína á oiíu. En um minni ver'kismiðju, eims og okkar, og þótt hún verði tvö- flölduð að stærð, er það að segja að margt bendir til þess, eftir þeiim takmörkuðu upplýsingum, sem fyrir liggja, að raforkan verði okkur hagkvæmust. Enda æskilegast, að við gætum búið sem mest að okkar, þar sem vatns orka okkar er enn lítt snert, og ein okkar stærsta náttúruauðlind. Og þó að afgangsorkan hafi far ið minmkandii undanfarin ár, þá er hún þó enn fyrir hendi og léttir undir framileiðslukostnað- inum. Og það var beinlínis atf- gangsorkan, sem gerði byggingu okkar Áburðarverksmiðju á fjár- hagsiega heilbrigðum grundvelli mögulega, og hjálpaði verksmiðj unni yfir fyrsita og erfiðasta hjallann. í>að er skylt að geta þess, að það var Ásgeir Þor- steinsson, verkíræðingur, sem átti hugmyndina að þeirri leið fyrir meira en 20 árum. Þegar ég kom heim frá námi hafði Ásgeir fyrir nokkru sett fram þessa hugmynd sína, en ihann og dr. Bjöm Jóhannesison, verktfræðingur, unnu um það leyti aðalllega að tæknilegum at- huguniuim þessa máls. Var ég svo heppinn að hafa tækitfæri til þess að hefja þá störf með þessum ágætu fnörmum og kynnast und- irbúni rtgsa t'hugun þeirm. At vikin hatfa hagað því þannig, að síðan hef ég unnið óslitið við þessi mál. Þvi miður hetfur það otft verið svo þegar til framkvæmda hetf- ur koimið, að meira hefur verið farið að ráðum erlendra manna, en tillögum og athugunum inn- lendra verkfræðinga, og hatfa af þvi óheillavænlegar afleiðing- ar. Ber þar hæst mistök þau, sem urðu varðandi kornastærð áburðarins. Ástæðan fyrir vandamálinu er siú að valin var í upphafi Wtt reynd framleiðsluaðtferð til notk unar í Áburðarverksmiðj unni, þvert ofan í ákveðnar tillögur þeirra íslenzku verkfræðinga, sem undirbúið höfðu málið. Allir þeir íslenzku verkfræð- irngar, sem undirbjuggu Áburð- arverksmiðjumálið, gerðu ráð fyrir að nota þrautreyndar að- ferðir við framileiðsluna. Til dæmis að taka benti Ás- geir Þorsteinsson, verkfræðing- ur á mjög atihyglisverða og fjöl hætfa framleiðsluaðtferð um það leyti, er verið var að ákveða vinnsluaðtferð verksmiðjunnar, en hún fékk ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum. Rébt er að geta þess einnig, að fram koma í niðurstöðu skýrslu. sem dagsett er 9. des. 1949 og undirrituð af Steingrími Jóns- syni, þáverandi ratfmagnsstjóra, Eiríki Briem, rafmagnsveitu- stjóra og Jóhannesi Bjamaisyni, verkfræðingi, ákveðnar tillögur tii Áburðarverksmiðjustjórnar- innar um að semja við eitt þekkt asta verktfræðifyrirtæki heims á þessu sviði. Hatfði það unnið að undirbúningi þeissa máls um ára- bil með íslenzkum verkfræðing- um, og ráðgerði það að nota þraut reynda framleiðsluaðferð. Eftir tililögu þeissara þriggja verkfræðinga, sem Atvinnumála- ráðuneytið hatfði falið að gera atihugun um þeissi mál, var ekki farið. Framihald á bls. 17 Blaðamennska. „Lestrarhestur“ sendir okk- ur þetta bréf: „Kæri Velvakandi! Vegna slyss, sem ég varð fyrir um sl. áramót, hef ég verið rúm- fastur þrjá mánuði og heimilis- fastur síðan. Nú standa vonir til þess, að ég geti farið að stunda atvinnu mína að nýju. Þótt hlálegt megi heita, finnst mér ég að vissu leyti hafa grætt á þessu slysi. Sem betur fer Skaddaðist höfuðið ekki neitt, svo að þau líffæri, sem ég hef helzt haft í notkun, eru augu ti’l að nema og heili til að skynja. Því hef ég lesið ógrynn- in öll af bókum, sem ég hefði sennilega ekki gefið mér tóm til að lesa ella, og síðast en ekki sízt: öll dagblöðin hef ég þrautlesið á hverjum morgni, og hefur það stundum verið sann- kölluð þraut, einkum þegar kommúnistamálgagnið „Þjóð- viljinn" og núverandi fylgi- fiskur þess, „Tíminn", eiga í hlut, en vera má, að hér láti ég pólitíska skoðun mína ráða afstöðu minni. Fúkkamýrin og þúfan. Ástæðan til þess, að ég sendi þér þessi skrif, sem ég veit ekki einu sinni, hvort þú nenn- ir að birta, er sú, að mér blöskr ar stundum, hve íslenzk blaða- mennska stendur iágt, stund- um svo höllum fæti, að annar fóturinn er á kafi í fúkkamýri, en hinn á sef-linni þúfu, sem getur látið undan hvenær sem er. Mér finnst náttúrulega Mogg inn skástur; hann stundar sjaldan „hazar-hlaðamennsku". Maður getur yfirleitt treyst ykkur þarna; þið segið yfirleitt hlutlaust frá á rólegan hátt, kannske stundum á kostnað stóryrtra fyrirsagna. Sumir and stæðingar ykkar segja, að þið stundið annálaritun; nú en það er O.K. fyrir mína parta. ^ Var hún „týnd“? Núna í vikunni rak ég glyrn- urnar í tvennt, sem ég veit sem betur fer, að kæmi ekki fyrir í „Morgunblaðinu.“ Eitt dag- blaðið smjattaði á því með greinilegri illgirni og „skadefro hed“ (Þetta er e.t.v. ný- yrði í dönsku, en ég finn ekki orðabókina; konan var snemma á ferðinni með vorhreingern- ingarnar í ár), að fjórtán ára telpa hefði ekki komið heim til sín í nokkra daga. Nafn hennar og heimilisfang var birt á forsíðu, og orðbragðið eða rithátturinn sýndi and- styggilegt glott blaðamanns- ins betur en nokkurt sjón- varpstæki hefði gert. — Hverj- um er þjónað með slíkri blaða- mennsku? Svar mitt er: eng- um nema meinfýsnum músar- holuskríl. Fjölskyldu stúlk- unnar, vinum og ættingjum, var tæplega gerður greiði með þessu, og þá er eftir ein afsök- un: Gat þessi frétt greitt fyrir heimkomu stúlkunnar, hjálpað lögreglunni? Mitt svar er Nei. Lögreglan vissi, að telpan hafði sézt í bílum í Reykjavík; vissi að hún var á lifi, og lögregl- unni var vorkunnarlaust að hafa upp á henni án aðstoðar blaðanna. Enda sýndi það sig, að ekkert dagblaðanna sá á- stæðu til að birta þessa „frétt“ á fimmtudaginn, nema auðvit- að „Þjóðviljinn". Þarna er hann að skipta sér af einkamáli, e.t.v. sorglegum heimilisharmileik, sem engum kemur við. Hefði stúlkan verið virkilega „týnd“, þá gat verið ástæða til að leita aðstoðar þlaða og útvarps. Það hefur greinilega ekki verið gert, og því er „frétt“ komm- únista samansoðin í illgirni- spotti meinfýsinna kokka. 'fr „Fékk sér neðan í því“ Hitt, sem mig langar til að minnast á, Velvakandi góður, er „heimsfrétt“ dagblaðsins „Tímans" um þann stórviðburð, að Jhon Wood hafi fengið sér vín með matnum á gististað sínum, Hótel Borg. í fyrsta lagi kemur það engum við, hvað John Wood borðaði eða drakk, nema honum sjálfum. í öðru lagi er óþarft að geta þess, að maðurinn hafi „fengið sér neðan í því,“ nema til að skýra hugsanlega hegðun eða vanhegðun mannsins eftir á. Nú var engu slíku til að dreifa og greinilegt, að þessi ummæli eru eingöngu sett á prent í því skyni að rakka manninn niður. Margir fá sér sjúss á Borginni, án þess að það þyki umtalsvert, en í þetta skipti kaus „Tíminn" á miður smekk- legan hátt að koma þvi inn hjá fólki, að Mr. Wood hefði drukkið meira en góðu hófi gegndi. Fyrir nú utan það, að mér er sagt af fólki, sem þarna var statt umrætt kvöld, að þarna hefði síður en svo verið um neitt slíkt að ræða, þá er þarflítið að skensa þann mann, sem kurteislegast og bezt hef- ur komið fram af brezkum út- gerðarmönnum við okkur Is- lendinga í sambandi við hið viðkvæma deilumal, fiskveiði- lögsöguna. Ekki veit ég, hvort þú þorir að birta þessi niðurlagsorð mín, eins og áróður blaðanna er nú hagað, en má ég benda á eftir- farandi: Erum við ekki svo menntuð þjóð, að við getum talað af viti um landhelgismálið? Þurfa blöðin að fara í kapp við blöð í fyrrverandi brezkum nýlend um um slærnt orðbragð um Englendinga? Ég veit ekki bet- ur, en einu samskipti okkar við Englendinga á umliðnum öld- um séu báðum aðiljum til sóma. Þeir seldu okkur góðar og ó- dýrar vörur í trássi við verzl- unareinokun Dana og studdu beinlínis að þvi, að við gátum haldið áfram að stunda sjávar- útveg. Hvaðan kom almennilegt netagarn, önglar og fiskilínur? Þá kalla ég það furðulega sjálfs stillingu hjá Bretum að taka ekki landið í heimsveldi sitt,- meðan þeir gáíu það auðveld- lega og höfðu jafnvel ástæðu til þess vegna óvináttu við Napó- leonsdýrkandi Eydani og Jóta. í stað þess björguðu þeir ís- lenzku þjóðinni frá hungur- dauða. Sumir segja, að þeir hafi ekki gert það, af því að á okk- ur var ekkert að græða, en hve mikið hafa Bretar „grætt" t.d. á Falklandseyjum? Ég er ekki sagnfræðingur, en í rúmi minu hef ég sannfærzt um það af lestri okkar eigin bóka, að ís- lenzk þjóð hefði bókstaflega dáið út snemma á sl. öld, hefðu Bretar ekki sent okkar ómaðk- að korn og aðra matvöru. Ég er ekki að verja málstað vissra Breta nú í landhelgis-. málinu, síður en svo. En ég tel það hiklaust gæfu okkar að þurfa ekki að standa í stór- deilum við aðrar þjóðir, því að fáir befðu sýnt máli okkar þó þetta mikla sanngirni, sem raun ber vitni. Okkar er sig- urinn í þessu máli; það er al- veg klárt; en við megum ekki heldur gleyma því, að við gát- um átt við örðugri samnings- aðilja að stríða. Þú ræður, hvort þú birtir þetta, en þar sem þú þekkir mitt nafn og veizt, að ég er ekki frekar „pro-Britiöh“ en þú, sendi ég þér þessi sjúkra- leguskrif mín í von um, að þú birtir a.m.k. eitthvað úr þeim. Undir bréfið má koma nafnið. Lestrarh estur".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.