Morgunblaðið - 16.05.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.1963, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAD1Ð Fimmtudagur 16. maí 1963 Utanríkisraöherra Hollands kemur í dag Fyrsti hollenzki ráðherrann, sem heimsækir Island EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum eru dr. Joseph Luns, utanríkisráðherra Hollands, og kona hans væntanleg til íslands í kvöld í opinbera heim- sókn. Dveljast hjónin hér á landi til 20. maí. í för með þeim verður sendi- herra Hollands á íslandi, Adolp Bentnick barón og Árið 1938 hóf Luns störf við utanrikisþjónustu Hol- lands. Frá 1943—44 var hann utanríkisráðherra stjórnar Hollands, sem aðsetur hafði í London og frá 1944 til 1949 starfaði hann við sendiráð Hollands í London. 1949 var Luns skipaður fastafulltrúi lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum og því embaetti gegndi hann þar til hann varð utanríkisráðherra í septem,- Xúípanar í blóma. kona hans, ásamt sendi- ráðsriturum og einkarit- ara ráðherrans. Utanríkisráðherrahjónin munu búa í Ráðherrabú- staðnum. Meðan á dvöl þeirra hér stendur, heim- 'sækja þau m. a. Þingvelli og Sogsvirkjunina og fara flugleiðis til Akureyrar ef veður leyfir. Joseph Luns er fyrsti hollenzki ráðherrann, sem kemur í opinbera heim- sókn hingað til lands. Hann hefur gegnt embætti ut- anríkisráðherra samfleytt frá 1952. Hér á eftir verða rakin helztu æviatriði Luns og sagt í fáum orðum frá kon- ungsfjölskyldu Hollands og landinu sjálfu. 4 JOSEPH LUNS UTANRÍKISRÁBHERRA Luns er fæddur í Rotter- dam í ágúst 1911. Hann gekk í menntaskóla í Amsterdam og Brússel og hóf nám í lög- fræði, að stúdentsprófi loknu. Það fag nam hann við há- skólana í Leyden og Amster- dam. Að prófi loknu hélt Luns til London þar sem hann lagði stund á hagfræði og stjórnvísindi við „London School of Economics", og um tíma dvaldist hann í Berlín og nam þýzku við Berlínar- háskóla. ber 1952, en eins og áður seg- ir hefur hann gegnt því em- bætti síðan. Jafnframt því var Luns forseti fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 1958 til 1959. Hann átti sæti á þingi frá 1956—1959. Luns er kvæntur Elísabetu barónessu van Heemstra og eiga þau þrjú börn. Tvær dæt ur og einn son. 4 HOLLENZKA KON- UNGSFJÖLSKYLDAN Júlíana Hollandsdrottning hefur ríkt í landi sínu frá 1948, en þá tók hún við völd- um af móður sinni Vilhelm- ínu drottningu. Vilhelmína hafði þá stjórnað Hollandi í 50 ár, lengur enn nokkur karlmaður af fjölskyldu henn ar. Þegar Júlíana drottning settist í valdastól voru Hol- lendingar að reisa land sitt úr rústum síðari heimsstyrj- aldarinnar, en á styrjaldarár- unum var Vilhelmína drottn- ing í Englandi ásamt ríkis- stjórn sinni og eins og áður segir var Joseph Luns uní tíma utanríkisráðherra þeirr- ar stjórnar. Júlíana Hollandsdrottning er einkabarn Vilhelmínu drottningar og Heinrichs prins, hertoga af Mecklen- burg-Schverin. Hún giftist 1937 Bernhard prins af Lippe- Biesterfeld. Þau hjónin eru mjög vinsæl í heimalandi sínu og kom það greinilega í ljós er þau áttu silfurbrúð- kaup í janúar 1962. Þá ferð- uðust þau úm öll héruð Hol- lands og hvar sem þau komu ætlaði hrifningarlátum aldrei að linna. Þau Júlíana drottn- ing og Bernhard prips eiga fjórar dætur. Hin elzta þeirra, Beatrix ríkiserfingi er 24 ára, næst elzt er írena, þá Margrét og María er yngst. Sem kunnugt er lézt Vil- helmína fyrrverandi Hol- landsdrottning í nóvember sl. 82 ára að aldri. Vilhelmína var einkabarn Georgs III Hollandskonungs og Emmu drottningar, prinsessu af Waldeck-Purmont. Georg kon ungur átti þrjá syni af fyrra hjónabandi, en þeir létust all- ir á undan föður sínum. Þeg- ar Vilhelmína fæddist var gleði manna í Hollandi bland- in því að flestir hefðu held- ur kosið að ríkiserfinginn væri drengur, en Wilhelmína varð mjög ástsæl drottning og þegar næsti ríkisarfi var einn ig stúlka, fögnuðu allir. Vilhelmína var aðeins 10 Dr. Joseph Luns, utanríkisráðherra Hollanðs ára gömul þegar faðir henn- ar lézt en móðir hennar ríkti fyrir hennar hönd i 8 ár. Vil- helmína var krýnd 1898 og eins og áður segir ríkti hún í 50 ár. 4 HOLLAND Holland er eitt þéttbýl- asta land heims. íbúar eru um 11.750.000, en landið er 32,500 ferkílómetrar að stærð. Þrjár stærstu borgir landsins, Amsterdam, Rotterdam og Haag eru allar í vesturhluta þess og í þessum borgum búa samtals 2 milljónir manna. Holland er meðal iðnvædd- ustu landa heims og hinn mikli fjöldi nýtízkulegra verksmiðja ber hinni hröðu iðnvæðingu glöggt vitni. Þrátt fyrir hinn mikla iðnað, eru hlutfallslega stór landssvæði Hollands nytjuð í þágu land- búnaðarins og það gefur ferðamönnum þá hugmynd að Holland sé fyrst og fremst landbúnaðarland. Þrjár megin stoðir efna- hags Hollands eru iðnaður, landbúnaður og verzlun. Mestur hluti hins hollenzka iðnaðar byggist á vinnslu innfluttra hráefna. Flestar Julíana Hollandsdrottning, máður hennar, Bernhard prins og dætur þeirra ijorar. rra vinstri: María, Margrét, Bernhard prins, Beatrix ríkiserfingi.Júlíana drottning og írena. verksmiðjur I landinu má flokka undir meðalstærð. 124 hafa yfir 1000 starfsmenn, 10 þeirra hafa fleiri en 5000 starfsmenn, og örfáar yfir 50 þús. Hver bóndi í Hollandi hef- ur fremur lítið landssvæði til nytja og meðalstærð hinna 210 þús. bújarða í landinu eru 10,4 hektarar, en landbúnað- ur er á mjög háu stigi, t. d. er framleidd meiri mjólk í Hollandi á ári miðað við kúa- fjölda en í nokkru öðru landi heims. Mikið er um gróður- hús og í sumum fást fjórar eða fimm uppskerur árlega. Hin mikla verzlun Hollend- inga byggist fyrst og fremst á því hve mikið af hráefnum þeir flytja inn og útflutningi á hálf- eða fullunnum iðnað- arvörum. Einnig skiptir lega Hollands miklu máli í sam- bandi við verzlunina. Þó að vega- og járnbrautanet Hol- lands sé mjög þétt fara flutn- ingar innanlands mest fram um skipgengar vatnaleiðir. Helzti málmiðnaður í Hol- landi er kolanám, saltnám, vinnsla jarðgass og hráolíu. Hollendingar framleiða ár- lega um 12 milljón tonn af kolum, 1,1 milljón tonn af salti, 800 millj. kúbikmetra jarðgass og um 2 millj. tonn af hráolíu. Saltmagnið, sem er í jörðu í Hollandi er nægi- legt til þess að fullnægja salt- þörf heimsins meir en 100 ár. Hollendingar flytja út um 650 þús. tonn af borðsalti á ári. Skipasmíðar eru einn mikil vægasti liðurinn í málmiðn- aði Hollands. Um 250 skipa- smíðastöðvar eru í landinu og 1961 voru Hollendingar fimmta stærsta skipasmíða- þjóð heims. Rafmagnsiðnaður er ann- ar mikilvægur þáttur málm- iðnaðar Hollendinga og flytja þeir mikið út af rafmagns- vörum. Eins og kunnugt er er Hol- land frægt fyrir blómaræktun og Hollendingar flytja út bæði blómlauka, afskorin blóm og blómfræ. Einnig flytja þeir út mikið af græn- meti og ávöxtum. Innflutningur Hollendinga er meiri en útflutningur og árið 1961 var útflutningurinn 16% minni en innflutningur-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.