Morgunblaðið - 22.06.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.06.1963, Qupperneq 15
f Laufardagur 22. júní 1963 TUORCVISBLAÐIÐ 15 Gamla húsið við Bræðraborgarstíg. ■ í fáum orðum Framh. af bls. 10. Komst ekki norður að vera við jarðarför manns síns. Hvað er nú þetta, drengur minn? Spyr sá sem ekki veit. Var sál hennar svo sterklega með okkur við útför manns henn- ar, að hún varð sýnileg hús- freyjunni í Víðidalstungu? Eða hvað mundirðu segja, ef þú sætir í stofunni þinni og sæir allt í einu myndir renna eftir veggnum eins og kvikmyndir, ókennileg dýr sem þú veizt að eru einungis til í útlöndum, erlendar stór- borgir, framandi fólk? Eða ef myrkvuð stofan lýstist allt í einu upp eins og ljós flæddi inn í hana? Ég segi þér satt, eftir áttatíu ár er ég litlu nær.“ „En hefur þig aldrei dreymt neinn merkilegan draum?“ „Ég vil ekkert um þessa hluti tala, eins og ég sagði þér.“ „En það getur engum orðið meint af því,“ fullyrti ég. Jón hugsaði sig um. Ég sá honum var farið að leiðast þrákelkni mín, en það varð ekki aftur snúið. Svo fór hann að segja mér draum, en það var erfið fæðing, því hon- um var á móti skapi að blanda yfirnáttúrlegum efnum í sam- tal okkar. „Ég var við brúargerð að Hólmsá 1907,“ sagði hann dræmt. „Þá dreymir mig eina nóttina að ég sé að draga fána að hún. En hvernig sem ég reyni, get ég ekki komið fánanum nema í hálfa stöng. Ég held það sé hnútur á lín- unni, vef hana upp á hand- legginn á mér og kippi í hana án þess það dugi. í gamla daga voru flöggin vafin upp og þurfti maður að kippa í spottann til að þau breiddu úr sér og blöktu í vindinum. En þegar ég geri það sé ég, að þetta er stórt hjálpræðis- hersflagg, sem ég hef dregið í hálfa stöng. Um morguninn er ég send- ur út á Mýrdalssand með Haraldi Einarssyni, síðar bónda í Kerlingardal, að sækja timbur. Þegar við komum til baka voru vinnufélagar okk- ar að ljúka við að borða og gengu út úr matsalnum, en við fórum inn og snæddum. Meðan ég er að borða kemur inn til mín tjaldfélagi minn, Guðmundur Friðlaugsson og segir við mig: „Heyrðu, er þér ekki sama þó ég biðji fyrir mér.“ Ég segi það vera og ekki muni ég trufla hann í bæninni. Þegar hann hefur lokið við bænina, horfir hann á mig og segir: „Ég bið þig að skila kveðju til konunnar minnar.“ „Af hverju?“ spyr ég, ag bæti því jafnframt við að ég skuli gera það, ef ég hitti hana. Svo gengur Guð- mundur út, en ég held áfram að borða. Skyndibrú eða gangbrú var yfir fossinn fram með stöpl- unum og eftir henni ók Guð- mundur grjóti á hjólbörum austur yfir ána. Þegar hann er í einni slíkri ferð, rekur hann hjólbörurnar í stöpul- hornið og dettur í fossinn. Þá heyri ég mikil hróp að utan og þýt út. Það er þá Ingimar bróðir minn sem kallar. Ég þykist strax sjá hvers kyns er, en þá er allt um seinan. Guðmundur fór í fossinn, gat skriðið upp á eyri í miðri ánni, en hefur þá verið svo ruglaður af volkinu, að hann skreið yfir eyrina og aftur út í ána, þar sem hann drukkn aði. Hjólbörumar með öðrum vettlingnum hans vógu þá salt á skyndibrúnni. Það sem merkilegast er við þessa sögu er sú staðreynd, að Guðmundur var meðlimur i Hjálpræðishernum hér í Reykjavík. Hann . var góður maður og gegn eins og margir í þeim söfnuði“. S it. Gengur á fjöll „Þú hefur verið víða í vega virnu?*' spyr ég Jón enn. „Já, ég hef unnið víða við brúa- og vegagerð. 1901 lögð- um við spottann yfir Drag- ann og ruddum Hvalfjarðar- botninn. Vegurinn yfir Drag- ann átti aðeins að vera vagn- fær, en ég held hann hafi ekki breytzt mikið frá því við lögðum hann. Þar voru margir ágætir menn og sum- ir með skrítnum viðurnefn- um, eins og Sigurður frá Flánkastöðum, eða Sigurður flánki síðar leikari, Einar Jochumsson, bróðir Matthías- ar, og Sigurður Þorláksson, kallaður snari, alkunnur leik- fimismaður og tónskáld.“ „Var þetta erfið vinna?“ „Hún hefði þótt erfið nú, en við fundum ekki til þess í þá daga. Við vildum vinna og þurftum þess.“ „Verkfærin fábreytt.“ „Jú, auðvitað; skóflur, hak- ar, járnkarlar, plankar og hjólbörur. Það ætti að vera •hægt að gera ýmislegt á ís- landi nú á dögum með þeim tækjum, sem völ er á. En þú hefur gaman af skáld skap og þess vegna dettur mér í hug að segja þér, að ég var eitt sumar í vegavinnu með Stefáni frá Hvítadal, það var 1905 eða ’6, og lögðum veginn yfir Breiðadalsheiði og brúuðum Tungá, sem svo hét í þá daga, ég held hún heiti nú Seljadalsá. Þar skammt frá stendur bærinn Tunga, þar sem Guðmundur aflakóng ur og skipstjóri á Freyjunni ólst upp, að því er ég bezt veit.“ „Hvernig líkaði þér þessi vinna?“ ,Mér féll hún vel eins og öll vinna sem ég hef unnið um mina daga. Þó held ég mér hafi fallið bezt að vera smali.“ „Af hverju?“ „Þá gat maður lesið bækur, skoðað blóm, hugsað. Ég hef haft gaman af að hugsa, en það er stórhættulegt. Smala- mennskan gerir okkur kleift að losna við sjálfa okkur, það er nauðsynlegt. Sumir drekka vín í þessu skyni, en ég hef ekki trú á því. Það er blekking. Smalamennskan er ekki blekking. Einu sinni drakk ég í fjögur ár sam- fleytt, ég veit ekki af hverju, ég bara drakk. Kannski var ég að reyna að losna við sjálf- an mig, mér tókst það ekki. Og svo hætti ég að drekka, fannst ekkert sport í þessu lengur. Þó gekk þetta aldrei út í þær öfgar að ég gæti ekki unnið mína vinnu, nei ekki man ég til þess. Þegar ég var smali gengum við stundum á fjöll; ég held ekkert sé eins skemmtilegt og ganga á fjöll, að komast hærra og hærra upp á topp- inn og inn í himininn. Hvað er hinumegin? erum við alltaf að spyrja og verðum ekki í rónni fyrr en við fáum eitt- hvert svar. En hvaða svar fáum við, oftast þetta: Það er ákaflega lítið hinumegin. Og eftir því sem við komumst nær og nær þessu hinumegin, eftir þvi gerum við okkur bet- ur grein fyrir einum hlut: að við vitum ekkert. Það er ein- asti kosturinn við að komast hinumegin, að gera sér grein fyrir þessu. En ég á góðan vin sem er 98 ára og tala oft við hann og hann veit allt milli himins og jarðar og mér finnst ég vera snöggtum vitrari, þegar ég er nýbúinn að tala við hann. Að hafa kynnzt góðum mönnum hefur verið mín gæfa: Matthíasi Einarssyni, Hallgrími Bene- diktssyni, Gunnlaugi Blöndal, Geir Zoéga, Jóni Þorlákssyni, Ólafi Helgasyni og mörgum fleiri. Þessir menn þurftu ekki að fara í langar og erfiðar fjallgöngur til að komast á toppinn. Allt öðlingar, góð- menni, ógleymanlegir vinir.“ „Er þér einhver fjallgangan minnisstæð?“ „Já. Ég gekk á Tröllakirkju með Þórbergi Þórðarsyni og fleiri mönnum 1912“. „Og fannst þér þú nokkuð vitrari eftir?“ „Ég held það sé ekki hægt að segja annað. Við sáum yfir ellefu sýslur. Það er ekki lítill lærdómur. Við sáum að- eins framan á Esjuna, hugs- aðu þér víðsýnið!" „Þekktirðu Þórberg eitt- hvað áður?“ „Við fórum saman vegna þess við vorum í vegavinnu á Holtavörðuheiði og brúuð- um þá til dæmis Miklagil og Norðurá uppi við heiði.“ „Hvernig líkaði þér við Þór- berg?“ „Vel, þá var hann víst ekki byrjaður að skrifa. En hann var þá eins og nú sérkenni- legur maður. Einhverju sinni sofnaði hann út frá því að sóta gler inni í tjaldi og var nær dauður. Ég held hann hafi verið að horfa á sólina í gegnum glerið. Kannski hann hafi verið að mæla fjar- lægðina milli Holtavörðuheið- ar og sólar, það hefði verið eftir honum. Þórbergur gat verið skemmtilegur, en hann var einrænn og stundum þrætu- gjarn, fannst mér. Stefán frá Hvítadal var líka skemmti- legur og bezti drengur, en samt nógu undarlegur til að geta fallið í kramið í Unu- húsi. Þegar við vorum saman í vegavinnu, var kalt vor. Stefán orti víst lítið í kuld- unum. Þá var hitinn og hlýj- an ekki eins sjálfsagður part- ur af daglegu lífi fólks og nú er. Ég get sagt þér dálitla sögu af því, hvernig farið var með olíuna. Ég var í brúargerð á Síðu 1903, eða sama ár og Glasgow brann. Við gengum alla leið austur og fluttum verkfæri og ýmislegt dót á hestvögnum. Það var kalt vor og svo mikill snjór lá yfir allri Hellisheiði að engin varða sást. Þegar við fórum yfir Þverá urðum við að vinda okkur í Hemlu, þá fór hrollur um suma. Sið- an héldum við áfram í þess- um fötum á náttstað. Við komum að Klaustri til Guðlaugs sýslumanns, því hann átti að útvega fólkið og vísa okkur á brúarstæðið við Skaftá. Verkstjóri var Árni Sakaríasson, sem ég sagði þér frá áðan. í vinnuflokkn- um var Finnur Halldórsson frá Síðumúlaveggjum á Hvítár síðu. Við Finnur vorum send- ir yfir ána til að sækja stein- olíu og eitthvað fleira til Margrétar í Hæðargarði. Þeg- ar við komum inn í bæinn, sáum við að kýrnar voru und- ir baðstofunni og urðum að ganga úr fjósinu upp í stof- una. Þar sat Margrét á rúmi sínu og var eitthvað að fikta við ull. Þegar við bárum upp erindið, þegir hún við dálitla stund, stendur síðan upp, slær á lær sér og segir: „Ég segi fyrir mig að ég fékk tíu potta af steinolíu í fardögum í fyrra og ég er líka alveg búin með þá“. Það var liðið ár frá því hún hafði fengið þessa tíu potta af olíu og voru þeir látnir duga allan þennan tíma. Ég er ekki viss um að alltaf hafi verið hlýtt í stofúnni hennar og er hræddur um að í Hæðargarði hafi ekki held- ur alltaf verið bjartara en svosum eins og af blaktandi skari. En hún átti aftur á móti nóga hjartahlýju og hangiket eins og hver vildi. Margrét átti dóttur sem Sig- ríður hét. Eitt sinn þegar við Finnur komum í heimsókn hleypur dóttirin inn í bæinn og kallar: „Mamma, mamma, það er kominn andi yfir ána.“ Ég hafði aldrei heyrt þvílíkt. og annað eins, hleyp út en gleymi tröppunum, dett og meiði mig, kemst á fætur aft- ur og út á hlað og sé þá hvers kyns er: Þar stóð ær með bólgið júgur. Það var trú manna í gamla daga að steindepill eða ein- hver lítill fugl hefði flogið undir þær ær sem voru með bólgið júgur, en á Suðurlandi, þar sem ég þekkti til, var það oftast kallað undirflog. Það var mikil andatrú þarna fyrir austan og hef ég aldrei kynnzt henni í eins rík- um mæli annars staðar á land- inu. Einu sinni var ég á leið til kirkju á Prestsbakka, við annan mann. Við þurftum að fara gangandi yfir Prests- bakkaá og þegar Skaftfell- ingurinn sá dálítinn torfu- snepil fljóta niður eftir ánni sagði hann að það væri andi og neitaði að ganga í vatnið. En einna minnisstæðast frá þessum tíma er mér þegar Grímsvötn gusu. Þá vorum við inni í skansinum og ég segi við strákana: „Fjandi fretið þið, ég verð að fara út.“ En þegar ég kem út fyrir, var loftið helmingi mengaðra af svæsinni brennisteinsfýlu. Þá var fögur sjón að horfa til jökuls og sjá steinana koma út úr mekkinum. Þeir voru eins og skrauteldar, þeg- ar vikurinn sprakk í allar áttir. V. Jón Þorláksson glímir Jón sagði mér nú frá því, að hann hefði starfað sem verkstjóri í f jögur ár við höfn- ina. Þar vann hann með Þór- arni Kristjánssyni, verkfræð- ingi, síðar hafnarstjóra, og líkaði starfið ágætlega. Haust- ið 1916 gerðist hann verk- stjóri hjá H. Benediktssyni & Co. og má segja hann hafi verið þar síðan, þó hann sé hættur störfum fyrir alllöngu. „Við Hallgrímur unnum sam- an í Edinborgarverzlun," sagði hann, „og kynntumst þar. Hallgrímur var deildar- stjóri, en ég alltmúligmann, gætti til dæmis Kidsonslamp- anna og þótti mér það all- ábyrgðarmikið starf. Við Hall- grímur kynntumst vel og drengilega og urðum vinir. Þegar hann stofnaði verzlunar fyrirtæki sitt, var ég kominn til hafnarinnar. Einn daginn gengur hann út í Örfisey þar sem ég er að vinna og spyr, hvort ég vilji koma til sín og svaraði ég þeirri spurningu þegar játandi. Ekki veit ég af hverju ég gex-ði það, en stund- um þegar ég hef verið í vafa, hefur vafinn horfið eins og dögg fyrir sólu og ég tekið ákvörðun án umhugsunar. Ég sá ekki eftir því í það skipti. Ég leit aldrei á Hallgrím sem húsbónda minn heldur vin. Og ég held hann hafi litið sömu augum á mig. Þegar ég hugsa um hvað ég var fljótur að taka ákvörðun verð ég steinhissa á framkomu minni, því skömmu áður hafði ég ráðið mig til N. C. Kirk, yfir- verkfræðings hafnarinnar, og var ráðgert ég færi til Svi- þjóðar og ynni þar hjá fyrir- tæki hans. Af honum lærði ég bezt að vinna, hann kunni stórvel að segja fyrir verk- um og var fljótur að sjá hvað bezt hentaði hverjum einum. Þetta kom sér vel þegar ég varð verkstjóri hjá H. Ben. & Co.“ „Og þú þekktir Jón Þor- láksson vel?“ „Já, það gerði ég. Ég vann meira og minna með honum í ellefu eða tólf ár og við ferðuðumst saman um land- ið. Ég var lagsmaður Jóns á þessum ferðum, það er: við sváfum í sama rúmi. Við mældum fyrir brúm og veg- um og reyndi ég hann aldrei nema að góðu einu. Jón var frábær snillingur. Þó var hann betri á eftirmiðdögum en á morgnana, þá gat hann verið dálítið önugur. Vorið 1908 fór- um við yfir Vaðlaheiði í þungri færð og komumst upp eftir mikið erfiði. Þegar við komum upp á heiðina, dró Jón upp vasapela og gaf okk- ur whiskylögg, en lítið. Hann var hófsmaður. Þegar við fórum frá Þverá í Öxnadal, þótti okkur rétt að koma við á bæ sem ég held hafi heitið Krossastaðir. Þar var bóndi Jón nokkur, bróðir Guðmundar á Þúfnavöllum. Jón Þorláksson og bóndi flug- ust á í gamni og lagði Jón hann í rúmið með braki og brestum, því botninn brotn- aði. Bóndi var afskaplega þungur og feitur, en Jón góð- ur meðalmaður að burðum. Þá var mikið hlegið, þegar Jón lagði Jón bónda.“ VI. Valgerður og Einar Benediktsson „Þú minntist á skáld, sem þú kynntist. En segðu mér, þekktirðu ekki fleiri skáld?" „Jú, ég kynntist Jóhanni Gunnari lítillega þegar hann var á Bæ í Hrútafirði. Þangað kom ég og við áttum tal sam- an, mér féll maðurinn ákaf- lega vel í geð, hann var gæfu- legur á svipinn og prúður, en illa farinn af berklum. Ég kynntist einnig Einari Beneditkssyni lítillega og hann gaf mér fyrsta gullpen- Frh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.