Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 1
24 nlðwr
ntmmim
Gerhardsen oskar
hægri stiórn heilla
Osló, 24. ágúst. NTB
+ Einar Gerhardsen, frá-
farandi forsætisráðherra Nor
egs gekk í morgun, kl. 10.30
(n.t.), á fund Noregskonungs
og afhenti lausnarbeiðni fyr-
ir sig og ráðuneyti sitt. Jafn
framt mæltist Gerhardsen
til þess, að konungur færi
fram á það við John Lyng,
leiðtoga hægri flokkanna, að
hann myndaði nýja stjórn.
Gerhardsen dvaldist í kon-
ungshöllinni I 20 mínútur, en
þegar er hann var farinn kom
John Lyng til hallarinnar. Tíu
mínútum síðar kom hann út og
sagði við fréttamenn, er úti biðu,
að hann hefði tekið að sér að
mynda stjórn.
Gerhardsen var að því spurður
eftir viðtalið við konung, hve
lengi Verkamannaflokkurinn
myndi láta nýju stjórnina sitja
við völd. Svaraði hann því til,
að landsstjórn verkamannaflokks
ins væri boðuð til fundar nk.
mánudag og yrði þá rætt um af-
stöðu flokksins til hinnar nýju
| MYND þessi var tekin i 1
Saigon sl. föstudag. Tveir (
erlendir fréttamenn ganga I
fram hjá hervörðum stjórnar (
S-Vietnam.
Bræðslusíldor-
verðið endur-
skoðuð síður
Á FUNDI Verðlagsráðs sjávalút-
vegsins sl. fimmtudag varð sam
komulag um, að verð á síld til
vinnslu í verksmiðjur, veiddri
við Suður- og Vesturland, kr.
0,75 pr. kg., sbr. tilkynning nr.
2/1903, hafi endanlegt gildi til
30. júlí. Ennfremur að verð fyr
jx bræðslusíld frá og með 31. júlí
til 31. ágúst 1963 verði endurskoð
að að tímabilinu loknu í sam-
ræmi við fyrirvara í greindri til
kynningu.
Fyrstu fregnir
bar-
dögum í S-Vietnam
Sagt að 60 hafi fallið 120 sæl* *zt
Saigon, 24. ágúst NTB-AP-
Reuter.
• Fregnir frá Saigon
herma, að s.l. fimmtudags-
kvöld hafi komið til all-
harðra bardaga milli kaþ-
ólskra hermanna stjórnarinn
ar í S-Vietnam og hermanna,
er játa Búddatrú. Eru það
fyrstu fregnir, er berast af
meiri háttar vopnaviðskipt-
um í landinu, frá því fyrst
fór að skerast verulega í
odda milli stjórnarinnar og
Búddatrúarmanna fyrir u.þ.
b. fimmtán vikum.
Bandaríkjaþing lækkar erienda
efnahagsaðstoö um 600 millj. $
Skammsýn, óábyrg og óréttlæfanleg ákvörÓun seglr Kennedy
• -Ekki hefur fengizt opin-
ber staðfesting á fréttum
þessum, en þær eru hafðar
eftir mjög áreiðanlegum
heimildum í Saigon. Sam-
kvæmt þeim munu sextíu
hermenn hafa fallið og 120
særzt, þar af sjö liðsforingj-
ar.
Sömu heimildir herma, að
snemma á miðvikudagsmorg-
un hafi 30 Búddatrúarmenn,
þar af nokkrir munkar ver-
Framh. á bls. 2
stjórnar.
Hinsvegar kvaðst Gerhardsen
óska hinni nýju stjórn Lyngs alls
góðs. Hún ætti fyrir höndum erf-
r- aðstöðu, þar sem hún hefði
ekki meiri hluta á þingi, en hann
óskað henni velgengni í því
mikla Og erfiða hlutverki, er hún
hefði tekið að sér. '
Lyndon B. Jolinson
Washington, 24 ágúst AP.
• Fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings samþykkti í gær-
kveldi að skera verulega nið-
ur fjárupphæð þá, er Kenn-
edy forseti hefur óskað eftir
til aðstoðar við erlendar þjóð
ir.
• Er þessi ákvörðun þings-
ins sögð mikið áfall fyrir
Kennedy, forseta. • Sagði,
hann í viðtali við fréttamenn
í morgun, að hún bæri vitni
skammsýni og alvarlegu van
mati á baráttunni gegn
kommúnistum. Benti for-
setinn á, að Sovétríkin
veittu Kúbu einni eins mikla
efnahagsaðstoð og Bandarík-
in veittu öllum ríkjum Suð-
ur-Ameríku og sagði ákvörð-
un fulltrúardeildarinnar mik
ið áfall fyrir utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.
Tillaga um að skera niður fjár
veitingu þá, sem forsetinn hafði
talið nauðsynlega, var borin
fram af þingmönnum republik
ana, en allmargir þingmenn
demokrata snerust á sveif með
þeim í atkvæðagreiðslu um mál
ið. Lækkunin nemur- nálægt 600
milljónum dollara.
Kennedy, forseti ræddi sérstak
lega við fréttamenn blaða, út-
varps og sjónvarps í morgun
vegna þessa og sagði m.a., að
aldrei fyrr hefði fjárveiting til
aðstoðar við erlend ríki verið
lækkuð svo mikið. Kvaðst hann
beina þeim eindregnu tilmælum
til þingmanna beggja flokkanna
að endurskoða afstöðu sína ug til
öldungardeildarinnar að hafna
lækkuninni, er málið yrði lagt
fyrir hana.
Það er ekki með nokkru móti
unnt að réttlæta ákvörðun íull-
trúadeildarinnar, sagði forsetinn
a— hvorki með tilliti til astands-
ins í alþjóðamálum, né öryggis
Bandaríkjanna. Sagði hann af-
stöðu deildarinnar skammsýna
ug ntt til þess fallna að auðvelcu
baráttuna gegn kommúnisman-
um.
• ★ •
Bandarísku stórblöðin segja
ákvörðun fulltrúadeildarinnar
mikið áfall fyrir Kennedy for-
seta. „New York Times“ segir
m.a., að henni megi helzt líkja
við „hnífsstungu í bak öryggis
hins frjálsa heims“ og gagnrýni
hin bitra iorseta sé skiljanleg
og rétt, enda hafi hann varað
við því, að meiriháttar lækkun
fjárveitingarinnar myndi mjög
skaða gh’ <f Bt>viaríkjanna út á
við.
Lyndon B. Johnson
elnn dag á íslandi
' 1
Varaforsetinn kemur 16. sept.
LYNDON B. Johnson, vara
forseti Bandaríkjanna, mun
koma til íslands í opinbera
heimsókn mánudaginn 16.
september n.k., ásamt konu
sinni, dóttur og öðru fylgd-
arliði.
Utanríkisráðherra Guð-
mundur í. Guðmundsson og
kona hans munu taka á móti
gestunum á Keflavíkurflug-
velli og fylgja þeim til Bessa
staða í heimsókn til Forseta
íslands, herra Ásgeirs Ás-
geirssonar. Síðan heimsækir
varaforsetinn ríkisstjórnina í
Stjórnarráðshúsið.
Varaforsetinn og fylgdar-
lið hans mun skoða Reykja-
vík fyrir hádegi, en um eft-
síðdegis fer hann tii
Þingvalla. Kl. 17.15 heldur
varaforsetinn ræðu í Háskóla
bíói.
Forseti íslands heldur há-
degisverð í Hótel Sögu til
heiðurs varaforseta Bandaríkj
anna og forsætisráðherra
Ólafur Thors kvöldverðar-
boð að Hótel Borg.
Varaforsetinn og fylgdar-
lið hans mun gista á Hótel
Sögu og fara frá Reykjavík
að morgni þriðjudags 17. sept
ember.
Heimsókn Lyndon B. John
sons, varaforseta Bandaríkj-
anna, er liður í opinberri
heimsókn til Norðurlanda, en
hingað kemur hann frá Dan-
mörku.