Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. ágúst 1963 William Drummond: MARTRÖÐ Er þetta leiffin til stökkpallsins? 19 — Því ekki það? Hann gæti hafa verið að safna fyrir ör- kumla menn. Hún hristi höfuðið. — Þá hefði hann haft safnbauk með sér. — Þér segið, að andlitið á hon um hafi verið mjög afmyndað? — Alveg hræðilega, sagði Kit. — Og hann hlýtur meira að segja að hafa verið laglegur mað- ur áður. — Ég vildi biðja yður að íhuga þetta vandlega, frú New- ton. — Setjum svo, að maðurinn hafi áður verið laglegur, eins og þér haldið — gat nokkuð, sem hann sagði eða gerði komið yður á þá skoðun, að hann væri sá sami og hringdi til yðar? — Hann tók að minnsta kosti til fótanna. — Hvort hann gekk eða hljóp, vitum við ekki. En það var að minnsta kosti eftir að þér höfð- uð hlaupið út á svalirnar og æpt á hjálp. Jafnvel þótt hann hefði ekki verið viðkvæmur í sam- bandi við andlitið á sér, væri það ekki óeðlilegt, að hann tæki til fótanna, þegar þér brugðust rvona við. Kit leit af Byrnes og á Tony og Beu. En þar var enga hjálp *ð hafa. — Þessi maður talaði við yður, frú Newton. Hvað sagði hann? — Hann sagði: „Frú Newton“. IJklega hefur hann þekkt mig. — En hann gæti hafa verið að spyrja, hvort þér væruð frú Newton? — Já, ég býst við því. En ég veit það ekki. Til þess varð ég of hrædd. — Líktist röddin í honum nokkuð þeirri, sem talaði við yður í símann? — Hvernig get ég ráðið það af tveimur orðum? sagði Kit. — Og auk þess var röddm í sím- anum uppgerð, eins og þér vitið. Ailt í einu varð Kit það Ijóst, að þessi andstyggilegi lögreglu- maður hafði alveg á réttu að standa. Hún hafði enga sönnun fyrir því, að þessi maður væri sá sami og í símanum. Og auk þess hafði afmyndunin á honum vakið' hjá henni fordóma. — Þér haldið að ég sé að ljúga þessu öllu upp? Er ekki svo? — Ég hef ekkert sagt í þá átt, frú Newton, sagði Byrnes vin- gjarnlega. — En ég held, að þér hafið orðið fyrir mikilli andlegri áreynslu þessa síðustu daga, og . . . eitthvað hafi bilað. Ég segi ekki, að ég viti hvað það var. Það er ekki á mínu sviði, heldur hitt að ljóstra upp glæpum. Það eina, sem hafði haldið Kit uppi var sú trú, að hún gæti sannað þeim öllum, að ótti henn- ar væri ekki ástæðulaus, og nú hrundi þessi trú til grunna, eins og hús úr sandi hjá krakka. — En ef þetta er rétt hjá yður, sagði hún, — hvernig genð þér þá grein fyrir því, að hann fór ekki út um framdyrnar. Það bendir til þess, að hann hafi haft eitthvað illt í huga. Byrnes sneri sér undan og leit út um gluggann, yfir torgið og á skýjaðan himininn. — Þegar ég hitti manninn yðar fyrst, frú Newton, sagði hann mér, að þér hefðuð undursamlega innsýn í hugsanagang annars fólks og til- finningar. — Hugsið þér yður nú, að þéí væruð láglegur ung- ur maður og hefðuð afmyndazt hræðilega í framan í einhverju slysi, jafnvel í bardaga fyrir föðurlandið, og það eitt að sjá andlitið á yður komi ungri konu til að hlaupa æpandi út á Gros- vernortorgið eftir hjálp, munduð þér þá fara út um framdyrnar, vel vitandi, að þér yrðuð stöðv- aður af hópi byggingarmanna og látinn gera grein fyrir því, að þér hefðuð ekki annað -af yður gert en sýna afmyndað andlitið á yður •— eða munduð þér fara út um bakdyrnar, svo lítið bæri á? t Kit greip hendinni fyrir aug- un, því að hún fann, að hún ætlaði að fara að tárfella. — Æ, farið þér burt! sagði hún. — Láttu hann fara fyrir hvern mun, Tony. Hún sneri sér við og hljóp upp í svefnherbergið, skellti á eftir sér hurðinni og fleygði sér á rúmið sitt. Stundu síðar opnuðust dyrnar og Tony læddist inn á tánum og kraup á kné við rúmstokkinn. — Veslings Kisa, sagði hann. — Grátu ekki. Við skulum fara. Til Feneyja. Ég lofa því. Burt frá símanum og honum Byrnes. Hún lá kyrr og trúði ekki sín- um eigin eyrum. — Geturðu það? spurði hún. — Hvað þá um Elliot? — Fjandinn hirði Elliot. Og Newton-námurnar! Þú ert það eins, sem máli skiptir . . 14. Kafli. Enda þótt loforðið nm Fen- eyjaferðina drægi ekljá úr óttan-, um hjá Kit, meðan hún væri í London, hætti hún að vera jafn niðurdregin og hrædd og áður var. Ef til vill var það sann- færingin um, að þegar allt kæmi til alls tæki Tony hana fram yfir Newton-námurnar. i Flugfarið hafði þegar verið pantað og eins gistihúsarúm. Þessi óskadraum- ur var næstum irðinn veruleiki. í þakklætis skyni ákvað Kit að kaupa handa manni sínum fín- ustu ferðatösku, sem hún gæti fengið. Og síðdegis daginn eftir lagði hún af stað strax eftir há- degisverð, og ásetti sér að fara gangandi í góða veðrinu, en tók samt með sér regnkápu, sökum þess að spáð hafði verið skúrum. Bryan var að tala við Harry, þegar hún kom út á torgið, en hann kinkaði kolli til verkstjór- ans í kveðjuskyni og var einn síns liðs þegar hana bar að, og brosti ánægjulega. — Jæja, hvernig gengur? sagði hann, og það mátti heyra á röddinni, að honum var veruleg forvitni að vita það. — Þetta er allt að lagast, sagði hún. — Við ætluð að láta verða af því að fara til Feneyja, hinn daginn. — Það gleður mig. Þín vegna, á ég við. En vitanlega ekki okkar vegna. — Okkar? — Þú skilur þetta ekki. Þetta verk hefur aðeins vérið þolan- legt vegna þess að ég hef fengið tækifæri til að sjá þér bregða fyrir. Þetta hafði Kit ekki skilið. í Bandaríkjunum hefði það verið gert skiljanlegt með hrópum og blístri, en hér var ekki gert nema brosa og segja: „Góðan daginn, gott er nú veðrið“, eða í hæsta lagi einhverjar smáveg- is augnagotur. Hún gekk áleiðis til Berkeleytorgsins og gladdist í huga sínum yfir því, að þarna var dálítið til að vega móti hryllingnum, sem hún hafði orð- ið fyrir; róleg hlýja, eins og hún hafði orðið vör við hjá Bryan og vinafólki hans í Skósveinastof- unni. Hún var komin alllanga leið, er hún varð þess vör, að einhver var að elta hana, eða gæta að ferðum hennar — það var erfitt að segja, hvort var. Þarna voru þessi venjulegu þrengsli í um- ferðinni, og allt of þröngt á gang stéttunum, sem voru svo mjóar. En enda þótt henni væri illa við mikið fjölmenni, stóð það í engu sambandi við tilfinninguna, að henni væri ýtt til hliðar af ókunnu fólk. Einhversstaðar í þessum manngrúa fannst henni eins og einhver væri að haga ferðum sínum eftir henni. Hún gekk inn í inngang á$ búð, þar sem var fornlegur spegill til sýn- is, og leit í hann, en ekki gat hún séð neinn, sem hún kannað- ist við. Það gat vitanlega verið bara hugarburður, en hún hafði það á meðvitundinni, að þarna væri maðurinn, sem hafði komið í íbúðina dagirin áður. Ef svo væri, vildi hún hitta hann. Hún kynni að hafa gert honum rangt til, og að hitta hann þarna á fjölfarinni götu var öruggast. En svo datt henni í hug, að það væri heimska að vera að gera sér rellu út af þessu. Bf hann ætti eitthvað meinlaust vantalað við hana, var það hans að gefa sig fram. Hún reyndi fyrir sér hjá Finne gan, en þar var ekki til það, sem hún vildi fá. Hún var alls ekki neitt hrædd nú orðið. En samt fór hún út um aðrar dyr og flýtti sér í aðra búð, sem hún mundi eftir í Piccadilly. Það var ekkert á móti því, að maðurinn fengi að hafa eitthvað fyrir því að ná í hana. Þarna fann hún einmitt það, sem hún vildi fá, handsaumaða tösku fallega en um leið létta. Hún var sú dýr- asta, sem þarna var til, en á amerískan mælikvarða var hún hræódýr, svona vönduð. — Getið þér látið setja á hana stafina A.W.N. og sent hana heim til mín fyrir kvöldið? —- Ég skal spyrja, frú, sagði afgreiðslustúlkan og fór svo til að spyíja yfirmann sinn. — Sjálfsagt, sagði hann. — Láttu hana borga tvöfallt fyrir stafina, og segðu henni, að send- ingin kosti ekki neitt. Kit gekk út og hugsaði með sér, hve dásamlegar búðirnar hérna væru, samanborið við New York. Hún stanzaði í dyrunum. „Skúr irnar“, sem spáð hafði verið, voru orðnar hellirignirig. Hún fór í regnkápuna sína þarna inni í dyraganginum, og tók að ráða það við sig, hvort hún ætti að snúa heim eða bíða af sér veðrið. En himinninn var alskýjaður og dimmur, og helzt útlit fyrir, að regnið mundi standa tímunum saman. Þegar hún stóð þarna í dyra- ganginum, fann hún einhvern veginn á sér, að einhver hafði gætur á henni, en engan gat hún þó séð, sem hún kannaðist við. Hún fór aftur inn í búðina og spurði, hvort hægt væri að kalla á talstöðvarbíl fyrir hana. Hún varð hvorki hissa né von- svikin, er hún komst að því, að bíll var ófáanlegur. Hún hafði að minnsta kosti unnið það við töf- ina að geta komizt óséð úr búð- inni. Hún gekk beint út og leit snöggt til hægri og vinstri. Eng- inn var sjáanlegur. Taugarnar í henni voru alveg að bila. Þetta var allt ímyndunin ein. En eftir tvær nætur hér frá, verðurðu farin að sofa með Stóra Skurð- inn fyrir neðan gluggann þinn, sagði hún við sjálfa sig. Og lik- lega farin að bölva óloftinu! Hún gekk af stað og hóaði í hvern bíl, sem hún sá, en þeir voru allir setnir, eða þá einka- bílar og þannig komst hún alla leið yfir í Bond-stræti. Það var biðröð við hvern strætisvagn á norðurleið, og enda þótt hún hefði aldrei ekið í strætisvagni allan þann tíma, sem hún hafði verið í London, vissi hún, að þannig kæmist hún nær heimili sínu. Vingjarnleg gömul kona bauð henni skjól undir regnhlíf- inni sinni. ailltvarpiö Sunnudagur 25. ágúst. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar. 11.00 Messa að . elliheimilinu Grund 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Sunnudagslögin. 16.50 Útvarpað frá Akureyri: Akur- eyringar og K.R., leika í fyrstu deild Knattspyrnumóts íslands (Sigurður ' Sigurðsson lýsir keppninni). 17.40 Barnatími: (Helga ng Hulda Valtýsdætur). a) Leikrit: Óli vill líka fara í skóla** eftir Amund Schröder. Leikstjórij Klemenz Jónsson. b) „Tveir rauðir indíánar** saga eftir En- id Blyton (Baldvin Halldórsson les). 18.30 „Logn og blíða": Gömlu lögin sungin og leikin. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir, 19.30 Fréttir. 20.00 Havnar Hornorkestur — Lúðra- sveit í>órchafnar í Færeyjum leikur. — Einleikari: Robert Oughton. Stjórnandi Th. Pauli Christiansen. 20:30 Erindi: Sumarið góða á Kili (Jóhannes úr Kötlum). 20:50 Dorothy Kirsten og Richard Tucker, Eleanor Steber og Ram- on Vianay syngja dúetta úr ó- perum. — Hljómsveit Metropoli tan óperunnar í New York leik- ur. — Fausto Cleva stjórnar. 21:10 í borginni — þáttur í umsjá Ásmundar Einarssonar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagrur 26. ágrúst. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13:00 Tónleikar af plötum. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr kvikmyndum. — 18:5d Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19.30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Gísli Hall dórsson, verkfræðingur). 20:20 íslenzk tónlist: . „Úr myndabók Jónasar Hall- grímssonar** eftir Pál ísólfsson. Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. — Hans Antolitsch stjórnar, 20:40 Synoduserindi: Um kirkjubygg- ingar (Séra Sigurður Pálsson, Selfossi). 21:10 Andante spianato et Grande polo " naiee í Es-dur, op. 22, eftir Chopin. — Halina Czerny-Stef- anska leikur 1 Es-dur, op. 22. eftir tékknesku fílharmoníusveit inni. — Vaclav Smetacek stj. 21:30 Útvarpssagan: „Heifjötur** eftir Dagmar Edquist; VII. (Guðjón Guðjónsson þýðir og flytur). 22:00 Frétjtir, síldveiðiskýrsla og veð- urfregnir. 22:20 Búnaðailþáttur: Haustbeitin er framundan, (Jóhannes Eiríks- son). 22:40 Edward Power Biggs leikur á orgel Dómkirkjunnar í Reykja- vik tónverk eftir Johann SebasU ian Bach: a) Prelúdía ©g fúga í Es-dúr —• ,3t. Anne.** b) Kóralforspil. e) Prelúdia og fúga i a-molL moil. 23.25 Dagskrálok. KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN DON'TSITNO, CUTER'I CAN STILL HANDLE DOES HEE KNOW ! YOU M0T HOUSEBROKEð — Frænka, hér eru óvænt tíðindi. Komdu og sjáðu hjónakornin. — Sá gamli virðist ekki vita hvað- juq á sig stendur Veðrið./ — Er hann ekki fallegur? Lítíll strákur, sem þykist vera indíáni. — Komdu og heilsaðu Mabel, frænka. Hún ætlar að ta^a bann gamla að sér. — Það var þess vegna sem hann var að skrifa öll bréfin. Velkomin á búgarðinn MabeL — Komdu sæL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.