Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 11
mnnudagur 25. ágúst 1963 MORGUNBLADIÐ 11 jn«i—i-ii‘ i1 r* eyrarveg. Boli var mikill íyrir sér og dró að sér at- hygli okkar, stoltur og við- sjáll, þar sem hann stóð við girðinguna með hring í nösum og nuddaði hausnum utan í einn staurinn. Páll sagði: „Að hugsa sér, hér stendur þú og bítur gras, en þeir fara um allar sveitir í bílum með sæð- ingasprautur. Du har al min sympati, kære ven;“ Ég gekk út úr bílnum í átt- ina til bola og þá setti hann undir sig hausinn, bölvaði og renndi upp á mig rauðþrútn- um augum, svo ég hopaði. Páll kallaði á eftir mér: „Gættu þín, þú ert ókunnugur í sveit- um veizt það kannski ekki, en þetta er ekki heimaalning- ur.“ Svo fór hann að segja mér frá því, að Sigurður Ólafsson, hestamaður og söngvári, þeysti' um sveitirnar með sprautur, en syngi svo þess í milli: „Lýs milda ljós“ við jarðarfarir. „Ég þoli þetta ekki,“ sagði Páll, „svona dóna- skapur fer í taugarnar á mér og ég er búinn að segja Sig- urði að ég neita að spila undir fyrir hann í kirkjunni, ef hann hættir ekki þessu sprautu- ®eði“. í þessum svifum ók fram á okkur bíll. Hann stöðvaði og út úr honum gengu unglingar og þrekvaxinn maður. „Hér vantar eitthvað rautt,“ sagði maðurinn og brosti. Ég leit á hann og þekkti gamlan kunningja og lög- regluþjón frá Siglufirði, Guð- mund J. Guðmundsson, viður- nefni: jaki. MIÐVIKUDAGUR í 31. JÚLl Fórum austur á Hérað í dag. Ég hef aldrei séð jafn fagra f jallasýn og af Möðrudalsfjall- garðinum. Skildi vel það sem ég hafði heyrt eftir Jakobínu Johnson, þegar hún hafði lok- jð ferðalagi um ísland. „Hvað er yður minnisstæðast?“ var hún spurð. „Fjallasýnin «f Möðrudalsöræfum," svar- aði hún. Þar sem ég stóð og horfði yfir landið, rifjaðist upp fyr- ir mér það sem Kort bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð, nú benzínafgreiðslumaður í Reykjavík, sagði mér ekki alls fyrir löngu: „Við erum góð- kunningjar við Túbals,“ sagði hann. „Og einhverju sinni sagði ég við hann: „Heyrðu Túbals, viltu ekki mála fyrir mig útsýnið úr stofugluggan- um héðan frá Torfastöðum?“ Túbals leit út um gluggann, síðan á mig og sagði: „Ramm- aðu bara gluggann inn, ég get ekki gert betur.“ Þetta eru menn sem skilja landið. Á þessum stað kviknaði eitt- hvað í brjósti mínu, endur- minning, blámóðuþögn, ég veit það ekki. Sumir mundu kalla það einhvers kónar upp- kast: Landið rís í suðri, svöl f jöll og tær sumarblá af þögn og heitri móðu. Vinjar í auðn þar sem bænda- býlin stóðu, brúneyg er stúlkan sem lék sér þar í gær; horfir hún nú við suðri, sér að rís af sæng síns lands og fóstru Herðubreiðar gamall draumur, gengur hún sinnar leiðar í gulu skini hugans, leitar nýs veruleika; vaknar enn og grær vitund þess að sólin fylgir heiði nakins lands. Þótt nætur- myrkrið breiði náttserk yfir lyng og gamall bær hyljist sjónum, svipast hún um af f jalli, sólroðin nótt. Og eins og land- ið kalli. — M. ' ■; ; Tortryggni í Feking í gnrð Sovétung- mennn Moskvu 23. ágúst (AP). SENDINEFND sovézkra ung- menna, sem fór til Peking 1961, hefur nú kveðið sér hljóðs í blaði ungkommúnista í Sovétríkjunum „Komsomols kaya Pravda“. Ber talsmaður sendinefndarinnar fram harða gagnrýni á gestgjafana í Pek- ing. Segir talsmaðurinn. að and- rúmsloift blandið tortryggni hafi mætt nefndinni i Peking og nefndarmenn hafi haft á tilfinningunni, að njósnað væri um ferðir þeirra. I Einnig kvartar talsmaður- | inn undan þvi, að kínverskri I æsku sé ekki skýrt frá afrek- um Sovétríkjanna á sviði , geimferða. Segir hann, að margir kínverskir unglingar I hafi ekki heyrt minnzt á tvo fyrstu geimfara Sovetríkjanna Yuri Gagarín og German Titov. Kjarnorku- sprengja Washington 23. ágúst (NTB). BANDARÍSKA kjarnorkumála- nefndin hefur skýrt frá því, að í dag hafi Bandaríkin sprengt litla kjarnorkusprengju neðan- jarðar á Nevada-auðninni. uorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó KRON búðirnar Keflavík — nágrenni Seljum bruna í húsgrunna og stærri uppfyllingar. Verð kr. 65.00 rúmmeterinn ca. 550 bílfarmuripn. KRANINN H.F., símar 1803 og 1395. Drengjabuxur Seljum á mánudag mjög ódýrar drengjabuxur úr TERYLENE. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Nauðungaruppboð verður haldið að Grettisgötu 51A, hér í borg, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl. miðvikudag- inn 28. ágúst n.k. kl. 11 f.h. — Selt verður: renni- bekkur, bandsög, tvær trésmíðavéla samstæður og smergelskífa tilheyrandi Nýja Kompaníinu h.f. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembæætið í Reykjavík. '----------------- I 4 • BER • MADR * BUDAPEST * MOSKVA • HlLANO_____ • BERLIN_______ • LUXEMBJURG _____ KAUPMANNÁHÖFN • R.VIK.. IN _________•_ NEW yöRK_ • 0SL0 __ . .• L0ND0N- • PARIS __ í . •HAMBORG • ROM • B.B.C. $ & ra ^ Munið að ferða- og farangurstrygging YÁTRYGGINGÁFÉIAGÍÐ j er ócjýr nauðsyn EORGARTÚNI I,— SIMI 11730 — REYKJAVIK 1 * %óleu u T Laugavegi 33. 1 Útsalan hefst á mánudagsmorgun 8 Mikið úrval af alskonar kven og A barnafatnaði. Stórkostlegur afsláttur. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.