Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. ágúst 1963 Hafaldan á Seyðisfirði hæsta söltunarstöðin HeildarsöUun á landinu urn 400 þús. tunnur sl. fimmtudagskvöld HEILDARSÖLTUN nam á föstu dagskvöld tæpum 400 þúsund tunnum. Á Seyðisfirði hafði ver ið saltað í 88.712 tunnur, á Rauf arhöfn 72.586 og Siglufirði 67.282. Söltun á Seyðisfirði skiptist þannig á stöðvarnar: Hafaldan 19.636, Ströndin 17.769, Sunnu- ver 16.319, Valtýr Þorsteinsson 8.495, Sókn 8.221, Neptún 6.707, Borgir 6.131 og Þór 5.124. Á Raufarhöfn skiptist söltunin þannig: Óskarsstöð 17.045, Óðinn 13.866, Hafsilfur 12.636, Norður síld (Valtýr Þorsteinsson) 11.913, Borgir 9.372, Gunnar Halldórsson 5.275, Skor (kaupfélagið) 2.028, Hólmsteinn Helgason 450. Á Siglufirði er skiptingin þann ig: Nöf 7.769, Pólstjarnan 7.286, Haraldarstöð 5.665, Ó. Hinriksen 4.792, Njörður 4.352, Hafliði 3.886, Síldarstöð fsfirðinga 3.700, Jón Gíslason og Ásmundur h.f. 3.546, ísafold 3.493, Kaupfélag Siglufjarðar 2.850, Hraun 2.472, Reykjanes 2.430, Ásgeirsstöð 2.350, Óskarssíld 2.253, Sunna 2.248, Þóroddur Guðmundsson 1.891, Sigfús Bald. 1.543, Hall- dórsstöð 1.132, Vesta 1.025, ís- lenzkur fiskur 961, Gunnar Hall dórsson 786, Ýmsir 623 og Stein- grímur Matthíasson 157. Á Norðfirði var á sama tíma búið að salta í um 43 þúsund tunnur. Hæsta söltunarstöðin þar var Máni með 12.500 tunnur. Þingi Sambands isl. sveitariélaga slitið Jónas Guðmundsson endurkj. formaður 1. LANDSÞING Sambands ísL sveitarfélaga var slitið á laugar dagsmorgun, og hafði það þá staðið síðan á fimmtudag. Stjórn arkjör fór fram fyrir þingslit, en síðan fluttu erlendir gestir ávörp. Hin nýja stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga er þannig skipuð fyrir næstu 4 árin: Jónas Guð- mundsson, formaður, Páll Lín- dal, Reykjavík, Hafsteinn Bald- •vinsson, Hafnarfirði, Hermann Eyjólfsson, Ölfushreppi 'og Vig fús Jónsson, Eyrarbakka. Vatnabíllinn HOLTI, 24. ágúst. — Vatnabíll- 'inn stóri er nú kominn austur yfir Veiðiós Org voru leiðangurs- menn á Fossfjöru í nótt. Nú eru þeir á leið frá Kálfafellsmelum austur yfir og fóru yfir Hvals- síki í morgun. Segja þeir félagar að farar- lækið virðist ætla að reynast égætlega bæði í vatni og á sandi. Þeir ætla á vatnabílnum austur yfir Skeiðará og munu hugsa sér áð líta á „gullleitarstaðinn“ í leiðinni. — Siggeir. Tómas Jónsson, borgarlögmað- ur, sem verið hefur lengi í stjórn inni, baðst undan endurkosningu svo og Björn Finnbogason, odd- viti Gerðahrepps. IMína heldur 25 ára yfirlitssýningu NÍNA Tryggvadóttir, listmál- ari, hefur að undanförnu ver- ið hér heima á íslandi. Er hún komin til að setja upp yfirlitssýningu á verkum sín- um, sem opnuð verður í Lista mannaskálanum nk. föstudag, en er í boði Myndlistarfélags- ins. Á sýningunni eru myndir gerðar frá árunum 1937 fram á þennan dag og má því sjá hvaða breyting hefur orðið á myndum listakonunnar á 25 árum. Ein af elztu myndunum er Hafnarfjarðarmynd í hefð- bundnum stíl, mikið er af mannamyndum og um helm- Ingurinn af sýningarmyndum er í abstrakt formi. Elztu myndirnar eru málaðar hér heima á íslandi, en síðan hef- ur listakonan dvalizt langdvöl um í London, París og New York og hafa margar mynd- anna orðið til á þessum stöð- um. Meðfylgjandi mynd er frá 1940 og sýnir Lækjartorgið, sem sjá má, sést þar Sölu- turninn, strætisvagn og gamla Persil-klukkan. Ben Bella hyggsf fylgja fordœmi Fidels Castro Algeirsborg — AP-NTB-AFP Ben Bella, forsætisráð- herra Alsír, hefur nú lýst því yfir, að ákveðið hafi verið að fylgja í Alsír sömu stefnu í sósíalisma og Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, þrátt fyrir allsterka andstöðu gegn þeirri stefnu meðal Alsírbúa. + Hefur yfirlýsing þessi vakið allmikla athygli, þar sem ríkt hefur kommúnískt einræði á Kúbu frá því Fidel Castro komst þar til valda. Nýja símaskráin í lok oktðbermánaðar ISIokkrar sjálfvirkar símstöðvar tekrtar i notkuri á naestunm NÆSTU DAGA fara fram breyt ingar á vélabúnaði símans í Reykjavík, og má því á meðan búast við nokkrum afgreiðslutöf um á langlínusímtölum til Reykja víkur. Um næstu mánaðamót (31. ág.) verða allu: símanotendur í Hafn arfirði tengdir við nýja sjálf- virku símstöðina þar, og er hætt við einhverjum truflunum á sím um notenda meðan á því stend- ur. Gert er ráð fyrir, að nýja sjálf virka simstöðin í Kópavogi verði opnuð í byrjun nóvembermánað ar, og jafnframt verði lokið við stækkun Reykjavíkur stöðvar- innar. Þegar framangreindum fram- kvæmdum er lokið, verður fljót lega hægt að afgreiða fyrirliggj andi umsóknir um síma í Reykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði. Ný símaskrá verður gefin út í lok októbermánaðar. Sjálfvirk símstöð verður opnuð í Vestmannaeyjum um mánaða mótin nóvember-desember og á Akranesi seint í desember, og band þaðan við stöðvarnar í Reykjavík og nágrenni. Sjálfvirkt símasamband milli Reykjavíkur og Akure- -ar verð- ur opnað næsta vor, Ben Bella lét uppi þessa á- kvörðun sína í viðtali við kúb- önsku fréttastofuna ■ Pressa Lat- ina. Þar segir forsætisráðherrann að sósíalismi sé framkvæmdur með ýmsu móti hjá hinum ýmsu þjóðum heims. „En Alsír þarfn- ast róttæks byltingarflokks, sem getur endurspeglað óskir fólks- ins og hagsmuni“, segir Ben Bella — og bætir við: „Komandi ár mun sýna fram á endanlegan sigur sósíalismans í Alsír“. Forsætisráðherrann segir enn- fremur í viðtalinu að einkafram- tak muni á næstunni fá mjög minnkandi þýðingu í atvinnulífi Alsír, en áhrif sósíalismans auk- ast að sama skapi. Aðeins 3 trillur a sjo tra Akranesi AÐEINS þrjár trillur eru á sj6 héðan í dag, því ekki er tekið á móti fiski til vinnslu í frysti- húsunum á laugardögum og sunnudögum. Hinir 9 trillubátar sem í gangi eru liggja því un» kyrrt. Hinn nýi stálbátur Þórðar Ósk arssonar heitir Sólfari og hefur einkennisstafina AK 170 — — Oddur. — Fyrstu fregnír Framh. af bls. 1 iff drepnir í Saigon, er her- menn tóku bænahús þeirra í borginni. Þá munu og sjö- tíu manns hafa særzt. Enn- fremur segir, aff 900 manns hafi veriff handteknir í Hue síffustu þrjá daga, en yfirmaff ur hersins þar, Do Cao Tri, hershöfffingi, staffhæfir í viff- tali viff fréttamann Reuters í dag, aff tala handtekinna sé um 400. Bardagarnir á fimmtudag urðu í héraðinu Dinh Tuong, sem er um 80 km suður af Saigon. Út- varpið í Saigon segir í gær, að yfirmaður hersins í Saigon og ná grenni, er m.a. tekur yfir héruð in Gia Dinh og Dinh Tuong, hafi gefið skipun um, að öllum skól um á svæðinu skuli lokað og her vörður settur við allar helztu byggingar á svæðinu. Þá hefur útvarpið hvatt stúd enta til þess að sýna „meiri skyn semi í afstöðu sinni til hersins og hugsa heldur um lexíur sín- ar“. Er þeim viðvörunum beint til stúdenta, að stjórnin muni grípa til alvarlegra aðgerða, ef þeir ekki fylgi ráðum hennar. Lausnarbeiffni hafnaff. Utanríkisráðherra S-Vietnam, Vu Van Mau, var geysivel fagn að í morgun af u.þ.b. eitt þús- und stúdentum í háskólanum 1 Saigon, er hann sagði þeim, að hann hefði sagt af sér. Ráðherr- ann er prófessor í lögum við há- skólann, en sem kunnugt er, lagði hann lausnarbeiðni sína fyr ir forsetann í gær, eftir að hafa krúnurakað sig að sið Búdda- munka. Opinberlega var tilkynnt í morgun, að forsetinn hafi hafnað lausnarbeiðni utanríkisráðherr- ans, en boðið honum, að taka sér þriggja mánaða frí frá störfuxn, og fara 1 pílagiímsferð til Ind- lands. Ekki er vitað, hvemig ráðberrann hefur brugðizt við af stöðu forsetans. Stúdentar í Saigon hafa skip- að 17-manna nefnd, er vera skal fulltrúi allra stúdenta í landinu í baráttunni fyrir trúfrelsi. Hafa þeir sent stjórninni yfirlýsingu, þar sem hún er sökuð um trú- arofstæki og kúgun og að hafa lagt hömlur á baráttua gegn kommúnstum. Utanríkisráðherr- ann hefur skrifað undir yiirlýs- ingu stúdentanna. Hyggst stjórnin kljúfa andstöðuna? Talið er, að stjórn S.-Vietnam hafi í hyggju að skipa opinber- lega nýjan leiðtoga Búddatrúar manna — munk, að nafni Thich Thin Hoa, er kom fram í útvarp- inu í Saigon í gærkveldi. Hefur hann setið í fangelsi að undan- förnu ásamt fleiri trúbræðrum sínum, en fréttamenn segja, að hann muni því fylgjandi, að Búddatrúarmenn beiti minni hörku í kröfum sínum. Maður þessi á alnafna, er telzt til hinna áköfustu andstæðinga stjórnar- innar og telja fréttamenn víst, að með þessu hyggist stjórnin kljúfa fylkingu Búddatrúar- manna, losa sig með fangelsun- um og aftökum við hina herskáu og semja við hina. Þá er sagt, að stjórnin muni ræða ítarlega við helzta núver- andi leiðtoga Búdda munka, sem er Thioh Tinh Khiet, áttræður maður. Hefur hann átt tiltölulega lít- inn þátt í mótmælaaðgerðum Búddatrúarmanna, nema hvað hann hefur undirritað yfirlýs- ingar þeirra ag kröfur. í fregnum frá Phnompenh I Cambodiu segir, að stjórn lands- ins hafi skorað á U Thant, fram- kvæmdastjóra S.Þ. að láta at- burðina í S.-Vietnam til sín taka og kalla saman aukafund AUs- herjarþingsins. Þá hefur stjórn Norður-Vietnam mótmælt að- gerðum stjórnarinnar í S.-Viet- nam við alþjóðlegu eftirlitsnefnd ina fyrir Indó Kína. Hin opinbera fréttastofa í Saigon sagði í morg- un, að fundizt hefðu bréf -rá Ho Chi-Minh, forseta kommún- iska ríkisins N-Vietnam í bæna- húsi búddatrúarmanna við Phan Thie, u.þ.b. 160 km. frá Saigon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.