Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 25. Sgúst 1963
„Nei, ekki í þetta sinn,“
svara ég.
„Nú, jæja,“ segja þeir og
fitja upp á nefið, og virðing- -
in fyrir Vopnafjarðarferðinni
er rokin út í veður og vind.
Ég hef það á tilfinningunni,
að ég sé í svipuðum sporum
og maður, sem er nýkominn
frá Geysi í fyrsta skipti og er
spurður að því, hvort hann
hafi séð hverinn gjósa. „Nei,
því miður,“ segir hann. „Nú,
lagði hann af stað með klyfja-
klárana og gekk eftir vestur-
halla árinnar niður í kaup-
staðinn. Það átti ekki að hafa
áhyggjur út af honum, onei.
Milli þess sem hann út-
réttaði í kaupstaðnum spilaði
hann lomber og var eins á-
hyggjulaus og hestur í haga,
lallaði sig síðan heim eins og
hann byggi í næstu götu.
Hvernig er hægt að skilja
þetta fólk? Eða var þetta fólk
SVOL FJOLL OG TÆR
DAGBÓKARSUTUR
í ævintýrinu gerist margt
óvænt, sem lifir í sögnum,
fólks og öðlast nýtt líf á
skorpnum vörum. Oft má litlu
muna. Mér stóð ógn af
Vopnafirði, hafði ávallt fund-
izt hann ekki einhamur í fjar-
lægð og einangrun ímyndun-
araflsins. Þar hafði líka bú-
ið gömul kona, var mér ein-
hvern tíma sagt, sem steig
ávallt fyrst hægra fæti á gólf-
ið, þegar hún fór fram úr
rúmi sínu á morgnana. Einu
sinni varð henni á að stíga
vinstra faéti á undan, þá sagði
gamla konan: „Nú henda
einhver óhöpp.“
Samt hlakkaði ég til að
koma á þennan dularfulla
stað fjarlægra drauma, þar
sem Brodd-Helgi hafði áður
riðið um sveitir með titrandi
peningahjarta í brjósti, Kristj-
án Fjallaskáld dáið drottni
sínum í kvistherbergi og
Gunnar Gunnarsson horft á
steina og vatri og borðað sil-
ung eins og Sighvatur, mik-
ið skáld og stór maður. Flest-
ir íslendingar virðast vera
sannfærðir um, að íslendinga
sögur séu toppurinn á rituðu
máli. Það hefði vafalaust þótt
goðgá að segja um Gunnar,
þegar hann óx upp drengur
í Vopnafirði, að hann mundi
síðar verða meira skáld en
sá maður sem ritaði Vopnfirð-
inga sögu. í mínum huga er
hún heldur lítilsgildar bók-
menntir, en það var dreng-
urinn á Ljótsstöðum í Vestur-
árdal, en ekki hið gamla skáld
miðaldanna, sem skrifaði þá
Vopnfirðinga sögu sem sam-
boðin er dal og sveit. Samt
á Vopnfirðinga saga hin eldri
fagra strengi:
„Svá var vingott með þeim
Brodd-Helga og Geiti að þeir
áttu hvem leik saman,“ segir
á einum stað. Bak við þessi
orð slær gott hjarta.
Hvergi em andstæðumar
eins skarpar og í Vopnafirði,
það þóttist ég vita þegar við
ókum frá afleggjaranum á
Möðrudalsöræfum niður í
kauptúnið og vorum hálfnuð
með þessa sjötíu kílómetra
leið. Og ekki fannst mér það
út í hött að láta sér detta
í hug, að vel gæti snjóað í
þessari hrikalegu háfjalla-
auðn, þó síðla júlí væri. En
takmarkið var stórt og göf-
ugt og freistingarnar nógu
miklar til að öll slík hugsun
væri umsvifalaust kæfð í fæð-
ingunni: framundan Hofsá
full af lúsugum og nýgengn-
um löxum með sporðakasti
og sumarfríi. Mér létti, ég
varð sannfærður um það væri
snjógrunnt í dalnum, ef illa
færi. En raunsæispartur hug-
ans fór að þjarka eitthvað og
vekja upp gamla drauga og
mér fannst eins og einhver
segði við mig: Það er víst
bezt fyrir þig að gæta þín,
drengur minn, það fer eftir
því hvernig fellur til .Þannig
hélt ég fastar og fastar um
stýrið eftir því sem á leið
ferðina yfir þessa ófrjósömu
sandauðn, og alla leiðina var
ég að velta því fyrir mér
hverju það líktist þetta land,
fannst of vel sloppið að likja
því við Sahara.
Það er eins og nýfleginn
skrokkur. .
SÍÐAR SAMA DAG
Að aka til Vopnafjarðar yf-
ir hrjóstruga sanda og auðnir,
fylgja Hofsá á hægri hönd,
unz hún hverfur austur undir
Burstarfell og standa svo allt
í einu á fellsbrúninni og sjá
græna sveitina opnast eins og
rofi til á þungbúnum himni og
fylgja enn ánni, þangað til
hún hverfur í hvítfaldað haf,
það er eins og kynnast hlé-
drægu fólki, sem opnar ekki
hjarta sitt fyrr en maður á
langa leið að baki um karakt-
erauðnir og hrjóstrug lönd
einmanaleikans? En svo þegar
við höfum unnið þetta fólk
og séð inn í hjarta þeSs, lifir
það með okkur og bregzt
aldrei á hverju sem gengur.
Þannig er mgrgt af því fólki,
sem bezt endist við náin
kynni. Þannig er Vopnafjörð-
ur.
Þegar við komum aftur
heim spurði ég Guðmund
Daníelsson, hvað honum þætti
eftirminnilegast úr ferðinni.
Hann sagði hiklaust: „Vopna-
fjörðurinn. Hann er svo magn-
aður, að ég kemst ekki und-
an honum. Hann lifir í mér
og meir eftir því sem frá
líður."
í þessari sveit öðlast hrjóstr-
ið líf við nánari kynni. Mér
fannst ég vera í sporum unga
skáldsins, sem fluttist sumarið
1896 með foreldrum sínum úr
Fljótsdal til Vopnafjarðar og
segir frá förinni í Fjallkirkj-
unni, því mónumenti; bæirn-
ir komu á móti okkur eins og
ferðafólkinu þá, en nú með
meiri hraða, hundarnir eltu
tý'sna og lækirnir voru jafn
háðslegir eða illspáir eins og
áður. Það var hressandi að sjá
Smjörvatnsheiðina blasa við
augum. Þegar Gunnar Gunn-
arsson reið yfir heiðina hófst
nýr kapituli í íslenzkum bók-
menntum.
Og einhvers staðar inni í
gljúfrunum bíður Heiðaharm-
ur.
Enn eru steinarnir eins ólík-
ir og kirkjufólk' á sunnudegi,
enn er grasið símasandi og
enn sigla skip á himni. Það
eru vafalaust margir, sem
halda að kaupfélagið á Vopna-
firði sé uppreisn staðarins, en
það er rangt. Upprisu sína á
Vopnafjörður Fjallkirkjunni
að þakka.
Það var skemmtileg til-
breytni að reyna að setja sig
í spor Ugga Greipssonar þenn-
an fagra síðsumardag.
Við ókum niður Burstar-
fellið og inn í þorpið, ákváð-
um að hitta Methúsalem að
máli einhvern tíma síðar, en
þá urðum við að gera upp á
milli hans og laxanna. Og
laxarnir sigruðu. Vonandi tek-
ur Methúsalem það ekki illa
upp, þó við heimsækjum hann
ekki fyrr en næsta sumar.
Síðan við komum úr Vopna-
firði hafa allir spurt: „Hitt-
irðu ekki Methúsalem?"
jæja,“ er þá sagt og yppt öxl-
um.
ÞRIÐJUDAGURINN
30. JÚLl
Við búum á Torfastöðum,
skólahúsi þeirra Vopnfirð-
inga. Það stendur næst Ljóts-
stöðum. Vesturá er lítil, en
sögð full af fiski. Það var
minna um hann í Hofsá. Við
fórum suður að Fossi að veiða.
Það var löng ferð og erfið.
Frá Fossi er sagt í Heiða-
harmi. Þess vegna lifir hann,
þó taða’n sé hætt að ilma.
Bærinn er í eyði, þó standa
enn uppi tóftir og þil.
Húsið húkir skammt frá
fossinum og blasir við okkur,
þar sem við stöndum við ána.
Ég er að kasta í Gissurarhyl,
en það er lítið að hafa og ég
fer að hugsa um landið, ör-
nefnin, liðinn tíma. Líklega
hefur einhver Gissur drukkn-
að í þessum hyl og hér stend
ég nú og reyni að setja í fisk
eins og ekkert sé. . . Ojæja . .
Ég er annars feginn að fá ekki
fisk úr þessum hyl og ég er
líka feginn því að vera ekki
einn á ferð, brekkurnar bratt-
ar og erfiðar og langt til
byggða; áin hyljótt í þröngum
giljum; renni aftur augum til
rústanna og fer að rifja upp
fyrir mér harm þessa af-
skekkta bæjar. Að hugsa sér
að hér skuli eitt sinn hafa bú-
ið fólk. Einhver gaukaði því
að mér, að bóndinn hafi sagt,
þegar hann fór í kaupstað:
„Ég kem eftir viku.“ Svo
eins og við? Voru þetta ekki
einhver náttúruundur sem
ixxu upp úf jörðinni eins og
fjöll og hamrar? Ég spurði
sjálfan mig, hafði hvort eð
var ekkert annað að gera,
því ekki var hann á.
Einveran, þögnin, þessi
hrópandi þögn auðnar og ör-
I
æfa, er meira virði en allir
laxarnir í hylnum. Hvernig
er hægt að kynnast landinu
betur en með því að hlusta á
árnar? Þær eru eins og orð
af vörum landsins, hvísl úr
djúpum lindum 'þess. Og
þarna var Foss og blasti við
forvitnum augum og gat ekki
einu sinni fallið og gleymzt,
túnið kafgrænt af frjóvguðu
sumri. En bæjarrústirnar eins
og ógróið sár.
Á Vopnafirði er margt á-
gætra manna. Sigurjón Jóns-
son, fréttaritari Morgunblaðs-
ins, er ötull og dugmikill
framkvæmdamaður og einn
helzti forvígismaður um
stofnun síldarverksmiðju á
staðnum. Það er gaman að
skoða þessa verksmiðju, hún
virðist í senn traustlega byggð
og öllu snyrtilega fyrir kom-
ið. Hafa Vopnfirðingar sýnt
mikinn dugnað með byggingu
herinar. Sigurjón sagði að hún
væri líftaug staðarins, og
hann sagðist vera ákveðinn i
að fá nóga síld til bræðslu 1
sumar. Þannig ríkir bjartsýni
um allt land,- bjargföst trú á
endurreisn íslenzkra atvinnu-
vega ög efnahagslegt sjálf-
stæði fólksins, ef vel er á mál-
um haldið. Vonandi verður
spá Sigurjóns að veruleika.
Þó er okkur hinum ekki lá-
andi, þó við setjum ekki allt
okkar traust á síldina. Hún er
hviklynd og ekki alveg öruggt
að bjóða henni upp í næsta
dans. Hún á það nefnilega til
að kalsa svolítið við brodd-
helgahjartað í mannskepn-
unni.
Á Vopnafirði rissaði ég upp
þessar saklausu línur:
Vopnaf jörður er vænsta sveit,
þó veiðin sé í minnsta lagi.
Kýrnar ganga brosandi á beit,
því brekkugrænn er sérhver
hagi.
f plássinu sjálfu er síld og
mjöl
og svolítið líka af hákarls-
beitu.
Fjörðurinn hvítur sem hefluð
íjöl,
er hárprúðar meyjarnar dotts
af þreytu.
Hér hefði einhver ort slnn
brag
um það hvernig mörgum ferst
að
líta aldrei yndisdag,
ef hann hvessir og lítið berst
að.
Undir kvöld fórum við Guð-
mundur fram í sveitina. Kýrn-
ar mændu á eftir okkur eins
og þýzkur sandalaferðamaður,
staddur á Mývatnsöræfum.
Nautkálfur lék sér á
túni. Kannski verður hann
einhvern tíma eins og þarfa-
nautið, sem við Páll ísólfsson
sáum í girðingu við Stokks-