Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 12
lz MORGUNBLADID ' Sunnudagur 25. ágúst 1963 (Jtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs,lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. STJÓRNARSKIPTIN í NOREGI egar gengið var til Stór- þingskosninga í Noregi fyrir tæpum tveimur árum, tapaði Verkamannaflokkur- inn meirihluta sínum á þingL Hann fékk aðeins 74 þjngsæti af 150. Það sem reið bagga- muninn í þessum kosningum var að nýr stjórnmálaflokkur, hinn svokallaði Sósíalíski þjóðarflokkur, fékk tvo menn kjörna á þing. En hann var aðallega studdur af kommún- istum og vinstri sinnum úr V erkamannaf lokknum. Þrátt fyrir það að Verka- mannaflokkurinn tapaði meirihluta sínum, sat stjórn Einars Gerhardsen áfram við völd. En stjórn hans hefur nú verið felld. Hinir tveir þing- menn Sósíalíska þjóðflokks- ins greiddu atkvæði með van- trauststillögu borgaraflokk- anna fjögurra og hlaut hún því 76 atkvæði á móti 74 at- kvæðum Verkamannaflokks- ins. / Verkamannaflokkurinn hef ur farið með völd í Noregi í tæp 30 ár. Má því segja, að ekki sé ótímabært að skipt sé þar um pólitíska forystu. Þeg- ar einn flokkur fer áratugum saman með völd er oft hætt við því að af því leiði miður heillavænleg áhrif í stjórn- málum landsins, enda þótt festa í stjórnarfarinu sé mik- ils virði og æskileg. Verka- mannaflokkurinn hefur átt ýmsum merkum og ágætum mönnum á að skipa. Fremsta í hópi þeirra má tvímælalaust telja þá Einar Gerhardsen, forsætisráðherra, og Halvard Lange, utanríkisráðherra, sem stýrt hefur utanríkisráðu neyti Noregs af frábærri lagni og hyggindum allt frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Halvard Lange nýtur ekki að- eins trausts og virðingar norsku þjóðarinnar, heldur og stjórnmálamanna úr öllum stjórnmálaflokkum víðsvegar um heim. Getum við íslend- ingar einnig minnzt ágætrar og mikilsverðar samvinnu við þennan merka norslca stjórn- málamann á undanförnum ár- um. Borgaraflokkarnir fjórir, sem nú taka við völdum í Nor egi, hafa eins og áður er sagt 74 þingsæti í Stórþinginu. — Hægri flokkurinn er þeirra stærstur og hefur 29 þingsæti. Miðflokkurinn eða bænda- flokkurinn hefur 16 þingsæti. Kristilegi þjóðflokkurinn 15 og Vinstri flokkurinn 14. Stjórn þessara flokka verður því minnihlutastjórn eins og síðasta stjórn Verkamanna- flokksins. Má því vel vera að valdatími hennar verði stuttur. — Hinir tveir þingmenn Sósíalíska þjóðar- flokksins hafa lýst því yfir, að þeir muni þegar er stjórnin hefur verið mynduð bera fram vantrauststillögu á hana. En ólíklegt et talið, að Verkamannaflokkurinn greiði henni atkvæði að svo vöxnu máli. Hann mun telja eðlilegt að stjórnin fál tæki- færi til þess að marka stefnu sína og sýna þjóðinni, hvað hún hyggst fyrir. En vitan- lega hugsar Verkamanna- flokkurinn Sósíalíska þjóðar- flokknum þegjandi þörfina. Leiðtogar Verkamannaflokks ins benda nú á, að klofnings- starfsemi hinna svokölluðu vinstri manna í Sósíalíska þjóðarflokknum hafi nú leitt til myndunar .borgaralegrar stjórnar í Noregi. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um, að Verkamannaflokkurinn mun’i leggja mikla áherzlu á að ráða niðurlögum þessa klofningsflokks í næstu kosn- ingum. Borgaraflokkarnir í Noregi hafa verið utan ríkisstjórnar áratugum saman. Á stjórn- málaforystu þeirra hefur því ekki mikið reynt. En vitað er að þeir eiga mörgum ágætum mönnum á að skipa, sem nú munu leggja sig fram um að leggja grundvöll að áfram- haldandi samstarfi flokka sinna, en það hefur oft verið mjög bágborið undanfarin ár. Hefur það gert Verkamanna- flokknum miklu auðveldara um vik að halda meirihluta sínum. Hann hefur oft og ein- att getað bent á, að borgara- flokkarnir væru sundraðir og jafnvel ómegnugir þess að stjórna landinu saman, ef Verkamannaflokkurinn missti meirihluta sinn. Nú hefur það hinsvegar gerzt, að allir norsku borgara- flokkarnir hafa náð samkomu lagi um stjórnarmyndun og munu þess alráðnir, að marka sameiginlega stefnu og starfa saman af heilindum og fram- sýni. Má því vel vera, að stjórnarmyndun John Lyng, formanns Hægri flokksins, hafi í för með sér straum- hvörf í norskum stjórnmál- um. Raöherrar nýju Noregssíjdrnar UM miðja vikuna er gert ráð fyrir, að ný stjórn taki við völdum í Noregi, og í blaðinu í gær var skýrt frá nöfnum væntanlegra ráð- herra. Hér á eftir verða þeir kynntir nokkru nánar. • John Lyng, forsætisráS- herra, er 58 ára, lögfræðingur að menntUn. í tíu ár rak hann lögfræðiskrifstofu í Bergen, eða til 1943, en þá yfirgaf hann Noreg og hélt til Svíþjóð ar. Til loka heimsstyrjaldar- innar vann hann lögfræðistörf fyrir norsku stjórnina og ávaldist bæði í Svíþjóð og Bretlandi. Ef tir að friður komst á, var Lyng skipaður lögfræðingur ríkisstjórnarinn- ar í Þrándheimi. Þar átti hann einnig sæti í bæjarstjórn og gegndi ýmsum öðrum trúnað- arstörfum, -bæði fyrir bæinn og Hægri flokkinn. Frá 1950 hefur Lyng átti sæti í mið- stjórn Hægri flokksins og frá 1958 hefur hann verið formað- ur þingflokks hans. Lyng átti sæti í Norðurlandaráðinu 1953 og 1958. Hann var kjörinn Stórþingsmaður í fyrsta skipti 1945 og átti sæti á þinginu sam fellt til 1953. Hann tók aftur sæti á þingi 1958 og hefur gegnt þingmennsku síðan. Auk stjórnmála- og lög- fræðistarfa, hefur Lyng feng- izt við ritstörf. • Erling Wikborg, utan- ríkisráðherra, var formaður Kristilega þjóðarflokksins frá 1952 til 1956 og síðar formað- ur þingflokks hans. Hann átti fyrst sæti á þingi 1945 og sat þá til 1949. Hann tók aftur- sæti á þingi 1954, en lét af þingmennsku 1961. Frá 1948 • hefur hann oft setið þing Sam einuðu þjóðanna fyrir hönd Norðmanna og. átt sæti í Norð- urlandaráðinu frá 1954. Hann er hæstaréttarlögmaður, fædd ur 1894. • Kare Isaachsen Willoc, verzlunarmálaráðherra, hefur verið þingmaður Hægri flokksins frá 1958, en áður hafði hann setið á þingi um skeið sem varamaður. Hann er hagfræðingur, fæddur 1928 í Ósló og í heimaborg sinni hefur hann gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum, t.d. átt sæti 1 borgarstjórn frá 1952. Frá 1953 hefur hann verið for- maður Hægri flokksins í Ósló. •' Kjell Bondevik, fé- lagsmálaráðherra, er for- maður þingflokks Kristilega * John Lyng þjóðarflokksins. Hann hefur átt sæti á Stórþinginu frá 1950. Bondevik er uppeldis- fræðingur og hefur verið rektor Sauda menntaskólans frá 1947. Frá 1952 hefur Bondevik setið fundi Evrópuráðsins, 1957 og 1958 átti hann sæti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í Norðurlanda- ráðinu 1954, 56, 57 og frá 62 til þessa dags. Félagsmálaráðherrann er fæddur 1901. Hann hefur mikið fengizt við ritstörf. • Hakon-Kyllingmark, varnarmálaráðherra, er fyrrv major í norska hernum og stórkaupmaður. Hann hefur verið þingmaður Hægri- flokksins frá 1954. Kylling- mark, sem er fæddur 1915, er lærður hermaður. Hann barðist í síðari heimsstyrj- öldinni, en að henni lokinni gerðist hann stórkaupmaður þó gengdi hann jafnframt herþjónustu og var majór frá 1947-53. • Onar Onarheim, fisk- veiðimálaráðherra, er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Stord a.s. Hefur hann starf- að við fyrirtækið frá 1941. Áður stundaði hann nám við verzlunarskóla og tækniskóla og var lengi í siglingum. Hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum í heimafylki sínu, Sunnorland og verið formaður Hægriflokksins í fylkinu frá 1955. • Bjarne Lyngstad, sem fer með málefni sveitafélaga, er bóndi, fæddur 1901. Hann hefur stundað nám *við land- búnaðarháskóla bæði í Noregi og erlendis. Hann hefur átt sæti í sveitastjórninni í Inderöy um árabil og gengt formennsku í sex ár. Hann hefur einnig átt sæti í mörg um nefndum. Frá 1961 hefur Lyngstad verið þingmaður . Vinstriflokksins. • Karen Grönn Hagen, fjöl skyldumálaráðherra, eina konan í stjórn Lyngs, hefur átt sæti á stórþinginu frá 1961 fyrir Miðflokkinn. Hún hefur starfað mikið að kvenréttinda málum. • Petter Koren, dómsmála ráðherra, er dómari í Osló. Hefur hann gengt því em- bætti frá 1956, en áður vann hann að margvíslegum lög- fræðistörfum. Hann hefur átt sæti í borgarstjórn Oslóborgar nær samfellt frá 1948. Hann er fulltrúi Kristilega þjóðar- flokksins í stjórninni. • Lars Leiro, samgöngu- málaráðherra, er bóndi í Voss. Hann hefur verið foripaður bændafélagsins í Voss, og frá 1955 til 1961 átti hann sæti í stjórn bændafélags Noregs. Hann hefur verið þingmaður Miðflokksins frá 1958. Hann er kunnur íþróttamaður og frjálsíþróttadómari. • Dagfinn Varvik, fjármála ráðherra, hefur um árabil ver ið ritari þingflokks Miðflokks íns. Hann er hagfræðingur og ritstjóri „Nationen“. Við bæj arstjórnarkosningarnar í haust verður hann efsti maður á lista Miðflokksins í Osló. Framh. á bls. 23. FEGURÐAR- DROTTNING HEIMSINS Fnda þótt auglýsingaskrum ^ og fáfengilegheit í sam- bandi við hinar fjölmörgu feg urðarsamkeppnir hér á landi og erlendis valdi mörgum ís- lendingum hneykslun, er þó ástæða til þess að gleðjast yf- ir því, þegar ung og glæsileg íslenzk stúlka er kjörin feg- urðardrottning heimsins, í hárðri samkeppni við margar fagrar og glæsilegar konur víðsvegar að úr heiminum. Það kom í hlut Guðrúnar Bjarnadóttur frá Ytri-Njarð- vík að hreppa þennan titil, ásamt fé og frama, sem slíku kjöri fylgir að jafnaði. íslend- ingar óska þessari ungu og fögru konu og fólki hennar til hamingju með sigur hennar, um leið og þeir láta þá ósk og von í ljós, að hún hafi þroska og manndóm til þess að neyta hans, sér og sínum til gæfu og fremdar. í þessu sambandi er ástæða til þess að minnast þess, að önnur íslenzk fegurðardrottn- ing, María Guðmundsdóttir, hefur nýlega hafnað tilboði, sem henni barst í París um það að leika aðalhlutvtrk f kvikmynd. Hin unga, íslenzka fegurðardrottning taldi kvik- myndina ómerkilega, ósiðlega og sér ósamboðið að koma fram í henni. María Guð- mundsdóttir á heiður skilið fyrir þessa afstöðu sína. Það er henni og landi hennar til sóma. — Kvikmyndatilboð kunna að vera lokkandi og mikils virði fyrir unga stúlku, sem hefur áhuga á leiklist og vill komast áfram á frama- brautinni. En það er vissulega engin ástæða til þess að gína við hverju sem í boði er hversu ómerkilegt og innan- tómt, sem það kann að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.