Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 3
V ^ Sunnudaffur 25. áffiís* 1963 MORGUNBLAÐIÐ :5$x35$:::5$S$$555 : wíS:':; Keim að Hólum Sr. Jón Auðuns: Ulfar Helgason, tannuenuir, og luoan. Ujosm. Mbl. Sv. 1*. • í DAG er fjölmenni klerka og leikmanna saman komið á Hól- um í Hjaltadal til að minnast þess, að fyrir tveim öldum vígði Gísli biskup Magnjísson hina miklu kirkju, er hann hafði lát- ið gera af steini. Sú bygging var afrek, sem Glsla Magnússyni ber mikill og verðskuldaður heiður fyrir. Mikið afrek, þegar þess er gætt, hve hörmulegur hagur Hólastóls var orðinn, úrræða- leysið ömurlegt meðal almenn- ings í landinu og öihrigðin sár. Þegar höfð er í huga annars vegar hin mikla auðsöfnun biskupsstólanna, einkum í róm- verskum sið, og hinsvegar það, að biskuparnir allir höfðu séð steinkirkjur annarra landa og tekið vígslu þar, gegnir furðu, að enginn þeirra skyldi byggja kirkju af steini ó tiskupsstólun- um. Þó má ekki gleymast, að á 14. öld var AUðunn biskup rauði að efna til steinkirkju á Hólum, þegar hann féll skyndilega frá, og að timburstofu svo verulega reisti hann á staðnum, að hún sítóð enn á Hólum fram á 19. öld, fullra fimm alda gömul. Veiddi 160 punda lúðu á stöng I f UM verzlunarmannahelgina fóru átta Reykvíkingar á lúðuveiðar vestur á Breiða- fjörð. Þeir eru aljir áhuga- menn um sjóstangaveiði og veiddu auðvitað eingöngu á stöng. Áttmenningarnir gerðu út frá Grafarnesi í Grundarfirði. í stað áttærings reru þeir á vb. Sigurfara og höfðu sér til fulltingis tvo skipstjóra, báða Bréiðfirðinga og þaul kunnuga flyðrumiðum vestra. Veiðarnar stóðu yfir í tvo daga og báru þann árangur, að véiðimennirnir gátu gefið öllu byggðarlaginu í soðið og seldu að auki afla fyrir 2360 krónur. Helzti viðburður ferðarinn ar var sá, að stærsti fiskur veiddist, sem dreginn hefur verið á stöng hér við land. Var það stóreflis heilagfiski, sem Úlfar Helgason, tann- læknir, veiddi í Kantinum. Áður hafa sjóstangaveiðimenn að vísu fest í sprökum, en ekki tekizt að innbyrða fyrr en nú. Lúðan var ekki vegih en gamalreyhdir lúðuveiði menn töldu hana vega um 160 pund. Flyðruna höfðu veiði- mennirnir með sér suður til Reykjavíkur og átu hana þar. Segja þeir þetta hafa verið eitt skemmtilegasta ferðalag, sem þeir hafa farið L Hangandi fyrir miðju: lúðan. Standandi frá vinstri: — örn Clausen, Ragnar IngólfsSon, Halldór Snorrason, Haukur Clau sen, Úlfar Helgason, Þorsteinn Þorsteinsson og Ragnar Guðjónsson á Kvíabryggju. Sitjandi frá vinstri: Birgir Jóhannsson. Magnús Valdimarsson. Edda Þórðardó'ttir, kona Magnúsar, og sonur annars skipstjó rans. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.). Erlendar fréttir í stuttu máli Amman, Jórdaníu, 22. ágúst AP • Ríkisstjórnir i Jórdaníu og Covétríkjanna hafa ákveðið að koma á stjórnfnálasambandi ■ailli landanna og skiptast á sendiherrum. Verður það í fyrsta sinn, en frumkvæði að þessari ráðstöfun átti Hussein, konungur Jórdan. Briissel, 22. ágúst NTB-Reuter. • Haft er eítir heimildum, er standa belgísku konungsfjöl- skyldunni nærri, að Fabíola drottning sé „að öllum líkftd- um“ barnshafandi. Hefur drottningu verið ráð- lagt að falla frá öllum ferða- áætlunum, er hún hefur gert um nánustu framtíð, jafnvel þótt hún sé við beztu heilsu, að því er hermir í tilkynningum frá konungshöllinni. Syndið 200 metrana Þegar kirkjuhátið er haldin á Hólum, hinum fagra svipmikla stað, sem miklu fleiri merkar og dýrmætar minjar gamallar sögu hefir varðveitt en Skálholtsstað- ur, miklu fleiri minjar í höggn- um steini, skornum viði, máluð- um myndum og dýrmætum messuskrúða, fá löngu liðnar ald ir líf og mál, og raðir biskupanna stíga fram á tjaldi tímans. Marg- litur hópur, sem biskpsstafinn bar. Stórbokkar sumir og steig- urlætismenn, aðrir hljóðlátir vinir helgrar iðju, trúboðar, guðsbörn. Það á e. t. v. ekki við að gera samanburð Skálholts og Hóla, eða metast um það, hvor stóll- inn skilaði íslenzku þjóðinni dýr ara arfi. En þegar Hólar 1 'Hjaltadal eiga sinn dag, má á það tvennt minna, að þaðan barst þjóðii/ni heilög Ritning í stórmannlegri gerð bæði um ís- lenzkt málfar og ytra búning, og á annað það, að skáld á borð við Jón Arason sat aldrei á Skál- holtsstóli. Þessvegna má Norð- lendingum og raunar þjóðinni allri þykja ríkisstjórnin eiga mikið ógert enn við Hólástað og norðlenzka kristni, þegai- i huga er höfð rausn hennar við Skál- holt, sem þó skal engan veginn talin eftir. í mæltu og rituðu máli verður víða minnzt í dag þess menning- ararfs, sem Hólar hafa látið þjóðinni eftir, endá er hann mikill. En þar var settur staður og stóll til þess lyrst og fremst, að bera kyndil kristinnar menn- ingar, og enn er þetta hið stóra hlutverk kirkju íslands. Þeir kunnu það hinir stóru á á Hólum á fyrri öldum, að tala þannig að samtíð þeirra hlustaði. Nú er úr fjarlægðinni um þá dæmt á ýmsa lund. Svo hafa sagnfræðingar dæmt Guðbrand Þorláksson öldum síðar, að ork- að hafi tvímælis sumt hvað, sem hann vann í 56 ára biskupsdómi af hamslausum áhuga, vitsmun- um, skaphita og þreki fram yfir flesta eða alla aðra Hólabiskupa. Að sjálfsögðu væri fráleitt að boða samtíð vorri kristindóm í sama búningi og hann bar hann fram fyrir . samtíð sína. Svo mjög eru viðhorf önnur en voru í hans tíð. En af honum og öðr- um skörungum Hólastaðar mætti kirkja fslands læra í dag að velja trúboði sínu búning, er öldinni hæfir, sem talað er til. Þetta er það mikla vandamál, sem kristin kirkja aílra landa er að glíma við. Einar Benediktsson kvað: M'itt hjarta er djúp með dragandi þrá til dagsins, sem aldrei líður að kveldi. Þessi þrá, þráin út yfir og upp yfir jarðneskan skynheim reisti dómkirkjuna á Hólum fyrir tveim öldum. Og hún hefir reist öll guðshús, hof og mustri ald- anna. Hún ber sjálfri sér vitni í ótal myndum með kynslóð vorri. En margir eru þeir, sem rata ekki veginn að þeirri upp- sprettulind, sem þorstanum sval- ar. Til þéss að varða þann veg er hvert guðshús reist, norðan frá Hólum og suður yfir sól- brennda sanda Afríku, helgi- dómar allra landa og lýð.a, ____ og lika guðshúsið þitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.