Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 25. ágúst 1963 M0RGUN*140ID 13 rt • • Iroðir vmir Islands r> Nýlega voru höfð eftir herra Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta ís- íands, ummæli eitthvað á þá leið, að aldrei hefði ríkt jafn mikil vinátta milli Dana og íslendinga sem nú. Allir íslendingar vita, að um þá er þetta sannmæli. Eft- ir sambandsslitin og nánari kynni af ýmsum öðrum þjóðum skilst mönnum betur en áður, hví lík forystuþjóð Danir eru í mörg- um efnum og hve mikilsvert okk- ur er að njóta vináttu þeirra ög samstarfs. Danir hafa og með mörgu móti sýnt okkur sannan vinarhug. Síðasta dæmi þess eru rausnarlegar gjafir danskra manna, gersamlega óvandabund- inna íslendingum, til Skálholts- kirkju. Samþykkt danska þjóðþingsins á afhendingu handritanna til Is- lands talar sfnu máli. Úr því dregur sízt, þótt minnihlutinn 1 Hvalfirði. REYKJAVÍKURBRÉF fengi því áorkað, að málið frest- aðist um sinn, þar sem öruggt er talið, að samþykktin verði end- urnýjuð strax að loknum almenn um þingkosningum. Að þeirri samþykkt eiga margir góðir menn hlut. Ástæðulaust er að gera upp á milli þeirra. Eðli málsins samkvæmt er úrslita- ákvörðunin í höndum stjórnmála manna. En víst er, að þeir styðj- ast við vinsamlegt almennings- álit. Án þess mundi erfitt að koma málinu fram. Auðvitað láta margir málið með öllu afskipta- laust. Aðrir eru því áhugasam- ari um happasæla lausn þess. Þar eru fremstir í flokki dansk- ir lýðháskólamenn. í þeim hópi hafa fáir lagt okkur eindregnara lið en Jörgen Bukdahl, að íslend- ingnum Bjarna Mf Gíslasyni ó- gleymdum. Það er því mjög mið- ur farið, að þessir tveir heið- ursmenn skuli hafa hlotið hnífil- yrði fyrlr átbeina sinn að mál- inu. Menn þurfa ekki að vera þeim sammála um allt, þótt ját- að sé, að í þessu hafa þeir unn- ið óeigingjarnt starf. Nöfnum þeirra ber að halda í heiðri hér á landL Friðrik konungur VIII. Engir Danakonungar hafa orð- ið ástsælli á fslandi en Kristján VIII. og Friðrik VIII. Endurreisn Alþingis var verk Kristjáns VIII. og Friðrik VIII. sýndi íslending- um einlæga vináttu. Ræða hans á Kolviðarhóli 1907 mun lengi í minnum höfð. Hann talaði þá um „bæði ríkin“, ísland og Dan- mörku. Að sögn Þorsteins Gísla- 6onar fylgdi það sögunni, . að danski forsætisráðherrann, J. C. Christensen hefði á eftir brugð- ið konungi á eintal og látið í ljós óánægju yfir þeim orðum. Frásögn af óánægju Christen- 6ens er staðfest í bók eftir danska blaðamanninn Aage Heinberg um Friðrik VIII., er út kom í Dan- mörku 1962 og Kristján Alberts- eon skrifaði fyrir skemmstu um hér í blaðinu. Heinberg segir, að það hafi verið skoðun J. C. Christensens, að konungur hafi í íslandsferðinni 1907 ef til vill öðru hvoru lofað íslendingum meira en áður hafði verið um talað. Bók Heinbergs er skemmtileg aflestrar, þó stundum um of hraflkennd, en gefur góða aldar- farslýsingu. Fyrir íslendinga er fróðlegt, að þar er þeim oft jafn- að saman Kristjáni VIII. og Frið- riki VIII. og því haldið fram, að hvorugur hafi náð þeim vinsæld- um í Danmörku, sem þeir áttu Laugard, 24, dgúst skilið, svo mjög sem þeir um andlega yfirburði sköruðu fram úr næstu fyrirrennurum sínum og eftirmönnum. í bókinni er réttilega rakið, að Friðrik VIII. vildi af heilum hug leysa deilu- mál Dana og íslendinga á viðun- andi veg fyrir okkur, enda urðu það honum mikil vonbrigði, þeg- ar sú tilraun fór út um þúfur. Skilningsleysi á sjálfstæðisbar- áttu Islendinga Annað mál er, að í bók Hein- bergs kemur fram lítill skilning- ur á sjálfstæðisbaráttu íslend- inga. Hann telur þá hafa verið „stridbare og kværulerende" og kvartar undan, að langur tími hafi farið í „al denne kvælurler- en“. Höfundurinn varpar fram þeii;ri spurningu, hvort ekki hefði verið hyggilegt strax 1908 „at give afkald pá landet og sá- ledes have undgáet senere yd- mygelse." Sjálfur játað hann þó, að í Danmörku hafi menn eftir kosningaúrslitin hér 1908 haft um annað að hugsa, því að það hafi verið rétt eftir að Alberti, fyrrverandi ráðherra dómsmála og íslandSmála, gaf sig fram við lögregluna sem stórafbrotamað- ur. — Gallinn var sá, að þrátt fyrir góðan vilja, þá höfðu Danir að sjálfsögðu um margt annað að hugsa en íslandsmál. Þeir gáfu sér þess vegna ekki tíma til að gera sér grein fyrir, hversu að- stæður hér á landi voru gersam- lega ólíkar því, sem í Danmörku var, og litu því á eðlilegar kröf- ur íslendinga eins og einskis vert nöldur. Framfarirnar, sem orðið hafa hér frá aldamótum eru ekki eingöngu að þakka fyrst auknu og síðan fullu sjálfstæði þjóðar- innar. Hin almenna tækniþróun og ótal margt fleira, hafa einnig haft sín áhrif. Óhagganlegt er, að til þess að allt þetta nýttist, varð að stjórna landinu af mönn- um, sem hér þekktu til og til þess höfðu tíma og aðstöðu. Sjálfs er höndin hollust. „Auðmýking?“ En því er á þetta minnzt hér, að ekki má láta vera ómótmælt, að Danir hafi hlotið „auðmýk- ingu“ af hálfu íslendinga. Með þeim orðum er vafalaust átt við sambandsslitin 1944 og aðdrag- anda þeirra. í þeim efnum var í einu og öllu fylgt réttum lög- um og aðhafzt af ríkri nauðsyn. Danir urðu raunar fyrir „auð- mýkingu" á þeim árum, en sú auðmýkiing var ékki af hálfu ís- lendinga heldur af hálfu nazist- anna þýzku. I þeim raunum nutu Danir fullrar samúðar íslend- inga, en sú samúð gat ekki náð svo langt að íslendingar gleymdu sínum eigirAífshagsmunum. Sig- urður Eggerz sagði þá eitthvað á þá leið, að hann óskaði þess einlæglega, að Danir hlytu fullt frelsi og nytu lands síns í friði, en hann teldi það sízt þeim til lítilsvirðingar, þótt hann bæri sams konar hug í brjósti til síns eigin lands og þjóðar. Svo vildi til, að í sama Morg- unblaðinu sem Kristján Alberts- son skrifað um bók Heinbergs, var birtur útdráttur úr 15. hefti hins mikla ritverks „Danmark under den anden verdenskrig“, þar sem danski ritstjórinn og fræðimaðurinn Börge Outze ræðir um samband íslands við Danmörku. Þar er sagt frá því, að ræða, sem Stauning forsætis- ráðherra hélt u í íslandsmál í þjóðþinginu danska, var áður en hún var haldin send til yfirlestr- ar *til Berlín og eftir kröfu þýzkra yfirvalda breytt til hins verra í gárð íslendinga. Með þessu er leitt í ljós ótvírætt dæ ni þess, sem ætíð var ljóst, að Dan- ir voru ekki sjálfráðir gerða sinna á stríðsárunum. Nazistar vildu nota tengsl íslands og Dan- merkur til yfirvarps afskipta af íslandsmálum. Ef stríðsgæfan hefði reynzt nazistunum hald- betri, hefði af slíku getað leitt margvíslegar hættur fyrir íslend- inga. Aðalatriðið er, að Danir voru þess ekki megnugir að verja sitt eigið land, hvað þá að sjá hagsmunum íslendinga borgið. Því urðum við að gera það sjálf- ir. Það var gert peð ítrasta til- liti til Dana, eftir því, sem atvik þá frekast leyfðu. Báðir lært af reynslunni Ástæðulaust er með öllu að rifja upp þær tilfinningar, sem skilningsleysi danskra ráða- manna vöktu oft áður fyrri með- al íslendinga. Umkomuleysi okk- ar var löngum slíkt, að fullt sjálf- stæði kom ekki til greina. Jafn- vel eftir að við hlutum sjálf- stæði inn á við, þá héldu margir því fram, að tengsl við Dan- mörku væru okkur nauðsynleg til verndar út á við. Eftir setn- ingu sambandslaganna var her- vernd af hálfu Dana raunar úr sögunni. í hennar stað átti hlut- le^sisyfirlýsingin að koma. Strax og á reyndi kom í ljós, að hún var einskis virði. Við urðum í mai 1940 fyrir þeirri „auðmýk- ingu“, að land okkar var hernum- ið með svipuðum hætti og Dan- mörk mónuði áður. Gæfumuninn gerði, að það voru aðrir, sem hernámu ísland en Danmörku En eins og dæmið með ræðu Staunings sýnir, voru tengslin við Danmörku okkur, þegar hér var komið, einungis til óþurftar. Báðar þjóðirnar, íslendingar og Danir, hafa með svipuðum hætti lært af atburðum þessara ára Þó að Danir séu miklu mann- fleiri en íslendingar, eru þeir ekki einfærir um að verja land sitt og eyða þó ærnu fé í því skyni. Þess vegna gerðust þeir aðilár að Atlant^hafsbandalag inu eins og við. Munurinn er sá, að við erum algjörlega háðir vörnum annarra, þar sem Danir leggja töluvert af mörkum sjálf- ir, þó að þeir séu ekki aflögu færir til annarra. í heimalandi sínu hafa þeir engar erlendar herstöðvar, en í Grænlandi hafa þeir samið við Bandaríkin um, að þau skuli hafa öfluga varnar- stöð. Raunhæft mat á öllum að' stæðum ræður aðgerðum Dana sem íslendinga. Um samstarfið við aðra ræður eðlileg sjálfsbjarg arhvöt, jafnframt því sem báðir, Danir og íslendingar, vilja leggja sitt fram í því skyni, að friður megi haldast. Hvalfjörður Ef svo illa færi, að ný stór- styrjöld brytist út í þessum hluta heims, þá er það eins víst og nokkuð getur verið víst hér jörðu, _að ísland mundi dragast inn í þau átök. Reynslan frá 1940 sannar, að tilvist varnar- stöðva og vera íslands í Atlants hafsbandalaginu skiptir þar engu máli. Lega landsins ræður úrslit um. Óskhyggja um, að þetta væri með öðrum hætti, breytir engu, Áður en Bretar komu til lands^ ins 1940 voru engin hernaðar mannvirki í Hvalfirði. Engu að síður varð Hvalfjörður mikilvæg flotastöð. Lega hans er ekki slík, að þaðan sé að vænta árása lönd hugsanlegra stríðsaðila. Allt tal um, að þar eigi að koma upp bækistöðvum fyrir kjanrorku kafbáta í árásarskyni er fullkom in fjarstæða. Það, sem á veltur, er að halda uppi friði á norðan- verðu Atlantshafi. Því verður bezt náð með nauðsynlegum ör- yggisróðstöfunum fyrirfram. Þess vegna er eðlilegt. að þar séu næg ir olíugeymar og legufæri, sem unnt sé að grípa til ef á þarf að halda. Ef á þarf að halda — því að slíkur viðbúnaður gerir einmitt líklegt, svo langt sem hann nær, að aldrei þurfi á honum að halda Enga hernaðarkunnáttu þarf til að skilja jafnauðsæ sannindi. Því er algerlega út í hött, þegar tal- að er um, að athugun á þessum efnum lýsi óhæfilegri undanláts- semi við kröfur hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins. Heil- brigð skynsemi og viljinn til þess að leggja sitt af mörkum til að friður haldist, sker úr. Kommún- istar gera gabbb að því, að gefið sé í skyn að heimsfriðurinn kunni að velta á vörnum íslands. Hér skal ekkert fullyrt á hverju heimsfriðurinn kann að velta. Hitt er vist, að ef allir hugsa sem svo, að ekki muni um sig, þá er hann í brýnni hættu. Hverju fullvr.lda ríki ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir sér til varnar, ella er fullveldi og ríki marklaust titlatog, sem færa hættu yfir þá, sem það tileinka sér, og alla aðra. „Starfsemin í Skuggasundi nýt- ur góðs af“ Framsóknarmenn finna að þeir hafa hlaupið á sig með andstöð- unni við endurnýjun olíugeym- anna í Hvalfirði. Tíminn er býsna lúpulegur þessa dagana og hef- ur enn ekki fengizt til þess að skýra frá, hve mikinn gróða dótt- urfélag SÍS hefur haft af olíu- geymunum, sem Framsóknar- herrarnir óttast nú, að þeir njóti ekki lengur. Jafnvel bandamenn Framsóknar hæðast óspart að þeim af þessu tilefni. 16. ágúst skrifaði t. d. Austri í Þjóðviljann á þessa leið: „En hvað skilur milli feigs og ófeigs þegar forysta Framsókn- arflokksins tekur afstöðu í slíku máli? Eitt af hermangsfélögum flokksins hefur um langt skeið haft umráð yfir olíugeymum þeim, sem herinn lét reisa í Hvalfirði á styrjaldarárunum. Geymar þessir hafa verið notaðir í þágu hernámsliðsins og At- lantshafsbandalagsins og forysta . “amsóknarflokksins hefur aldrei mótmælt af því tilefni. Þvert á móti hefur gróðinn af þessari hernámsþjónustu verið hagnýttur af valdamönnum í flokknum til þess að framkvæma í þokkabót stórfelldustu gjáld- eyrissv. k í sögu landsins og hef- ur starfsemin í Skuggasundi án efa notið góðs af.“ „Umhugsunin um gróða, sem kanu að glatast“ Austri heldur áfram í Þjóð- viljanum: „En nú er auðsjáanlega ætlun- in að ganga fram hjá gróðafélög- um Framsóknarflokksins og mál- gagn Alþýðuflokksins segir það raunar berum orðum í gær. Bend ir Alþýðublaðið á, að Olíufélag- ið h.f. hafi eignazt geymana í Hvalfirði „fyrir lítið fé“ en leigt þá síðan hernámsliðinu „fyrir mikið fé“: „Hefur verið stórkost- legur gróði á starfsemi þess, svo að nemur tugum milljóna síðan varnarliðið kom aftur til lands- ins. Nú er uppi fótur og fit í her- búðum Framsóknarmanna og ótt- ast þeir, að þeir kunni að missa þessi leiguviðskipti við Ameríku- menn og þar með hinn mikla og auðfengna gróða.“ Og Tíminn vekur sérstaka athygli á því í gær, að „í Hvalfirði er ekki nema ein olíustöð, sem er eign Olíu- félagsins og höfðu engar umræð- ur átt sér stað um endurnýjun á geymum hennar“. Ekki þarf að leiða getum að því, hver afstaða forystumannanna í Framsóknar- flokknum hefði orðið ef slíkar umræður við Olíufélagið hefðu átt sér stað. Úr því sker reynsla margra ára. Þannig er það enn sem fyrr gróðahyggja hermangaranna I Framsóknarflokknum sem rr.ótar afstöðu flokksins, að þessu sinni umhugsunin um gróða sem kunni að glatast. Mun það vera í fyrsta skipti sum hagsmunir Olíufélags- ins h.f. valda því að Framsókn- arflokkurinn tekur rétta afstöðu í stórmáli.“ Framh. á blí. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.