Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 6
6 AÐIÐ Sunnudagur 25. ágúst 1963 BÚIZT var við Kristínu Keeler til Kaupmannahafnar seinast í þessum mánuði, ásamt fleiri kvikmyndaleikurum, þar sem ráðgert var að upptaka kvik- myndar um ævi hennar færi fram. En Kristín skipti um skoð- un og vill nú alls ekki leika í kvikmyndinni. Nú voru ráð góð dýr, átti að hætta við kvikmyndina eða fá einhverri leikkonu hlutverkið í hendur? Endalokin urðu þau, að ung 25 ára gömul brezk leik- kona, Yvonne Buckingham, tók að sér hlutverk Kristínar Keeler og hefur þegar skrifað undir samning þess efnis. Yvonne hefur þegar leikið 1 fjölda vinsælla kvikmynda og má þar nefna „A Christian of Suspense“ og „Murder in Eden“. Um hugarfarsbreytingu Krist- ínar Keeler hafa spunnizt marg- ar sögur. Margir telja að dauði Yvonne Buckingham Stephens Wards eigi hér ein- hvern hlut að máli, en meginor- sökin er þó sú, að Kristínu var meinuð upptaka í samtök enskra kvikmyndaleikara. Það hefði getað valdið kvikmyndafélaginu, Topaz-film, miklum erfiðleikum, ef þeir hefðu hundsað samtökin og sett kvikmynd á markaðinn með ungfrú Keeler í aðalhlut- verki. Kristín hefur heldur ekki gengið ijeil til skógar þessa síð- ustu og verstu tíma og kann það og að hafa átt einhvem þátt í að hún féll frá fyrri áformum sínum. ★ Nýjasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum heitir „For those who think young“ og var frumsýnd fyrir nokkrum dögum. Aðal- stjörnur kvikmyndarinnar eru: Nancy Sinatra (dóttir Frank) og Claudia Martin (dóttir Dean). Framleiðandi kvikmyndarinnar er Frank Sinatra, en eins og kunnugt er er Dean Martin einn af hans nánustu vinum. Stúlkurnar vilja ekki heyra á það minnzt að þær eigi frama sinn að þakka feðrum sínum. Nancy heldur því fram að hún hefði komizt áfram, án aðstoðar hans. Hún gekk í leiklistarskóla í Nów York og sýndi ágæta hæfi leika. Claudia hefur dreymt um að verða leikkona frá þvi hún man eftir sér. En hún var þeirr- ar skoðunar að hún myndi verða of taugaóstyrk fyrir framan kvik myndavél, gerðist því einkarit- ari en stundaði leiklistarnám í frístundum sínum. „SVARTA VENUS“ er hún köll- uð. Hún var heimsfræg í fyrra, þegar hún söng í „Tannháuser“ á Wagnershátíðinni í Bayreuth, og þykir nú einn bezti Wagner- söngvari í heimi. Hið rétta nafn hennar er Grace Bumbry, hún er 25 ára gömul og amerískur ríkisborgari. — Nú á dögunum giftist hún þýzkum tenórsöngv- ara frá Berlín, Erwin Andreas. f»au kynntust í Basel í Sviss og þar ætla þau að setjast að. ★ Meðfylgjandi mynd var tekin á garðsvölum „Hotel de Paris“ i Monte Carlo. Á myndinni er frægt fólk að fá sér hressingu: María Callas, Onassis skipakóng ur, Margot Fonteyn, ballettdans- ari og dansfélagi hennar Rudolf Nurejew. ♦ Hve mikið vegur mjólkurlíterinn? „Ung húsmóðir“ sendir Velvakanda þessar línur: „Kæri Velvakandi! Mikið er nú búið að rífast um blessaðar mjólkurhyrnurnar í dálkunum þínum, svo að þér finnst ég kannske vera að bera í bakka- fullan lækinn, með að senda þér eitt tilskrifið til. Ég ætla samt ekki að skrifa um þetta óhentuga form á þeim að við- bættu fornaldar-skæra-system- inu, sem er hálf-hægilegt í aug- um þeirra, er '-afa séð erlendar m j ólkurumbúðir. Nei, mig langar bara til þess að spyrja: hve mikið á einn pott ur af mjólk að vigta? Ég kom heim um daginn með tvær mjólkurhyrnur, sem hvor um sig átti að taka einn lítra. Mér fannst þær vega misþungt í höndum mér, svo að ég brá þeim á eldhúsvogina (sem er ný og nákvæm). Mér til mikillar undrunar vó önnur 700 grömm en hin 1050! Næstu átta hyrn- ur, sem ég keypti, setti ég á vogina og komst að því, að þyngdarmunurinn getur verið •gríðarlegur. Sú léttasta vó 560 grömm, en sú þyngsta var 1050 grömm á þyngd. Hvernig getur staðið á þessu? Sumar hyrnurnar eru þéttar átöku og bólgnar, en aðrar eru samanklesstar. Getur þú frætt mig á því, hve mikið einn lítri af mjólk á að vega, og hvort eitthvert eftirlit sé ekki haft með áfyllingunni? “ — Velvakandi birtir í von um, að fróðir menn og ábyrgir svari því. 4 Eignarfallssýki „Ablativus“ skrifar: „Oft er talað um þágufalls- sýkina, og rétt er það, að hún á ískyggilega mikil ítök hjá fólki. Venjulegast eru tekin dæmi, eins og „mér- langar“, honum vantar“ o. s. frv., en rétt notkun þessara sagna hefur nú verið svo rækilega kennd í skólum, að fólki ætti að vera vorkunnarlaust að fara með fallið, sem þær stýra. Hins veg ar breiðist þágufallssýkin út á nýjum slóðum, sem hér skulu ekki raktar. Mig langar hins vegar að minnast á nýja málsýki, sem kallast mætti „eignarfallssýki*. Sá, sem hlustar af íhugun á málfar fólks, kemst ekki hjá er að láta ýmsar sagnir taka er að láta ýmasr sagnir taka með sér eignarfall, sem ekki hafa gert það fyrr. Hér langar mig aðeins til þess að minnast á þrjár sagnir í samböndum, þar sem þær taka með sér tvö föll, og hið síðara er ranglega látið vera eignar- fall. Því tek ég þessar þrjár sagnir út úr hópnum, að bæði dagblöðin og ríkisútvarpið eru farin að fara rangt með and- lög þeirra. Algengt er nú að lesa oig heyra: „Hann gat sér góðs orðstírs" í stað hins rétta: „Hann gat sér góðan orðstir“, „Flokkurinn hefur bakað sér óvinsælda" í stað: „óvinsældir". ^Þeir hafa valdið andstæðing- um sínum margvíslegra óþæg- inda“ í stað: „margvíslegum óþægindum“. Ekki nenni ég að hafa bréfið lengra að sinni, en vona, að þ>ú sjáir þér fært að birta það við hentugleika. — Þinn Ablativus". BOSCH0 Höfum varahluti í flestar tegundir Bosch BOSCH startara ag dynamóa. Kaupfélag Eyf., Akureyri. Veladeild BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.