Morgunblaðið - 12.09.1963, Síða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. sept. 1963
*
Heysátur standa sums
staðar hálfar í vatni
Hflikið úrfelli á Höfðaströnd
Bæ, Höfðaströnd, 11. sept.
HÉR hefur rignt og snjóað
frá því á laugardag og er allt
á floti niður við sjóinn, en ökla-
djúpur snjór í dölunum og upp
við fjallið.
Töluverð hey hafa verið úti
og sums staðar standa bólstrar
(sátur) hálfir í vatni. í afrétt-
unura er kominn þó nokkur
snjór og í gær var farið fram
eftir og sleppt niður fyrir af-
réttargirðingar mörg hundruð
fjár, sem stóð niður við girð-
ingarnar. ins og er er þó ekki
haglaust, en ef áfram snjóar má
skollinn vita hvað verður.
Siglufjarðarskarð hefur annað
slagið verið lokað en er opnað
fyrir áætlunarbílnum með ýtu.
Jafnvel eldri menn muna ekki
eftir svo mikilli rigningu og
úrkomu í svona langan tíma.
Á túnum eru svo stórar tjarnir,
að synda má í sumum þeirra.
— Bjöm
HÉRAÐ8IVIÓT
Frá frumsýningu danska baUettsins í Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöld.
Sjálfstæðismanna
Höfn Hornafirði
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu
verður haldið í Sindrabæ, Höfn, Hornafirði, laugardaginn
14. september klukkan 9 síðdegis.
Jónas Pétursson, alþingis-
maður, og Sverrir Hermanns-
son viðskiptafræðingur flytja
ræður.
Til skemmtunar verður
einsöngur og tvísöngur. Flytj-
endur verða óperusöngvar-
arnir Guðmundur Guðjóns-
son og Sigurveig Hjaltested,
undirleik annast Skúli Hall-
dórsson, píanóleikari. Enn-
fremur skemmtir Brynjólfur Fétursson
Jóhannesson, leikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
Jónas
Sverrir
Hermannsson
Glæsileg frumsýning danska
ballettsins í Þjððleikhúsinu
S.L. þriðjudagskvöld hafði kon-
unglegi danski ballettinn frum-
sýningu í Þjóðleikhúsinu. Hófst
sýningin kl. 20 með því að leikn
ir voru þjóðsöngvar Danmerkur
og íslands. Dansaðir voru ball-
ettarnir Skógardísin og Sinfónía
í C. 1 fyrri ballettinum dönsuðu
sólódans þau Margrethe
Schanne, Anna Lerkesen, Frið-
björn Björnsson og Ole Fatum.
Ballettsýningin þótti takast
ágæta vel og var listafólkinu
ákaft fagnað í lok sýningar. Að
henni lokinni ávarpaði Guðlaug
ur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri
Kynningarstarfsemin
ber góðan ávöxt
M J Ö G gestkvæmt hefur verið
hjá Flugfélagi íslands í sumar að
því er Sveinn Sæmundsson, full-
trúi félagsins, tjáði blaðamönn-
um á fundi í fyrrakvöld. Á veg-
um félagsins hafa komið hingað
margir hópar útlendinga, ýmist
starfsmenn ferðaskrifstofa, ann-
arra flugfélaga eða blaðamenn
og sjónvarpsmenn.
Þaxuiig hafa bæði brezka sjón-
varpið og Berlínarsjónvarpið tek-
ið myndir hér í sumar, blaða-
menn hafa komið frá Ítalíu og
munu þeir skrifa greinar um ís-
land í 12 blöð þarlend, svissnesk-
ir ferðaskrifstofumenn hafa ver-
ið hér — svo og starfsmenn ým-
issa flugfélaga í París — og er þá
aðeins hluti af gestunum talinn.
Sölustjóri Air France í París
og N-Frakklandi, Jean-Louis
LeMarie, hefur verið hér með 12
manna hóp starfsmanna flugfé-
laga — en meðal þeirra er fólk
frá ýmsum stærstu flugfélögum
heims. Vinnur það allt að samn-
ingu ferðaátaelana hjá viðkom-
andi félögum, ferðaáætlana fyrir
almenna farþega — svo að gagn-
legt getur orðið að gefa þessu
fólki tækifæri til þess að skoða
sig um hér, enda þótt félög
þeirra haldi ekki uppi ferðum til
íslands.
Þetta er í þriðja sinn, að Jean
Louis LeMaire kemur með hóp
manna hingað til lands — og í
för með honum núna var Jóhann
Sigurðsson, forstjóri íslenzku
ferðaskrifstofunnar í London,-en
það er Jóhann, sem einna drýgst-
an þátt hefur átt í því að afla ís-
lenzkum ferðamálum sambanda í
í’rakklandi og á Ítalíu.
Árangurinn af ferðum Jean
Louis LeMaire og hans fólks hing
að er þegar farinn að kóma í ljós,
því að aldrei hefur verið meira af
frönskum og ítölskum ferða-
mönnum hér en einmitt í sumar.
Blaðamenn ræddu við hinn
franska ferðalang og sagði hann,
að það, sem kæmi fólki hans
mest á óvart hér væri tvímæla-
laust náttúra landsins — hve allt
væri ósnortið og framandi suður-
landabúum — en samt sem áður
væru hér hótel og annar aðbún-
aður ágætur. Hér væru miklar
andstæður, sem ekki gleddu að-
eins augað, heldur væru skemmti
legar í mörgu öðru tilliti. Hann
kvaðst ætla að koma hingað aft-
ur næsta sumar — og ætla þá
aftur að komast á hestbak — því
íslenzku hestarnir væru eitt af
því, sem gæfu íslandsferðinni
mikið gildi. Hér gætu ínenn farið
á hestbak eins og þeir stæðu, eða
því sem næst — og væri það út
af fyrir sig skemmtileg reynsla,
því suður í Evrópu þætti ófært
að fara á hestbak nema eiga all-
an útbúnað — á svipaðan hátt og
skíðafólk.
Jóhann Sigurðsson upplýsti
það, að á undanförnum þremur
árum hefði farþegatala Flugfé-
lagsins milli London og Reykja-
víkur tvöfaldazt. Árleg aukning
hefði verið 25—35% og væri allt
útlit fyrir að sama þróun mundi
haldast.
Fararstjóri ballettsins, Jens Louis Petersen flytur ávarp eftir
að þjóðleikhússtjóri hefur afhent honum lárviðarsveig aft
sýningu lokinni. Lengst t. v. Guðlaugur Rósinkranz þjóð-
Ieikhússtjóri, en t. h. Niels Björn Larsen, ballettmeistari,
sem heldur á lárviðarsveignu m.
listafólkið og afhenti fararstjóra
ballettsins, Jens' Louis Petersen
fagran lárviðarsveig. Petersen
þakkaði með snjallri ræðu.
Geysileg aðsókn er að sýning-
um ballettsins. Voru aðgöngu-
miðar í gær uppseldir á þrjár
næstu sýningar. Listdómur um
ballettinn mun birtast hér í blað
inu á morgun.
Landsfundur barnu-
verndarfélaga hefst í dag
LANDSFUNDUR Landssam-
bands íslenzkra barnaverndarfé-
laga verður haldinn fimmtudag-
inn 12. og föstudaginn 13. þ. m. í
Góðtemplarahúsinu. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa verður
rætt um uppeldismál og samfé-
lagsmálefni, er varða ungmenni
Jean Louis LaMairo (fjórði írá vinstri) ueð síðasta hóp sinn við raetur Vatnajokuls.
landsins.
Verður fundurinn að þessu sinni
helgaður verkefninu: Vandamál
æskunnar í samfélagsbyltingu
nútímans. Flutt verða fimm fram
söguerindi á fundinum, og síðan
verða almennar umræður á eftir,
Sérstök athygli skal vakin á því,
að öilu áhugafólki er velkomið að
sækja fundinn og taka þátt í um-
ræðum.
Fundinum lýkur með samkomu
í hátíðasal Háskóla íslands. Þar
flytur Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari á Akureyri, erindi, er
hann nefnir: Rótleysi nútímans,
Gísli Magnússon leikur á píanót
Öllum er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Dagskrá landsfundarins er ann
ars þessi:
2 togarar seldu
erlendis í gær
TVEIR íslenzkir togarar seldu
afla sinn erlendis ígærmorg-
un, aimar í Englandi en hinn I
Þýzkalandi.
Júpiter seldi í Hull 143 tonn
fyrir 9.737 sterlingspund og Ask-
ur í Cuxhaven 118 tonn fyrir
107.508 mörk. ^