Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 10
MORCU N BLADID Fimmtudagur 12. sept. 1963 10 ■ DRANGUR 1 FYRIR fimmtán árum gerðu Vesturlönd mikið átak til að mæta áþreiíanlegri hættu, hvort farið var skyn- samlega að því er annað mál. Þessi hætta var Rússland und- ir stjórn Stalíns, en við rang nefndum hana Kommúnista- hættuna. Þessi hætta hvarf úr sögunni 1953, þegar Stalin dó, enda þótt við höfum verið 10 ár að komast að því. Þrem árum síðar röknuðu upp saumarnir á kommúnista- hreyfingunni, sem einstreng- ingsskápur Rússa hafði haldið saman, þegar Krúséff for- dæmdi Stalín og stalínstefn- una og hvarf um leið frá kenningu Leníns um að valda- bylting og styrjöld væru óhjá- kvæmilegar. Sundrung Rfessa og Kín- verja, sem er nýorðin opinber en hefur verið algjör síðan lp60 og óhjákvæmileg miklu lengur, er í raun og veru sönn un þess, að kommúnistahreyf- ingunni er stjórnað fyrst og fremst af samsafni marxist- ískra þjóðernissinna, og hver um sig skarar eld að köku síns flokks. Hugmyndin um kommún- ismann sem steindrang var alltaf of einföld. Hún af- skræmdi og setti fótinn fyr- ir pólitíska hugsun á Vestur- löndum í hálfan annan ára- tug. Nú bendir allt til að við ætlum að einfalda um of deilu Rússlands og Kína, á §ama hátt og við eitt sinn einfölduðum sjálfa kommún- istahættuna. Nú þegar eru menn, sem fyrir fáum mán- uðum harðneituðu að viður- kenna nokkra deilu, önnum kafnir við að skipta komm- únistaheiminum í kínversk- sinnaðar og rússnesksinnaðar fylkingar, og bera saman töl- urnar. Okkur er sagt, að franskir kommúnistar séu 100% á bandi Rússa, malajískir komm únistar 100% á bandi Kín- verja, en þeir brazilísku — allir upp til hópa — 50% með Rússum og 50% með Kín- verjum o.s.frv. Hugmyndin að baki þessarar tölfræði virð ist vera að.hinar tvær fylk- ingar séu notaðar sem vilja- lauír verkfæri í þágu Moskvu og Peking. í raun og veru voru' sum- ir bræðraflokkanna farnir að nota Rússa í eigin þágu áður en rússnesk-kínverska deilan varð fleyg; nú nota þeir bæði Rússa og Kínverja. Hér er einfalt dæmi til glöggvunar. Félagarnir í Rúmeníu hafa upp á siðkast- ið verið að gera sig líklega við Kínverja, sem eru langt í burtu, en sett sig upp á móti Rússum, sem eru rétt hinum megin við landamær- in. Enginn maður með heil- brigða skynsemi lætur sér detta í hug að Ghiorgiu Dej og félagar hans, sem berjast í bökkum við að halda efna- hagslifi Rúmeníu gangandi, séu ákafir í að ganga í banda lag við Kínverja og fara — í vanþóknun Rússa — í kross ferð til að sundra síðustu vígjum heímsvaldastefnunn- ar og vinna Asíu, Afríku og Suður-Ameríku fyrir málefn- ið. Eins og allir kommúnistar í Austur- og Mið-Evrópu vilja þeir kyrrlátt líf en ekki kjarnorkustríð. Þeir hafa hreint engan áhuga á um- heiminum, nema sem við- skiptavini. Tilgangurínn með að daðra við Kína er að sýna Rússum fram á að nú- orðið sé vald þeirra takmark að. Kommúnisminn er ekki sá sem hann var, og þeir eru í rauninni að segja: Nú þýð- ið ekkert fyrir þig, Nikita Sergeivitsj, að ætla að setja jarðýtu á eðlilegar fyrirætl- anir þjóðar okkar (Þarna er um að ræða áform um rúm- enskan þungaiðnað, sem ekki er í efnahagsáætlunum Comecon). Þú gazt þetta eiriú sinni því að þitt var valdið, við bjuggum í skugga þín- um og gátum ekki leitað til neins. Nú getum við eignazt bandamenn. Auk þess eigum við olíu, sem kæmi sér vel fyrir félagana í Kína. Við höfum líka þreifað fyrir okk ur í vestri. Eftir dauða Stalíns var Moskva í rauninni ekki leng- ur aðalstöðvar agaðrar og skipulagðrar alþjóðahreifing- ar. Þá hvarf viljinn og getan til að koma fram eins og sá. er valdið hafði. Kúgun Ungverja 1956 var krampa- kennd tilraun til að berja í borðið og sýna vald si'tt. Þetta vald var þá þegar í rénun, og Rússar hafa verið að biðjast afsökunar á gerð- um sínum alla tíð síðan. Þegar verið er að neyða máttarminpi nágranna til að taka upp'framandi kerfi, er ekki til neinn meðalvegur milli tillitslauss aga og algers glundroða. Hið opinbera frá- vik Kína frá Moskvustefn- unni (sem það áðhylltist aldrei í alvöru) kastar að- eins ljósi á glundroðann. Fyrst af öllu verðum við ‘að skoða heiminn eins og hann er, og æfa okkur í að hugsa um hann sem kyn- þætti, ríki og þjóðir (gamlar og nýjar), en ekki sem sam- steypur.. Kommúnisminn er ekki hið sama á Italíu og í Aust- ur-Þýzkaland ~né Póllandi og Svíþjóð, og hann er enn ann að í Indónesíu, Venezúela eða Sýrlandi. EFTIR EDWARD CRAIMkSHAW Stalín ríkti með ströngum aga. Rússneskt vald og rúss- neskt gull voru notuð í þágu Rússlands til að kaupa upp hugsjónamenn, uppreisnar- menn og andlega bófa um all- an heim og breyta þeim í starfandi fimmtuherdeildar- menn í þjónustu Rússlands. Þeir sem gagnrýndu skipan- ir Stalíns eða komu með eigin hugmyndir urðu annað hvort að yfirgefa bræðralag- ið eða heiminn. Að sjálfsögðu var til hug- myndin um hinn alþjóðlega kommúnisma og heimsbylt- inguna. Ljós hennar brann með sótugum loga í ótal sál- um, sumum göfugum, öðrum öfundsjúkum, nokkrum valda fíknum eða jafnvel eýðilegg- ingaróðum, en öllum gefnum fyrir samsæri. Lítill og minnk andi hluti þeirra var rússnesk ur, en í honum voru hvorki Stalín né starfsmenn hans. Með þessu er ekki sagt að hugur þeirra hafi ekki verið gegnsýrður kenningum Len- íns. En þeir höfðu ekki sama tilgang og Lenín. Þeim tókst að ná algerum völdum í Sovétríkjunum vegna hinnar ábferandi miklu tvíhyggju rússnesku þjóðarinnar. Driffjöður Leníns sjálfs voru draumar hans um alþjóð legt bræðralag — unz ábyrgð og áhyggjur valdanna fóru að hvíla á honuVn. Þá neydd- ist hann í síauknum mæli til að hugsa sem Rússi og fram- kvæma sem Rússi, en ekki fyrst og fremst sem marxisti. En draumurinn hélt áfram að vera veruleiki í sjálfu sér, og lengi vel var hann alveg aðskilinn frá valdapólitík og þjóðarhagsmunum Rússlands. Allar þjóðir heims skyldu halda saman á framfarabraut, samkvæmt útreiknaðri sögu- legri nauðsyn, sem hafði í för með sér tímabundið ein- ræði öreiganna. Eftir það (hér tók formúlan að verða óglögg, en ennþá betri fyrir það) áttu þær að lifa fram- vegis í friði og einingu, hver eftir sínum siðum og venj- um. Þesi draumur, sem átti sér skamman aldur í Sovétríkj- unum, var í sannleika ógnun kommúnismans — ekki rúss- frá Pétri sáluga pólska til ýmissa fínni manna, sem eru tákn hinnar lélegri hliðar kapitalismans, þegar hann segir ykkur, hefur hann hár- rétt fyrir sér. En þá þýðir við okkur öll hin. Ef við þýðir Sovétríkin —- Varsjárbandalagið— og þið samtök vestrænna ríkja, er hann að bjóða hættunni heim og hann veit það. En ef við þýðir Moskyukommúnistar og ykkur alla, sem eru á móti honum, erum við búnir að fá nýjan og óárennilegan vopnabróður, sem ræður yfir 650 milljón sálum, sem fjölgar um 30 milljónir á ári hverju. Það er öllu réttara að spyrja, hvað Krúsjeff á við með orðinu kommúnismi, og hann einn getur svarað þeirri Krúsjeff og Mao, þegar allt lék I lyndi. nesk ógnun, eins og síðar varð undir stjórn Stalins, heldur ógnun við þær stéttir, sem héldu þá á stjórnartaum- unum um allan heim. Draumur Lenínismans er ennþá til sumsstaðar (ekki þó í Sovétríkjunum, og tæp- lega í Kína eða meðal for- ingjanna í hinum 89 bræðra- flokkum), en hann hefur ekki mikið að segja. Það má kall- ast kraftaverk að hann skuli ekki hafa dáið út undir stjórn Stalíns. Krúsjeff talar um þennan draum með hrifningu og ákafa og stundum jafnvel fyndni. „Við munum grafa ykkur“, segir hann brosandi, en þessi litla spásögn er dá- lítið ónákvæmt orðuð. Hverj ir eru við og hverjir ykkur? Ef Krúsjeff á við heila stétt' framtakssamra manna, allt spurningu. Spádómsdraum- ar Leníns virðast hjá honum vera orðnir að leit að bætt- um lífskjörum, nægum frí- stundum og menningarstarf- semi til að drepa tímann. Þetta er sama stefna og brezk ir forsætisráðherrar eru snupraðir fyrir í forystugrein um The Times. Vel getur ver ið að þessi stefna sé hættu- leg æðri verðmætum, en hún er ekki það sem við köllum kommúnistahættuna, ekki einu» sinni Rússahættuna. Hún er heldur ekki komm- únismi margra bræðraflokk- anna. Kínverjar hafa verið sérstaklega bitrir og fullir fyrirlitningar á hinun* ósögðu slagorðum Krúsjeffs: Velmeg un til handa Sovétríkjunum, og gangi hinum félögunum vel. Og gagnrýni Kínverja finnur mikínn hljómgjunn EM KLOF hjá fátæku, máttvana og fram gjörnu fólki, sem lifir á van- þróuðum svæðum á stórum hluta hnattarins. Það þýðir ekki að segja við þessar þjóð ir: Nú ætlum við að ná Bandaríkjunum, og á meðan eiga allir að hálda niðri í sér andanum og þegja. Meirihluti þessara manna mundi gera sig ánægðan með brauðhleif. Tilhugsunin um að láta Krúsjeff stjórna nægtaríki i friði og spekt á meðan heim- urinn hlýðir bendingum hans, er ekki vinsæl. Þá þykja kínverskar aðferðir vænlegri. En það er ekki sagt um leið að félagarnir vilji skipta á þjónustu vegna velmegunar Sovétríkjanna og þjónustu vegna heimsveldisdrauma Kínverja. Við tölum um að stein- drangurinn sé sprunginn, en drangurinn sem við sóum var í rauninni aldrei til. Þetta voru allt sjónhverfingar. Við höfum líka talað um tvær kommúnistískar Rómaborgir í samkeppni. Þetta er líka villandi. Nú er enginn Róm til í heimi kommúnismans. Brennidepillinn hefur færzt frá Moskvu og Peking til hinna einstöku bræðraflokka um allan heim, og sú þróun á eftir að halda áfram. Við vitum afar lítið ennþá og rannsaka þarf hvern og einn með tilliti til sögu og stað- hátta, þar sem hann starfar. Og það þarf að meðhöndla þá samkvæmt því. Við get- um nefnt til dæmis flokk- inn í Brazilíu, sem var lítill en frábærlega vel skipulagð- ur undir forystu hins fram- sýnasta og gáfaðasta allra kommúnistaforingja, Prestes. Nú er hann algjörlega klof- inn í tvennt. Við vitum að keppninautur hans, Grabois, er foringi hins herskáa kín- verska hluta flokksins. Hann er nú búinn að ná undir sig helmingi flokksins, vegna hins ákafa Bandaríkjahaturs síns. En við vitum ekki, hvort Grabois er ósvikinn ofstækis- maður, sanntrúaður á leið Maos og skelfdur yfir hinni hægfara stefnu Prestes, eða hvort hann notar Kína og beitir því fyrir sig til að hann geti náð völdunum úr höndum Prestes. Þegar allt kemur til alls vitum við ekki heldur hvort Prestes sjálfur, sam talar máli Krúsjeffs á snjallan hátt, lítur á hina rússnesku félaga sem gæzlumenn hinn- ar sönnu trúar, eða hóp menn ingarsnauðra gringóa, sem hag nýta má fyrir kommúnis- mann í Brazilíu eða latnesku Ameríku, vegna þess að þeir eiga sand af penigum og vopnabúnað, sem Bandaríkja menn eru hræddir við. Málsnilld og blíðmælgi Prestes í ræðu hans á Moskvuráðstefnunni í nóvem Framh. á bls. 15. r innir-1‘| ■ ».iifcWiwi»n Wi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.