Morgunblaðið - 12.09.1963, Side 13

Morgunblaðið - 12.09.1963, Side 13
Fimmtudaffur 12. sPT>f 10fi3 MORCUNBLAÐW 13 AP Feneyjum í september Einkaskeyti til Mbl.. ÍTAL.SKIR myndlistargagn- rýnendur hafa borið mikið lof á verk Svavars Guðnasonar, listmálara, sem nú tekur þátt í samsýningu 20 listamanna í Palazzo Grassi í Feneyjum. Sýnir Svavar þar 18 málverk, en 200 eru alls á sýningunni, sem ber nafnið „hin alþjóð- lega sýning lita og túlkunar". Paolo Rizzi, myndlistargagn rýnandi Feneyjarblaðsins II Gazettion, segir m.a. um verk fivavars: „Svavar Guðnason tjáir sig ^essa m^nd, „Laxagrjótin'ö, gerði listamaðurinn 1962, á sama tíma og nokkrar myndanna, sem í litum vegna litanna. Mark- nu pr>oa Vcggi Palazzo Grassi í leucjjum. mið hans er að endurvekja þá Svavar að hann hefði séð myndir sínar áður. Svavar sagði að Marinotti hefði fengið lánaðar þrjár myndir úr umræddu safni í Danmörku, og síðan hefði hann beðið sig að senda sjö til viðbótar. Tvær myndir væru úr einkasöfnum á Ítalíu. Svav- ar kvaðst vita um myndir eft- ir sig þar í landi því að fyrir 2—3 árum hafi hann selt 17 myndir þangað gegnum skandinavískan listaverka- sala. Svavar sagði að því væri ekki að leyna að hann væri ekki alveg ánægður með þær myndir á sýningunni, sem hann hafi ekki verið í ráðum með að velja. „En ég verð að standa og falla með þeim“, bætti hann við. Aðspurður kvaðst Svavar vera ánægður með ummæli hins ítalska gagn rýnanda, „enda ekki hægt ann að“, eins og hann orðaði það. Myndir Svavars á sýning- unni í Feneyjum eru málaðar á árunum 1941—1962. Svavar Guðnason hlýtur frábæra ddma a' Ítalíu Svavar Guðnason — myndin tekin í Kaupmannahöfn. A 18 myndir á samsýningu þar litsköpun, sem ætíð er sjálfri sér samkvæm; samfellda lit- hrynjandi. . . . „Verk Svavars Guðnasonar eru stöðugt opinberun, stöðugt og vaxandi raunsæi innan ramma litanna.... „Listamaðurinn kann að töfra fram þann ævintýra- anda og lífskraft, sem skipar honum sess meðal fremstu listamanna heims. .. . “ Mbl. sneri sér í gær til Svav ars Guðnasonar, og spurðist fyrir um hver aðdragandinn hefði verið að þátttöku hans í þessari sýningu. Svavar sagði, að síðari hluta vetrar hefði sér borizt bréf frá forstjóra Palazzo GrasSÍ, Paolo Marin- otti, þar sem hann hafi beðið sig að senda myndir á sýning- una. Hefði Marinotti séð myndir í Kaupmannahöfn, þar sem Svavar tók þátt í sýningu sem danskur safnari hélt á safni sínu. Auk þess sagði IMorskar bókmenntir 1. grein Tvö öndvegis Ijdðskáld eftir Kristmann Guðmundsson Á SÍÐUSTU árum hafa mörg norsk ljóðskáld fallið í valinn, svo að mjög er nú tekinn að þynnast þeirra hópur efst á Parnassinu. Tvö lifa þó enn, bæði óumdeilt stór. Arnulf Över land og Gunnar Reiss-Andersen. Þeir gáfu báðir út ljóðábækur á síðastliðnu hausti. Nefniist bók Arnulfs „Pá Nebo Bjerg“, en bók Gunnars heitir „Ár P& En Strand“. Fengu þær báðar nær einróma góða dóma enda kvæð- in flest gerð af hagleik miklum, þótt höfundarnir séu báðir ald- urhnignir nokkuð. överland, sem er kominn yfir sjötugt, er miklu kunnari, enda meira skáld en Reiss-And ersen. Hann hefur ávallt tekið mikinn þátt í pólitísku lífi þjóð- ar sinnar — og annarra þjóða — í fyrstu sem kommúnisti, aMt fram að síðustu heimsstyrjöld, en síðan sem mjög harður and- atæðingur þeirrar stefnu. bað sem mest ber í „Pá Nebo Bjerg“ — næst hinni listrænu leikni meistarans — er mann- vit mikið, það væri hægt að nefna þetta kennslubók í list- inni að lifa, eins og einhver af gagnrýnendum hans komst raun ®r að orði. Arnulf er vitur mað- ur með gífurlega lífsreynslu að baki. Hann hefur flestum frem ur reynt bæði súrt og sætt, eins og það er kallað, einmana æsku, •tríð og stormá, helvítisógnir fangabuðanna, ástir og harma, aðdáun og útskúfun, ofsóknir og frægð — og siðast en ekki sízt mikla persónulega hamingju. Hann er giftur tiltölulega ungri konu, sem hefur verið han góði engill um margra ára skeið, og á með henni indæl börn: þeirrar gæfu verður víða vart á blað- síðum bókar hans. Karlmennsku ró og rökfóst hugsun auðkenna einnig verk hans, stundum eru rökin full hart snúin og alltaf á kostnað innsæisins. Bein af- leiðing af þeirri lyndiseinkun hans er andstyggð hans á Guðs- trú. Mannlegur skilningur hans nær annars langt, en trúarþörf- ina, hið religíösa hungur sálar- innar, vill hann alls ekki við- urkenna. Hann er á verði gagn- vart sjálfum sér, þess verður les andi Ijóða hans oft var. Hann hefur stundum verið sakaður um að hafa „messíasarkomplex“, og vera má að það sé ekki alveg að ástæðulausu. Trúarþörf hans sjálfs hefur ávalt legið eins og falinn eldur í flestu því, sem hann hefur skrifað. Aður fékk hún útrás í kommúnismanum, nú í baráttunni við hann. En að honum er hvorgugt nóg, mun glöggur lesari finna við lestur þessarar bókar, og annarra eftir hann. Hann spyr margra erfiðra spurninga, sem vafalaust hafa lengi brotist í huga hans sjálfs. Hin forna gáta allra góðra manna: hvernig stendur á hinu illa, er oft nærgöngul við hann. Arnulf överland Sjá t. d. í Ijóðinu: „Mennesker har ikke meget ro“. Mennesker har ikke meget ro. Du ser dem söke og savne nogen á favne et sted á bo. Barn er dem kjære. For dem kan de sette sitt liv pá spill. Av ömhet for rett og ære har mange gátt gjennem ild. Hvordan kan det da være at bare i menneskets hjerte blir ondskap til? To ting er gode: Kjempe sig vax-m for det som du vét er ret. Hvile, nár du er trett, í kjærlig arm. Tre ting mátte jeg lære: 0mhet, alvor og ære“. Svarið er ef til vill ekki tæm- andi, en snilld skáldsins er ótví ræð. Nytsemd og yndi hins daglega lífs verða honum oft að yrkis- efni í þessari ijóðabók: Men at hver nyskapt dag er god, er noget som jeg sent forstod. í góðu kvæði sem nefnist „Nádens ár“ lítur skáldið yfir lífið — sitt líf og annarra — og kemst að niðurstöðum, sem ég held að flestir heilbrigðir full- orðnir menn muni geta fallist á. í þessu kvæði er „heimspeki“ skáldsins afgreidd í stuttu og og meistaralegu máli: „Omjublet var den lyse ungdómsvár, du fikk forsake. Og enda roper du om nogen ár: Hvem gir mig den tilbake! Men manndomstiden, sá full av möie og av fáfeng strid, av nederlag og av forbitret viden, Var dog den beste tid — ? Du levet i den! Du kunde jage igjennem hete, hárde, lykklige dage! Enn alderdommen — ? Den hilser ingen dödelig velkommen. For hvert skridt ham gár vet han han hvorken. Og ingenting kon gjöres om igjen, og der er lövfald í hans have. Men disse ár er nádens ár, og denne dag en gave! Við nokkuð annan tón kveður í kvæðinu: „Et gjenlást rum“, og minnir það á fyrri skáldskap Arn ulfs. Spurningar í huga hans láta hann auðsjáanlega sjaldan í friði, og það kemur fyrir að hann reyn- ir að gutla á djúp mið, en aflinn þar er ekki alltaf mikils virði. Mystiker er Överland nú einu sinni ekki. Hann verður að standa með báða fætur á jörð- inni, jafnvel þegar hann setur sig í spor Skaparans. Kvæðið „Skap- eren“ er gott — en eitt af þeim Ijóðum, sem hafa ýtt eilítið við þeirri gömlu trú, að hann væri ekki laus við „messíasarkomp- lexið“. Stórgott er einnig kvæð- ið: „Annet brev til min sönn“, þar sem höfundurinn rekur líf sitt enn á nýjan leik, og segir að lokum það, sem kannske er sann- asta lýsingín á Arnulf Överland; „Enten jeg nu var dikter eller ei, menneske ville jeg være, simpelthen en mann med alvor- og ære! Men jeg gikk lenge i lære“. Úr lífi hans sjálfs er einnig vafalaust kvæðið: „Nu toner kvelden ut“. Fallegt, gert af snilld. „Ett barn er födt“, er einnig fagurt ljóð og vel gert —. vel gert er raxxnar allt í þessari bók. Ljóðaunnendur lesa hana með gleði, sem hvergi er skemmd af hortittum eða lélegri vinnu. „Læreren sa mig mer“ er mjög gott kvæði. í því er þetta erindi: „Sannhet blev sett engang av gamle fedre; men den vil födes pány, og alltid bedre. Ham som nevner den, vil map nödig hedre“. Þar er einnig þetta vers: Frarnh. á bis. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.