Morgunblaðið - 25.09.1963, Side 20

Morgunblaðið - 25.09.1963, Side 20
20 MOQGUN BLAÐID Miðvikudagur 25. sept. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID ELIZABETH FERRARS Toby leit upp. —Jæja, Clare, hvað hefur þú til málanna að ieggja? En Roger Clare vaggaði sér á hælunum, fram og aftur, og var að horfa á dyrnar, sem kona hans var nýhorfin út um, og svipurinn bar þess vott, að hann væri í einhverjum vafa. Svo lyfti hann hendi og strauk yfir hárið á sér. — Lögreglufulltrúi .. ég býst við, að ég viti alveg um hvað þér viljið spyrja mig........ -— Já, ég vildi spyrja yður um þetta, sem ungfrú Merton heidur fram, að þér hafið notað uppgerðarrödd í símann. — Já, já, símann. Clare ræskti sig. — Mér hafði nú ekki dottið í hug, að það mundi nokkurn tíma skipta máli. En auðvitað skal ég gera grein fyrir því. Ég var að vona, að þess mundi ekki þurfa við. Ég er hræddur um, að ég hafi ekki sagt satt um þetta áðan. — Það þykir mér leitt að heyra. Ciare stikaði hægt yfir gólfið og settist niður. — Ég hef þekkt Lou Capell lengi, sagði hann. — í nokkur ár. Fjögur ár, að ég held . .. .síð- an ég flutti hingað í húsið. Mér fannst hún töfrandi. Hreinskil- in og velviljuð. Og ég vil ekki, að yður skuli skiijast af því, sem ég ætla nú að segja að ég hafi nokkurn tíma vanmetið eig- inleika hennar. Við vorum góð- ir vinir og hún treysti mér, kom oft til mín að fá holl ráð, trúði mér fyrir öliu. Og þetta kunni ég vel að meta. Þegar hér var komið, andvarp- aði Toby. — Hvað var það? spurði Clare: — Haltu áfram, sagði Toby. — Eitt af því, sem ég var hrifnastur af hjá henni, var það, hve barngóð hún var. Það var eins og hún skildi börnin til hlít- er. Henni og Vanessu dóttur minni þótti mjög vænt hvorri um aðra. Það þótti mér mjög vænt um. Þegar ég flutti alfar- ið úr þessu húsi og settist að í íbúð minni í London, kom hún stundum með telpuna í heimsókn til borgarinnar. Vanner tók fram í: — Kom hún nokkurntíma í heimsókn, án þess að barnið væri með henni? — Ég var einmitt að koma eð því. Við fórum stundum sam an í leikhús. — Var það Shakespare eða revía? skaut Toby inn í. Svipurinn á Clare varð reiði- legur. — Afsakaðu, sagði Toby. — Ég vildi bara vita hvernig tilfinn- ingalífi ykkar hefur verið hátt- eð. Hvort var það? — Ég valdi oftast eitthvað skemmtilegt, sem ég hélt, að henni geðjaðist að. Og þegar ég segi þér frá þessu, vil ég að þú leggir réttan skilning í sam band okkar. Jæja, fyrir skömmu komum við okkur saman um sum arfrí handa Vanessu. Ungfrú Capell átti eitthvert skyldfólk á bóndabæ skammt frá Oakhamp- ton og við komum okkur sam- an um, að Vanessa skyldi fara þangað. Þarna eru mörg börn, en samfélag barna hefur telp- una alltaf skort. Frænku hennar og manninum hennar þykir mjög vænt um hana, en þau eru orðin gömul og dálítið sérvitur, svo að mér fannst þessi tilbreyting vera alveg tilvalin. Seinnipart- inn í gær kom ungfrú Capell í te til mín, til þess að .... — Hvar sagði Toby. — Heima hjá mér. Hún kom til að ganga frá ferðalaginu. Ég hafði auðvitað ákveðið að borga uppihald Vanessu, en ég vildi líka þægja ungfrú Capell eitt- hvað ofurlítið fyrir fyrirhöfn hennar í sambandi við þetta. Ég vissi, að hún var atvinnulaus, og hafði í rauninni engar aðrar tekjur en atvinnuleysisstyrkinn. En . . . Hann andvarpaði þung- lega. — En ef ég hefði vitað, hvernig hún mundi taka þeirri uppástungu, ef ég hefði haft minnstu hugmynd um þau vand- ræði, sem ég mundi valda henni, hefði ég aldrei nefnt það á nafn. Og henni féll þetta afskaplega þungt, er vægt til orða tekið. Hún sagði, að ég væri síðasti maður í heimi, sem hún myndi þiggja fjárstyrk frá. Hún sagði . . . . Hann hikaði og röddin varð stirð og köld, eins og af ein- hverri vanlíðan. — Hún sagðist elska mig. Toby leit snöggt upp. — En vitanlega, flýtti Roger Clare sér að segja, — vissi ég að þetta var aðeins stafandi af vel- vild hennar ásamt samúð með mér. . . . — í tilefni af missinum þínum, bætti Toby við. — f stuttu máli sagði, hélt Roger áfram, — þá skildi ég, að þetta var ekki annað en sam- bland af samúð hennar og þakk- læti, sem gaf henni hugmynd. En engu að síður kom það mér tals- vert út úr jafnvægi. Ég fór að halda að það væri mér að kenna. Mér fannst eins og . . . — Við getum getið okkur til um tilfinningar þínar, sagði Toby. — Við skulum snúa okk- ur aftur að símtalinu. Roger Clare stóð upp og tók aftur að stika um gólfið. Hann var órólegri og hafði minna vald yfir taugum sínum en hann vildi láta uppskátt. — Ég komst að þeirri niður- stöðu — kannski ranglega — að heppilegast væri fyrir okkur bæði að gera enda á þetta vin- áttusamband okkar og kæmum okkur beinlínis saman um að hittast ekki framvegis. Eins og ég segi, þá hefur þetta ef til vill verið rangt af mér. Jafnframt tal aði ég um að ráðstafa Vanessu öðruvísi. Þetta féll henni afskap- lega þungt. Hún fór að gráta. Hún sagði, að sig hefði ekki get- að órað fyrir því, að þetta ætti að gera neina breytingu á sam- bandi okkar, og bað mig um að mega eftir sem áður fara með Vanessu öðruvísi. Þetta féll henni afskaplega þungt. Hún fór að gráta. Hún sagði, að sig hefði ekki getað órað fyrir því, að þetta ætti að gera neina breyt- ingu á sambandi okkar, og bað mig um að mega eftir sem áður fara með Vanessu til Oakham- ton. Jæja, ég samþykkti það. Það er að segja — höndin hélt áfram að strjúka slétt hárið — ég sam- þykkti það þá í bili. En eftir að hún var farin fór ég að hugsa mig betur um og komst að þeirri niðurstöðu, að þessu þakklætis- sambandi okkar væri betur lok- ið. Ég hringdi í íbúðina hennar. — Já, það er hægara að tala um slíkt í síma, sagði Toby. — Ég hringdi heim til hennar, en hún var þar ekki. Ég hringdi nokkrum sinnum og svo aftur um morguninn, en fékk ekkert svar. Svo að ég ákvað að hringja hingað. Mér datt í hug, að kannski næði ég í hana áður en hún legði af stað til Devon með Vanessu. Það var frú Fry, sem kom í símann, og hún sagði mér, að ungfrú Capell yrði hérna yfir heigina. Þessvegna ók ég hingað eftir hádegisverð til að hitta hana og segja henni mitt álit á öllu málinu. — Sögðuð þér frú Fry, hvers vegna þér hringduð? spurði Vanner. — Nei ég sagði henni, að ég hefði bara hringt til þess að vita, hvort Vanessa hefði komizt af stað. Ég sá enga ástæðu til að vera að segja neinum raunveru- lega erindið. — Frú Ciare virðist enga hug- mynd hafa haft um komu yðar hingað í dag, sagði Vanner. — Nei. Þér skiljið . . . Clare virtist hafa tekið eftir þessum óstyrk, sem var á hendinni á honum og stakk henni því krepptri í vasa sinn. — Ég hafði enga löngun til að koma hingað. Þó ekki væri annað, þá er enn ekki búið að ganga endanlega frá skilnaðinum okkar. Þess vegna fór ég í kofann til Gilletts. Hann er við Grænastíg, rétt við skóginn. Hann gerði höfuðbend- handan við tennisvöllinn. Hr. Gillet er ungur maður, sem er á vísindastyrk við Hildebrand- stofnunina. — Við H . . . Vanner laut fram, og Toby varð hissa á að sjá svipbrigðin á andliti hans. — Já, sagði Clare. — Hann kom hingað fyrir nokkrum mán- uðum. Hann er kominn í kunn- ingsskap við konuna mína og kemur hingað oft. Eins og ég ætlaði að fara að segja, þá fór ég til hans og spurði hann, hvort ég mætti eiga viðtal við ungfrú Capell í kofanum hans, og eins hvort hann vildi fara hingað og segja henni, að ég væri þarna og hefði beðið hana að koma til mín. Hann var eitthvað tregur, enda er hann stundum dálítið skapstirður. Ég beið eftir að hann var farinn og . . . . — Hvað lengi? spurði Toby snöggt. — Nú, ég kom í kofann eitt- hvað um hálfþrjú og hún hlýtur að hafa verið orðin hálffimm, þegar hún kom. — Hversvegna kom hún svona seint? Ég spurði hana ekkert af því. Ég sagði henni, að ég hefði fast- ákveðið að senda Vanessu eitt- hvað annað í sumarfrí. Og hún tók sér þetta nærri. — Já, hún var hálfgrenjandi, sagði Toby. Clare hvæsti að honum: — Ég er þegar búinn að segja, að mér datt í hug, að þetta væri rangt af mér, en ég gerði nú samt það, sem ég þóttist vita, að væri henni fyrir beztu. Samt sem áður sá ég enga ástæðu til að fara að tilkynna neinum öðrum ástæð- una til þessarar tilbreytingar. Það hefði getað komið henni í bobba. Ég sagði henni því að fara aftur í húsið, og ég skyldi hringja til hennar seinna um kvöldið. Þér kann að þykja þetta heimskulegar aðfarir, en ég hélt nú, að það ætti skást við eins og á stóð: Ég sagði henni, að ég mundi tala í upp- Oakhampton og það með, að Vanessa mætti ekki koma þang- að, af því að einn krakkinn þar hefði fengið mislinga. Svo fór Lou aftur til hússins og ég til London. Seinna hringdi ég. . . . — Og notaðir cockney-málfar þegar þú þóttist tala frá Ook- hampton. Toby stökk niður úr gluggakistunni, stikaði yfir gólf- ið og skellti sér niður í stól. Vanner urraði: — Hvar er hr. Gillet? — Ég sá hann hérna frammi í ganginum. — Þá þurfum við ekki að ónáða yður lengur í bili, hr. Clare. Þakka yður fyrir. SHUtvarpiö Miðvikudagur 25. september 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Tangóhljómsveit Al- freds Hause leikur. 20.15 Erindi: Staldrað við á sögustað. (Hallgrímur Jónasson kennari). 20.40 íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Thorsteinson. 21.00 Framhaldsleikritið „Ráðgátan Vandyke'* eftir Francic Dur- bridge; III. þáttur: Hr. Philip Droste. Þýðandi: Elías Mar. Leikstjóri: Jónas Jónasson. 21.35 Píanótónleikar: Wilhelm Kempff leikur sónötu í a-moll (K310) eftir Mozart. 21.50 „Sólveig Hrafnsdóttir'*, kvœðl eftir Guðmund Inga Kristjáns- son (Anna Guðmundsdóttir leik kona). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Báturinn", frásögn Walters Gibsons; IV. (Jónas St. Lúðvíksson). 22.30 Næturhljómleikar: Sinfóníu- hljómsveit norðvesturþýzka út- varpsins leikur tónverk eftir Richard Wagner. Stjórnandi: Hans Knappertbusch. Einsöng- vari: Christa Ludwig. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. september 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Á frívaktinni", sjómannaþátU ur (Eydís Eyþórsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Frönsk tónlist: Hljómsveit Tón- listarháskólans í París leikur, Jean Martinon stjórnar. 20.20 Erindi: Æskulýðsvandamál (Séra Eiríkur J. Eiríksson forseti Ung mennafélags íslands). 20.50 Tónleikar: Þjóðlög og dansar fré Grikklandi. 21.00 Nýjar raddir: Dagskrá Menn- ingar- og minningarsjóðs kvenn* í umsjá Valborgar Bentsdóttur og Halldóru B. Björnsson. Flut* verður efni eftir Ágústu Björns- dóttur, Björgu Guðnadóttur, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Krist- ínu Geirsdóttur, Margréti Sig- fúsdóttur og Ragnheiði Svein- björnsdóttur. Þuríður Pálsdóttir syngur lög við ljóð eftir konurj Jórunn Viðar leikur undir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Báturinn" eftir Walter Gibson: V. (Jónas St. Lúðvíksson). 22.30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey- land). 23.00 Dagskrárlok. ingu að trjám, sem sáust óglöggt gerðartón og segjast tala við KALLI KÚREKI — X-— —-k— — Teiknari; FRED HARMAN Kalli gefur littla Bjór, sem bíður fyrir utan, merki. — Þakka, herra Miggs. ■— Hvaða hávaði er þetta. Það er einhver að banka, ég ætla að athuga hver það er. —Komdu sæll, Littli Bjór. Ertu að leita að Kalla. Hann er hérna inni. Á meðan Miggs er ekki í herberg- inu bendir Kalli gamla manninum, sem stóð fyrir utan gluggann að koma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.