Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 1
24 sícíuf Frú Nhu í New York — ræðir ekki við rdðamenn N«w York, Saigon, 8. okt. — AP — NTB. F R Ú Ngo Dinh Nhu, mág- kona Diem, forseta í Suður- Vietnam, kom í dag flugleiðis til New York, frá Evrópu. — Hún ræddi við fréttamenn á flugvellinum. Kvaðst frú Nhu, sem almennt gengur undir nafninu „Drekafrúin“, ekki komin til að ræða við opinhera aðila. „Sanft ætla ég að reyna að kynnast ykkur (Bandaríkjamönnum) betur“, sagði hún. • Koma frúarinnar til Banda- ríkjanna hefur vakið mikla at- hygli. Borgaraleg samtök hafa lýst andúð sinni á heimsókn hennar, og telja, að frúin hafi ekkert erindi til Bandaríkjanna nú. Að samtökunum standa ætt- ingjar bandarískra hermanna, sem veitt hafa stjórn Diem að- 6toð í S-Vietnam. • Fréttamenn voru allnær- göngulir við frú Nhu, er hún steig út úr flugvélinni. Einn íréttamaður spurði hana: — Er það satt, að þér séuð valdafikin? — Nei, sagði hún. — Væri ég það, þá nyti ég ekki trausts stjórnar minnar; þá hefði ég líka svikið stjórnina. • Til alllhvassra orða var grip- ið í öldungadeildinni banda- rísku í dag. Einn þingmanna, Framh. á bls. 3 a Hér getur að líta eyðilegginguna á Haiti, sem „Flóra“ hefur val dið. Myndin er tekin á Tiburon-skaga, en þar var vindhxaðina nokkuð á 3. hundrað km á klst., er verst gegndi. Plantekrur er u eyðilagðar og heimili i rúa jónið á Kúbu óskaplegt Míatarskammtur minnkaður um helming: 280 gr. kjöts á viku, og kaffilaust „Flóra" stefnir til Bahamaeyja Miami, Florida, 8. október — AP. Hvirfilbylurinn „Flóra“ stefnir nú í áttina til.Bahama eyja, að því er bandaríska veðurstofan á Florida herm- ir. í fréttum frá eyjunum hermir, að menn þar óttist mjög, að bylurinn valdi þar miklu tjóni. Það var í dag, að vart varð stefnubreytingar hjá „Flóru“, og fer bylurinn nú í NA-átt. Þykir víst, að versta veðrið sé nú gengið yfir á Kúbu; þar hefur tjón orðið gífurlegt, enda um að ræða þar mesta ofviðri í hálfan annan manns aldur. í dag tilkynnti stjórnin í Havana, að matarskammtur hefði verið minnkaður um helming. Kemur það heim við fyrri fréttir, þess efnis, að helmingur haustuppsker- unnar hafi eyðilagzt. Ástandið á einstökum stöð- um var þannig í kvöld: Kúba: A.m.k. 11 mánns hafa látið þar lífið, og um 50.000 misst heimili sín. Tjón hefur ekki verið metið til fjár. 111- viðri geisar enn, en veður er þó ekki eins vont nú og ver- ið hefur undanfarna 4 daga. Jamaica: Bustamente, forsæt- isráðherra, lýsti því yfir, að viðreisnarstarfið krefðist mik illa átaka. A.m.k. 7 hafa látið þar lífið, og þúsundir eru heimilislausir. Tjónið nemur hundruðum þúsunda ster- lingspunda. Haiti: Bandariskt flugvéla- móðurskip er á leiðinni til Port au Prince. Þar hafa 4000 týnt lífi, að því er talið er. Um 100.000 eru heimilislausir Trinidad: Frá Tobago á Trinid- Algeirsborg, 8. okt. — AP-NTB BEN BELLA, forseti Alsír, lýsti því yfir í dag, að hann ad berast þær fregnir, að 8 manns hafi tekið þar sjúk- dóm, sem • víst þykir, að sé taugaveiki. „Flóra“ herjaði þar fyrst fyrir 8 dögum, og hefur m.a. eyði'lagt mestan hluta vatnsveitukerfisins. Fjöldabólusetning er hafin, Framh. á bls. 3 hefði í huga að kalla út 100.000 manna herlið til að vinna bug á uppreisnarmönn- um í Kabýlíu. Þessa yfirlýs- ingu gaf forsetinn í ræðu, sem hann flutti í borginni Bougie. Þar sagði hann enn fremur: „Hocine Ait Ahmed og Mo- hand, ofursti, skilja aðeins „mál vélbyssunnar“ Síðla í kvöld hermdu frétt- Castro var nærri drukkn- aður í flóðunum á Kúbu Kallar Ben Bella út 100.000 manna lið? bændur komu honum til bjargar á síðustu stundu Miami, Florida, 8. ókt. — AP HAVANAÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að Fidel Castro, forsætisráð- herra á Kúbu, hefði nær verið drukknaður sl. mánu dag. Castro var þá á ferð á flóðasvæðunum á vestur- hluta eyjarinnar, þar sem hvirfilbylurinn Flóra hef- ur valdið miklu tjóni, und- anfarna daga. Farartæki Castros var flot- bíll. Skyndilega reið alda yfir bilinn, og sökkti honum. Það varð Castro til bjargar, að nærstaddir voru bændur, sem gátu komið út björgunarreip- um. í útvarpsfréttinni frá Kúbu segir, að Castro (sem sagður er hafa með höndum forystu- starf á flóðasvæðunum) hafi verið á leið yfir ána Larioja, milli Vietoria de las Tunas og Holguin í Oriente-héraði. Gripið var til flotbílsins, þar eð brúna yfir ána hafði tekið af. Miðja vegu skall skyndilega alda á bilnum, bar hann að tré, og þar tók hann að sökkva. Bændur nokkrir óku þá vörubíl að árbakkan- um, tókst að koma reipi til Castros, og drógu hann þannig á þurrt land. ir frá Algeirsborg, að undir myrkur hefði röð vöruflutn- ingabifreiða, hlöðnum her- mönnum, sézt á leiðinni frá Algeirsborg til Tizi Ouzou. 0 Ben Bella hefur frestað för sinni til New York, en þar ætlaði hann að sitja fundi Alls- herjarþingsins. Þangað var hann væntanlegur á morgun. 0 Fréttamenn telja, að Ben Bella hafi sjálfur tekið foryst- una í baráttunni við uppreisnar- menn, er hann hélt til Bougie í Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.