Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. óktóbér 1963 MORGUNBLAÐIO 3 l f Séra Bjarni Jónsson, vígsln- biskup, sem verið hefur próf- dómari við guðfræðideild Háskóla íslands frá stofnun hans, eða um 52 ára skeið, hefur látið af starfi. í fyrradag fluttu tveir ný- útskrifaðir guðfræðingar, Bolli Gústafsson og Lárus Guð- mundsson, prófprédikanir sín- ar. Að því loknu voru lesnar upp einkunnir kandidatanna, en síðan ávarpaði háskóla- rektor, Ármann Snævarr, séra Bjarna, þakkaði honum vel unnin stjþrf og færði honum blómvönd frá skólanum. Þá tók vieslubiskup til máls og Að lokinni athöfninni í Háskólanum. Talið frá vinstri: Séra Ingólfur Astmarsson, biskupsritari, Lárus Guðmundsson cand. theol., Bolli Gústafsson cand, theol., séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Magnús Már Lárusson, prófessor, Björn Magnússon, prófessor, Pétur Sigurðsson, fyrrv. háskólarita ri, Ármann Snævarr, báskólarektor, og Jóhann Hannesson, prófessor. ndi presta á iandinu Sr. Bjarni Jónsson lætur af störíum eftir 52 dr árnaði háskólanum allra heilla | í framtíðinni. Séra Bjarni sagði í samtali . við Morgunblaðið, að sig ? hefði aldref vantað við próf síðan hann tók við starfi, en I þau hafa yfirleitt verið tvisvar sinnum á ári. Hafi | hann einnig hlustað á- allar 1 prófprédikanir. Kvaðst hann hafa útskrifað á þriðja hundr- IWMBUMMnHMMPl að guðfræðinga, þar á meðal alla þjónandi presta á land- inu. Fyrstu kandidatarnir, sem séra Bjarni brautskráði, voru þeir Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup, Ingvar'Sigurðs- son, síðar sóknarprestur á Austurlandi og Tryggvi Þór- hallsson, síðar forsætisráð- herra. Fyrirtæki Fiskiðjuvers Sauðárkróks á uppboði Sauðárkróki, 8. okt.: — XJppboð fór fram hér í gær á eignum Fiskivers h.f. Hraðfrysti húsið var selt á 4 milljónir kr., fiskimjölsverksmiðja á 2 millj. 350 þús. og fiskmóttökuhús á 510 þús. Kaupandi að öllu sam- »in er ríkissjóður. Sauðárkróksbær átti 4/5 þess ara fyrirtækja og Verzlunarfé- lag Skagfirðinga 1/5. Fyrirtækin voru leigð fyrirtækinu Frost s.f. Sá leigusamningur verður fram Búast til haustveiða Akranesi 8. okt Skipshafnirnar eru í starfi við •ð útbúa báta og veiðarfæri til að vera viðbúnir, er veður batn- ar og fréttir berast af síld á aniðunum, að hefja haustsíldar- vertíðina. — Oddur lengdur um stuttan tíma, en ætl unin er að auglýsa eignirnar til leigu. Þessi atvinnutæki eru mjög þýðingarmikil fyrir staðinn og nauðsynlegt að halda þeim í rekstri. Austur-þýzka togskipið Skagfirðingur hefur verið gert út héðan á togveiðar og hefir meginhluti afla þess verið lagð ur upp í Fiskiveri og hefir það skapað stöðuga atvinnu, eri fyrir tækið hefir á undanförnum árum skapað hér mikla atvinnu. Rekstur fyrirtækja Fiskivers hefir gengið erfiðlega að undan förnu og eru skuldir þess orðnar yfir 20 milljónir króna, mest af þeim hjá ríkissjóði. Þá skyldi einnig bjóða upp Skagfirðing, en uppboðinu var frestað til 15. nóvember. Fyrir um áratug háf Sigurður Sigfússon rekstur þessa frysti- húss en hann fluttist frá Sauðár- króki fyrir nokkrum árum og þá tók Fiskiver við rekstri fyrirtækj anna. | /* NA /5 hnúfar |y SV 50 hnútar X Snjókoma f Oéi Skúrir E Þrumar WlZ KuUatkil ^ HihthH H Hml L Lm,l kæmi norðanhvellur. — Hlý- indi voru talsverð á landinu, mest 10 stig í Fagradal í Vopnafirði. f UM HÁDEGI í gær var mjög 5 djúp lægð við Vesturland, 967 I þrýstistig í lægðarmiðju. Var I hún á ferðinni austnorðaustur 1 og búizt við að á eftir henni — Frú Nhu . . Framh. af bis. 1 demokratinn Stepen M. Young, krafðist þess, að vegabréfsáritun frúarinnar yrði afturkölluð, og Diem forseti beðinn að kalla hana heim til Saigon. Kvað hann frúna hafa „eiturtungu". 9 í Saigon tilkynntu talsmenn Búddamunka í dag, að þeir myndu beita sér fyrir allsherjar- verkfalli, vegna kúgunar þeirr- ar, sem þeir hefðu orðið að sæta að undanförnu. Dreift var í dag bækling, sem hvetur til alls- herja verkfalla. Var hann undir- ritaður af „Hreyfingu til björg- unar Búddatrú“. Síðar í dag til- kynntu yfirvöldin í Saigon, að ákveðið hefði verið að sleppa úr haldi 107 Búddamunkum, sem setið hafa í gæzlu frá því í ágúst. 9 Fulltrúar Chile og Costa Rica báru í dag fram þá tillögu á Allsherjarþipgi, að send yrði sérstök sendinefnd S.þ. til S- Vietnam, til þess að athuga af- stöðu stjórnar Diem til Búdda- trúarmanna. Tillagan mætti andspyrnu fulltrúa N-Vietnam. 9 Stjórnjnálafréttaritarar í Saigon telja, að stjórnin þar hafi látið munkana 100 lausa í dag í pólitískum tilgangi. Sé stjórnin að reyna að draga úr reiði á Allsherjarþinginu, með- an umræður þar um S-Vietnam standa hæst. — Tjónið á Kúbu Framh. af bls. 1 eftir því, sem aðstæður leyfa. Ljóst er, að fellibylurinn hef- ur haft hörmulegar afleiðingar fyrir efnahagsástandið á Kúbu. Matarskömmtun hefur verið þar í gildi um langt skeið; nú hefur skammturinn verið skorinn nið- ur um helming á flestum mat- vörum, þ.á.m. kjöti, að því er segir í fréttum frá Havana í dag. 9 Útvarpið þar skýrði frá fréttatilkynningu landbúnaðar- stofnunar landsins. Þar segir, að kjötskamturinn hafi verið ákveð inn: 288 grömm pr. mann á viku 9 Þá var tekið fram í til- kynningunni, að tekið hefði verið fyrir alla sölu á kaffi. Uppskera á því hefði staðið yfir, er óveðr- ið skall á. Má gera ráð fyrir, að sú uppskera sé nær öll eyði- lögð. 9 Þá hefur um helmingur baðmullar- og sykuruppskerunn ar eyðilagzt. Vitað er, að sum héruð hafa orðið ver úti en önnur. Þannig er talið, að hvað mestár skemmd ir hafi orðið þar, sem um 60% af kjöti landsmanna er framleitt. Ekki er enn vitað um neina aðstoð Kúbönum til handa, vegna tjónsins nú. Að vísu eiga þeir von á miklu af hveiti því, sem Sovétríkin keyptu nýlega í Kan- ada, en ekkert af þvi er enn komið til Kúbu. smmiNHR Óráðshjal Tímans um skólamál Alþýðublaðið birtir í gær fon. ystugrein þar scm svarað er ó- ráðshjali Tímans um skólamál. Er þar meðal annars komizt að orði á þessa leið: „Alþýðublaðið skorar á Tím- ann að birta upplýsingar með nöfnum og heimilisföngum þeirra íslendinga, sem vilja ganga n-.-:nntaveginn, en eru „brottreknir“ frá skólum! Það hefur verið stolt okkar sem þjóð- ar, að hér geti allir gengið menntaveginn, sem hafa vilja eða hæfileika til þess, hvort sem þeir eru fátækir eða rikir. Þetta er jafn rétt í dag og það hefur verið um árabil, og dylgj- ur Timans eru staðlausir stafir. Enda þótt byggingu Mennta- skólans í Reykjavík miði hægar en ætlað var, hefur engum nem- anda verið vísað frá. Sama er að segja um alla skóla rikisins nema héraðsskólana. Þar kom- ast ekki allir að, en uiroækjend- ur eru margir úr öðrum héruð- um, þar sem þeir eiga kost á skólavist, þótt þeir vilji heldur kosta sig á héraðsskóla. Fullyrð- ing Tímans. er því vanhugsuð og tilefnislaus árás á skólakerfi landsins". Eysteinn var áhugalaus Alþýðublaðið heldur áfram: „Alþýðuflokksmenn muna þá daga, er Vinstri stjórnin setti saman fyrstu fjárlög sín Þá vildi Eysteinn Jónsson fjármála ráðherra ekki veita einum eyri til nýrra skóla, enda þótt hinir stóru árgangar frá stríðsárunum væru að komast á gagnfræða- stig. Alþýðuflokksmenn sáu þá hið rétta andlit Framsóknar, en neituðu að fallast á slíkan nagla skap og knúðu fram fjárveiting- ar. Var veitt 16-18 milljónum ár- lega til skólabygginga, meðan Framsókn sat í stjórn. Strax og núverandi stjórn tók við hækk- aði upphæðin i 21,25 milljón og síðan hröðum skrefum unz fjár- veitingar til skólabygginga fyrir 1963 eru 63,5 milljónir. Þannig hafa skólabyggingar þrefaldast síðan Framsókn fór úr stjórn. Svo segir Tíminn að fslend- ingar, sem vilja fara mennta- veginn séu brottreknir frá hús- næðislausum skólum! Hvað eiga slík skrif að þýða? Eru þetta ekki sömu skefjalausu ýkjurnar og önnur skrif Tímans um opin- ber mál hafa verið í seinni tíð?“ Of mikil vinna Þegar Viðreisnarstjórnin hófst handa um. fáðstafanir til að af- stýra því hruni, sem yfir vofði þegar Vinstri stjórnin hrökklað ist frá vöidum héldu kommú- nistar og Framsóknarmenn því fram, að af þeim mundi leiða stórfellt atvinnuleysi og sam- drátt i öllum framkvæmdum í landinu. Nú vita allir, hvernig þessi hrakspá stjórnarandstæð- inga sprakk. Við<reisnarráðstaf- anir höfðu í för með sér aukna framleiðslu og blónr.legt atvinnu líf, meiri og varanlegri atvinnu en nokkru sinni fyrr. En Framsóknarmenn ©g kommúnistar voru heldur ekki ánægðir þá, Þá fóru þeir að tala um „vinnuþrælkun". Síðast í gær rausar Moskvumálgagnið heil ósköp um böl „vinnuþrælk- unarinnar“. En jafnframt er þó ráðizt á ríkisstjórnina fyrir það að nú séu „boðaðar harðvítugar ráðstafanir til þess að draga úr framkvæmdum og eftirspurnum eftir vinnuafli"! Þannig rekst eitt á annara horn hjá hinni ráðvilltu stjórnar andstöðu, sem engin úrræði í sjálf gegn neinum vanda, ea lætur við það eitt sitja að ríf» niður það sen?. Viðreisnarstjórn- in byggir upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.