Morgunblaðið - 09.10.1963, Side 8

Morgunblaðið - 09.10.1963, Side 8
8 MORGU NBLADIÐ Miðvikudagur 9. október 1963 Duglegur sendisveinn óskast strax. — Upplýsingar á skrifstofu vorri, Aðalstræti 6. Hf. Jöklar Saumastúlkur óskast Góð vinnuskilyrði, góðir tekjumöguleikar. Klæðagerð Ara Brautarholti 4 — Sími 17599. Sendill Óskum að ráða pilt eða stúlku til sendi- ferða hálfan eða allan daginn í vetur. Ólafur Gislason & Co. hf. Afgreiðslusfulka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Uppl. frá kl. 6—7 í kvöld (ekki í síma). Þingholtsstræti 1. Húseignin nr. 31 við Reykjavíkurveg, ásamt 900 ferm. eignarlóð, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Húsið verður til sýnis miðvikudaginn 9. okt. og fimmtudaginn 10. okt. kl. 5—7 síðdegis. Tilboðum sé skilað til Jóns Arinbjörnssonar, Sörlaskjóli 88, fyrir 15. þ.m. FDTIIM FRÁ Þorsteinn Bjarnason Hurðarbaki- minning Þ A Ð var bjart yfir byggðum Borgarfjarðar laugardaginn 17. ágúst sl. Sól skein í heiði. Tign sú og fegurð sem hinn stórbrotni og svipmikli fjalla- og jökla- hringur krýnir héraðið, speglað- ist með undursamlegum haetti í tærri himinlind hásumarsdýrðar- innar. Gufumekkir á jarðhita- svæðunum stigu hátt til lofts og gáfu til kynna hvílíkt hitamagn, afl og orka býr þarna í iðrum jarðar. Bergvatnsárnar, slegnar sólbliki, liðuðust tærar um gróð- urlendið í bugðum og beygjum og sjórunninn lax og silungur sótti fast í strauminn í stórum torfum á leið sinni upp árnar til fjalla fram, eins langt og gönguskilyrði frekast leyfa. Gróð urilminn lagði að vitum manna og angan af skærlþurri töðu í lön um og göltum mettaði loftið. Náttúran tjaldaði sínu fegursta skarti og frjósemin blasti hvar- vetna við. Þetta svipmót héraðsins var fögur og heillandi vinarkveðja, sem send var háöldruðum bænda öldungi, sem lagður var til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum í Reyk- holti þennan dag, — Þorsteini Bjarnasyni bónda á Hurðarbaki í Reykholtsdal. Undir kveðju þessa tók fjölmenni mikið sem viðstatt var jarðarförina. Við fráfall þessa dugmikla og framtakssama búhöldar hvarflar hugur vor ósjálfrátt að því að sú kynslóð á landi hér, sem fyr- ir aldurs sakir er nú að ljúka göngu sinni hefir lokið miklu dagsverki. Hún hefir valdið mikl um straumhvörfum í landi voru. Henni eigum vér mikla þakkar- skuld að gjalda. Breytingar þær og framfarir, sem hún hefir stað- ið að eru ef til vill einhverjar þær mestu á einum mannsaldri, sem sögur fara af í lifi nokkurr- ar þjóðar. Þessi kynslóð leit fyrst dagsins ljós í mjög frumstæðri tilveru er var svo á vegi stödd að misbrestir í árferði lögðu dauða hönd á öll lífsbjargarúr- ræði svo að af því hlauzt löng- um fólksfellir og loks flótti fólks í aðra heimsálfu. En þessari sömu kynslóð auðnaðist ekki ein asta að veita viðnám, heldur hef- ir hún sótt fast fram á brautum framtaks og verkmenningar og vakið og glætt með þjóðinni stór- hug, sem nú mótar allt lífsvið- horf vort. Það var röskur liðsmaður þess- arar fylkingar, sem fylgt var til grafar þennan dag. Þorsteinn var fæddur 25. nóv. 1877 að Hurðarbaki, sonur hjón- anna Vilborgar Þórðardóttur og Bjarna Þorsteinssonar bónda þar. Að Þorsteini stóðu borgfirzkar ættir þar sem margt var fram- takssamra manna, sem með dugn aði sínum, forsjálni -og fyrir hyggju settu svip á samtíð sína. Bjarni faðir Þorsteins var traust- ur maður og búhöldur góður. Bróðir Bjarna, en föðurbróður Þorsteins, var Þórður stórbóndi á Leirá, mikill og víðkunnur framtaksmaður í búskaparhátt- um og gæddur ríkum skilningi á því hve menntun og þekking greiddi götuna til menningar, manndómsþroska og sannra framfara. Hélt Þórður skóla á heimili sínu og var um margt í þessum efnum langt á undan sam tíð sinni. Þorsteinn ólst upp með for- eldrum sínum á Hurðarbaki og tók ungur tryggð við þá jörð og byggðarlagið. Var Þorsteinn um skeið, eftir lát föður síns, fyrir búi móður sinnar. En um miðbik fyrsta tugar þessarar aldar hóf Þorsteinn búskap á Hurðarbaki með konu sinni, Guðrúnu Svein- bjarnardóttur frá Sigmundar- stöðum í Hálsasveit. Búskapur Þorsteins á Hurðar- baki í hálfa öld var ótruflað og óslitið framfara- og umbóta- skeið. Þar varð aldrei hlé á sókn- inni. Að láta tvö strá vaxa þar sem eitt greri áður og margfald- lega það, var leiðarljós hans í ræktunarmálum. Búmannshygg- indi Þorsteins birtust meðal ann- ars í ríkum skilningi hans á því hvílíkt undirstöðuatriði búskap- ar vors ræktunin er. Hann húsaði vel jörð sína og snemma risu upp góðar og traustar byggingar á Hurðarbaki. Þorsteinn hafði jafnan gagn- saman búpening, enda blómgað- ist búrekstur hans vel og jafnan hafði hann rúmt um hendur. í fjármálum. Hurðarbak er í þjóð- braut og oft var þar gestkvæmt. Voru þau hjónin höfðingjar heim að sækja og fyrirgreiðsla þeirra við gesti og gangandi rómuð. Erí bæjarímu um bændur í Reykholtsdal að þessu vikið. Þar eru þessar hendingar um Þor- stein: „Hurðarbak er höfuðból, hlær við ferðamönnum.“ Á Hurðarbaki er sem víðar í Reykholtsdal mikill jarðhiti. Eigi leið á löngu að Þorsteinn fetaði í fótspor sveitunga síns, Erlend- ar Gunnarssonar bónda á Sturlu- Atvinna Lagtæka menn vantar nú þegar. Stálhúsgögin Skúlagötu 61. Sendisveinn óskasf nú þegar hálfan eða allan daginn. Almenna Byggíngafélagið Borgartúni 7. reykjum að nota jarðhitann til híbýlahitunar, en eins og kunn- ugt er varð Erlendur bóndi til þess fyrstur manna á íslandi að hagnýta jarðhitann á þennan hátt. Er það mikill sómi íslenzkri . bændastétt að hafa átt í röðum sínum slíkan hugvits- og fram- taksmann, sem Erlendur var. Hefir það vakið heimsathygli að Reykjavíkurbær er hitaður upp með jarðhita en í því efni hafði bóndinn að Sturlureykjum rutt brautina. Eigi lét Þorsteinn sér það lengi nægja að hinn mikli jarðhiti á Hurðarbaki yrði hagnýttur á þann hátt einan, sem hér hefir verið lýst. Átti hann frumkvæði að því að gróðurhúsastarfsemi yrði komið þar á fót. Eru það synir Þorsteins, Sveinbjörn og Bjarni, sem að þeirri starfsemi standa, Bjarni með öðrum bús- störfum en Sveinbjörn, sem er kennari í Reykjavík, hefir una langt árabil haft sumardvöl á Hurðarbaki með fjölskyldu sinni við gróðurhúsastörfin. Hefir Sveinbjörn reist við hverina vist- legt íbúðarhús. Er starfsemi þessi rekin með myndarbrag og góðum árangri. Þorsteinn á Hurðarbaki var kær að góðum hestum. Hafði hann jafnan margt hrossa á búi sínu. Ó1 hann upp og tamdi margan gæðinginn og hafði a£ því mikið yndi að láta þá fara á kostum í lengri og skemmri ferð- um. Stóðu góðhestar hans við töðustall á vetrum, skaflajárn- aðir. Nutu margir fleiri en hús- bóndinn á Hurðarbaki góðs af þeim farkosti áður en bílaöldin hóf innreið sína í þessi byggð- arlög. Þorsteinn á Hurðarbaki gerði jafnan miklar kröfur til sjálfs sín um framtak og úrræði. Taldi hann það hverjum manni nauð- synlegt og heilladrýgst að þroska sem bezt eigið upplag og sjálf- stæðismeðvitund og hafa í þeim efnum fast undir fótum. Félags- starfsemi mat hann mikils, en taldi styrk og notagildi slíkra samtaka því raunhæfari sem ein- staklingarnir, sem að samtökun- um stóðu, voru sjálfstæðari i hugsun og athöfnum. Þorsteinn var dagfarsgóður maður og glaðsinna, enda maður vinsæll. Honum var það líf og yndi að gleðjast með glöðum í góðum kunningjahóp. Hann var trygglyndur og vinfastur og rækti hverjum manni betur þess- ar dyggðir. Þorsteinn var eins og fyrr seg- ir kvæntur Guðrúnu Svein- bjarnardóttur, ágætri og greindri konu, sem studdi hann í störf- um og framkvæmdum og hvatti jafnan til dáða og drengskapar. Hún var gædd næmri tilfinn- ingu fyrir trúarlegum hugðar- efnum. Guðrún lézt 1955. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, tveggja sona og tveggja dætra, er hér greinir: Bjarni, bóndi á Hurðarbaki, en hann tók þar við búi af föður sínum 1945. Bjarni er kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur, lands- þekktri íþróttakonu, er um nokk- urt skeið, áður en hún giftist og tók við búsforráðum með manni sínum á Hurðarbaki, veitti Sund- höll Reykjavíkur forstöðu. —» Sveinbjörn, kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík, kvæntur Svölu Einarsdóttur hljóðfæraleikara og kennara í þeirri listgrein. —• Soffía, sem dvalið hefir um langt skeið í Vestmannaeyjum við kennarastörf þar. — Vilborg, Þorsteinn lézt á sjúkrahúsi i Reykjavík 10. ágúst sl. Línur þessar vil ég enda meS því að þakka þér, kæri vinur, fyrir ómetanlega tryggð þína og vinsemd mér til handa um ára- tuga skeið. Pétur Otteseo. ATHUGIB! að borið saman við útbreiðalu er langtum ódyraru að auglysa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.