Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 6
e MORGUNBl&OIÐ Miðvikudagur '9. október 1963 FangeSsi síiasta úrræiii — segir dr. Rudolf Seeverts, rektor Hamborgarhdskóla Viðtal við rektor Seeverts .. 22 REKTOR Hamborgarháskóla dr. jur. Rudolf Seeverts kom til ís- lands í vikunni og hélt hér fyrir lestur í boði Lögfræðingafélags ísiands um afbrotavandamál í velferðarríkjum. Rektor Seev- erts er prófessor í afbrotafræði við lögfræðideild háskólans og er jafnframt dómari við ungl- ingadómstól. Hann er því mjög kunnugur afbrotavandamálum, ekki sízt unglinga, og spurði fréttamaður Mbl. hann einkum um þau, er hann hitti hann að máli. Rektor Seeverts kvað afbrot unglinga mjög mikið vandamál í Þýzkalandi. Hefðu afbrot ungl inga á aldrinum 14—25 ára auk- izt um 30% síðan 1955, þó afbrot minnki í aldursflokkunum þar fyrir ofan. Ekki gildir þetta þó um afbrot unglingsstúlkna. Þau fara heldur minnkandi. En þá kemur til annað vandamál, vændi. Yfirleitt fara allir kyn- ferðislegir glæpir vaxandi og eins skemmdarverk og hvers kyns ofbeldi. En vaxandi afbrot unglinga er sameiginlegt vanda- mál í mörgum löndum, eins og Frakklandi, Englandi, Noregi, Austurriki og Bretlandi og svo auðvitað Bandaríkjunum, segir rektor Seevert. Aftur á móti er því öðru vísi farið í löndum eins og Spáni, Ítalíu, Sviss og Belgíu. Af hverju? — Enginn veit hverju þetta er að þakka í Belgíu. En á Spáni og Ítalíu er orsökin e.t.v. sú, að fjölskyldu- lífið er óskertara í þessum lönd- um. Ekki er heldur hægt að segja ákveðið hvers vegna af- brot unglinga fara vaxandi í Þýzkalandi, en margir kenna m. a. styrjöldinni að nokkru leyti um þetta, segir rektor Seeverts. Stríðsórin og eftir- stríðsárin komu róti á margan unglinginn. T. d. misstu margir foreldra sína og aðra aðstand- endur í stríðinu og seinna hafa komið 5 millj. flóttamanna frá Austur-Þýzkalandi yfir til Vest ur Þýzkalands. Önnur orsök er að okkar dómi, að þýzkir ungl- ingar hafa of mikla peninga, þeir hafa ekki lært að fara með þá. Og þróun nútíma þjóðfélags eykur auðvitað bílaþjófnaði og þessháttar. í Þýzkalandi er mikið gert til að reyna að hafa hemil á þess- ari afbrotaöldu meðal ungling- anna, að sögn rektors Seeverts. Árið 1953 gengu í gildi ný lög varðandi afbrot unglinga og settur var upp sérstakur ungl- ingadómstóll. En þau lög hafa þróast af fyrstu sérstöku lögun- um varðandi unglingaafbrot sem sett voru 1923. Eru laga- ákvæði um afbrot unglinga í Þýzkalandi mjög svipuð þeim sem gilda á Norðurlöndum, að því er rektor Seeverts segir. Og þau byggja sífellt í ríkara mæli á þeirri meginreglu að ala upp eða mennta. Þau miða einnig að því að vernda sérstaklega hina ungu manneskju, velferðarlög fyrir afbrotaunglinga voru sett 1924 og hafa verið bætt mjög síðan. Einnig hafa verið sett sér stök lagaákvæði til að vernda börn og unglinga gegn hættum nútíma menningartækja. T. d. voru lög frá 1953 varðandi að- gang barna að glæpakvikmynd- um, og önnur varðandi áfengis- drykkju ungs fólks og s. frv. Fangelsi aðeins síðasta úrræði I Þýzkalandi hefur verið komið upp uppeldisheimilum og unglingafangelsum, en rektor Seeverts kveður mjög mikilvægt að hafa unglingana í sérfangels- um. Til eru stofnanir svipaðar pg í Bretlandi, hálfopnar upp- eldisstofnanir með vinnustofum til uppeldis og menntunar og hefur það gefið mjög góða raun í Þýzkalandi. Einnig eru rekin sérstök fangelsi. Unglingsstúlk- ur eru aðeins hafðar í sérstök- um deildum í kvennafangelsum. — Það er ekki svo gott að leysa það öðru víf: af því hve fáar þær eru, segir rektor Seeverts. Líklega er það sama vandamál- ið og hjá ykkur að hafa sérstök unglingafangelsi. Afbrotamenn- irnir eru of fáir til þess. Annars er ekki beitt fangelsisvist við unglingana nema sem síðasta úr ræði. Við reynum fyrst að veita þeim hjálp með því að sérþjálf- að fólk veitir leiðbeiningar og hefur eftirlit með þeim. Dómari við unglingadómstólinn hefur alveg frjálsar hendur með úr- skurð sinn og sérstakir félags- málafulltrúar starfa í samvinnu við þá við réttinn. í mörgum til- fellum dugar að félagsmálafull- trúi hafi samband við foreldra eða skóia. í alvarlegum tilfell- um fer málið fyrir dómstól, sem ákveður hvort unglingurinn fær skilorðsbundinn dóm undir eftir liti eða er settur á uppeldisstofn un. Fangelsisdóm fær hann ekki fyrr en allt annað hefur verið reynt. Gangur mála unglinga fyrir dómstól er allt annar en fullorðinna. í fyrsta lagi eru réttarhöld yfir unglingum aldrei opinber og í öðru lagi eru sér- fróðir uppeldisfræðingar alltaf viðstaddir og opinberir aðilar að málinu. — Teljið þér að unglingar fari vfersnandi, eins og stundum er haldið fram? — Nei, þó afbrot unglinga fari vaxandi, þá eru þeir sem afbrotin fremja svo lítið brot af ungu fólki í heild. 17 þús. nemendur í Hamborgarháskóla — Þér eruð rektor hins stóra Hamborgarháskóla. Hvað eru margir nemendur þar? — Ég er ennþá rektor, fram til 15. október. Prófessorar hafa rektorsembættið aðeins í eitt ár, en hægt að endurkjósa þá í tvö. Hamiborgarháskóli er þriðji stærsti háskóli Þýzkalands og hefur 6 deildir. í Mvnchenarhá- skóla eru 22 þús. nemendur, Kölnarháskóla 19 þús. nemend ur og Hamborgarháskóla 17 þús. nemendur. Skólinn byrjar núna 1. nóvember og ég þarf því að flýta mér heim. Aðalfundur Stúdentafélags HÍ NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur í Stúdentafélagi Háskólans. í stjórn voru kjörnir eftirtaldir menn: Formaður Hreinn Pálsson, stud. jur., ritari Haraldur Finnsson, stud. mag., gjaldkeri Sveinn Sæmundsson, stud. oecon. og meðstjórnendur Gísli G. Kol- beinsson, stud. jur. og Tómas Sveinsson, stud. oecon. • KÚBA Á MÓTI MOSKVÚ SAMNINGI SÞ, New York, 7. okt. (AP): Fulltrúi Kúbu á Allsherjar- þingi SÞ, Carlos Lechuga sendiherra, lýsti því yfir á fundi samtakanna í dag að Kúba yrði ekki aðili að Moskvusamninginum um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Sagði hann ástæðuna vera þá að Bandaríkjastjórn ræki óbein- an hernað gegn Kúbu. • VIÐRÆÐUR í WASHINGTON Washington, 7. okt. (AP): Maurice Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakklands, er kominn tii Washington til viðræðna við fulltrúa Banda ríkjastjórnar. Ræddi hann í dag í 2>4 klst. við Dean Rusk utanríkisráðherra. □ „SVEITAMENNSKA“ í BORGINNI. Reykjavík er orðin stærðar borg, og allt næsta nágrenni hennar tilheyrir henni 1 raun réttri landfræðilega, atvinnu lega og félagslega, og á ég þar einkuœn við Seltjarnarnes, og Kópavog og Silfurtún. í alla þessa staði hefir fólikið flykkst síðustu tuttugu árin, hvaðan æva að af landinu, úr kaup- stöðum, kauptúnum og sveituim Þessu aðkomufól’ki verður kannski ebki láð, þó því hafi gengið illa að átta sig á því, að það býr ekki lengur í sveit. Hitt ve-rður aftu.r á móti að telj ast furðulegt að fól'k sem er borið og barnfætt hér í Reykja- vík og jafnvel Reykvíkingar að langfeðgatali, virðist heldur ekki skilja að það býr í borg en ekki í sveit. Ég ætla að benda á tvö dæmi um þessa „sveitamennsku", en vil samt taka það strax fram, að hér er ekki verið að segja neitt sveit- um til lasts, en sveit og borg er bara tvennt ólíkt. í sveit eru börnin látin út á blaðvarpann strax og þau geta gengið, þegar veður og aðrar á- stæður leyfa. Undir hér um bil öllum kringumstæðuim er þar engin hætta á ferðum. í Reykja vík eru börnin líka látin út fyrir húsdyrnar strax og þau geta gengið, eftirlitslaus, jafn- vel við mestu umiferðargötur borgarinnar, þar sem þau eru í beinni lífshættu hvert augna- blik, þar er varla hægt að aka svo hundrað metra spöil, að maður sjái ekki óvita börn vera að basla á götum eða gang stéttum. Ég hefi talað við fólk sem dvalið hefir í borgum víðs- vegar um heim, austanhafs og vestan og suður í álifu og öllum ber því saman um, að það sé al gerlega óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum, jafnvel meðal frumstæðra þjóða, að börn séu iátin eftihlitslaus út á götu í borg. Útkoman er líka sú að í Reykjavík eru slys á litlum börnum hundrað sinnum al- gengari en New York með öll sín alræmdu slys. □ ÚTIVIST UNGLINGA Á KVÖLDIN Á öðrum sviðum er þetta þó hálfu verra og vandræðin og slysin sem af því hljótast ótöluleg, en um þau eru engar skýrslur. Á ég hér við útivist og eftirlitsleysi stálpaðra barna og unglinga. í þessum efnum <á Reykjavík algert heimsmet. Það þekkist ekki í neinu siðmentuðu landi, að tólf, fjórtán eða sextán ára krakkar séu eftirlitslaus úti að darka, í reiðileysi langt fram á nætur, og foreldrar eða uppal- endur hafi ekki hugmynd um hvar þau eru niðurkomin, né hvað þau hafast að. Hér er, sem sagt, börnum ungum og eldri hleypt út á götuna, og það er oft nánast tilviljun hivort úr þessum unglingum verður almennilegt fólk eða drykkjuræflar, götudrósir og úrhrök. Nágranni minn sagði mér þetta: Frænka hans af öðru landshorni 14 ára gömul fékk að skreppa til Reykjavíkur og dvaldi hjá honum viku eða hálfan mánuð. Hún þekkti hér jafnöldru sína, sem dvalið hafði í sveitinni, stillta og prúða stúlku frá fyrirmyndar heimili að kallað var. Eitt kvöld komu þær heim og til- kynntu að þær væru að fara á ball og þar að auki í eitt ill- ræmdasta danshús bæjarins. Þegar frændinn sagði nei, og að frænka hans færi ekki hálft fet á ball, hvorki i þetta hús eða önnur, þá bláttáfram skildu þær hann ekki. Svo himinlangt var frá því, að þeim fyndist nokkuð við það að athuga, að tveir fjórtán ára telpukrakkar færu einar síns liðs á dansleik, sem auðvitað var ætlaður fullorðnu fólki, og þar að auki i hús, sem var illa þokkað og alkunnugt fyrir drykkjuskap og hverskonar óreglu. Slíkt og þvílíkt kemur varla fyrir í neinu hvítra manna landi nema íslandi. □ BORGARBÚAR FARI AB ALA UPP BÖRN SÍN. Allir menn með opin augu sjá að óregla og agaleysi ung- linga keyrir svo um þvert bak, að ekki nær neinni átt. Spurn- ingin er aftur á móti; hvað á að gera? í þessu efni geta blöð in vafalaust unnið mikið gagn. Og það fyrsta sem þau þyrftu að gera, er að koma Reykvík- ingum í skilning um að þeir lifa í borg en ekki í sveit og að hér gilda ekki lífsvenjur sveit- anna, hversu góðar sem þær kunna að vera. Reykvíkingar og ýmsir aðrir kaupstaðarbúar þurfa sem sé að snúa sér að því að ala börn sín upp. Hing- að til hafa þau oft og einatt alið sig upp sjálf að því leyti sem umhverfi og störf hafa ekki gert það. Útivist barna og unglinga á kvöldin er vafalaust undirrót margskonar óreglu, lausungar og vandræða. Og fyrst foreldr- arnir skilja þetta ekki eða ráða ekki við það, verða yfir- völdin að taka í taumana rösk- lega og vel, og sjá um að öll- um reglum og samþykktuna um útivist barna og unglinga sé hlýtt, ekki einungis í Rvík, heldur líka í öllu nágrenni hennar. Blöðin geta líka gert sitt til að koma fólki í skilning um, að í borg með 15—20 þús. bíla er gatan ekki leikvöllur, Iworki fyrir eldri né yngri börn. Og eins hitt, að það tíðk- ast hvergi í siðmenntuðuin löndum, og er ekkert uppeldi, að börn og unglingar darki úti eftirlitslaus langt fram á kvöld, á skemmtistöðum „sjoppum“ eða þá á götunum Hallur Steinsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.