Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. október 1963
mORCUNBLAÐIÐ
5
SUMARLEIKHUSIÐ sýnir
hinn ágæta gamanleik Ærsla-'
drauginn eftir Noel Coword
í Austurbæjarbíó á fimmtu-
dagskvöld 10. okt. kl. 11.30.
Fyrir styrktarsjóði Félags ísl.
leikara.
Ærsladraugurinn hefur ver-
| i» sýndur yfir fjörutíu sinn-
um viða um land, við ágætar
1 undirtektir áhorfenda og auk
þess í Austurbæjarbíó. Mynd-
in er úr leiknum.
Pennavinir
22 ára gamall kaupmaður og nom
•ndi í sálfræði og auglýsingatækni
<f>skar eftir bréfaskiptum við íslenzka
rtúlku eða pilt, á þýzku eða ensku.
Hann hefur áhuga á bókmenntum,
leikhúsi, kvikmyndum, ferðalögum og
fþróttum. Utanáskrift hans er: Horst
Neumann, Windsteiner Weg 37, Berlín
-Zehlendorf, Deutschland.
Sæn9k stúlka, 16 ára gömul, óskar
eftir bréfaskiptum við ífelenzkan pilt.
Hún safnar frímerkjum og hljómplöt
lam og fæst auk þess við ljósmyndun.
Utanáskrift: Ingbritt Holmgren, Box
835, Sorsele, Lapland, Sverige.
14 ára danskur drengur óskar eftir
bréfaskiptum við einhvern, sem safn
ar frímerkjum. Utanáskrift: Per Dan
Jörgensen, Kulövej 15, Vanlöse, Köb-
enhavn, Danmark.
Margareth Ann Prewitt, 108 Hill-
crest Drive, Bardstown, Kentucky,
U.S.A., sem er 15 ára, óskar eftir ís-
lenzkum pennavini.
18 ára gamall belgískur piltur ósk
ar eftir bréfaskiptum við íslenzka
stúlku á líkum aldri annaðhvort á
ensku, þýzku eða frönsku. Utaná-
skrift: Wim Knops, 49 Vandermeer-
achstraat, Brússel 3, Belgium.
Bimskipafélag Rvíkur h.f. — M.s.
Katla lestar síld á Austfjarðarhöfn-
um. M.s. Askja er væntanleg til Len
ingrad í dag.
Ilafskip h.f. — Laxá fór væntanlega
frá Hull í gær áleiðis til Gdansk.
Rangá fór 7. þ.m. frá Haugasundi til
Ísíands. Maarsbergen er í Gdansk.
Pan-American þota kom til Kefla-
víkur kl. 07.45 í morgun. Fór til
Giasgow og London kl. 08.30. Vænt
anleg aftur frá London og Glasgow
kl. 18.55 í kvöld. Fer til NY kl. 19.40.
Jöklar h.f. Drangjökull er í Camden
USA. Langjökuíl er í Ventspils. Vatna
jökull er í Stykkishólmi.
Flugfélag íslands h.f. — Innanlands
#]ug:í dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja,
Húsavíkur og ísafjarðar. Á morgun:
er áætlað að fljúga til Akureyrar (2
ferðir), Vestmannaeyja, Kópaskers,
bórsliafnar og Egilsstaða.
Loftleidir h.f. Snorri I>orfinnsson
er væntanl. frá NY kl. 08.00. Fer til
Luxemborgar kl. 09,30. Kemur til-
baka frá Luxemborg kl. 24.00. Fer til
NY kí. 01.30. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá NY kl. 10.00. Fer til
Gautaborgar, Khafnar og Stafangurs
kl. 11,30. Eirikur rauði er væntanleg
ur frá NY kl. 12.00. Fer til Osló .og
Helsingfors kl. 13.30. Leifur Eiríks-
son er væntanlegur irá Stafangri,
Khöfn og Gautaborg kl. 22.00. Fer til
NY kl. 23.30.
Áheit og gjafir
Unnið hefur verið af kappi undan-
farna mánuði að málun og endur-
bótum í Fríkirkjunni. Gömlu bekk-
irnir hafa verið fjarlægðir, en í
þeirra stað eru komnir nýir stólar,
smíðaðir hjá Stálhúsgögn hf.
Fjársöfnun stendur yfir vegna
þessara stólakaupa, og hafa eftir-
taldar upphæðir borizt:
Frá PS & GB 2500 kr., AK
& EK 1000; E & V 10.000; G
& 10.000: M & P 2500; L
& G 2500; S & KJK 10.000;
V & V 2000; AG 100; PM 1250, SJ
1250; UÞ 1250; JBP 5000; I & Þ 1000;
A & G 1000; IS 5000; M & A 500;
JBK 5000; KK 1000; HH 1000; I & OA
500; MÞ 500; ÞÞ 500; GJ 300; K & NC
5000; G & G 1000; M TH 100; BÞ
300; A & Þ 1000; Þ Á 500; I & Þ
500; A & H 500; GÓ 100; J & N
2500.
Ennfremur hafa Fríkirkjunni bor-
izt þessar minningargjafir: Til minn-
ingar um hjónin Valdísi Bjarnadóttur
og Guðjón Jónsson, Grettisgötu 48 B,
frá börnum þeirra Jónu Guðjóns-
dóttur og Bjarna Guðjónssyni kr.
10.000.—, og til minningar um Símon
Símonarson, Þorfinnsgötu 8, frá
ekkju hans Ingibjörgu Gissurardóttur
og börnum þeirra kr. 2500.—.
Erum vér innilega þakklát öllum
þessum gefendum, og efumst ekki
um góðar undirtektir safnaðarfólks,
þegar leitað kann að verða til þess
um þátttöku í þessum óhjákvæmi-
legu endurbótum á kirkjunni okkar
allra. — Safnaðarstjórnin.
Sólheimadrengurinn S. G. 50,00.
Áheit og gjafir á Strandakirkju afh.
Mbl.: ÁHÓ 200; NN 25; SBS 500; Þur-
íður 500; 136 25; Ein aí átta 100; KHS
200; Guðrún 100; NN 50; KG 300;
Hallgerður 300; Valgerður 200; Hans
ína 100; Siddi 50; AS 150; HT 100;
GB 100; BS 85; 3 systkini 100; Jóhanna
Ólafsd 200; NN 100; NN 200; GH 200;
GM 100; ónefnd kona 1000; S og J 100;
K933 3000; MH 100 Gamalt áh. 300; VE
50; EJ 100; Eygló 100; Andrés 200;
JMS 600 VJ 500; SM 50; St S 150; S
100; MH 200; GJ 100; HJ 200; NN 25;
Imba 100; áh. í bréfi 100; ÁG og GF
200; G. áh. 50; Guðleifur 300; SG 100;
GG 20; ST 100; SÞ 100; Gríma 300;
RH 50; NB 100; HE 100.
ELDVARNAVIKA:
Eldhætta af vindlingum
Sígarettan veldur orðið
miklum áhyggjum sem
eyðileggjandi afl.
í Reykjavík eru skráð
23 tilfelli á þessu ári, þar
sem eldsupptök má rekja
til sígarettunnar og tjón
af hennar völdum skiptir
milljónum króna.
Aðalástæðan er kæru-
leysi manna, er þeir henda
frá sér sígarettustubb í
ruslafötu, brcfakörfu eða
að öskubakki er tæmdur
í þessi ílát.
Þér skuluð varast að
tæma úr öskubakkanum á
kvöldin rétt áður en þér
farið að sofa, skiljið þá
heldur eftir á vaskborðinu
til morguns, eða skolið úr
þeim með vatni eða hell-
ið úr þcim í salernið.
Reykingar í rúminu
ættu allir að varast. Nokk
ur dæmi höfum við hér
í Reykjavík, þar sem mönn
um hefur verið hjargað á
síðustu stundu frá því að
brenna inni.
ef þeir taka sér hók og
sígarettu á meðan þeir
bíða eftir því að meðulin
verki, meðvitundin dofnar
og maðurinn man ekki eft-
ir höndinni, sem heldur á
sigarettunni, en þá er voð-
inn vís.
Hættulegast er það fyrir
þá sem nota svefnmeðul,
Samband brunatryggj-
enda á íslandi.
Óska eftir að taka á leigu
35—50 ferm. bílskúr. Uppl.
í síma 16249.
Keflavík
Skólaskrifborðin og barna-
rúmin komin.
Húsgagnaverzlun
Gunnars Sigurfinnssonar
Sími 2088.
Ung og laghent kona
óskar eftir að taka að sér
heimavinnu. Ýmislegt kem-
ur til greina. Uppl. gefnar
í síma 15088.
Stúlkur
óskast við hraðsaum. Bú-
seta í Vogahverfi eða ná-
grenni æskileg.
Verksmiðjan Skírnir hf.
Nökkvavog 39. Sími 32393.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í mat-
vörubúð. Úppl. í síma
19453.
Til sölu
timbur, þakjárn, miðstöðv-
arofnar og gólfdúkur. Uppl.
í síma 50875 og í Landa-
kotsspítalanum gamla.
Húsmæður
hænur til sölu, tilbúnar í
pottinn, sent heim á föstu-
degi, 40,- kr. pr. kg.
Jakob Hansen
Sími 13420.
Afgreiðslustúlka óskast
til afleysinga.
Maggabúð
Framnesvegi 19.
Herbergi til le:gu
fyrir miðaldra konu, gegn
takmarkaðri húshjálp. —
Sími 58376.
Maður, sem ekki getur
verið einn, óskar eftir að
kynnast stúlku. Tilboð send
ist Mbl. fyrir laugardag,
merkt: „Tilboð — 3885“.
Reglusamur
sæmilega menntaður mað-
ur óskar eftir vinnu eftir
kl. 5. Margt kemur til
greina. Uppl. í síma 37226.
Notuð eldhúsinnrétting
til sölu, ódýrt, að Skipa-
sundi 75, kjallara.
Keflavík — Keflavík
Nemi getur komizt að strax
Rakarasveinn kemur einnig
til greina. Góð kjör. Rak-
arastofa Harðar Guðmunds
sonar, Keflavík. Sími 2145
(heima).
Vinna óskast
Ungur maður óskar eftir
atvinnu. VanUr akstri. —
Tilboð óskast sent afgr.
Mbl. fyrir föstudag, rnerkt:
„3786“.
T I L S Ö L U
íbúð i Hlíðunum
125 ferm. tilb. undir tréverk (kjallaraíbúð mjög
lítið niðurgrafin). íbúðin verður 3 svefnherbergi,
tvær samliggjandi stofur, húsbóndakrókur, skáli,
eldhús, baðherbergi og sér þvottahús. Tvöfalt gler.
Sér hitaveita. Sér inngangur.
Mýja fasteignasalan
Laugavegi 12. — Sími 24-300.
Kl. 7,30—8,30 e.h., sími 18546.
í/orur
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Boðabúð Hafnarfirði
Skrifstofuhúsnœði
óskast til leigu eða kaups, 100—200 ferm. að stærð.
Má vera í úthverfi. Rúmgott bílstæði verður að
fylgja. Tilboð, merkt: „3788“ leggist inn á afgr. MbL
Tilboð
Tilboð óskast í flakið af m/b Dux K.E. 38 þar sem
það liggur við innsiglinguna til Sandgerðis. Til-
boð sendist til Samábyrgðar íslands á fiskiskipum
pósthólf 37, Reykjavík, eða Vélbátatryggingar
Reykjanes, pósthólf 123, Keflavík.