Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. október 1963 MORCU N BLAÐIÐ 13 Xorfahúsiö á Flateyri. Torfahúsið brunnið Mbl. hefur beðið Pétur Sigurðsson regluboða að rita nokkur orð um Torfa- húsið á Flateyri sem nú er brunnið. Grein Péturs fer hér á eftir: ÉG HRÖKK við, er ég heyrði að Torfahúsið á Flateyri væri brunnið. Hvers vegna? Mátti mér ekki standa á sama um þetta hús? Að vissu leyti, því að það var búið að breyta töluvert um svip frá því sem það var þegar Torfi Halldórs- son, tengdafaðir minn, bjó þar við mikla rausn um fimm- tíu ára skeið. Kona mín, Sig- ríður, er ein á lífi af 11 börn- um þeirra Torfa og Maríu Össurardóttur. En gaman hefði verið, ef húsið hefði varð- veitzt nokkuð í þeirri gerð, sem það var, þegar Torfi bjó þar, því að það átti dálítið merka sögu eins og húsráð- endurnir sjálfir. Það er sá ókostur við að verða gamall, að maður verð- ur að sjá á bak margra góðra vina og kunningja, og einnig sjá ýmislegt fara forgörðum, sem tengt er merkum minn- ingum. Það voru auðvitað hús- ráðendurnir, sem gáfu þessu húsi sína sérstöku sögu. Torfi keypti Flateyri árið 1867 og efnaðist þar vel, átti um eitt skeið fleiri jarðir í önundar- firði, en auður sá gufaði seinna allverulega upp, og segja sumir að elzti sonurinn, Páll, hafi átt nokkra sök á því. Hann mun hafa verið glæsimenni á unga aldri, fór ungur í siglingar, alla leið til suðlægari landa og mun hafa lifað stundum ríkmannlega. Það hefur ef til vill orðið systkinum hans til góðs, þau fengið minni arf og því þurft að efla manndóm sinn á því að ájá sem bezt fyrir sér sjálf. Torfahúsið mætti sennilega teljast einna frægast fyrir eitt, ekki eina draugasögu, sem þaðan er, heldur hift, að talið er, að þar hafi staðið árum saman hinn raunveru- lega fyrsti sjómannaskóli á íslandi. Á unga aldri tók Torfi að stunda hákarlaveiðar og kynntist þá hve ófullnægj- andi var lærdómur íslenzkra skipstjóra. Eftir að hinir nafntoguðu Kollabúðafundir hófust (1849) var Torfi ráðinn til þéss að fara utan og læra skipstjórafræði. Hann fór þá í allmikið ferðalag um Vest- fjörðu til að selja fé og eignir til þess að afla sér farareyris. Eftir heimkomuna geymdi hann lengi einn dal, sem hann átti afgangs eftir ferðalagið og dvölina hið ytra. Hann lauk ágætu prófi á sjómannaskól- anum, og í félagi við Hjálmar Jónsson á ísafirði keypti hann skip og sigldi því heim til ís- lands. Ævilöng vinátta og samstarf tókst með þeim Hjálmari og Torfa. Torfi hófst strax handa um sjó- mannakennslu og mun hafa kennt fyrsta veturinn 1852-3 á ísafirði, en eftir að hann fluttist til Flateyrar, stóð þessi sjómannaskóli hans þar. í Þjóðviljanum birtist grein 1887, sem send hafði verið að vestan. Þar segir: „Hér á Flateyri söfnuðust fyrst saman íslenzk sjómanna- efni til að læra sjómanna- fræði. Má vera, að hinn nú- verandi innlendi þilskipastóll Norðlendinga og að nokkru leyti Vestfirðinga eigi þeim sjómannaefnum töluvert af tilveru sinni að þakka. í minningarriti Stýrimannsskól- ans í Reykjavík er sagt um Torfa: „Torfi gerðist höfðingi í sveit sinni, og voru honum falin ýms trúnaðarstörf. Hann lét sjálfur af sjómennsku, nokkru eftir að hann settist að á Flateyri, en sá um út- veg sinn, hél-t áfram að stunda" kennslu sína og verzl- unarstörf .. Til Flateyrar streymdu menn úr öllum átt- um að leita sér atvinnu, og verzlun og viðskipti færðust mjög í vöxt.“ Miðstöð þessa var auðvitað Torfahúsið og við framkvæmd ir þessar, og þá sérstaklega sjómannáskólans, varð nafn þess tengt. í þessu húsi ólst upp stór og ágætur barnahóp- ur, auk 11 barnanna einnig nokkur tökubörn og stundum var um 30 manns í heimili. Þar var og allgestkvæmt og dvöldu gestir þar stundum dögum, jafnvel vikum saman," stundum allmerkir gestir. Hús freyja varð orðlögð fyrir skörungsskap. Eitt herbergi hússins hafði á sér einkenni- legt orð. Þar þótti reimt og kom það fyrir að gestir vökn- uðu upp með andfælum og þótt ust hafa orðið varir við eitt- hvað kynlegt. Sumir ^ þóttust sjá þar unga fallega* stúlku, * ljóshærða og hárprúða. Á ung stúlka að hafa alið barn í húsinu, grandað því og falið milli þilja í þessu herbergi, en fyrirfarið sér svo sjálfri, er fólk tók að komast á snoðir um þetta. Eitthvað á þessa leið mun sagan vera, en hún er áreiðanlega til skráð ein- hvers staðar. Þessi viðburður gerðist í húsinu löngu áður en Torfi Halldórsson fluttist þangað. Kona mín hefur sagt mér frá því, að hún hafi stundum sofið í þessu herbergi, til þess að vita, hvort sér auðn- aðist ekki að sjá stúlkuna, en svo varð ekki. Það eitt er víst, að hefði sál þessa húss, getað talað upphátt, hefðj hún kunn að að skýra frá æði mörgu minningamerku, en nú hefur eldurinn gert því sín skil.. Til er ein saga um húsráð- anda hússins, sem lýsir nekk- ‘ uð áhuga hans, vinnuhrögðum og lifnaðarvenjum. Þegar Flat eyri var til sölu, voru tveir á ísafirði, sem höfðu hug a að eignast hana. Torfi var annar, hinn er ekki nafngreindur, en talað hefur verið um Ásgeir Ásgeirsson. Þegar hinn ónafn- greindi maður var kominn mjög árla daigs upp á Breið- dalsheiði, á leið vestur til að kaupa Flateyri, þá mætir hann Torfa þar, sem er að koma að vestan og er þá bú- inn að kaupa Flateyri. Torfi hefur víst oft verið árrisull, og hefði hann ekki verið óvenjulega árrisull þenna morgun, hefði hann aldrei eignast Flateyri né gert frægt hús það, sem síðan hefur heit- ið Torfahúsið. — Skáldatími Framh. af bls. 10 og öðrum surrealistum er ein- faldlega sá að hann ber höf- uð og herðar yfir þá alla og hefur með stærð sinni einni saman útrýmt sambræðrum sínum, svo eftir stendur af uppskeru þessarar stefnu að- eins ein bók, Ulysses, sem verkar á nútímamann einsog Fjallið Eina“. 1 Um Thomas Mann: „Þegar Þjóðverjar skrifa best, þá skrifa þeir einsog pró- fessorar; og það er þessi andi prófessorsins sem hefur heykt Thomas Mann sem sagna- skáld.“ Um Goethe: „Hann varð ekki nema til- hlaup til þýskra klassíkur. Mestallt verk hans er samtín- íngur og sitthvað, sambæri- legt aðeins við kvarnarsópið Úr æviverki ýmsra hinna stóru rithöfunda franskrar gullald- er.“ Um Ibsen: „Og Ibsen, sem ég les enn f dag í orðlausri undrun yfir því af hve mikilli lotníngu, hátíðleik og andakt hann end- ist til að fjalla um þesskonar frakkaklædda konsúla, prófess ora og grósséra utanaf landi, sem í augum nútímans mundu vera sjálfskipað inventar í skrípaleiki.“ Um Martin Andersen Nexö: „Hið göfuga málefni sem étti að frelsa okkur alla var grunntónninn í lífi og verki Martins Andersens Nexö. Hver stafur var skrifaður, hvert orð talað, hver eyrir sparaður í þágu þess.“ Um Gunnar Gunnarsson: „Hann var dæmigerð blanda úr skáldi og höfðíngja einsog sevinlega hefur verið á ís- landi. Hann minti mig ævin- lega á Búlandstind, fjall fyrir austan.“ Um Steingrím Thorsteins- son: „. .. . sem mér hefur laung- um fundist næstmest skáld ís- lands á 19. öld.“ Um Ólaf Kárason: „Það er hægt að sanna að hann hafi verið fádæma leir- skáld. Það - er líka hægt að sanna að Goethe hafi verið leirskáld. f mínum augum var Ólafur Kárason Ljósvíkíngur lángmesta skáld heimsins í sex ár.“ Ekki þarf að spyrja að því að Freud gamli fær heldur háðulega útreið hjá skáldinu: „Á dögum Freuds gat þýsk- ari orðið heimsfrægur í hvaða grein sem var, þarámeðal í svo kallaðri sálfræði, ef hann keypti sér stórt skrifborð með mörgum hólfum.... Gol- franska Freuds keptist við golfrönsku marxista um að tröllsliga mælt mál Vestur- landa á mínum sokkabandsár- um.“ ★ Þannig blandast saman í þessari bók Laxness smáþætt- ir úr lífi skáldsins, kynni við menn og hinar litríkustu skoð anir. Er ekki að efa, að mörg- um muni nú sem endranær þykja hann með köflum all- stóryrtur um menn og mál- efni. Og jafnvel þó bókin taki ekki yfir Krúsjeffstímabilið í Sovétríkjunum er lítil ástæða til að ætla að rússneskir kommúnistar hafi sérstaka á- nægju af að sjá hana út gefna þar í landi frekar en Vefarann mikla á sínum tíma. Ekki er þó með neinni vissu hægt að sjá af þessari bók, hvert skáld ið nú stefnir af þeim krókótta vegi, sem hann lagði ungur út á. Nú, í sjálfheldu marxis- tískrar uppgjafar, virðist sá vegur einna helzt blasa við skáldinu, sem Lao tze nefnir í sínum ritum. Sá vegur er ann- ar og hættuminni en hinn sem landi hans Mao Tze Tung hef- ur valið; sá vegur mun ekki ónáða samvizku manns né skálds, þegar tímar líða. um það. Jóhann Briem getur lát- ið hlutina spila saman á skemmti legan hátt, þannig að átökin milli litflatanna skapa spennu, sem sker í augað. Það er kraftur í þessum verkum, og sum þeirra ljóma í sterkum litum. En Jó- hann kann líka að takmarka liti sína, þannig að verk hans verða þrungin einhverju dulrænu, sem grípur um hug manns og sýnir manni inn í torráðinn heim. Þetta er skemmtileg sýning hjá Jóhanni Briem, og það er mjög ánægjulegt að sjá, hve öruggur hann er í list sinni. Hon- um hefur tekizt að fara sinar eigin leiðir og skapa sér persónu legan stíl, og er mjög sérstakur meðal listamanna okkar. Það er aðeins eitt, sem mér sárnar, þeg- ar þessi sýning er skoðuð. Það er of þröngt um hana, og ég er viss um, að hefði Jóhann Briem átt aðgang að stærri sal, þar sem hvert verk hefði notið sín til fulls, þá hefði sýningin í heild verkað miklu sterkari og kostir hennar verið augljósari. Það verður vonandi ekki löng bið- á því, að sýningarvandamál lista- manna verði úr sögunni. Sem stendur er Listamannaskálinn gríðarstór fyrir einkasýningar, en Bögasalurinn oft of þröngur. Maður sannfærist um nauðsyn nýs sýningarskála í höfuðstað ís- lands, þegar sýning eins og þessi er skoðuð. Jóhann Briem á miklar þakk- ir fyrir þessa sýningu, og hún er honum til sóma. Alltaf er það ánægjulegt að geta séð það svart á hvítu, að ekki verður beztu listamönnum okkar brugðið um andlega leti eða stöðnun. Þetta er sýning, sem ég mælist til, að að sem flestir sjái. Valtýr Pétursson. „Apótek“ Sýning Jóhanns Briem í BOGASALNUM er Jóhann Briem með sýningu á nýjustu verkum sínum. Hann sýnir að þessu sinni 28 olíumálverk, auk þess á hann tvær olíumyndir á Haustsýningu F.Í.M. í Lista- mannaskélanum. Það er sannast orða, að Jóhann Briem heggur stórum og lætur mikið til sín taka. Það er ekki langt síðan hann hélt einkasýningu á sama stað og nú. Það er einkennandi fyrir mynd ir Jóhanns, hve mikla áherzlu hann leggur á kraft litarins og hvernig honum tekst að skapa sterk áhrif með mjög einföldu viðfangsefni. Hann tekur sma blett úr fyrirmynd sinni og vinn- ur hann út á þann hátt, að öll- um smáatriðum er hrundið burt, en eftir verður sú reisn, sem gef- ur hlutunum myndrænan svip. Ég held, að litir Jóhanns hafi ekki verið eins hátt tónaðir áð- ur, og þeir hafa nú meiri slag- kraft og bókstaflega blossa móti manni án þess að sprengja mynd flötinn. Það er mikill galdur. Það er einnig nokkuð áberandi í sumum þessara verka tilhneig- ing til skreytilistar, án þess þó að málverkið bíði tjón af. „Blár Adam og hvít Eva“, er gott dæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.