Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. októbér 1961 Skáldatími Halldórs Laxness . EINS og skýrt er frá ann- ars staðar hér í bláðinu kemur hin nýja bók Hall- dórs Laxness, Skáldatími, út í dag á vegum Helga- fells. Bók þessi hlýtur að þykja tíðindum sæta fyrir sakir ýmissa hluta. Nóbel- skáldið er víðförull heims- borgari sem hefur kynnzt mörgu merku fólki og greinir frá þessum kynn- um á þann hátt að forvitni hlýtur að vekja. Bók þessi er í senn eins konar rit- gerðasafn og æviágrip, og er hvort tveggja flettað samán, lífshlaup skáldsins og skoðanir. Ekki fer hjá því að ýmislegt það, sem skáldið ritar um kommún- ismann hljóti að vekja einna mesta athygli. Ástæð an er sú, að skáldið hefur ekki ávallt þótt við eina fjöl felldur í pólitík, þó lengst af hafi hann stutt kommúnista, og jafnvel um hríð verið einskonar stafnbúi í þeirri fylkingu hér á landi. Nú virðist hann aftur á móti vera að gera sér grein fyrir því, að kommúnisminn er ekki það sæluástand sem hon- um var sagt ungum. Segja má að í hinni nýju bók geri hann upp sakirnar við svonefndan Stalínisma, en lætur þróunina síðan liggja milli hluta. Af þeim sökum er ekki hægt að segja að skáldið geri endanlega upp við kommúnismann, en af Skáldatíma má sjá að hann hefur orðið fyrir gífurleg- um vonbrigðum og svo mjög, að nú virðist kippt stoðunum undan þeirri trú hans, að kommúnisminn sé upphaf og endir allra hluta. Þegar rætt er um stjórn- málaskoðanir Halldórs Lax- ness, hlýtur hugurinn að hvarfla til Bandaríkjaferðar hans, sem hann tókst á hendur ungur og æfintýragjarn. Hann hefur orðið allhandgenginn Upton Sinclair, en fer heldur háðslegum orðum um margt í fari hahs og ekki virðist hann hafa fengið neina sérstaka ást á verkum hans. Á einum stað segir hann um Sinclair: „Þeg- ar hann talaði um „fólkið", „alþýðu", var það í munni hans svipað orðtak og hjá rússneskum marxistum, verk- aði sem óhlutkent fræðiorð, abstraktum". Á öðrum stað: „Sennilega hefðu líka menn einsog Theodore Dreiser og Upton Sinclair rekið upp stór augu ef einhver hefði kallað þá listamenn. Sögur þeirra eru athyglisverðar og áhrifamikl- ar, a.m.k. sumar hverjar, sak- ir siðferðilegrar ástríðu höf- undanna; en höfundarnir eru samt fjarri því að vera at- hyglisverðir sem sögumenn“, leggur ^íðan Theodore Dreiser það til lasts að hafa verið at- vinnublaðamaður. Aðdáunin á Sinclair Lewis er aftur á móti drjúgum meiri: „Lewis var áhrifadrýgstur til að koma mér á bragðið sem þjóðfélagslegum ádeiluhöf- undi í skáldsögu", segir skáld- ið. „Að fordæmi hans leitaðist ég mjög við að byggja sögu- manninum út gem einstaklíngi í frásögninni en líkja í staðinn eftir hugsunarhætti og mál- fari þess umhverfis þar sem sagan er látin gerast: láta margslungið umhverfið tala sjálft gegnum þann samnefn- ara stílsins sem höfundurinn telur hlutverk sitt að finna. Að finna þennan samnefnara var höfuðvandamál mitt list- rænt og það sem ég barðist mest við að leysa í fyrstri þjóðfélagslegri skáldsögu minni Sölku Völku“. Síðan segir skáldið að penni Lewis hafi verið illertnari en penni þeirra Upton Sinclairs og Theodore Dreisers, þó að hann hafi ekki eins og þeir verið bendlaður við róttækan sósíalisma eða kommúnisma eða stjórnarstefnu Sovétríkj- anna. Eftir hugleiðingar um þess- ar þjóðfélagsbókmenntir ger- ist skáldið þátttakandi í alls kyns stjórnmálabrasi í Evrópu um þetta leyti, fer m.a. á frið- arþing í Amsterdam, kynnist Willy Munzenberg, „sem inn- blés flestum alþjóðlegum fram herjasveitum róttækum anda á þessum misserum" og var eins konar hliðstæða Göbbels í röðuníkommúnista þ.e. „and legur ýtustjóri í skeleggustu vinstriforlögum Þýskalands“. Maður þessi hafði vikustaðna gisna skeggbrodda á blýfölu andliti, „að góðum og gildum öreigasið“ var hann haldinn þeirri stríðandi mælskulist sem Göbbels var ef til vill heimsmeistari í. Og síðan bæt- ir skáldið við: „f dag hefur því miður komist hálfgert ó- orð á þessa listgrein, mælska talin í meiralagi óáreiðanleg list, nema kanski í Havanna eða Djakarta“. En listgrein þessi hefuc samt að áliti skáldsins hlotið „óumdeilanlegan sess í ver- aldarsögu hrollsins". Þá var komið að því að skáldið héldi til Fyrirheitna landsins. Og þá sá hann sýn sem virtist vekja honum nokkra tortryggni, þó hún hefði ekki fengið byr undir vængi fyrr en nú síðustu árin. í Paradís öreiganna blöstu ekki við þær endalausu dýrð- ir og allsnægtir, sem komm- únistar sífellt boða að fylgi stefnu þeirra, heldur annað og dapurlegra. Hann segir: „Sá slæpti og niðurdrabbaði tötra- lýður sem á Rússlandi troð- fylti pláss og stræti stassjónir og farartæki haustið 1932 var að því leyti frábrugðinn strjál- um leifum afturúrfólks á Vest urlöndum, að hann var slitinn úr teingslum við. umhverfi sitt ... Einmitt á þessum misserum er talið að nær 30 miljónir bændafólks hafi ver- ið á flótta í landinu undan samyrkjuhreyfingunni ....... Þessi uppflosnaði kotalýður hafði enn ekki feingið annað í skiftum fyrir kú og svín en hugsjónir og própaganda .... Hvernig áttu þessir músjikar vafðir druslum, með skegg uppá nef, áþekkastir þeim frægu „clochards“, dúðadurt- unum sem sofa undir brúm Parísar, að ljá eyra því kald- rifjaða háðúngalofi í upphróp un og óskhætti, sem látlaust var út gefið um „fólkið", „al- þýðuna" í klestum og illa þefj- uðum blaðsneplum ríkisstjórn arinnar, eða á endalausum rauðum og hvítum tuskuborð- um sem festir voru utan á húsin: þetta áttu að vera hetj- ur hetjum ofar.“ Síðan lýsir skáldið hinum svoköiluðu „félögum" og fer um þá heldur hæðnislegum orðum eins og margt af því, sem hann segir yfirleitt um kommúnisma, eða stalínisma. Það er eins og hann hafi meiri áhuga á að spotta kommún- ismann en gera upp við hann sakirnar fyrir fullt og allt. Það lýsir kannski betur þeim sársauka, sem viðskiptin við kommúnismann hafa valdið skáldinu, en t.d. átakamikið allsherjaruppgjör. Um félag- ana segir hann m.a.: „Það var nauðsynlegt að temja sér sérstakt orðavald til að geta samneytt þessum mönnum. Og á öllum textum sem skrifaðir voru handa þeim varð að vera sú skríngi- lega golfranska, óskiljanleg vestur-evrópumönnum, sem höfð er í Rússlandi enn þann dag í dag“. Allt er þetta löngu vitað. Þeim, sem hafa fylgzt með þróuninni í Sovétríkjunum undanfarna áratugi ,kémur fátt eitt á óvart af því sem skáldið segir um ástandið þar austur frá. Það er einungis staðfesting á því, sem staðið hefur í ábyrgum blöðum og ritum sjáandi manna mörg undanfarin ár. En af hverju hefur þá jafníhugull og glögg skyggn maður og Halldór Lax- ness ekki fyrr séð í gegnum þann blekkingavef, sem Ráð- stjórnin hefur hjúpað um sig og land sitt? Skýringin kemur á bls. 140 í bók skáldsins. Hann segir: „Hér dugði ekki annað en herða upp hugann; þetta var samskonar tal og haft er uppi við fólk í lífsháska. Þannig fanst mér við nánari íhugun að þetta leiðinlega sjálfshól stalínismans samfara enda- lausri lakkeríngu á eymd og mistökum bæri í sér ákveðna siðferðilega réttlætíngu og væri meðal í þágu sósíalism- ans. Ég viðurkendi það og not aði það sjálfur að vissu marki, ég held þó oftastnær með einhverjum hreim af út- skýríngum. Mörgum bauð og ótta við því — og ég var einn þeirra — að það mundi vinna gegn sósíaljsma í heiminum alment ef fólki væri' sagt frá hinu óumdeilanlega gæfuleysi sósíalismans 'hjá Stalín — 1 „höfuðlandi sósíalismans". Menn sögðu í hljóði „hver veit neftia Eyjólfur hressist“ og biðu óþreyufullir í von þess, og báru í brestina á meðan“. Þetta eru stór orð og at- hyglisverð yfirlýsing, að þegja þunnu hljóði meðan pólitískir vargar hakka í sig, ekki æin- ungis samlanda sína og bræð- ur, heldur hverja þá þjóð, sem bjó í næsta nágrenni. Þannig má segja, að ábyrgðin hafi ver ið mikil á herðum þeirra sem vissu, en þögðu. En þeir höfðu sínar ástæður, eins og nú kem ur berlega fram af orðum skáldsins. Þau orð, sem síðast er til vitnað, hljóta að vera skrifuð sem alvarlegur ásök- imarbroddur að höfundinum sjálfum. Þannig mætti með nokkrum sanni segja, að þungamiðja hinnar nýju bók- ar Nóbelsskáldsins sé fremur uppgjör við eigin samvizku en þá stjórnmálastefnu, sem enn er haldið með ofurþunga einræðis og atómvopna að fjöl mörgum þjóðum og blekkt inn á blásaklaust fólk í fjarlægð. Vafalaust eru margir, sem gætu tekið undir fyrrnefnd orð skáldsins og hafa þurft eins og hann: að létta á sér. Hér á eftir fara enn nokkr- ar tilvitnanir í Skáldatíma, um ástandið í Sovétríkjunum: A „Jafnvel þetta snemma á ár um Stalíns var raunverulega búið að banna pólitík í Ráð- stjórnarríkjunum ..." + „Allt tal var bannað á al- mannafæri nema þjóðernislegt og flokkslegt sjálfhól og frjáls skoðanamyndun um það bil útdauð í landinu ..." „Enda þurfti kallinn (þ.e. Stalín) ekki annað en lofa fólki því æ ofan í æ að það skyldi fá að éta eftir fimm ár, og kanski einhverjar pjötlur upp á kroppinn, til þess það streingdi að sér sultarólina og lofaði þennan dýrðarmann, þessa holdteknu ímynd ljóss- ins ..." jt „ . .. landbúnaðurinn í Ráð- stjórnarríkjunum var á öllu stalíntímabilinu í sannköll- uðu forógnarástandi, svo t.d. matvælaframleiðslan í landinu var lángt fyrir neðan það sem verið hafði á síðasta friðarári keisaratímanna (1913)“. jf „Kennisetníngarnar voru stundum svo sterkar að jafn- vel gras gat ekki vaxið í land- inu“. (Þetta virðist sannast áþreifanlega nú í hveitiskort- inum). jf „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trú- girni. — Það er í flestum til- fellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari“. Halldór Laxness lýsir ágæta vel áhuga kommúnista á bók- menntum. Hann segir í löngu máli frá því, hve illa honum hafi gengið að fá bækur sínar út gefnar, bæði hér á landi og erlendis; hér á landi þorðu fæstir að segja að bók væri góð fyrr en hún hafði hlotið hálof í Danmörku, segir skáld ið; átti það m.a. við um Sölku Völku. „Næstu bók, Sjálfstætt fólk, þorði eing- inn forleggjari á íslandi að gefá út heldur, af því menn vissu ekki hvað mundi vera sagt í Danmörku". Síðan segir skáldið: „Þeir fáu sérvitríngar sem báru blak af bókinni (þ.e. Sjálfstæðu fólki) á íslandi voru hrakyrtir af áhrifamönn- um og úthrópaðir af almenn- íngi. Þeir sem hældu bókinni voru mestan part íslenskir bolsar, og þó kanski meira af þeim sökum að ég var þeim vinveittur ert hinu að bókin væri í nokkru tilliti bolsé- víkaáróður ..." Og austur í Sovét var matið þetta: Rússar neituðu að gefa út Sölku Völku „af því þar kæmi fyrir einn mjög illa marxis- tískur kommúnisti, Arnaldur. Hefði slíkir. kommúnistar aldrei verið til á Rússlandi og myndi því einginn sovét- lesandi skilja slíka og þvílíka fjarstæðu sem þessi maður væri“. Og ennfremur: „Aftur á móti sagði Anisímoff að bók- in um Bjart í Sumarhúsum væri ágæt"mynd af eymd bænda í auðvaldsríkjunum og könnuðust allir rússar við þá eymd frá því á keisaratíman- um. Hann gerði síðan við mig samníng fyrir hönd bókafor- lagsins um útgáfu Sjálfstæðs fólks". - XXX ----- Eins og af þessum dæmum má sjá, kemur Halldór Lax- ness víða við í hinni nýju bók sinni. En þó það þyki vafa- laust markverðast sem hann ritar um kommúnismann og afskipti sín af þjóðfélagsmál- um, fjallar álitiegur hluti bók- arinnar um ýmiss málefni önn ur. Verður hér að lokum stikl- að á nokkrum atriðum, en ekki lagður neinn dómur á bókina að öðru leyti því grein þessari er ekki ætlað. að vera ritdómur, heldur einskonar tíðindi af nýrri bók. Skáldið skrifar af einstakri hlýju um Jóhann Jónsson og skemmtilegir eru kaflarnir um Erlend í Unuhúsi og Egg- ert Stefánsson. Sumt af því sem um getur í bókinni er þann veg til komið, að skáld- ið ’finnur gömul minnisblöð, reikninga og annað smávegis og lætur þessa bleðla minna sig á ýmislegt, sem áður gerð- ist. Þannig minnist hann þess, hverjir kostuðu Vefarann miklg frá Kasmír. Það voru engir blóðheitir öfgamenn eða unnendur öreigastefnunnar: Einar Pétursson, Haraldur Árnason, Gunnar Kvaran. Björn Ólafsson, Sigurður Guð mundsson ark., Kristján Al- bertsson, Púlli, Ásgeir Ásgeirs son, Þórður Albertsson, Ingi mar Brynjólfsson. Og um Vef- arann segir hann m.a.: „Flestum bar saman um að þetta væri ein sú ómerkileg- asta bók sem sést hefði á fs- landi. Margir ritdómarar töldu það höfuðskömm að slík bók væri gefin út á vora túngu. Sjaldan hefur nokk- urt skáldmenni verið skamm- að jafn rækilega fyrir bók“. Um Mafr: „Grunntónn tímans frá rússnesku byltíngunni og fram að dauða Stalíns, alt frá „byltíngasinnuðum“ fræði- kenníngum Stalíns sjálfs nið- ur í nasjónalsósíalskar prédik- anir Hitlers, átti rót sína að rekja til þessa leiðinlega þýsk ara og þeirra grillufángara, landsmanna hans, sem hann reisti á, ekki síst Hegels sem W. H. Auden sagði nýlega að léti nútímamenn skella uppúr um allan heim ef þeir heyrðu nafn hans, nema á Einglandi U Síðar í bókinni segir enn- fremur: „Stalín er fæddur og upp- alinn við óskeikulleik Heilagr ar Visku, sem hann lætur síð an í skiftum fyrir þýska heim- speki. Annaðhvort er þýsk heimspeki óskeikul eða hún er það ekki. Það er erfitt að benda á kenníngu sem að upp runa hugsunarhætti lærdómi og stíl sé þýskari en marxis- tísk Þjóðfélagsheimspeki. Nasjónalsósíalisminn er jafn óhugsanlegur án Marx eins og stalínisminn. Það var eingin tilviljun að þessir tveir gerðu félag sitt. En það var Hitler sem bilaði í sambandinu. Hinisvegar finst mér heldur en ekki stúngin tólg í fyndni, þegar nú er lýst yfir því aust- an úr Kína, að aungvir skilji þýska heimspeki leingur nema kínverjar". Um James Joyce: „Munurinn á James Joyee Framh. á bls. 13 *****

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.