Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐID Miðvikudagur 9. október 1964 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. LYST YFIR STRIÐI! Fréttir frá Sameinuðu Þjóðunum: 6000 hitaeiningar á dag án æðakölkunar ¥?ftir alþingiskosningarnar í sumar lýstu kommúnist- ar því yfir að þeir myndu hefja „stríð“ gegn áframhald- andi framkvæmd viðreisnar- stefnunnar. Kommúnistar og stjórnarandstöðuflokkamir höfðu orðið undir í kosning- unum. Þeir sáu fram á að Viðreisnarstjórnin myndi sitja áfram í skjóli öruggs meirihlutafylgis meðal þings og þjóðar. Þá var það sem for- maður hins svokallaða „Al- þýðubandalags“ kommúnista gaf eftirfarandi yfirlýsingu í útvarp: „Viðreisnarflokkamir hafa nú tilkynnt þjóðinni að við- reisninni verði áframhaldið. Þeirri stefnu er Alþýðubanda lagið og verkalýðssamtökin andvíg í grundvallaratriðum. Þeirri stefnu viljum við hnekkja. Þess vegna boðar Alþýðubandalagið nú stríð en ekki frið, og það veit, að viðreisninni verður hnekkt.“ Þessi stríðsyfirlýsing hins óvitra og flasfengna komm- únistaforingja vakti andúð yfirgnæfandi meirihluta þjóð arinnar. Jafnvel kommúnist- arnir sjálfir skömmuðust sín fyrir hana og töldu hana glap- ræði. íslenzka þjóðin hafði kveðið upp dóm sinn á kjör- degi með lýðræðislegum hætti. Hún hafði vottað Við- reisnarstjórninni eindregið traust. Hún hlaut nær 56% atkvæða og öruggan þing- meirihluta. Það sem í raun og veru fólst í yfirlýsingu kommún- istaleiðtogans, sem jafnframt er forseti Alþýðusambands Islands var, að verkalýðssam tökin skyldu notuð í ennþá ríkari mæli en áður til þess að heyja stríð gegn efnahags- málastefnu löglega kjörinnar ríkisstjórnar, er nýlega hafði fengið ótvíræða traustsyfir- lýsingu í almennum lýðræð- islegum kosningum. ★ Stríðsyfirlýsing kommún- istaforingjans er rifjuð upp hér nú vegna þess að blað kommúnista birtir í gær und- ir stórum fyrirsögnum frétt um ályktanir, sem þing Al- þýðusambands Norðurlands gerði nýlega um kaupgjalds- mál. Af þeirri ályktun verð- ur það augljóst að kommún- istar eru þess alráðnir að framfylgja stríðsyfirlýsingu Hannibals Valdimarssonar á hendur efnahagskerfi þjóðar- innar. í þessari yfirlýsingu er rætt um „að óhjákvæmilegt sé að verkalýðshreyfingin hefji án tafar aðgerðir og beiti öllu valdi sínu“ til þess að knýja fram vilja sinn. Eftir þetta þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvað kommúnistar hyggj ast fyrir. Þeir ætla að hefja það „stríð“ sem forseti Al- þýðusambandsins boðaði í út- varpsávarpi sínu eftir að kommúnistar höfðu beðið ó- sigur í alþingiskosningunum á sl. sumri. Nú á að beita verkalýðshreyfingunni enn einu sinni til pólitískra hermdarverka í þágu komm- únistaflokksins. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða að fyllsta ástæða er til þess að þjóðin átti sig á því, hvað hér er að gerast. Kommúnistar, sem lúta í öllu boði og banni hins alþjóðlega kommúnistaflokks hyggjast beita verkalýðshreyfingunni á íslandi til þess að brjóta niður efnahagsmálastefnu á- byrgrar ríkisstjórnar, sem nýtur stuðnings mikils meiri- hluta 'þjóðarinnar. FRAMSÖKN ELTIR KOMMÚNISTA ún látum vera þótt deild ^ hins alþjóðlega komm- únistaflokks hér á landi boði stríð á hendur efnahagskerfi þjóðarinnar. íslendingar hafa alltaf vitað að kommúnistar eiga það mark háleitast að grafa undan hinu íslenzka þjóðfélagi og stuðla að hruni og upplausn. Hitt er miklu alvarlegra ef fjölmennur lýð- ræðisflokkur eins og Fram- sóknarflokkurinn slæst í för- ina með landráðalýðnum og hikar ekki við að taka þátt í herför hans gegn efnahags- legu sjálfstæði og öryggi ís- lenzku þjóðarinnar. Allt bendir til þess að Framsókn- armenn muni nú eins og jafn- an áður síðan þeir lentu í stjórnarandstöðu elta komm- únista og fylgja þeim til hvaða óhæfuverka, sem þeir hefjast handa um gegn efna- hagsmálastefnu núverandi ríkisstjórnar. Framsóknar- menn hafa undanfarin miss- eri staðið fyrir stöðugum á- róðri til þess að örva kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags og hrinda af stað nýrri dýrtíðarskriðu. Þeir hafa hvatt bændur til þess að gera sem mestar kröfur um hækkun afurðaverðsins. Síð- an hafa þeir kennt ríkisstjórn inni þá auknu dýrtíð sem leitt hefur af hvoru tveggja, hækk MAÐUR sem að heita má ein- göngu nærist á úlfaldamjólk (5- 10 lítrar á daglega) og fær rúm- lega 6000 hitaeiningar (2880 hita einingar er talið eðlilegt magn á dag) ætti að þjást af þeim sjúk- dómum, sem settir eru í samb- and við slíka ofneyzlu hitaein- inga, og þá fyrst og fremst hjarta sjúkdómum. Sú er samt ekki raunin um hirðingjana á sléttum Sómalíu, segir í tímariti Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, „WHO CHRONICLE“. Rann- sóknir hafa þvert á móti leitt í ljós, að hjarta- og æðasjúkdómar eru afar sjaldgjæfir. Þessir hirðingjar á hinum hrjóstrugu sléttum í Sómalíu fást fyrst og fremst við úlfaldarækt Þeir eru há-vaxnir og magrir og einstaklega þolgóðir. Talið er að þetta eigi rætur sínar að rekja til þess, að þeir eru sambland af sem ítískum (arabískum) og blökku- manna- (bantu) kynstofnum. Fæða þeirra er fyrst og fremst úlfaldamjólk, sem þeir drekka þegar þeir eru hungraðir eða svangir, og hafa enga ákveðna matmálstíma. Úlfaldamjólk er ná lega helmingi feitari en kúa- mjólk- Sé reiknað með 5 litrum af mjólk (margir drekka allt upp í 10 lítra) auk þeirra 200-250 gr. af sykri sem þeir nota út í teið sitt, þá er dagleg hitaeininga- neyzla hjá þeim 6200. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið í háþróuðum löndum, ætti slíkt mataræði að hafa skaðlegar afleiðingar, ma. leiða af sér æðasjúkdóma. Lækn- ar við sjúkrahúsið í Mógadisciu, höfuðborg Sómalíu, skýra hins vegar frá því að slíkir sjúkdómar séu mjög sjaldgæfir. Hópur vísindamanna, sem sent hafa frá sér skýrslu á vegum Aliþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, hefur ransakað 203 hirð- ingja á aldrinum 11-70 ára.Þessir vísindamenn komust ma. að raun um , að hjartaæðar virtust ekki hafa nein sjúkdómseinkenni. Vísindamennirnir reikna með því að á mörgum öldum hafi átt sér stað aðlögun þessa fólks að hin- um mjög svo sérstæðu lífsskilyrð um. Þeir benda á að svipuð skil- yrði séu meðal eskimóa, sem einn ig eti mikið af fitu. Þetta fóik verður ekki fyrir þeim óteljandi sálrænu trufl- unum sem hafa áhrif á líkams- starfsemina og eru svo algengar meðal fólks í borgum eða þétt- býli. Þessi staðreynd varpar ljósi á . sambandið milli sálrænna áhrifa og hjartasjúkdóma, segir í tímaritinu un kaupgjaldsins og afurða- verðsins. Aldrei hefur nokk- ur stjórnmálaflokkur komið fram af eins taumlausu á- byrgðarleysi og Framsóknar- flokkurinn undanfarin miss- eri. En á sama hátt og stjórnar,- andstaðan fann kulda almenn ingsálitsins gagnvart stríðs- yfirlýsingu Hannibals Valde- marssonar eftir alþingiskosn- ingarnar mun tætingsliðið, sem nú berst fyrir verðbólgu og upplausn, verða þess vart HJÁLP SÞ. OG SÉRSTOFN- ANA ÞEIRRA VIÐ ÞRÓUNAR LÖNDIN Sameinuðu þjóðirnar og sér- stofnanir þeirra hafa á þessu áxi lagt fram 350 miiljónir doll- ara til hjálpar aðildarríkjum sín um í viðleitni þeirra við að bæta efnahagslegt og félagslegt ástand sitt, segir.í uppgjöri sem lokið var við á dögunum. Nær 85 af hundraði starfsliðsins í hinum ýmsu stofnunum SÞ. fjalla ein- göngu um þessi mál, og hlut- fallsleg skipting fjármagnsins er svipuð. Rúmlega 150 lönd og svæði sóttu í fyrra um hjálp frá ein- hverri stofnun Sameinuðu þjóð- anna, ýmist um aðstoð sérfræð- inga, námsstyrki, lán eða tæki og verkfæri. í flestum þessara landa er efnahagsástandið þannig að meðalárslaun eru kringum 4000 ísl. krónur Þær 350 milljónir dollara, sem að ofan getur eru bæði skyldu- framlög og frjáls framlög. Tæpur helmingur upphæðarinnar er á fjárlögum hinna ýmsu sérstofn- ana og efnahags- og félagsmála- deildar Smeinuðu þjóðnna sjálf- ra. Allt hitt er frjáls framlög ým- issa stofnana, svo sem Barna- hjálpar SÞ. Framkvæmdasjóð- sins, Tæknihjálparinnar og ann- arra stofnana. í upphæðinni eru ekki falin lán og fjárfestingar fiá Alþjóða bankanum og stofnun hans né heldur hjálp sem hjálpþegar greiða sjálfir. Nefna má að á síðasta starfsári lánaði Alþjóða- bankinn 448 milljónir dollara. Úr áðurnefndu uppgjöri SÞ. má ma. fá eftirfarandi upplýs- ingar: Starfsemi Sameinuðu- þjóð- anna sjálfrar: Efnahags- og félagsmáladeild SÞ. safnar og dreifir upplýsingum og . eflir og leiðbeinir hina alþjóðlegu við- leitni á eftirfarandi sviðum: efling og þróun iðnaðar, náttúru- auðlindir og samgöngutæki, hag skýrslur og opinber rekstur, vel- ferðarstarfsemi, húsnæðisvanda- mál og önnur félagsleg verkefni Skrifstofa fyrir tæknihjálp ann- ast þá hjálp, sem aðildarríkjun- um er látið í té á þessum sviðum og einnig þegar um er að ræða mannréttindi og baráttu við eitur lyf. Fjárhagsáætlunin er 32 mill- jónir dollara ILO. Alþjóðavinnumálastofnun- in aðstoðar ríkin við lausn vanda mála á vinnumarkaðinum, m.a. í sambandi við iðnmenntun, tryggingar og skipulagningu vinnuafls. Fjárhagsáætlun: 14 milljónir dollara. FAO. Matvæla- og landbúnað að íslenzkur almenningur fyr irlítur atferli þess. íslending- ar vilja ekki að ný dýrtíðar- alda flæði um allar gáttir þjóðfélags þeirra. Þeir vilja heldur ekki að þjóðin glati lánstrausti sínu út á við og að höft og innflutningshömlur móti á ný svip viðskiptalífs- ins. Þessvegna munu allir á- byrgir íslendingar skipa sér í órofafylkingu til baráttu fyr- ir efnahagslegu jafnvægi og áframhaldandi framförum og uppbyggingu í þjóðfélaginu. arstofnun SÞ. fjallar um land- búnað, fiskveiðar, skógrækt, nær ingarvandamál o. s. frv., ekki sízt í sambandi við hina víðtæku herferð sína „Frelsi.undan sulti“. Fjárhagsáætlun: 31 milljón doll- arar. UNESCO. Menningar- og vís indastofnun SÞ. hefur mörg meg inverkefni, og eru meðal þeirra það verkefni að bæta lífskjöria á hinu þurra svæði frá Nörður- Afríku til Suður-Asíu og hitt að kOma öllum börnum Mið- og Suður-Ameríku í skóla, áður en áratugur er liðinn. Fjánhagsáætl un: 41 milljón dollara. ICAO. Alþjóðaflugmálastofn- unin vinnur að eflingu öryggis í flugmálum, sams konar flugum ferðarreglum og beitingu nýj- ustu tækni. Fjárhagsáætlun: 5 milljónir dollara. WHO. Alþjóðaheilbrigðismála stofnunin veitir ríkjum aðstoð í viðleitninni við að koma á eða bæta eigið heilbrigðiseftirlit og í baráttunni við hverskonar sjúk dóma, ekki sízt farsóttir. Fjár- hagsáætlun: 33 milljónir doll- ara. ITU. Alþjóðafjarskiptasam- bandið vinnur að eflingu og út breiðslu útvarps, síma og ann- arra fjarskiptatækja. Fjárhags- áætlun: 3 milljónir dollara. WMO. Alþjóðaveðurfræðí- stofnunin vinnur að því að koma á samfelldu neti veðurathugun arstöðva um heim allan. Fjár- hagsáætlun: 0,9 milljón dollara. IAEA. Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin fjallar um hagnýtingu kjarnorkunnar í þágu friðarins. Fjárhagsáætlun: 9 milljónir doll ara’. UPU. Alþjóðapóstmálasam- bandið vinnur að eflingu alþjóða samstarfs á sviði póstmála. Fjár- hagsáætlun: 1 milljón dollarar. IMCO. Alþjóðasiglingamála- stofnunin stuðlar að samvinnu ríkja á milli og gagnkvæmum skiptúm á upplýsingum, sem varða siglingar. Fjárhagsáætlun: 0,9 milljón dollarar. Samvinnustofnanir eða sjóðir. Hin samvirka tækniaðstoð (EPTA), Framkvæmdastjóður- inn, Alþjóðamatvælasjóðurinn, og Barnahjálpin (UNICEF) reka ekki sjálfstæða starfsemi. Þetta eru samvinnustofnanir eða sjóð ir, sem leggja fram fé og starfa krafta, en verkefnin eru leyst af Sameinuðu þjóðunum eða sér stofnunum þeirra. Fjárhagsáætl anir. EPTA 50 milljón dollarar, Framkvæmdasjóðurinn 72 millj. Matvælasjóðurinn 30 millj. og Barnahjálpin 33 milljónir doll- ara. Stríðsyfirlýsingar kommún- ista eiga engan hljómgrunn hjá þorra íslendinga. Framsóknarflokkurinn má líka vara sig á því að halda áfram að elta hinn Moskvu- stýrða kommúnistaflokk. — Ennþá er margt lýðræðissinn að fólk innan hans, sem ekki vill láta nota stjórnmálasam- tök sín til þess að höggva ný skörð í íslenzka krónu og leiða sama öngþveitið yfir ís- lenzku þjóðina og Vinstri stjórnin gerði á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.