Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 9. október 1961 Grét í móðurkviði — óvenjulegur atburður í Skotlandi KONAN, sem sést hér á mynd inni, er frú Rae Wood, 24 ára, og á heima í Inverness á Skotlandi. Sonur hennar hef- ur haldiff fyrir henni vöku — með gráti — en þó á nokkuð óvenjulegan hátt, því aff hann byrjaði aff gráta í móffur- kviði. Er frú Wood heyrffi grát- inn fyrst, lá hún á fæffingar- deild sjúkrahússins í Invera- ess. Ekki gat hún strax gert sér grein fyrir því, hvaðan gráthljóðið kom, en skyndi- lega varff henni ljóst, hvers kyns var. Hjúkrunarkonur og læknar voru vitni að atburð- inum. Daginn eftir fæddist sonur- inn, alheilbrigður, og hér er frú Rae með hann í fanginu. Ekki er Mbl. kunnugt um slík- an atburff áður. Danir mæta skiln- ingi hjá EBE - „Höfum óskertan óhuga d samstarfi Evrópulanda“, sagði Hækkerup í gær Briissel, 8. október — NTB PER Hækkerup átti í dag við- ræður við fulltrúa Efnahags- bandalags Evrópu, í Brússel. Stóð fundurinn í 5 tíma. Að honum loknum lýsti Hækker- up því yfir, að hann hefði — Alslr Framh. af bls. 1 dag. Bougie er aðalhafnarbær Kabýlíu. Óstaðfestar fregnir herma, að Ben Bella muni ekki grípa til hermdarráðstafana gegn upp- reisnarmönnum, ef þeir láti af uppteknum hætti nú þegar. Fylg- ir þessum fregnum, að forsetinn vilji leysa deiluna á fundi FLN. í ræðunni í dag sagði Ben Bella, að stjórn landsins hefði nú í sínum höndum sannanir fyr- ir því, að gerð hefði verið áætlun erlendis um að steypa ráðamönn- um Alsír. Bað hann þá, sem slíkt hefðu í huga, að minnast þess, að Alsírbúar stæðu saman. í lok ræðunnar minnti hann enn á, að ef uppreisnarmenn legðu ekki niður vopn, myndi gripið til þeirra aðgerða, sem dygðu, til að brjóta starfsemi þeirra á bak aftur. fengið fyrir því loforð, að vandamál Danmerkur yrðu tekin til sérstakrar athugun- ar. Fulltrúar bandalagsins við- urkenndu, að Danmörk ætti við mikla erfiðleika að etja, að því er varðaði útflutning landbúnaðarvara, og yrði að rannsaka, hvað hægt væri að gera til að létta undir með Dönum á því sviðL 0 Var ákveðið, að efnt skyldi til sérstakra viðræðna fulltrúa Danmerkur og bandalagsins. Er talið, að þær verði haldnar á þessu ári. 0 Fundarmenn í dag voru á einu máli um, að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur, og sér- staklega voru dönsku fulltrúarn- ir ánægðir. Ekki vildi Hækkerup skýra frá tillögum þeim, sem hann lagði fram í dag, en sagði að þær hefðu mætt miklum skiln ingi. Ráðherrann lýsti því að lokum yfir, að hann hefði skýrt fulltrú- um bandalagsins frá því, að Dan- mörk hefði óskertan áhuga á því að taka þátt í nánara samstarfi Evrópuianda. Graskögglaverksmiöja komin upp í Gunnarsholti Kögglarnir halda næringargildi og er aðflutt vara GRASKÖGGLAVERKSMIÐJU hefur verið komið upp í Gunn- arsholti á Rangárvöílum. Er þar á skömmum tíma þurrkað og malað ilmandi túngresi, og bún- ir til úr því kögglar, sem er með- færileg vara til sölu, þarf minna húsrými í geymslu en hey og er hentugt í flutningi. Á túngresið að halda í mjög ríkum mæli fóð- ur- og næringarefnum við slíka verkun og geymslu. Gert er ráð fyrir að framleiðsluafköst í fullri nýtingu véla verði 1280 lestir miðað við 2% mánaða starf rækslu að heyþurrkun og köggl- um og geti farið fram þurrkun á korni. Framkvæmdir þessar hafa verið gerðar að tilhlutan Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnin lagt fram fé til stofnkostnaðar. f haust fara fram tilraunir með íblöndun í köggl- ana, en eðlileg framleiðsla hefst í júní. Fréttamönnum var í gær boðið að skoða hina nýju verksmiðju í Gunnarsholti, að viðstöddum Ing ólfi Jónssyni ráðherra, stjórn verksmiðjunnar, en í henni eru: Pálmi Einarsson, formaður, Pét- ur Gunnarsson, deildarstjóri, og Páll Sveinsson, sandgræðslu- stjóri, verkfræðingi frá Hamri, Þórði Gröndal, sem hefur unnið við uppsetningu hennar, og Ás- geiri Þorsteinssyni, formanni rannsóknarráðs. Pálmi sagði m.a. að markmiðið með þessari framkvæmd væri að i Gunnarsholti yrði fóðuröflunar- stöð, sem framleiði heyköggla og heymjöl og ennfremur að þar verði ræktað korn til íblöndunar heyfóðurs. Síðar komi til ræktun innlends grasfræs, þegar fram- ræktaðir hafa verið innlendir stofnar til innanlandsnotkunar. Framleiðsla á heykögglum gæti grundvallað það, að komið sé upp fóðurbirgðum, sem ætíð sé hægt að grípa til og flytja milli landshluta, ef einhver þau áföll verði í einstökum sveitum, að þess verði þörf. Var m.a. rætt um að ef nú hefði verið til nægilegt magn af heykögglum, þá hefði verið hægt að senda þá norður á Strandir, þar sem mikill heyskort ur er eftir sumarið. í Gunnarsholti er mikið rækt að og óræktað land og sagði Pálmi að til þess að ræktun sandanna gæti orðið enn arðbær ari en hún er nú, væri nauðsyn- legt, að geta komið afrakstri ræktunarinnar að einhverju leyti í verð með sölu, sem þessi fram leiðsluaðferð gerir mögulega. En heymjölsframleiðsla sem þessi byggðist fyrst og fremst á því að ræktað sé eðlisgott gras, sem slegið er á heppilegu vaxtar- stigi og því ríkt af næringarefn um og fóðurgildi. Síðan leysti verksmiðjan þann þátt að verka það þannig, að það haldi að mestu fóðurgildi sínu og bragðefnum og verði ólíkt betra til fóðurs en útiþurrkað hey. Framleiðsla heymjöls og hey- köggla hefur farið hraðvaxandi hin síðustu ár í Vestur-Evrópu. Þar er árleg framleiðsla um 125 þús. lestir, en talið er, að ónot aðir markaðsmöguleikar fyrir þessa vöru séu nú í þessum lönd um 160 þús. lestir og er því eins og stendur mikill markaður fyr ir þessa vöru erlendis. Að lokum þakkaði Pálmi Ein- arsson, landbúnaðarráðherra for ystu hans og víðsýni í fram- gangi þessa máls, og sagði: Þetta er mikilsverð tilraun til þess að fá úr því skorið hvort hægt er á hagkvæman hátt og í stórum stíl að tryggja góða heyverkun, hvernig sem viðrar um heyöflun artímann. Við þá erfiðleika hef- ur landbúnaðurinn hér orðið að stríða um aldir, og hið góða ís- lenzka gras hefur ekki verkast á viðunandi hátt í mörgum árum, þó það spretti, og af því leitt stjórtjón og öryggisleysi í sam bandi við landbúnaðinn. Minnkar innflutning á fóðurvörum. Ingólfur Jónsson, ráðherra, kvaðst gera sér miklar vonir um að hér sé framkvæmd, sem ekki aðeins sé til góðs fyrir landbún- aðinn heldur líka alla þjóðina. Hann kvaðst ekki hafa hugsað sér þessa framleiðslu til útflutn- ings, heldur til að minnka inn- flutning á fóðurvörum. Það mætti gera með því að reisa slík ar verksmiðjur helzt í öllum landsfjórðungum og auka rækt- un. En til þessa þyrfti tíma. Með grasfræræktartilraunum eins og þeim, sem framkvæmdar væru í Gunnarsholti gætu sérfræðingar innan skamms tíma sagt okkur hvaða grasfræ við ættum að rækta hér og sama væri að segja um kornið, sem tilraunir eru gerðar með bæði í Gunnarsholti og víðar. Þegar tilraunir eru komnar á það stig að ræktað er skv. þeim, þá verði blandað korni í grasið, framleiddir köggl- ar og við verðum sjálfum okkur nægir um fóðurbirgðir. Þá yrði hægt að stefna að því að hætta að flytja inn gamalt og oft lélegt fóðurkorn. Framkvæmd þessi er byggð á áætlun, sem gerð var haustið 1960. Frumdrögin framkvæmdi nefnd, sem í voru Ásgeir Þor- steinsson, formaður Rannsókn- arráðs og með honum Pétur Gunnarsson, Björn Sigurbjörns- son og Páll Sveinsson og með henni starfaði W.E. Dinesen, líf- eðlisfræðingur og sérfræðingur f fóðurfræði frá Kanada. Ásgeir sagði í gær að þetta væri til- raun til að fara inn á nýjar brautir og hann tryði þv£ að þessi aðferð, að framleiða köggla væri hin rétta. Gras eins og það er nú þurrkað hefði stundum ekki nema % af fóð- urgildi sínu, þegar skepnurnar fengju það, því gras verkaðist hvorki vel í góðu né slæmu veðri úti. Það þyrfti hraðþurrk- un og vélaþurrkun eins og nú er byrjað á. Krefst lítils mannahalds Heykögglaverksmiðjan 1 Gunnarsholti er byggð og sett upp af þremur fyrirtækjum. Heil Company hefur gert þurrk- unarvélar og útbúnað þeirra, Amandus Kahl í Hamborg kögglavél og útvegað myllur og h.f. Hamar smíðað alla þá hluti sem hagkvæmt var að gera hér heima og hafa verkfræðingarnir Þórður Gröndal, Haraldur Árna- son og Sigurður Sigvaldason unnið að verkfræðilegum atrið- um í sambandi við byggingu og uppselningu véla. Heyið kemur í vélarnar nýslegið, er saxað og og matar verksmiðjan sig sjálf- virkt. Þurrkari er þá stilltur og heldur hann jöfnu hitastigi, hversu blautt sem heyið er. Þá er því blásið upp í blásara til að kæla það og saxað í grasmjöl og má síðan láta það halda á- fram í kögglaverksmiðjuna, þar sem það fer í pressu og verður að kögglum. Þar eð það verður mjög heitt er það loftkælt. Allt er þetta sjálfvirkt og krefst mjög lítils mannahalds og er öruggt í rekstrL Páll Sveinsson, sandgreæðslustjórl, mokar græna heyl lnn að heykögglaverksmiðjunni. Þetta er bráffabirgðaútbúnaður. Vél- ar mata sig annars sjálfar. Ánægjulegt hanstmót Sjdlí- stæðismonna d Austurlondi Egilsstöðum 8. okt. Haustmót Sjálfstæðismanna á Austurlandi var háð í Ásbíói á Eigilsstöðum s.L laugardags- kvöld. Mótið hófst með borð- haldi kl. 9.00. Meðán á borðhaldi stóð voru flutt ávörp og al- mennur söngur viðhafður og ennfremur söng séra Marinó Kristinsson nokkur einsöngslög við mjög góðar undirtektir. Samkvæminu stýrði Helgi Gísla son á Helgafelli en ávörp fluttu: Jónas Pétursson alþingismaður, Axel Thulinius sýslumaður, Pét- ur Blöndal forstjóri, Guðlaugur Jónsson kaupmaður, Reynir Zoega verkstjóri og Sigurður Lúðvíksson verzlunarmaður. Kvæði flutti Sveinn L Björns- son Heykollsstöðum. Eftir borðhaldið var stiginn dans. Mótið sóttu um 120 manni bæði af Fjörðum og HéraðL Samkoma þessi var öll hin prýðilegasta, svo sem þessi haustmót hafa jafnan verið. Var veizlukostur og allur viðurgern- ingur af hálfu eigenda Ásbíós til fyrirmyndar. Munu allir er þátt tóku í hófinu lengi njóta ánægj unnar. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.