Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Miðvikúðagur 9. október 1963 MimiTiiR MORcnmosms HSI mót undirbýr Norðurlanda- kvenna hér að sumri Landslið í karlaflokki í heimsmeistarakeppni í marz ÁRSÞING Handknattleiks- sambands íslands var haldið s.l. laugardag og urðu þar miklar umræður um málefni handknatt leiksins, sem eru mikil og stór í undirbúningfi. Handknattleikur- inn á vaxandi fylgi að fagna og er nú sú grein íþrótta sem fs- lendingar standa fremst í afrekslega séð miðað við siðustu stórmót er ísland hefur tekið þátt L ■k Beint í úrslit. Fyrir dyrum í vetur stend- ur þátttaka í heimsmeistara- keppni karla og fer ísland, eins og áður hefur verið frá skýrt, beint í úrslitakeppnina, og nýt- ur þess að í síðustu heims- meistarakeppni hafnaði íslenzka liðið í 6. sæti. Sex efstu liðin komust nú í aðalkeppnina án undankeppni. k Norðurlandamót kvénna. Þá mun HSÍ standa fyrir Norðurlandamóti kvenna f Rvík næsta sumar. Á síðasta Norður- landamóti varð ísl. liðið nr. 2 og hefur því erfitt sæti að verja. HSÍ hefur hafið undirbúning Norðurlandamótsins, sem verð- ur eðlilega umfangsmikill og dýr. k Norræn unglingakeppni. Loks undirbýr HSÍ þátttöku í unglingakeppni pilta á Norður- löndum en næsta keppni fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Það verða því stórmót fyrir karla, konur og úrvalslið yngri manna auk alls annars, sem HSÍ sér um eða hefur afskipti af. k Umræður á þinginu. Fyrsta heimsókn handknatt- leiksmanna er á næstu grösum er Tékkar heimsækja ÍR-inga. Á fundipum mættu sem gestir og fluttu' ávörp Gísli Halldórs- son forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage heiðursforseti og Hermann Guð- mundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikninga. Kom þar m.a. fram sú skoðun að handknattleikur væri afskipt ur með opinbera styrki til Jþróttakennslu. Einnig var að því fundið að íþróttakennaraskól inn gerði handknattleiknum ekki hátt undir höfði. Formaður HSÍ Ásbjörn Sigur- jónsson var endurkjörinn, enda hefur hann unnið Handknatt- leikssambandinu1 af fádæma Sportköfun í Kleirarvatni og Hvalfirði vinsæft sport — segir Viggó Oddsson sem útvegar tækin EIN er sú tegund sports, sem telja má íþrótt góða, fræðandi og skemmtilega, þó ekki sé hún meðal íþrótta- greina ÍSÍ og enn sáralítið Bandarískur kafari með nýj- asta útbúnað frá Healthways sem kostar um 15000 kr. Þetta er úrval frá tveim beimsálfum. iðkuð hér, þó ýmsir hafi sýnt áhuga. Þetta er sportköfun. Hún á orðið unnendur í tugþús- undatali víðsvegar um heim og breiðist ört út ekki sízt í Bandaríkjunum, þar sem kon ur sem karla, ungir sem gaml ir hafa leitað niður í hinn þöglu heim náttúrunnar á sjávarbotni. Nú er svo komið að fram- leiðsla ýmissa tækja er sport- kafarar. no'ta er orðin nánast stóriðja. Ýmsir sem hér hafa áhuga á slíkri köfun hafa átt í erfiðleikum, að því er Viggó Oddsson Hvassaleyti 6 tjáði okkur og sagði hann að hann hefði ásamt Erni Ingólfs syni lögreglumannf, miklum áhugamanni um köfun, ákveðið að reyna hér, úr að bæta og hafa á boðstólum eða útvega tæki sem sportkafarar gætu treyst. Reyndar er á- hugi á að koma upp nám- skeiði eða skóla fyrir sport- kafara, hvað sem úr verður. Viggó sagði okkur ýmis- legt um sportköfun og tæki sportkafara eftir þeirri reynslu sem hann hafði aflað sér. Tækin eru ýmist fram- leidd í Evrópu eða Ameriku, en fyrirtækin eru dótturfyr- irtæki, svo sumt er margfalt ódýrara frá Evrópu t.d. sund- fit og grímur en tankar og öndunartæki bezt og ekki dýrari í Ameriku. Þarf gð verzla við 6—10 fyrirtæki til að ná hagkvæmustum kaup- um. . ★ Búningar. Miklar framfarir hafa orðið í búningum kafara. Bandaríkjamenn framleiða nú nær eingöngu nælonfóðraða jakka og buxur úr froðu- gúmmí sem falla þétt að líkamanum en eru ekki vatn- þéttir. Þau hafa verið reynd með prýðisárangri við Græn- land í ís og kulda. Slík „föt“ kosta 20—90 dali vestra en tollar eru 20—100% hér. Þá eru til ýmis önnur tæki t. d. myndavélar skutiibyss- ur af ýmsum gerðum o. fl. Þeir Viggó og örp fengu hingað 3 sýnishorn af byss- um og sýndu veiðimálastjóra og lögreglustjóra. Samkv. áliti þeirra má ekki nota byssumar á lax og silung og lögreglan vill að aðeins ábyrgir menn meðhöndli byss urnar og fái' fyrir þeim byssuleyfi eins og um venju- leg skotvopn sé að ræða, því skutilbyssur geta verið hættu- legar í meðförum glanna og óvita. Ár Kleifarvatn og Hvalfjörður vinsælust. Viggó sagði að vinsæl- ustu köfunarsvæðin hér virt- ust enn vera Kleifarvatn og Hvalfjörður. Köfunin þykir ákaflega skemmtileg og köfunin er ekki dýr þegar frá er talinn stofnkostnaður við úbvegun tækja sem getur verið mjög mismunandi eftir gæðum tækjanna. ★ Kostnaður. Tankur sem inniheldur súrefni til 20 mín. köfunar kostar 2100 kr. (og má að sjálfsögðu fylla aftur og aft- ur), fitar og grímur 400—1000 kr., kafarabúningur frá 1500 til 5000 kr. skutilbyssur 300 til 6000 kr. Gott sett köfunar- tækja með öllu kostar 6—20 þúsund kr, sagði Viggó. Ásbjörn Sigurjónsson — hinn ötuli form. HSÍ. dugnaði um langt skeið. Aðrir í stjórn voru kjörnir Axel Einars- son, Axel Sigurðsson, Valgeir Ársælsson (allir endurkjörnir) og Björn Ólafsson. Arsþing Körfuknattleiks- sambandsins ÁRSÞING Körfuknattleikssam« bandsins verður haldið sunnu- daginn 17. nóv. í KR-húsinu og hefst kl. 10 f. h. Fara á knattspyrnuleik í London HINN mikli knattspyrnuleikur milli brezka landsliðsins og úr- valsliðs beztu knattspyrnu- manna heims utan Bretlands verður háður í Lundúnum 23. okt. nk. Þar sem vitað var að margir knattspyrnuunnendur hér höfðu mikinn áhuga á að sjá leikinn, tók ferðaskrifstofan Saga flug- vél á leigu hjá Flugfélagi ís- lands og þegar hafa milli 40 og 50 pantað far. Farið verður héð- an 22 okt., en komið heim aftur 27. s. m. Viggó Oddsson með skutilbyssu, sundfit af beztn gerð og ' grímu. k Hættulegt að byrja án tilsagnar reyndra. Viggó sagði að það þyrfti samvizkusama og áreiðanlega menn til að fylgja þessu sporti farsællega af stað. Við höfum reynt að halda aftur að þeim, sem ekki hafa reynd- an kafara eða vanan sportkaf- ara með í byrjun meðan allt er kennaralaust. Viggó kvaðst verða að skilja við verkið um sinn vegna annara starfa erlendis, en hann kvað fengna mikilsverða byrjun- arreynslu sem vaðrir myndu byggja á. ★ Öryggistæki. Loks benti Viggó á að sundfitar kafara væru hið bezta björgunartaéki og ættu að vera í öllum bátum og skipum. Togkraftur sund- manna í sjó er um 17 pund, en séu notaðar beztu fitar er hann 39—44 pund. Björgun- armaður sem stekkur fyrir borð til að bjarga öðrum er óháður þeim klæðnaði sem hann er í, hafi hann smeygt á sig sundfitum, og hann get- ur einbeitt kröftum sinum að björguninni, og munurinn að hafa sundfit er svo mikill að oft getur úrslitum ráðið. Viggó kivaðst hafa skrifað SVFÍ um þetta atriði en félagið hefði ekki séð ástæðu til að svara bréfi hans, þar sem boðið var að útvega sundfitar til tilrauna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.