Morgunblaðið - 26.11.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.1963, Síða 2
MORCUNRLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóv. 1963 Stjórnarfrumvarp: Gefin verði út geng istryggð verðbréf Seðlabankanum verðl kleift að auka endurkaup afurðavíxla RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp um 1>reytingu á lögum um Seðla- Frú Guðrún Pétursdóttir lútin FRÚ Guðrún Pétursdóttir lézt hér í Reykjavík síðastliðið laug- ardagskvöld, 85 ára að aldri. Frú Guðrún fæddist 9. nóvem- ber 1878, dóttir hjónanna Péturs Kristinssonar, bónda í Engey, og Ragnhildar ólafsdóttur frá Lund um í Stafholtstungum. Hún giftist 5. júní 1904 Bene- dikti Sveinssyni, síðar Alþingis- forseta. Varð þeim hjónum sjö barna auðið, sem eru Sveinn, Pétur, Bjarni, Kristjana, Ragn- hildur, Ólöf og Guðrún. Tvær systranna eru látnar, Kristjana og Ragnhildur. Fimmtán áira gömul var hún meðal stofnenda Hins íslenzka kvenfélags, og hófst þá langt og heillaríkt starf hennar að mál- efnum kvenna. Helztu áhugamál hennar voru réttindabarátta og menntun kvenna, líknar- og manúðarmál, málefni heimil- anna, heimilisiðnaður, sjálfstæðis barátta þjóðarinnar og íslenzk stjórnmál. Má segja, að hún hafi starfað óslitið að þessum málum um 65 gra skeið, en árið 1959 sagði hún af sér flestum störfum í þágu áhugamála sinna. Frú Guðrún tók þátt í stofnun Bandalags kvenna og síðar Kven félagasamfeands íslands. Formað- ur Kvenfélagasamfeandsins var hún frá 1947 til 1959. Hún ták þátt í stofnun Húsmæðrafélags- ins, Kvenréttindafélagsins, var um tíma formaður Heimilisiðn- aðarfélagsins og Mæðrastyrks- nefndar. Formaður í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt var hún um tíma og síðar heiðursfélagi. Þessarar merku konu verður nánar getið í Mbl. síðar. Hún verður jarðsungin nk. fimmtu- dag. banka íslands. f frumvarpinu felast tillögur um tvær mikil- vægar breytingar á gildandi lögum um Seðlabanka íslands. Annars vegar er það, að heimild bankans til innlánsbindinga verði rýmkuð, fyrst og fremst í þeim tilgangi að Seðlabankinn geti aukið endurkaup afurða- víxla og þannig beint meira af sparifé þjóðarinnar til rekstrar- lána í þágu undirstöðuavtinnu- veganna. Er í þessu sambandi heimild Seðlabankans til inn- lánsbindingu hækkuð í 25% af heildarinnstæðufé hjá hverri innlánastofnun. Hin breytingin er að Seðlabanka fsands verði heimilt að gefa út verðbréf eða aðrar skuldbindingar, er séu bundnar gengi erlends gjaldeyr- Oswald jarðsettur Fort Worth, Texas, 25. nóv. — NTB — S T U T T U áður en kistu Kennedys forseta var komið fyrir í gröfinnj i Arlington- kirkjugarðinum í Washing- ton, fór frarr. önnur útför í Rose Hill kirkjugarðinum í Fort Worth. Þar var einfaldri trékistu, sem þakin var gráu áklæði sökkt niður í gröf að fáum viðstöddum. í kistunni var lík Lee Harvey Oswalds, sem sakaður var um morðið á forsetanum, en móð- ir hans býr í Fort Worth. — Kistan var flutt með mikilli leynd frá Dallas, og fylgdu henni fjórar lögreglubifreið- Brúarjökulsleið- angur snéri við Á LAUGARDAG lagði uPP leið- angur frá Egiilsstöðum, farinn í þeim tilgangi að setja upp mæli- stengur við Brúarjökul, til að hægt sé ag komast að raun um hve mikið jökullinn skríður fram, en hann er á ferðinni í norðurátt, sem kunnugt er. f leiðangrinum voru Steinþór Eiríksson, vélvirki, Ingimar Þórðarson, Valgeir Vi/lhelmsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku, sem er manna kunn- ugastur á landsvæðinu við jökul- brúnina. — Ætluðu þeira að vera nokkra daga í förinni, en fengu vitlaust veður og vonda færð. Auk þess slitnaði belti á snjóbil þeirra, U-16. Sneru þeir því við og komu til baka á mánudags- morgun. Ekiki er líklegt, að þeir fari í aðra ferð. is, en tilgangurinn með þessu ákvæði er að örva sparifjár- myndun í landinu og auka traust á gjaldmiðlinum. Ákvæði er um, að slík verðbréf og vextir af þeim verði undanþegin skatt- lagningu á sama hátt og sparifé. í greinargerð með frumvarp- inu er m. a. sagt: Þróunin undanfarið ár hefur orðið þess valdandi, að nauðsyn legt hefur reynzt að taka til end- urskoðunar þá stefnu, sem fylgt hefur verið í endurkaupamálum síðan 1960. Vaxandi rekstrar- kostnaður hefur á ný aukið rekstirarfjárþörf sjávarútvagsins en innlendar verðhækkanir ásamt vaxandi birgðum undan- Frh. á bls. 25 Hundraðasta uppboð Sig. Benediktssonar Lík Oswalds flutt af morðstaðnum. SIGURÐUR Benediktsson mun haida hundraðasta uppboð sitt í Súlnasal Hótel Sögu næstkom- ártdi fimmtudag k. 5. Seldar verða 35 myndir, allar eftir Jó- hannes S. Kjarval. Myndirnar eru eign listamannsins, málaðar á tímabilinu 1917 til 1963. Fyrsta uppboð sitt hélt Sig- urður 2. maí 1953. Á síðastliðn- um 10 árum hefur hann haldið 57 bókauppboð, 40 listmunaupp- boð, 1 silfurmunauppboð og 1 antik-uppboð. Alls hefur Sigurð ur selt um 6500 muni. Framhald á bls. 31 Oswald myrtur við fangelsið í Dallas IVfiorðinginn gekk að fangan- um, sem var I lögreglufylgd, Dallas, Texas, 25. nóv. (AP) LEE HARVEY OSWALD, sem sakaður var um að hafa myrt Kennedy forseta s.l. föstudag, féll sjálfur fyrir byssukúlu morðingja á sunnudag. Verið var að flytja Oswald milli fang- elsa þegar næturklúbbseig- andi, Jack Rubenstein eða Ruby eins og hann er nefnd- ur, gekk að honum og skaut hann einu skoti í magann. Rak Oswald upp óp og hné þegar niður að fótum Rubys og var fluttur í skyndi í Park land sjúkrahúsið, þar sem Kennedy lézt. Fjöldi lækna reyndi að bjarga lífi Os- w'alds, en tókst ekki Hann lézt klukkustund og 47 mín- útum eftir að skotið hæfði hann eða réttum 48 tímum eftir lát Kennedys. Sjónvarnstökuvélar fylgd- ust með ferðum Oswalds og morðinu, sem var sjónvarnað beint frá staðnum, til millj- óna áhorfenda um öll Banda ríkin. Fyrirhugað hafði verið að flytja Oswald milli fangelsa aðfaranótt sunnudagsins, en vegna áskorana fréttamanna, sem vildu fylgjast með, var flutningunum frestað til hádeg- is. Nokkur mannfjöldi hafði safnazt saman við fangelsið og Leiðrétting í GREIN Björns Ólafssonar, „fs- lenzk flugmál á krossgötum", sem birtist í Morgunfelaðinu s'l. sunnudag, félil niður hluti úr setningu, en setningin í heild átti að hljóða þannig: „Hér er um það að ræða, að flugmálastjórnin sarmþykkir sér- stök hlunnindi í fargjöldum til handa Loftleiðum, hlunnindi, sem þeim gagnast einvörðungu í samkeppni við Flugfélagið og eru úr öllum tengslum við sam- keppni Loftleiða við erlend flug- félög“. sá morðið. Lustu nokkrir úr hópnum upp fagnaðarópi, þegar Oswald féll, en einn maður hrópaði: „Þetta er of gott fyrir hann.“ Annar heyrðist hrópa: „Einhver drap Oswald — húrra." Og einhverjir lögðu til að Ruby yrði sæmdur orðu fyrir tilræðið. Einn lögreglumannanna, sem áttu að gæta Oswalds, segir svo frá morðinu: — Ég stóð við útganginn þeg- ar Lee Oswald var leiddur út, og sá Jack Ruby koma. Ég vissi hvað hann hafði í hyggju og kallaði til hans „Jack, skepnan þín“. Ég reyndi að ná til hans, en tókst ekki. Hann hljóp upp að Oswald og hélt skammbyss- unni ppp að maga hans. Og ég sá eldblossa. Ég hjálpaði við að bera Oswald aftur inn í fang- elsið. Það var lófastór bruna- blettur á peysunni hans. • RUDDIST AÐ OSWALD Aðrir sjónarvottar skýra frá því að Ruby hafi komið að fang- elsinu í bifreið, og numið staðar utan við girðingu, sem er kring- um húsið. Þegar Oswald var leiddur út, stökk Ruby yfir girð- ingunna inn í hóp lögreglu og fréttamanna og ruddist að Os- wald. Tókst lögreglumönnun- um ekki að ná til hans fyrr en Oswald var fallinn. Jack Rubenstein er fimmtug- ur, og rekur tvo næturklúbba í Dailas. Segir lögreglan að eina finnanlega skýringin á morðinu á Oswald sé sú að Ruby hafi viljað hefna Kennedys forseta. Sjálfur sagði Ruby við handtök- una: „Ég kæri mig ekki um að vera hetja. Ég gerði þetta fyrir Jacqueline Kennedy.“ Fréttin um morðið á Oswald barst skiótt út og vakti eðlilega mikla atihygli. Margir hafa haft orð á því að vita beri lögregluna í Dallas fyrir vanrækslu og flest bandarisku blöðin benda á að jafnvel þótt lögreglan telji sig hafa nægar sannanir fyrir því að Oswald hafi myrt Kennedy fcrseta, afsaki það á engan hátt gjörðir Rubys. í réttarríki er sak borningur saklaus þar til sök hans er fullsönnuð. Og það er 1 verkefni dómstólanna að skera I úr málum og kveðá upp dóm. • EFASEMDIR Útvarps- og sjónvarpsstöðvar í Evrópu gerðu hlé á sendingum sínum í gær til að skýra frá morðinu á Oswald. Viðbrögð flestra stöðvanna voru á einn veg, eða eins og þulur franska sjónvarpsins sagði: „Það munu ávalt ríkja efasemdir í heimin- um um hvort hann (Oswald) var sekur eða saklaus." Fréttastofur í Austur Evrópu skýrðu strax frá morðinu. ADN fréttastofan í Austur Þýskalandi sagði að morðið á Oswald væri liður í and-kommúnista sam- særi, skipulagt af sömu öfga- mönnum hægriaflanna í Banda- ríkjunum, sem fyrirskipuðu morðið á Kennedy. Blaðið Borba í Júgóslavíu, sem er málgagn kommúnista, segir að líkast sé sem morðið á Oswald hafi verið framið með leyfi yfirvaldanna. Mjög hafi verið áríðandi að koma í veg fyrir a.ð Oswald yrði myrtur, því sannleikurinn um morðið á Kennedy sé ekki aðeins innanríkismál Bandaríkj- anna heldur alþjóðamál. Miklar varúðarráðstafanir hafa nú verið gerðar í Dallas, og virðist sem ríkislögreglan FBI hafi tekið málin í sínar hendur. Hefur Lyndon B. Johnson for- seti fyrirskipað ítarlega rann- sókn á morði Oswalds, og til- kynnt hefur verið að allar niður stöður rannsóknarinnar verði birtar. Einnig hefur verið lögð fram tillaga í bandaríska þing- inu um að skipuð verði sérstök þingnefnd til að rannsaka allt er varðar morðið á forsetanum og sök Oswalds. Lögfræðingur Jack Rubis, Lu- is Kutner, skýrði svo frá í dag að skjólstæðingur hans hafi um tíma starfað hjá AFL-CIA verka lýðssamtökunum í Bandaríkjun- um. Var hann ráðunautur hjá samtökum flutningamanna á ár- unum 1947—48, en stjórnendum samtakanna mislíkaði starfsað- ferðir hans, og var hann rekinrn Þá segir lögfræðingurinn að Ruby hafi yndi af að stæra sig af fyrri kynnum sínum við glæpahring borgarinnar Chi- cago. Einn af fyrri kunnihgjum Ru- bys var yfirheyrður í dag, og bar hann Ruby ekki vel söguna. Hann kvaðst ekki trúa því að Ruby hafi myrt Oswald af ein- skærri föðurlandsást. HugSan- lega til að vekja athygli á sér eða fyrir peninga, en annað ekkL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.