Morgunblaðið - 26.11.1963, Page 15

Morgunblaðið - 26.11.1963, Page 15
mm Þriðjudagur 26. nðv. 1963 MGRGU N BLAÐIÐ 15 Dallas, Texas, 25. nóv. AP — NTB • Lögreglan í Dallas hefur nú skýrt frá helztu sönnunargögnum, er fund izt höfðu fyrir sekt Lee Harvey Oswald og lögð voru til grundvallar hinni opinberu ákæru gegn honum. • Síðast í dag fannst í leiguherbergi Oswalds í borginni, kort af Dallas með krossum merktum við leið þá, er forsetinn ók frá flugvellinum til morðstaðarins. Ennfremur var á korti þessu dregin lína, er sýndi leið þá er riffilkúlan fór frá glugga hússins, er skotið var frá Herbergið í skólabókageymslunni, þar sem morðinginn beið. Á einum slíkum bókakassa hef- ur hann setið. Sterkar líkur voru fyrir sekt Oswalds sagði fregnina ökumanni strætisvagnsins, en hann spurði hvaðan hún hefði þessi tíðindi. Svaraði hún því, að maður aftar í vagn- inum hefði sagt sér og hlegið við. • í sama mund steig Os- wald út úr strætisvagninum, náði í leigubíl og ók í áttina til hússins í Oak Cliff, þar ÍJr skýrslu lögreglunnar um fyrirliggjandi sönnunargögn Lögreglumaður með fingraför Oswalds til þess, er hún hæfði for- setann. • Hér fer á eftir úr- dráttur úr skýrslu Henry Wade, ríkissaksóknara í Texas um helztu sönnun- argögnin. En lögreglan í Dallas hefur lýst því yfir, að hún muni beita sér fyr- ir því að allar upplýsing- ar, er fengizt hafa um Os- wald verði síðar birtar opinberlega. • Fjölskylda Lee Harvey Oswald var búsett í Irving, einni af útborgum Dallas. Þar dvaldist Oswald yfirleitt aðeins um helgar, en leigði sér herbergi inni í borginni til hægðarauka vegna vinnu sinnar þar. • Aðfaranótt föstudags hafði Oswald dvalizt á heim- ili sínu. Nágranni hans ók með hann til borgarinnar á föstudagsmorgun. Hafði Os- wald þá með sér aflangan pakka í brúnum pappír og sagði nágrannanum, að þar í væru gluggatjöld. 0 Eigínkona Oswalds hef- ur skýrt lögreglunni svo frá, að hann hafi átt riffil, er verið hafi í íbúð þeirra á fimmtudag, en ekki verið á sínum stað á föstudag # Rannsókn lögreglunnar hafði leitt í ljós, að riffillinn var ítalskur að gerð, Carcano riffill með 6.5 mm hlaup- vídd, búinn sjónauka. Hafði riffill þessi verið pantaður frá Ohicago í marzmánuði s.l. og var pöntunarseðillinn rithönd Oswalds. Númer morðvopnsins svara til nú- mers þessa riffils. • Oswald starfaði í skóla- bókageymslu í Dallas átta hæða byggingu, þaðan sem gott útsýni var yfir leið þá, er Kennedy ók frá flugvell- inum skammt utan við borg- ina. Oswald starfaði á sjö- undu hæð byggingarinnar. Höfðu samstarfsmenn hans orð á því, hvort hann ætlaði ekki að vera þeim samferða niður á götuna, til þess að sjá forsetann aka fram hjá. Hafði Oswald kveðið nei við en beðið þá um að senda lyft una upp aftur. • Að sögn vitna var byssu hlaup dregið inn um glugga á sjöundu hæð, rétt eftir að skotið reið af er varð forset- anum að bana. Lögreglumenn þustu inn í bygginguna og var Oswald meðal þeirra, er þeir hittu fyrir á þriðju hæð. Var hann að opna gosdrykkja flösku. • Forstöðumaður bóka- geymslunnar staðfesti, að hann væri starfsmaður í byggingunni og var honum þá sleppt. *5íðar náðist í alla starfsmenn byggingarinnar nema Oswald og var þá lýst eftir honum. • Oswald fór upp í stræt- isvagn við Lama Street og sagði konu nokkurri í vagn- inum frá því, að forsetinn hefði verið skotinn. Konan sem hann leigði herbergi. Skammt frá húsinu sáu menn lögreglumann ganga laumu- lega í áttina til Oswalds, en hann tók þá upp skamm- byssu og skaut lögregluþjón- inn þremur skotum. Að svo búnu hlóð hann byssuna á ný og hélt til kvikmynda- hússins Texas Theatre. • Lögreglan kom til kvik- myndahússins skömmu síðar eftir tilvísun konu í miðasöl- unni, sem fannst framkoma Oswalds grunsamleg. Er lög- reglumennirnir komu auga á Oswald miðaði hann á þá skammbyssunni, tók í gikk- inn, en skotið reið ekki af. Var hann handtekinn þar á staðnum. • í skólabókageymslunni fannst riffillinn bak við bókastafla. Ljóst var að morð inginn hafði setið á kassa meðan hann beið og eftir öllu að dæma verið að borða kjúkling, er pakkað hafði verið í brúnan pappírspoka. • Fingraför og lófaför, samsvarandi Oswalds, fund- ust á rifflinum, kassanum og pappírspokanum. • Paraffín-prófun á hönd- um Oswalds, er gerð var klukkustund eftir að hann Frh. á bls. 23 Vinnuiatabúðin Lfaugav. 76 sími 15475 Amerísku nylon úlpurnar komnar affur Vinnutatcbúðin Laugav. 76 sími 15475 að auglýsing í stærsta og útbreiddasta blaðinu borear sig bezt. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.