Morgunblaðið - 26.11.1963, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.11.1963, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóv. 1963 Crtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjori: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Augiýsíngar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. SAMÚÐ ÍSLENDINGA Corgaratburðir snerta auð- ^ vitað fyrst og fremst þá, sem nánastir eru, og íslenzka þjóðin hefur oftar en einu sinni sameinazt í sorg og trega þegar stórslys hafa hent. En aldrei fyrr hefur ís- lenzka þjóðin verið jafndjúpt snortin vegna fráfalls erlends þjóðhöfðingja og nú. John Fitzgerald Kennedy var meðal mikilhæfustu stjórnmálaleiðtoga allra tíma og hans verður ætíð minnzt sem mikilmennis. Fráfall hans bar að með hörmulegum hætti, sem hlaut að vekja samúð með eiginkonu hans og fjölskyldu. Allt þetta var ærið tilefni samúðar um heim allan, en þó er það eitthvað meira og dýpra, sem snortið hefur hjörtu íslendinga. Þeir menn, ungir og gamlir, karlar og konur af öllum stéttum, sem langtímum saman biðu þöglir fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna til að geta vottað bandarísku þjóðinni samúð sína, fundu að þrátt fyrir vegalengdirnar var það ekki fjarlægur sorgaratburður, sem gerzt hafði. Hryggð bandarísku þjóðarinnar er einnig okkar hryggð. Kennedy Bandaríkjaforseti barðist fyrir hugsjónum þeim, sem íslendingum eru nátengd astar, hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags. Þess vegna fundu íslending- ar að morðið á Kennedy var ekki eingöngu glæpur gagn- vart honum, fjölskyldu hans eða þjóð, heldur gagnvart öllum frjálshuga mönnum hvar sem þeir eru bú- settir. Það var höfuðleið- togi allra þeirra, sem lýð- frelsi unna, sem hniginn var í valinn. Samúð sú og vinátta, sem Bandaríkjaþj óðin hvarvetna finnur þessa sorgardaga, mun verða henni og leiðtogum hennar styrkur til að halda áfram því starfi, sem Kenn- edy forseti hóf. Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkj- anna, mun halda áfram, þar sem lífsstarfi Kennedys lauk, og þrátt fyrir fráfall hins unga forseta mun áhrifa hans ehn gæta, og ef til vill verð- ur hann enn áhrifameiri lát- inn en lifandi, því að nú skilja menn betur en nokkru sinni áður um heim allan, hinar háleitu hugsjónir hans. Þær munu sigra, þótt leið- toginn sé látinn. DALLAS ■Jjetta nafn, Dallas, mun um langan allur vekja hryll ing í huga allra góðra manna. Þar var ekki einungis framið það voðaverk að ráða Kenn- edy forseta af dögum, held- ur hafa þaðan einnig borizt önnur hörmungartíðindi. Þar var morðingi Kennedys skot- inn í vörzlu lögreglunnar að milljónum ásjáandi í sjón- varpi um gjörvöll Bandarík- in. Það kann að vera fyrirgef- anlegt, að lögregluyfirvöld í Texas gerðu ekki þær ráð- stafanir, sem nægt hefðu til að koma í veg fyrir morðið á forsetanum. Mönnum getur skjátlazt og aldrei er með öllu hægt að koma í veg fyrir, að glæpamenn komi áform- um sínum fram. En hitt verð- ur aldrei fyrirgefið, að Jack Rubenstein skyldi takast að skjóta Lee Harvey Oswald, þar sem hann átti að vera undir öflugri lögregluvernd og þar með ef til vill koma í veg fyrir það að sannleikur- inn um morðið á Kennedy kæmi í ljós. Vera má að Rubenstein sé það fífl, sem hann segist vera, að hafa viljað drepa morð- ingja Kennedys fyrir ekkju hans til að forða henni frá angist langra réttarhalda, en heldur verður þó að telja það ólíklegt. Því miður vaknar sá grun- ur, að þeir, sem ábyrgð báru á morði forsetans, hafi vilj- að koma Lee Harvey Oswald fyrir kattarnef, svo að erfið- ara yrði að rekja blóðferil- inn. Engu verður um það spáð hverjir þessir menn séu og. ef til vill sannast það aldrei. Slík sönnun hefði þó verið mikilvæg, vegna þess að of- beldisöflum vex ásmegin, þegar þau fá hulizt undir yf- irborðinu, en hljóta réttmæta fordæmingu, þegar þau eru afhjúpuð. Út af fyrir sig má ef til vill segja, að ekki skipti megin- máli, hvers konar ofstækisöfl hafa verið að verki, hvort þau hafa verið kommúnísk eða fas istísk. Þar er um að ræða greinar á sama meiði. En ef um skipulagða glæpastarf- semi hefur verið að ræða, sem hlýtur að hvarla að mönn um, hefði að sjálfsögðu oltið á miklu að komast fyrir ræt- ur hennar. Rubenstein er því orðinn annar ógæfumaður banda- rísku þjóðarinnar, hver sem tilgangur hans annars var. En verst er þó það, að lög- regluyfirvöld í Dallas hafa svo hörmulega brugðizt skyldu sinni, að orð fá eigi | lýst. Hefðu menn þó ætlað, að Dægurlögin og tónlistin Kjell Bækkelund foidæmir „Pop-músíkina" NORÐMENN deila um fleira en stjórnmál og trúmál, landsmál og ríkismál. Nokkrar undanfarn- ar vikur hefur römm deila verið háð í blöðunum um hvort fræða skuli unglinga um kynferðismál í skólunum og kenna þeim hvern ig komist verið hjá barneignum. Tilefni þeirrar deilu var samtals tími í útvarpinu, sem kennske var dálítið seinheppilegur. Og nú er rifizt um „pop-músík“. Og upphaf þess rifrildis var líka í samtalstíma í útvarpinu. Tók þátt í því m.a. Kjell Bække lund (hann og Robert Riefling eru taldir færustu píanóleikarar Noregs nú) og gekk Bækkelund óþyrmilega í skrokk á „pop- vellumúsíkinni“. Og nú hófust deilur um þetta í blöðunum. — Norðmenn eiga einn „frægan pop söngvara", sem heitir Asbjörn- sen en syngur undir nafninu Ray Adams og er orðinn fjáður mað- ur á grammófónplötusölu. Hef- ur hann nú tekið upp vörnina fyr ir „pop“, og heldur því fram að 95% af þjóðinni sé meðmæltur þessari tegund tónlistar, sem hann vill kalla skemmtimúsík. En um listgildi hennar er hann fáorður. Hinsvegar eigi hún full an rétt á sér, vegna þess að svo margir vilji heyra hana. — En þar er Kjell Bækkelund á öðru máli. Hann vill ekki láta kalla þetta „underholdings-musik“ en segir: — Nei — við skulum kalla það réttu nafni: Pop — en ekki skemmtimúsík. Ray Adams skal ekki leyfa sér að reyna að láta sig eða aðra dreyma um að verð mæt og tónræn skemmtimúsík sé það sama og pop-músíkiðnað ur nútímans. Skilur hann ekki muninn? Að það er munur á þeim, sem semur — skapar skemmtimúsík af innri þörf, og iðnaði, sem með aðstoð greiðvikinna manna sér „þörf- um“, aðeins vegna þess að þörfin sé til. Þörf. Er spekúlasjónin þá fjarri? . . . Eg hef ekkert á móti skemmtimúsík, ég hef líka gaman af vinsælli (populær) músík. Eg hef gam an af bæði Lehar og Cole Port- er, ég dáist að jazz-stjörnunum, svo sem Duke Ellington og Teddy Wilson . . . En ég vil ekki viðurkenna þá, sem innantómir gramsa allra einföldustu kennd- um samborgara sinna? Eg viður kenni m. ö. o. ekki pop-iðnaðinn. Yfirleitt hefur sóknin gegn „pop“ verið meiri en vörnin í þessari deilu. Toralv Maurstad, hinn ungi og ágæti leikari hefur lagt orð í belg og segir: „í leik húsinu eigum við að reyna að fullnægja kröfum um gæði, og hvort sem okkur tekst það eða ekki, þá er þetta þó markmiðið og tilgangurinn og það sem við leitumst við. En um ,pop“ er þetta gagnstætt . . . Pop skefur út virkileikann og setur í stað- in einskonar ljósrauða kvoðu, sem maður lepur í sig“. Bækkelund tilfærir napra klausu úr „Politiken“ eftir Leif Panduro, sjónvarpsgagnrýnanda blaðsins. Hann skrifa* svo um norsku pop-söngmeyna Grynet Molvig (hún heitir ekki Grynet Texasbúar mundu reyna að lujálpa hinum nýja forseta sínum, sem einmitt er kom- inn frá Texas. En fyrsta ganga Dallasbúa gat ekki verið verri. og vill ekki láta kalla sig það, en plötuframleiðandanum þótti meiri auglýsing í þessu grjóns- nafni en því rétta): „Grynet Molvig er frá Noregi, og hún lítur svei mér skrambi vel út og getur hnyklað brún- irnar, þegar þess þarf, sömu- leiðis nýtur sitjandinn á henni (þó ekki jafnist hann á við búsk- kvennanna) sín vel í þröngum buxum. Hún var matreidd á ýmsa vegu, saklaus stúlka úr sveit, eitilhörð padda úr borg- inni, og við og við steig hún nokkur dansspor. Og svo söng hún með þessu öllu saman — og það var I rauninni alvarleg- asta aðfinnslan, sem maður getur gert“. (Grynet er ein vinsælasta pop-söngmærin í Noregi). Kjell Bækkelund og Ray Ad- ams eru að vísu gagn-öndverðir pólar í þessu máli, þeir eru eins og eldur og ís, of ólíkir til að rökræða, svo að orðaskipti þeirra koma ekki þeim að gagni, sem vilja leita meðalvegar í mál inu. Frá sjónarmiði Bækkelunds er afstaða pop til tónlistar áþekk af stöðu klámrita til bókmennta. En í báðum tilfellum verður vandinn sá, að draga markalín- una á milli flokkanna. Áður en þessari rimmu lýkur hefur nýr aðili bætzt í hópinn, nýr og skæður sóknaraðili gegn pop. Þann 22. okt. var frumsýnt í Osló Ny Teater hið mjög um- rædda leikrit Danans Ernst Bruun Olsens: „Teenagerlove“. sem vakið hefur dæmafáa at- Akureyri 23. nóv. ÞÓRARINN Björnsson, skóla- meistari M.A., minntist Ken- nedys forseta á Sal í morgun við stutta en áhrifaríka athöfn. Honum mæltist m.a. svo: „Ken- nedy Bandaríkjaforseti er lát- inn.“. Þessi orð bárust út um allan heim á örskömmum tíma í gærkvöldi. Ég efast um að nokkur orð hafi nokkurn tíma í einni svipan snortið viðkvæm- an streng í brjóstum jafn margra. Aldrei höfum við ef til Vill fundið það fremur, hvað við erum háð hvort öðru og hve miklu líf og dauði eins manns getur varðað örlög okkar allra. Við erum öll á leiðinni að verða eitt. Sú hugsun varð mér eini vonarbjarminn í skuggan- um í gærkvöldi. Aldrei sá ég svo mynd af hinum unga Bandaríkjaforseta að mér kæmi ekki í hug eitt fegursta orðið í íslenzkri tungu: Drengilegur. Hann bar' með sér vaskleika karlmennskunnar og um hann lék heiðríkja heiðar- leikans. Við getum fátt gert á slíkri stundu. En við getum beðið þann, sem Matthías nefndi „Föð- ur ljósanna, lífsins rósanna:“, að veita oss það að minningin um göfugan og dáðríkan mann verði mannkyni öllu styrkur í hygli 1 Kaupmannahöfn og á Oscarsteatern 1 Stokkhólmi og vafalaust verður sýnt mjög bráð lega í Reykjavík. Aðalpersóna leiksins, Billy Jack, er „tipp- topp popsöngvari“, tignað goð sjálfvirks mannfélags en fórnar lamb um leið. Hann svindlar á til finningum sjálfs síns og annarra, en hatar bæði sjálfan sig og aðra. Hann hefur svikið trúa konu sína, til þess að giftast ríkri, heimskri og lífsleiðri auðmanns dóttur, Vivi að nafni. Allt snýst um pop — og peninga og tónlist in í leiknum (eftir Finn Savery) er nepjuleg skopmynd af pop- músíkinni, eins og hún gerist upp og niður. Er það tilviljun (eða skilning ur leikhússtjórans á gildi aug- lýsinga?) sem ráðið hefur vali sumra þeirra, sem taka þátt i þessari leiksýningu? Poþ-óvin- urinn nr. 1 (Kjell Bækkelund) stjórnar nefnilega hljómsveit- inni- Og Toralf Maurstad, sera getur hér að framan leikur Billy Jack. Hina forsmáðu konu hana leikur Liv Strömsted og er leik ur hennar tvímælalaust beztur allra. Þau Toralf og Liv hafa verið fengin að láni, en af leik- hússins eigin liði leigur Frank Robert úrkynjaðan og útbrunn inn rithöfund, sem lifir á því að semja texta við pop-lögin. Eg býst við að leikrit þetta verði langlífast allra þeirra, sem tekin verða til sýningar á Osló leikhúsunum í vetur. Er jafnan uppselt á sýningarnar löngu fyrir fram. Og meða „Teenagerlove** gengur, heldur það vafalaust vak andi pop-rifrildinu. veikri viðleitni sinni til að skapa bjartari líf og betri heim.“ “. — Sv. P. Seldi 55 tonn fyrir 52000 mörk Eskifirffi. 19. nóvember. GUÐRÚN Þorkelsdóttir seldi í Þýzkalandi í dag 55 tonn af eigin afla fyrir 52 þús- und mörk. Seley mun eiga aff selja I Þýzkalandi í næstu viku, en báturinn siglir með eigin afla. Lítill bátur, Jónas Jónsson, fiskar nú fyrir Bretlands- markaff. — G. W. 1300 tunnur til Akraness Akranesi, 23. nóv. ÞRETTÁN hundruff tunnur sild- ar bárust hingaff í dag. Síldin er hrafffryst. Aflahæstur var Sól- fari meff 800 tunnur, Skímir hafffi 300 og Sigrún 200 tunnur. — Oddur. — Sk. Sk. „Um hann lék heib- ríkja heiðarleikans" — sagði Þórarinn Bjömsson, skólameistari í minningarræðu um John F. Kennedy

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.