Morgunblaðið - 05.12.1963, Page 3
r Fimmtudagur 5. des. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
í GÆR bættist enn etnn
nýr bátur í flota landsm.anna.
Er það vélbáturinn Ögri, sean
kom til Hafnarfjarðar í gær,
og eru eigendur þeir Þorður
Henmannsson skipstjóri og
Halldór Þorbergsson, vél-
stjóii. Haifa þá komið hingað
tí.1 lands það, sem af er þessu
ári, 26 fiskiskip, mestmegnis
stálbátar frá Noregi. Enn eru
nokkrir bátar væmtanlegir
fram «ð áramótum.
Vélbáturinn Ögri er 198
smálestir að stærð með 515
hestafla Caterpillarvél, og
var ganghraði heim um 11
Þóröur Helmannsson skipstjóri í brúnni
IMýr bátur til Hafnarf jarðar
sjómílur. Vélin er staðsett þannig að hleSsla í honum
mjög aftaxlega í bátnum, verður miklu betri (stöðug-
Ögri við bryggju í Hafnarfirði í gær. — Ljósm. Sv. Þ.
leikinn miklu meiri) en élla,
og lestarrúm meira. Ögri er
smíðaður í Bolsönes Verft í
Molde og er hann áttundi bát
urinn, er smíðaður hefir ver-
ið í þessari skipasmíðastöð
fyrir íslendinga. Að sjálf-
sögðu eru öll helztu fiskileit
og siglingatæki í skipinu. Ann
ar bátur, Vigri, kom Ihingað
fyrr. á árinu, og er eigandi
hans bróðir Þórðar á hinum
nýja bát.
Ögri er, eins og aðrir bát-
ar, sem hingað hafa komið,
hinn myndarlegasti að öllum
frágangi, — í honum eru öll
helztu fiskileitar- og siglinga
tæki. Og má þar sérstaklega
til nefna 100 watta talstöð af
Simradgerð, sem heyrðist í
allt frá Noregi og til bátanna
hér við Snæfellsnes. Þá eru
vistarverur fyrir 16 menn og
allur aðbúnaður til fyrir-
myndar.
Þórður skipsitjóri fylgdist
með smíði Ögra síðustu 7
vikurnar, en hann hafði áð-
ur verið með vélbátinh Auð-
un og þar áður með togara
Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Fyrstí stýrimaður eæ Sigurð-
ur Bjarnason.
Telur skipstjórinn, að Ögri
beri um 2200 tunnur af síld
og sé hið bezta sjóskip.
Að lokum má geta þess, að
nöfnin Vigri og Ögri eru staða
heití við ísafjarðadjúp. Hið
fyrra heitir eftir eynni Vig-
ur og hitt eftir sögustaðnum
ÖgrL
rr
Ðularfulli
Kanadamaðurinn
— einhver stórbrotnasti maður af
Islenzkum ættum, sem uppi hefur verið
//
ÚT ER komin í íslenzkri þýð-
ingu bók H. Montgomerý-Hyde,
„Dularfulli Kanadamaðurinn,,
(The Quiet Canadian), þar sem
skýrt er ftá starfi einhvers stór-
brotnasta afreksmanns af íslenzk
um ættum, sem uppi hefur verið,
Sir William Stephenson.
í heimsstyrjöldinni fyrri 1914
til 18 var Stephenson einn slyng
asti og þekktasti orrustuflugmað
ur Kanadahers. Eftir styrjöldina
varð hann á fáum árum einn
umsvifamesti kaupsýslumaður
Bretlands. Hann fann upp að-
ferðina, sem gerði kleift að senda
myndir þráðlaust óraleiðir. Fyrir
síðari heimsstyrjöldina aflaði
hann Winston Churchill upplýs-
inga um gífurlegan vígbúnað
Þjóðverja, og þegar Churchill
var orðinn forsætisráðherra fól
hann Stephenson ýmis mikilvæg
og hættuleg verkefni. Síðan tók
hann að sér stjórn allra njósna
og leyniaðgerða Breta í Vestur-
heimi og átti með því starfi svo
drjúgan þátt í endalegum sigri
bandamanna, að Georg VI Breta
konungur sæmdi hann aðalstign
að stríðinu loknu og Truman
Bandaríkjaforseti sæmdi hann
æðsta heiðursmerki, sem Banda-
ríkjamenn sæma óbreytta borg-
ara, Verðleikaorðunni, og var
Stephenson fyrsti og eini maður-
in.n utan Bandaríkjanna, sem
hlotið hafði þann heiður.
Mikil íeynd hefur ríkt yfir
Btarfi Sir Williams Stephenson,
og ens og segir í bókinni „nú er
loks svo komið, eftir tvo ára-
tugi, að mögulegt er að lyfta
hulunni og skýra frá sumum
þessara furðulegu athafna og
segja jafnframt frá kanadíska
kaupsýslumanninum, sem stjórn-
aði þeim úr skrifstofu sinni á
36. hæð í skýjakljúfi í New
York“.
Bókin er 198 bls. að stærð og
eru í henni allmargar myndir.
Útgefandi er ísafoldarprent-
„Mœlt mál" ný
hók eftir Davíð
AÐALLJÓÐABÓK Helgafells i
ár er er eftir Davíð Stefánsson
frá Fagrasikógi, og inniheldur
ritgerðir og þætti, þar sem lesa
imá margt um lífsskoðun hins
merka skálds og hugsuðar. í bók
inni eru 21 grein og þættir, og
ber hið yfirlætislausa nafn
„Mælt mál“. Ritgerðirnar kallar
s'káldið í haustblíðfunni, Kynni
mán af séra Matthíasi, Gróður
og gæfa, Spurningum svarað,
Skólaimeistarahjónin, Davíð Þor-
smiðja h.f. flutt í kveðj uihófi, Seytjóndi
I A NA 15 hnútar 1 SVSOhnútor H Snjófroma f Oii \7 Skúrir & Þrumur W/MÍ KuUoskil Hitutkit H Hm$ L Lmti
... i W--. 1010 ' WT’ ZT' A. ÍÖT5
|02Q
1020
w
lO/O l02o /03°
V (-» ■*
"H
ii’' ^
\y l.......iW.......... <i"i __
)OloT IQ/O_________IQOO^ ________ ■
|0 ID
í GÆR var hæg suölæg átt og
bezta veður um allt land, þó
að smáskúrir væru við SV-
ströndina. Hiti var 2—7 stig
víðast hvar, aðeiins vægt
frost í innsveitum austan-
lands.
í gærkvöldi voru horfur á
hægum útsynningi fram eftir
dgei. En í kvöld mun lægðin,
sem sést til við Nýfundna-
land, verða byrjuð að gera
vart við sig með vaiandi
SA-átt
júní, Aldarafmæli Akureyrar-
bæjar, Ólafur Davíðsson, Þegar
ég var sextugur, Hismið og kjarn
inn, Tjaldbúar, Kaj Munk, Páll
ísólfsson, Frostavetur, Bréf tii
uppskafnings, Að Sigurhæðum,
Á leið til Gullna hliðsins.
Bókin er 226 bls. í Helgafells-
broti og bundin eins og fyrri
bækur skáJdsins. Aftan á. kápu
er litmynd af skáldinu tekin í
sumar.
„íslandsbréf
1874“ Gjafa-
bók AB i ár
GJAFABÓK Almenna bóka
félagsins í ár nefnist „íslands
bréf 1874“ og kemur út á
Þorláksmessu. Bréfin eru
rituð af bandarískum rit-
stjóra B. Taylor, en hann kom
hingað til lands þjóðhátíðar-
árið á eigin snekkju. Taylor,
sem var ritstjóri blaðsins
„New York Tribune“ fór víða
á snekkju sinni. Er heim kom
ritaði hann m.a. bókina
„Egypt and Iceland“ og í
þeirri bók eru bréfin, sem AB
gefur út. Tómas Guðmunds-
son hefur valið bréf til birt-
ingar í bók AB og þýtt þau.
Að venju er gjafabókin
ekki til sölu, en þeir félags-
menn AB, sem keypt hafa sex
bækur félagsins á árinu, fá
haua í jólagjöf.
SIAKSTEINáR
Kommúnistar vildu
hækkanir hálaunamanna
Þegar kjaradómur hafði verið
kveðinn upp í suma* birtist rit-
stjómargrein í kommúnistablað-
inu, þar sem fjallað er um niður-
stöðu dómsins. Þar segir m.a„
þegar rætt er um laun vegna
menntunar og sérhæfingar:
„Mikillar óánægju hefur gætt
hér á landi að undanförnu yfir
því, að ekki hefur verið nægi-
legt tillit tekið til þessara atriða,
en það hefur sem kunnugt er
beinlínis orðið til þess, að ýmsir
hæfustu starfskraftar, sem þjóð-
in hefur á-tt völ á, hafa neyðzt
til þess að hverfa úr landi og
leita sér betri lífsskilyrða annars
staðar.“
Síðar segir:
„Nokkur lagfæring fékkst einn
ig á vinnutíma og öðrum starfs-
kjörum, enda þótt þar sé hvergi
nærri gengið nægilega langt til
móts við óskir opinberra starfs-
manna.“
Og ritstjómargreininni lýkur
með þessum orðum.: *
■„Við hljótum að keppa að
því að launamálum opinberra
starfsmanna sé þannig háttað, að
þessi ntikilvægu störf séu eftir-.
sóknarverð, svo að ávallt sé þar
völ hinna beztu starfskrafta, sem
unnt er að fá. Þessi fyrsti kjara-
dómur er áfangi á þeirri leið og
skapar grundvöll til þess að
vinna að kjarabótum opinberra
starfspianna í framtíðinni, eftir
þeirri meginstefnu sem hin ötula
forysta B.S.R.B. hefur mótað á
undanförnum. árum.“
Hærri kröfur
Eins og kunnugt er gerði for-
ysta Bandalags ríkis og bæja, þar
sem kommúnistar og Framsókn-
armenn hafa meirihluta, kröfur
um kauphækkanir til handa hæst
launuðu opinberum starfsmönn-
m, sem voru rroira en 50% hærri
en það, sem kjaradómur endan-
lega samþykkti. í samræmi við
þær kröfur, sem studdar voru,
bæði af kommúnistamálgagninu
og Tím.inum, talar „Þjóðviljinn"
um, að kjara dómur sé „áfangi“
og segir einnig að „nokkur lag-
færing“ hafi fengizt o.s.frv. Blað
ið segir með öðrum orðum, að
kjradómur hafi ekki gengið nægi
lega langt í því að hækka laun
hinna hæstlaunuðustu. Það kem-
ur því úr hörðustu átt, þegar
nú á að nota niðurstöður kjara-
dóms sem röksemd fyrir því, að
laun allra annarra þurfi að
hækka geysilega.
Bæta þarf kjör hinna
lægst launuðu
Morgunblaðið er raunar sam-
m.ila því, að þeir, sem mikla
ábyrgð bera og stundað hafa
langt og kostnaðarsamt nám,
eigi að hafa góð kjör, en ljóst
er samt að launahækkun til
þeirra, sem hæstar tekjur hafa,
hefur í sumar orðið of mikil,
þannig að ekki er annarra kosta
völ en að taka nokkuð af þeirri
hækkun aftur með óbeinum að-
gerðum, eins og ríkisstjómin
hefur boðað og flytja þær tekjur
til þeirra, sem Iægst laun hafa.
Það er þetta, sem fellst í tillög-
um þeinr., sem ríkisstjórnin hcfur
lagi; fram til að greiða fýrir
lausn kjaradeilnanna, sem nú
standa yfir. Kommúnistar hafa
heimtað meiri mismun í launum
en nú er, þegar þeir krefjast enn
hærri launa til handa þeim opin
beru starfsmönnunr., sem mest
bera út býtum. Dylst væntanlega
engum hve fráleitt það er, að
krefjas þess í senn, að opinberir
starfsmenn fái meiri hækkun en
þeir þegar hafa fengið og segja
í hinu orðinu, að hækkanirnar til
þeirra eigi að leiða til þess að
allir aðrir fái sambærilegar
kjarabætur.